Morgunblaðið - 18.09.1992, Page 12
p r
12
opor saPMarra?!- 8r HIJOAOlTTgÖ’í (JlffAJHKUOJfOM
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. SEPTEMBER 1992
Toger Seidenfaden forstjóri TV2 í Danmörku
EES verður ekki síðasti
Evrópuáfangi Islendinga
T0GER Seidenfaden, forstjóri dönsku sjónvarpsstöðvarinnar TV2,
segir að niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslunnar í Danmörku í júní,
þar sem Maastricht-samkomulaginu um nánari pólitískan og efna-
hagslegan samruna Evrópubandalagsríkjanna var hafnað, megi að
hluta til skýra með þeirri bylgju þjóðerniskenndar sem nú leiki um
Evrópu. Fólk hafi ekki verið undir þær miklu breytingar sem fylgdu
falli kommúnismans í Austur-Evrópu búið og reyni því að halda í
það sem það þekki, s.s. þjóðríkið. Þá hafi einnig með árunum mynd-
ast mikill trúnaðarbrestur milli dansks almennings og stjórnmála-
manna í Evrópumálum sem þarna hafi sagt til sín. Seidenfaden
segir íslenska stjórnmálamenn á margan hátt vera að gera sömu
mistök í Evrópumálum og danskir starfsbræður þeirra og spáir því
að EES verði ekki síðasti áfangi Islendinga á leið til Evrópu.
Niðurstaða þjóðaratkvæða-
greiðslunnar um Maastricht í
Danmörku var verulegt áfall
fyrir Evrópubandalagið og er
jafnvel talin geta ógnað því
samrunaferli sem á sér stað inn-
an þess. Hvaða leiðir eru banda-
laginu færar til að takast á við
danska vandamálið?
- Evrópubandalagið á í miklum
erfiðleikum þessa stundina vegna
dönsku þjóðaratkvæðagreiðslunnar
og þess möguleika að einnig Frakk-
ar hafni samkomulaginu. Ef svo
fer mun Evrópubandalagið lenda í
það djúpstæðri kreppu að ég efast
um að það muni ná sér á strik á
ný fyrr en eftir nokkur ár. Ef við
gerum hins vegar ráð fyrir að
Frakkar samþykki Maastricht, sem
er enn líklegasta niðurstaðan, þó
að hún sé langt frá því að vera
örugg, þá sitjum við uppi með
danska vandamálið. Það verður
mjög erfitt að finna lausn á því frá
dönskum bæjardyrum séð. Ég tel
þó, að þegar upp er staðið, muni
það ekki koma í veg fyrir að Ma-
astricht verði að veruleika, þar sem
hin EB-ríkin ellefu munu hefjast
handa við að framkvæma markmið
sáttmálans er þau hafa staðfest
hann. Líklega verður að semja um
einhveijar tímabundnar undanþág-
ur hvað Dani varðar.
I hverju gætu slíkar undan-
þágur falist?
- Það er mjög erfítt að festa
fíngur á því á hvaða sviðum þær
ættu að vera þar sem enginn veit
í raun hvaða þáttum sáttmálans
danska þjóðin hafnaði. En meðal
þess sem Danir sjálfír eru að ræða
um eru undanþágur frá sameigin-
legu varnarmálastefnunni og frá
niðurfærslureglunni. Þó furðulegt
kunni að virðast þá munu líka
eflaust margar undanþágurnar fel-
ast í því að ítreka að atriði, sem
aldrei voru hluti af sáttmálanum,
séu ekki hluti af sáttmálanum. Til
dæmis er mikið rætt um það í
Danmörku að koma inn grein þar
sem tekið er fram að Evrópusam-
bandið [European Union — hinn
pólitíski samruni EB-ríkjanna] hafi
engin áhrif á ellilífeyri. Það var
aldrei ætlunin að Evrópusambandið
hefði áhrif á ellilífeyri en til að
fólk sé ekki í neinum vafa um
málið gætum við þurft að bæta
viðauka við Maastricht-sáttmálann
þar sem það er tekið skýrt fram.
