Morgunblaðið - 18.09.1992, Qupperneq 16
16
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. SEPTEMBER 1992
Snyrtisérfrœðingur kynnirDior haustlitina
ídagkl. 13-17.
SAJÍVXA
Revkjavíkurvegi 50, Hafnarfirði.
Kjúklingar
á kostaboöi
Velkomin í kjúklingakrœsingamar okkar
Fjölskyldupakki fyrir 5.
10 kjúklingabitar, franskar,sósa og salat Verð 1990 kr
Athugiö aöeins 398 kr á mann
Fjölskyldupakki fyrir 3.
6 kjúklingabitar,franskar,sósa og salat Verö 1290 kr.
Pakki fyrir 1
2 kjúklingabitar,franskar,sósa og salat Verö 490 kr
SVAKTA
PAni>Ai>
Hraðrét ta veit i ngastaður
í hjarta bomarinnar
o
Sími 16480
Þú getur bæði tekið matinn með þér heim eða borðað hann á staðnum
Aldraðir í Danmörku
eftir Gyðu
Jóhannsdóttur
Danir geta hælt sér af stöðug-
leika í efnahagslífi, lágri verðbólgu,
hagstæðum greiðslujöfnuði og
miklum hagvexti. Þeir eru efstir á
lista hjá OECD, sem hefur nýlega
birt horfur í efnahagsmálum nokk-
urra ríkja, en þar er ísland neðst á
blaði. Danir berjast við mikið at-
vinnuleysi og þurfa að standa
straum af háum greiðslum í at-
vinnuleysisbætur. Þrátt fyrir það
hefur þeim tekist að halda uppi við-
unandi velferðarkerfi og vel skipu-
lagðri félagslegri þjónustu, a.m.k.
hvað snertir þjónustu við aldraða.
Eg fór til Danmerkur í sumar
o g skoðaði öldrunarstofnanir í
Kaupmannahöfn og Óðinsvéum. í
Óðinsvéum, þriðju stærstu borg
Danmerkur með 180.000.00 íbúa,
stóð yfir norræn ráðstefna í öldrun-
arfræðum og meðal þátttakenda
voru nokkrir frá íslandi.
Eg tók þátt í skoðunarferðum
sem ráðstefnugestum var boðið í,
til þess að sjá með eigin augum
hvernig búið væri að öldruðum þar
í borg, og kynntist ýmsu fróðlegu
í því sambandi.
Þjónustan má ekki draga
úr fólki
Á síðastliðnum árum hafa Danir
unnið markvisst að því að minnka
stofnanabrag á umönnunarheimil-
um aldraðra og leggja nú mikla
áherslu á að fá fólk til þess að
gera sem mest sjálft. Þeir hafa
komið á móts við nýja kynslóð aldr-
aðra, sem gerir aðrar kröfur til
þjónustunnar en áður þekktist.
„Plejehjem" eða hjúkrunarheimili
er nú kallað „Omsorgscenter“, eða
umönnunarmiðstöð, þar sem öll
þjónusta er fyrir hendi, en fólki
gefinn kostur á að velja og hafna.
Með því að viðhalda löngun aldr-
aðra til athafna er unnt að koma i
veg fyrir ótímabæra rúmlegu og
draga um leið úr kostnaði í kerfinu.
í einu minnsta sveitarfélagi Dan-
merkur, Skævinge, var árið 1986
gerð tilraun með að greiða vist-
mönnum á öldrunarheimili lífeyrinn
beint, og láta þá sjá sjálfa um út-
gjaldahliðina, líkt og hjá þeim sem
búa á eigin heimilum. Þá kom ýmis-
legt athyglisvert í ljós. Þegar karl
einn, sem fékk rakstur tvisvar í
viku, átti að fara að greiða sjálfur
fyrir raksturinn, lýsti hann því yfir
að hann gæti vel gert þetta sjálfur.
Þeir sem höfðu ekki fríkort á lyf
urðu allt í einu mjög áhugasamir
um að vita hvaða lyf þeir fengju
og hvort þeir gætu verið án þeirra.
