Morgunblaðið - 18.09.1992, Side 9
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. SEPTEMBER 1992
9
Kynning á vertrarnúmsKciðum KRI.U STEFÁNSDÓTTUR verður
þriðjudaginn 22. scptembcr kl. 20.30 í sal Norræna hússins.
í vctur rnun LÍKSSÝN og ERLA standa fyrir sex eins mánaðar
námskeiðum sem saman mynda heild.
1. JARÐLfKAMI - EFNISHEIMUR - ORKUBLIK
2. TILFINNINGAR - GEÐHEIMUR - TILFINNINGABUK
3. HUGUR - HUGHEIMUR - HUGBLIK
4. INNSÆI - SÁL - SÁLARBLIK
5. ORKUSTÖÐVAR - HULIÐSHEIMAR
6. ÞRÓUNARLEIÐIR - GEISLAR - MEISTARAR
Að auki huglciðslur, orku-, heilunar, skynjunar-, spáprika- og
pendulæfingar, draumar, fyrri líf, áruteikningar, huiduverur,
náttúran og margt fleira.
INNRITUN OG UPPLÝSINGAR í SÍMUM: 628770 (Gunnar), 814317
(Jóhanna) og 622271 (Jóna, kl. 13.00 —16.00).
SIEMENS
Frystikistur og frystiskápar
Siemens frystitækin eru eins og aörar
vörur frá þessu öndvegisfyrirtæki:
traust, endingargóð og falleg.
Lítið inn til okkar og skoðið úrvalið.
SMITH&NORLAND
NÓATÚNI 4 • SÍMI 28300
VANNÞI FJÖLSKYL ☆ ^ ☆ OA? *1
EUROjJIPS V leikvika
16* september 19 92
Röðin: 111 -221 -X2X-221 -12
14 réttir:
13 réttir:
12 réttir:
11 réttir:
47 raðir á
101 raðirá
1.000 raðirá
5.053 raðir á
324.110-kr.
5.840 - kr.
590 - kr.
0-kr.
Margir höfðu alla leikina 14 rétta í fyrstu atrennu. Á
mánudaginn kemur opnar fyrir sölu á EUROTIPS 2.
Vinningsupphaeð fyrir 11 rétta var undir 200 kr. lágmarki og
fluttist því vinningsupphæöin á 12 og 13 rétta.
—fyrir þig og þina fjölskyldu!
Verkið hafið
Hreyfing er nú hafin
til sameiningar lífeyris-
sjóða, en hún hefur farið
hægt af stað, því margs
konar hagsnnmir eru í
veði, t.d. hvort eignir eru
ávaxtaðar í heimabyggð
eða ekki og lánamögu-
leikar sjóðsfélaga. Tveir
lífeyrissjóðir voru sam-
einaðir síðastliðið vor,
Lífeyrissjóður bygginga-
manna og Lífeyrissjóður
málm- og skipasmiða, og
nefnist hann nú Samcin-
aði lífeyrissjóðurinn.
Sjóðfélagar eru um 4
þúsund og lífeyrisþegar
um eitt þúsund. Um síð-
ustu áramót, fyrir sam-
einingu, voru eignir
sjóðsins um 8 milljarðar
króna. Hann er nú
stærsti sjóðurinn innan
Sambands almennra líf-
eyrissjóða og sá fjórði á
landinu öllu.
Nú fara fram viði-æður
um sameiningu lífeyris-
sjóða á Norðurlandi og
taka átta sjóðir þátt i
þeim. Ætlunin er að nýi
sjóðurinn hefji starfsemi
um næstu áramót og
samrunaferlinu verði
Iokið tveimur árum síðar.
Reiknað er með því,
að ákvörðun verði tekin
síðar á þessu ári, hvar á
Norðurlandi sjóðurinn
verði staðsettur, en svæði
hans nær allt frá
Hvammstanga til Húsa-
víkur.
í nýjasta tölublaði
fréttabréfs Sambands al-
mennra lífeyrissjóða
(Sal) Ijallar forustugrein-
in um sameiningu lífeyr-
issjóða. Þar segir:
100 sjóðir
„Fyrir nokkrum áimm
voru íslensku lífeyris-
sjóðirnir um 100 talsins.
Þeim fer nú óðfluga
fækkandi. Stærsti sjóður-
hm er Lífeyrissjóður
verzlunarmamia og í
kjölfar hans koma nokkr-
ir mjög stórir lífeyris-
sjóðir. Fimm stærstu
sjóðirnir eru með um
45% af heildareignum líf-
Sameining lífeyrissjóða
Um langt árabil hefur verið rætt um fyrirsjáanlega erfiðleika
lífeyrissjóðanna til að standa undir lífeyri sjóðfélaga í framtíð-
inni. Ein ástæðan er fjöldi og því smæð margra lífeyrissjóða.