Loks er hugsanlegt að tekið verði
fram að Danir verði ekki sjálfkrafa
þátttakendur í sameiginlegum
gjaldmiðli Evrópubandalagsríkj-
anna. Það hefur raunar alltaf legið
á borðinu að við hefðum rétt til að
halda aðra þjóðaratkvæðagreiðslu
áður en við tækjum ákvörðun um
hvort við ætluðum að taka þátt
þegar nýi gjaldmiðillinn tekur gildi
1997. Þetta gæti þó þurft að ítreka.
Það að 51% Dana skuli hafa
hafnað Maastricht í júní kom
umheiminum gífurlega á á óvart.
A þeim tíma sem síðan er liðinn
virðist andstaðan hafa aukist
enn frekar og nú segjast um 57%
aðspurðra í skoðanakönnunum
vera andvígir sáttmálanum.
Hvað veldur þessari viðhorfs-
breytingu?
- Það væri hægt að fara í kring-
um þessa spumingu á margan hátt
og koma með kurteisislegt svar.
Það sem er hins vegar að gerast
er að þjóðernissinnum er að vaxa
fískur um hrygg um alla Evrópu.
Menn eru allt í einu að uppgötva
að samruni Evrópu er raunverulega
að eiga sér stað og að það er þungi
á bak við hann. Það koma því upp
áhyggjur af hraða samrunans og
því hvað felst í honum. í grundvall-
aratriðum sýnir þetta fram á
hversu illa menn voru almennt
undir þann nýja raunveruleika bún-
ir sem blasað hefur við Evrópu frá
því árið 1989. Fólk er einfaldlega
ringlað og svolítið hrætt við það
sem mun gerast því að heimurinn
er ekki lengur stöðugur. Og þegar
fólk er hrætt og óöruggt þá sækir
það í eitthvað gamalkunnugt og
Toger Seidenfaden
vel þekkt og þjóðríkið er auðvitað
slíkur hlutur.
En sýnir ekki sú andstaða við
Evrópusamrunann sem kom
fram í þjóðaratkvæðagreiðsl-
unni í Danmörku og einnig er
mjög greinileg í Frakklandi og
fleiri EB-ríkjum að þróunin hef-
ur í raun verið of hröð. Er ekki
óraunhæft að Iáta eins og ekkert
sé og; koma Maastricht í verk
þó svo að Frakkar samþykki
sáttmálann með litlum meiri-
hluta?
- Ég held Maastricht muni taka
gildi ef Frakkar samþykkja sátt-
málann, sama með hversu litlum
meirihluta. Höfnun Dana og and-
staðan í öðrum ríkjum er líka oft
í litlum tengslum við Maastrieht-
sáttmálann. Það sem.Frakkar eru
kannski í sínum huga að hafna er
eitthvað sem var í Einingarsátt-
mála Evrópu eða jafnvel Rómar-
sáttmálanum eða sameiginlegu
landbúnaðarstefnunni. Opnun
landamæra, svo dæmi sé tekið sem
margir Frakkar hafa áhyggjur af,
kemur Maastricht ekkert við. Opn-
unin er hluti af Schenken-sam-
komulaginu. Það er því ekki fyrst
og fremst verið að hafna Ma-
astricht heldur eru þetta viðbrögð
við því að menn eru að uppgötva
Evrópusamrunann. Hann er síðan
látinn gjalda fyrir allt það sem nú
er í lausu lofti í Evrópu.
í Danmörku komst hin pólitíska
elíta að algjörlega andstæðri niður-
stöðu en almenningur. Það náðist
Morgunblaðið/Árni Sæberg
mun víðtækari samstaða milli
stjórnmálamanna um Maastricht-
sáttmálann en náðist á sínum tíma
um t.d. Einingarsáttmálann eða
Rómarsáttmála. Um þá sáttmála
náðist ekki samstaða 5/6 þing-
heims og milli stjórnar og stjórnar-
andstöðu. Sundrungin var mun
meiri. Viðbrögð stjórnmálamanna
við upplausninni í Évrópu voru því
„meiri Evrópu“ en YÍðbrögð al-
mennings voru að hann vildi meira
af því sem hann þekkti, þ.e. þjóðrík-
inu.