Mér varð hugsað til þess er ég
fór í heimsókn til aldraðrar vinkonu
minnar á Droplaugarstöðum fyrir
nokkrum árum. Tvær starfsstúlkur
voru að enda við að klæða hana
og snyrta. Þegar þær voru farnar
út spurði ég undrandi: „Hvað, ertu
hætt að klæða þig sjálf?“ Hún brosti
við hálfafsakandi. „Það er nóg af
fólki héma til að þjónusta mann
og svo fæ ég líka félagsskap út úr
þessu," og bætti svo við: „en mér
finnst óþarfi að láta færa mér kaffi
að kvöldinu og brauð með“. Hún
hafði eldunaraðstöðu og eldhús-
skápa sem höfðu að geyma kaffi,
kex og annað góðgæti.
Starfsreglur þurfa að vera
sveigjanlegar
Hjúkrunarheimilin hafa fremur
einkennst af því að vera vinnu-
staður starfsfólks með fastmótaðar
starfsreglur, sem miða að því að
Gyða Jóhannsdóttir
„Þetta nána samstarf
stjórnvalda í Óðinsvé-
um við eldri borgara,
um þau mál sem fyrst
og fremst snerta þá
sjálfa, hefur skilað
þeim árangri að óvíða
er uppbygging öldrun-
arþjónustu, sem er
skipulögð mörg ár fram
í tímann, betri en þar.“
ná endum saman í önnum dagsins.
Á sumum umönnunarheimilum
eru vinnureglur starfsfólks og
vinnuskipting ekki til þess fallnar
að létta gömlu fólki baráttuna við
erfiða öldrunarsjúkdóma.
Hjúkrunarkonu á öldrunarheimili
í Danmörku, sem var að gefa eldri
manni sprautu á herbergi hans,
varð það á að koma við blómavasa
á náttborðinu. Vasinn fór á hliðina
og vatnið rann yfír borðplötuna og
niður í náttborðsskúffuna. Gamli
maðurinn hafði ekki mikið í kring
um sig af veraldlegum munum, en
í náttborðsskúffunni geymdi hann
fjölskyldumyndir sem honum var
mjög annt um. Hjúkrunarkonan
hringdi bjöllunni og sjúkraliði kom
og þurrkaði vatnið af náttborðinu,
en það var ekki í hennar verkahring
að gera skúffuna hreina.
Til þess þurfti að bjalla á ræsti-
tækninn, sem ekki gat komið fyrr
en að 20 mínútum liðnum. Þegar
hann kom á vettvang var dýrmæt-
asta eign gamla mannsins, fjöl-
skyldumyndimar, ónýt. Þeim sem
eru rúmliggjandi hefur stundum
reynst erfítt að halda í sér þvaginu
þangað til sá tími var kominn að
„bekken“ skyldu borin fram, þar
sem ætlast er til þess að allir kasti
af sér þvagi á sama tíma.
Þessu hafa Danir reynt að ráða
bót á og þar sem allir starfsmenn
á sömu stofnun heyra undir einn
stjórnanda hefur það tekist.
Öldrunarþjónusta í samvinnu
við eldri borgara
Það er vitað að fjöldi eftirlauna-
fólks býr yfír starfsorku, mikilli
reynslu á ýmsum sviðum og löngun
til athafna. í hveiju af hinum 19
borgarhverfum Óðinsvéa (subdistr-
icts), eru starfandi samstarfsnefnd-
ir skipaðar eldri borgurum, sem
vinna hver í sínu hverfí að félags-
legu samstarfi. Vinnuhópar með
þátttöku fulltrúa frá heilbrigðis-
kerfinu, ræstingafólki, heimilis-
hjálp, vistmönnum á öldrunarstofn-
unum og öldruðum sem búa í
heimahúsum, inna af hendi nauð-
synlega undirbúningsvinnu og gera
tillögur sem lagðar eru til grund-
vallar þegar öldrunarstofnanir eru
hannaðar og starfsemi þar skipu-
lögð.
Þetta nána samstarf stjórnvalda
í Óðinsvéum við eldri borgara, um
þau mál sem fyrst og fremst snerta
þá sjálfa, hefur skilað þeim árangri
að óvíða er uppbygging öldrunar-
þjónustu, sem er skipulögð mörg
ár fram í tímann, betri en þar.