Reksturskostnaður margra er alltof hár miðað við iðgjaldatekj-
ur. Ein leið til úrbóta er sameining lífeyrissjóða til að gera rekst-
ur þeirra hagkvæmari.
eyrissjóðanna og um 80%
af eignum sjóðanna eru
hjá 20 stærstu sjóðunum.
I umræðum um mál-
efni lífeyrissjóðanna hef-
ur sú skoðun oft komið
fram að nauðsynlegt sé
að selja í lög ákvæði um
lágmarksstærð sjóða. I
því sambandi hefur oft
verið rætt um að lág-
marksfjöldi þeirra sjóð-
félaga, sem greiða reglu-
lega iðgjöld til lífeyris-
sjóðs, skuli vera fimm
þúsund. Með slikum
ákvæðum myndi lífeyris-
sjóðunum fækka veru-
lega. Kostur við þessa
leið er sá að með slíkum
lagaákvæðum er beinlín-
is verið að knýja fram
sameiningu sjóða á
skömmum tíma. Gallinn
er hins vegar sá að með
lögum er verið að þvinga
sjóðina til samruna. Auð-
vitað er sú leið betri að
ná frjálsu samkomulagi
um samruna lífeyris-
sjóða, eins og tekist hefur
svo vel með stofnun Sam-
einaða lífeyrissjóðsins.
Dregið úr
áhættu
Tölur úr bókhaldi líf-
| eyrissjóða sýna glöggt að
rekstrarkostnaður sem
hlutfall af iðgjaldatekj-
um er yfirleitt þeim mun
lægri sem sjóðir eru
stærri. Hitt er þó ekki
síður mikilvægt að stórir
lífeyrissjóðir eiga oft
betri aðkomu að fjár-
magnsmarkaðmum og
geta miklu frekar komið
sér upp staðgóðri þekk-
ingu varðandi ávöxtunar-
mál. Mikilvægast af öllu
er þó væntanlega að
verulega verði dregið úr
hættu með stækkun og
fækkun lífeyrissjóða. I
fyrsta lagi er sú áhætta
sem tekin er með loforð-
um um greiðslu áfallalíf-
eyris, s.s. örorkulífeyris.
Þeim mmi smærri sem
sjóðir eru, þeim mun
meiri áhætta ef til stór-
slysa kemur eða mikilla
áfalla. I öðru lagi er nú
algengt að sjóðir séu
bundnir við ákveðin
byggðarlög og séu nyög
fámennir. Tímabundnir
erfiðleikar í byggðarlag-
inu gætu reynst lifeyris-
sjóði þungbærir og var-
anlegir erfíðleikar riðið
honum að fullu. í þriðja
lagi gildir hið sama um
þá sjóði sem eru bundnir
við fámennar starfsstétt-
ir eða starfshópa innan
fyrirtækja. Á það bæði
við um örorkulíkur, svo
og þróun starfsstéttar-
innar eða fyrirtækisins,
þ.e. hvort búast megi við
verulegri ijölgun nýrra
sjóðfélaga á næstu árum
eða hvort samdráttur
verður hjá starfsstéttinni
eða hjá fyrirtækinu. í
fjórða lagi má svo nefna
að í litlum sjóðum er tek-
in meiri áhætta um að
aldursdreifíng sé óhag-
stæð en í stórum sjóðum.
Frjálst sam-
komulag
Auðvitað má fínna lít-
inn lífeyrissjóð með hag-
stæða aldursdreifingu,
góða ávöxtun og litinn
rekstrarkostnað. En slíkt
heyrir hins vegar því
niiður til undantekuinga
og því er nauðsynlegt að
unnið sé áfram að sam-
runa lífeyrissjóða. í þeim
efnum er þó farsælast að
freista þess fyrst um shm
að ná ftjálsu samkomu-
lagi, sem allir aðilar geta
sæmilega unað við, frek-
ar en að knýja lífeyris-
sjóðina til sameiningar
með lagafyrirmælum."
SlMINN ER
689400
BYGGT & BÚIÐ
KRINGLUNNI
FÖSTUDAGUR TIL FJÁR
HRAÐSUÐUKETILL
I DAG
Á KOSTNAÐARVERÐI
BYGGTÖBÖIÐ
I KRINGLUNNI