Ertu ekki með þessu að segja
að ef Maastricht-sáttmálanum
verður hafnað að þá sé einnig
verið að hafna hugmyndinni um
nánari samruna Evrópuríkjanna
sem slíkri. Það sé einfaldlega
ekki hægt að segja, allt í lagi,
við erum með Einingarsáttmál-
ann og innra markaðinn, sem
tekur gildi á næsta ári, þar sem
íraun væri búið að hafna þessum
hlutum í leiðinni?
— Jú, ekki formlega en pólitískt
í raun. „Nei“ í Frakklandi myndi
leiða til mikillar kreppu þar sem
sá kraftur sem er nauðsynlegur
væri horfinn. Hlutir á borð við innri
markaðinn gerast ekki af sjálfu sér
eða með galdrabrögðum heldur
vegna þess að pólitískur vilji er til
staðar til að koma I framkvæmd
öllum þeim hundruðum tilskipana
sem hann byggist á. Ef grafið er
undan þeim pólitíska vilja með
„nei-i“ í Frakklandi þá verður út-
koman kreppa. Innri markaðinum
og Einingarsáttmálanum verður
stefnt í voða og jafnvel Rómarsátt-
tnálinn sjálfur gæti verið í hættu.
Ég held að þetta væri mjög var-
hugaverð staða þar sem henni
fylgdi sú hætta að við myndum
hverfa aftur til þeirrar Evrópu sem
var fyrir fjörutíu árum. Evrópu
þjóðernishyggju og bandalaga milli
stóru ríkjanna. Þegar litið er til
þess sem er að gerast i Júgóslavíu
þá liggur í augum uppi að það
væri martröð ef þeir hlutir færu
að breiðast út til helstu ríkja Evr-
ópu. Það er því mikið í húfí í þjóðar-
atkvæðagreiðslunni í Frakklandi.
En fyrst verið er að ræða kosti
og galla náinnar samvinnu Evrópu-
ríkja þá er það einkennilegt að á
Norðurlöndunum, t.d. Danmörku
og íslandi, þá er enn litið á það sem
eitthvað vinstrisinnað að vera Evr-
ópuandstæðingur. Þessu er öfugt
farið annars staðar í Evrópu. Þar
eru það hægrimenn sem eru í and-
stöðu. Í Frakklandi eru það t.d.
hálf-fasistarnir í Þjóðarfylkingunni
og þeir sem enn dreymir um
Gaulle-tímann. Á Ítalíu eru það
nýfasistarnir, í Þýskalandi hægri
öfgamenn, á írlandi andstæðingar
fóstureyðinga og í Portúgal kon-
ungssinnar.
Einungis á Norðurlöndum má
fínna hatrömmustu Evrópuand-
stæðingana meðal vinstrimanna.
Þetta er hluti skýringarinnar á því
að Maastricht féll í Danmörku.
Vinstriandstaðan hafði ekki enn
horfið og hægriandstaðan var í
sókn. Samanlagt náðu þessir hópar
meirihluta. í raun held ég að marg-
ir leiðtoganna á vinstri vængnum
hafí ekki viljað að Danir höfnuðu
samkomulaginu en vegna sögunnar
og andstöðu sinnar árin 1972 og
1986 urðu þeir að beijast gegn
Maastricht. Síðan sátu þeir uppi
með „nei“ og vissu ekki hvað þeir
áttu að gera við það.
Hvernig má útskýra þennan
afstöðumun milli Norðurland-
anna og annarra Evrópuríkja?
— Það eru ýmsar sögulegar
skýringar á því. Évrópuumræðan á
Norðurlöndum, fyrst og fremst
Danmörku og Noregi, hófst uppúr
1970 þegar vinstribylgjan var í al-
gleymingi. Á þeim tíma leit gáfna-
mannastétt vinstrimanna grun-
semdaraugum á allt sem kom frá
hinum hefðbundnu stjórnmálaöfl-
um, hvort sem það voru jafnaðar-
menn eða íhaldsmenn. Það hlaut
að vera eitthvað ráðabrugg kapítal-
ista eða þá Troju-hestur frá Banda-
ríkjamönnum. Annar þáttur er
hlutur sem við höfum áður séð í
sögunni s.s. við myndun Bandaríkj-
anna. Þegar verið er að byggja upp
sambandsríki eru hægrisinnar
fylgjandi því í upphafí að hafa sam-
eiginlegar stofnanir eins og dæmið
af Alexander Hamilton í sögu
Bandaríkjanna sýnir. Þegar menn
eru nokkrum áratugum síðar
komnir eitthvað áleiðis á þeirri
braut snýst dæmið við. Þá eru það
vinstrimenn sem vilja meiri sam-
runa, öfluga miðstýringu til að
vernda þá sem minna mega sín.