Bið eftir vistrými er um það bil
eitt ár.
Aldraðir í Óðinsvéum reka 25
þjónustumiðstöðvar, útvarps- og
sjónvarpsstöð og marga klúbba.
Félögin fá úthlutað vissri fjárhæð
til starfseminnar og eru stjórnir
þeirra ábyrgar fyrir rekstrinum.
Þær verða að leggja árlega fram
reikninga sem sýna hvernig því fé
hefur verið varið sem þær hafa
fengið til ráðstöfunar. í tímaritinu
„Venlig hilsen“, sem gefið er út af
eldri borgurum, eru birtar upplýs-
ingar um lög, reglur og rétt aldr-
aðra í Óðinsvéum, auk greina,
gagnrýni og bréfa frá lesendum.
Þjónustustofnanir fyrir
aldraða
Náin samvinna stjórnvalda við
aldraða hefur skilað góðum árangri
í öldrunarþjónustu víðar en í Oð-
insvéum.
EGV (Ensomme Gamles Værn)
var stofnað 1910 af áhugasömum
sjálfboðaliðum. Þetta er nú sjálfs-
eignarstofnun, umfangsmikið fyrir-
tæki, og í dag rekur Senior Tjenest-
en as. 85 þjónustustofnanir fyrir
aldraða víðsvegar í Danmörku. Af
þeim eru 30 stórar umönnunarmið-
stöðvar með „kollektiv“húsum,
vernduðum íbúðum, hjúkrunar-
deildum, dagheimilum og dagvist.
Fjárhagur stofnunarinnar byggist á
stuðningi frá mörgum; framlagi frá
fyrirtækjum, góðgerðarstofnunum,
gjöfum frá einstaklingum, ánöfnun
Ijár við dauðsföll og framlögum frá
sveitarfélögunum.
EGV eða Senior Tjenesten as.,
sem byggir á 80 ára reynslu, hefur
á að skipa sérfræðingum á öllum
sviðum öldrunarþjónustu, þ.e. upp-
byggingu þjónustumiðstöðva,
teikningum á húsnæði, skipulagn-
ingu og stjórnun. Þeir auglýsa þjón-
ustu sína innan lands og utan og
veita ráðgjöf til margra landa. I
stjórn EGV, sem er ólaunuð, eru
aðilar frá sveitarfélaginu og sjálfs-
eignarstofnuninni.
Áður en ég fór að heiman hafði
ég gengið frá því skriflega að fá
að skoða og kynna mér rekstur á
Rosengárd, sem er ein af nýjustu
þjónustustofnunum sem EGV hefur
komið á fót, og átti að mæta tiltek-
inn dag hjá forstöðukonunni, Anne-
Grethe Sörensen. Ég bauð Maríu
Gísladóttur hjúkrunarforstjóra í
Seljahlíð að koma með, en hún var
á öldrunarráðstefnunni í Óðinsvé-
um. Þegar við komum inn í aðal-
bygginguna kom á móti okkur ung
og glaðleg kona, klædd stuttu bláu
kakípilsi og bómullarblússu með
uppbretttum ermum og reyndist
það vera forstöðukonan. Hún sýndi
okkur síðan þetta umfangsmikla
„Omsorgscenter“ fyrir aldraða sem
var tekið í notkun árið 1980.
Á Rosengárd er öll umönnun í
þeirri röð sem með þarf þegar eldra
fólk er ekki lengur fært um að
halda heimili sjálft.
Út frá aðalbyggingunni eru 100
lítil raðhús, 59 til 75 fm að stærð.
Ferðamálaskóli Islands
Höfðabakka 9, Reykjavík. Sími 671466.
Starfsnóm fyrir þó, sem starfa vilja viö ferðaþjónustu. Nóm, sem er viðurkennt
af Félagi isl. ferðoskrifstofa. Alþjóðleg próf og réttindi (IATA).
Ath.: Fjöldi nemenda við skólann takmarkaður.
i
M
C
(
»
0