Hægrimennirnir leggja hins vegar
Fjárhagsstaða Kópavogsbæjar batnaði á fyrri árshelmingi
Skuldir 150 milljónum
kr. lægri en um áramót
SKULDIR Kópavogsbæjar Iækk-
uðu um 150 milljónir króna frá
áramótum og fram til loka júní-
mánaðar, samkvæmt yfirliti um
fjárhagsstöðu bæjarins að loknum
fyrri árshelmingi. Jafnframt batn-
aði peningaleg staða bæjarfélags-
ins um 80 mil(jónir. Að sögn Gunn-
ars I. Birgissonar, bæjarfulltrúa
Sjálfstæðisflokksins og formanns
bæjarráðs, hefur rekstur bæjarins
gengið vonum framar og er rekst-
arkostnaður, ásamt fjármagns-
gjöldum, kominn niður í 72-73%
af skatttekjum, en var rúmlega
85% árið 1989.
Gunnar I. Birgisson segir að
skuldir bæjarins í júnílok hafí verið
2.550 milljónir króna, en þær voru
2.700 milljónir um áramót. Pen-
ingaleg staða var neikvæð um 1.440
milljónir en var neikvæð um 1.520
milljónir um áramót. Gunnar segir
að rekstrargjöld bæjarins hafí á
þessum tíma verið lægri og tekjurn-
• ar hærri en gert var ráð fyrir í
rekstraráætlun.
Gunnar segir að veltufjárhlutfall
bæjarins sé nú komið upp í 1,12.
„Þannig að allt sem heitir vanskila-
vextir, refsivextir og dráttarvextir
heyrir sögunni til, en það voru stór-
ir útgjaldaliðir áður fyrr,“ sagði
hann. „Við höfum gert úttekt á
rekstri og stöðu framkvæmda mán-
aðarlega og farið ofan í nánast
hvern einasta rekstrarlið eftir hvem
mánuð. Aðhaldið hefur því verið
mjög gott. Þetta kemur okkur þess
vegna ekkert á óvart, en það verður
áfram að sýna ráðdeild og sparnað.
Með þessum góða árangri í rekstr-
inum verður meiri afgangur og þá
er hægt að borga niður skuldir og
framkvæma meira."
Gunnar sagði að þessi árangur
hefði náðst þrátt fyrir hrakspár
minnihlutans í bæjarstjóm. „Þeir
sögðu að við myndum halda áfram
að safna skuldum. Við tókum fram
að aðeins væri um skammtíma-
skuldaaukningu að ræða vegna
mikilla framkvæmda í Nónhæðum
og Kópavogsdal. Nú eru greiðslur
fyrir lóðir þar að skila sér og munu
gera enn frekar á næsta ári,“ sagði
hann.
Guðmundur Oddsson, bæjarfull-
trúi Alþýðuflokksins og oddviti
minnihlutans í bæjarstjórn, sagði í
samtali við Morgunblaðið að miðað
við sex mánaða uppgjör stefndi í
góða stöðu. Hann sagðist hins veg-
ar benda á að á fyrri hluta ársins .
kæmu mestar tekjur inn og minnst
færi út af peningum. Mestur hluti
framkvæmdatímans ætti eftir að
koma inn í dæmið og reynslan sýndi
að þá væri yfírleitt framkvæmt fyr-
ir meiri peninga en áætlað hefði
verið. Hann sagðist því ekki viss
um að meirihlutanum í bæjarstjóm
tækist að slá á skuldastöðuna þegar
á heildina væri litið. „Ég er ekki
svo illa innrættur að ég sé að vona
eitthvað slíkt, en þetta er bara
reynslan, sem við lentum í,“ sagði
Guðmundur.