Morgunblaðið - 18.09.1992, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. SEPTEMBER 1992
21
Tolli sýn-
ir 1 lista- ^
safni ASÍ
OPNUÐ verður sýning á málverk-
um eftir Þorlák Kristinsson, Tolla,
í Listasafni ASÍ á morgun, laugar-
daginn 19. september, kl. 15.30.
Tolli hefur haldið fjölmargar
einkasýningar og tekið þátt í sam-
sýningum heima og erlendis. Gief-
in hefur verið út sýningarskrá í
tengslum við sýninguna, en á
henni eru einungis ný verk.
Einar Már Guðmundsson, rithöf-
undur, segir í sýningarskrá um lista-
manninn. „Frá upphafi hefur mynd-
listin umkringt Tolla og fóstrað huga
hans. A sumrin vann hann á
innrömmunarverkstæði sem faðir
hans, Kristinn Morthens, rak við
Grettisgötuna. Þetta var heimur eft-
irprentana þar sem afar ólík mynd-
list ruglaði reitum sínum, og menn
komu og fóru, því að innrömmunar-
verkstæðið var um leið samkomu-
staður og spannaði allt litrófíð. Þar
birtust vonsviknir listamenn sem
. enginn skildi nema Bakkus konungur
og af og til mættu heimsborgarar í
klæðskerasaumuðum kamelfrökkum
með hirð kvenna og spjátrunga í
kringum sig. í loftinu sátu ilmvötn
ogvindlareykur þegar hersingin fór.“
í fréttatilkynningu frá Listasafni
ASÍ vegna sýningarinnar segir að líf
sé í tuskunum þar sem Tolli sé á
Þorlákur Kristinsson, Tolli.
ferð og aldrei logn. „Þannig hefur
það verið frá því að hann ferðaðist
um landið sem farandverkamaður.
Bakgrunnur listsköpunar Tolla hefur
lengi verið fjölskrúðugt mannlíf í
sjávarþorpum og verbúðum. Slíkt líf
er ef til vill sá háskóli sem listamann-
inum reynist bestur þegar á reynir.
Aðrir háskólar hafa sett mark sitt á
Tolla. En án upplifunar verður engin
minning, engin saga, og kaldir, sam-
ofnir í myndræna heild sem á sér
enga aðra forsendu en heita minn-
ingu án andlits án forms.“
Sýningin í Listasafni ASÍ stendur
til 4. október og er opin alla daga
frá kl. 14 til 19.
Edda með hundana sína Úu og Fróða.
Sigrirvegari hundaræktarsýningar
Blíður o g góður
- segirEdda
Sigurðsson um
hundinn Fróða
„FRÓÐI er blíður og góður en
jafnframt líflegur og getur ver-
ið afar fjörugur," segir Edda
Sigurðsson um hundinn sinn
Fróða frá Götu en hann var
valinn besti hundur hundarækt-
arsýningar í Laugardalshöll um
síðustu helgi. Fróði, sem er ís-
lenskur fjárhundur á þriðja ári,
kom til Eddu þegar hann var
2ja mánaða. Ræktandi hans er
Guttormur Þórarinsson.
Edda býr ásamt eiginmanni sín-
um og tveimur börnum, 7 og 9
ára, í Þormóðsdal við Hafravatn.
Hún segir að hundar séu eitt aðal-
áhugamál fjölskyldunnar og 3
hundar séu á heimilinu. „Við erum
með Fróða, svo erum við með Úu,
4 ára gamla golden retriever tík,
og maðurinn minn er með einn
hund fyrir fíkniefnalögregluna í
Reykjavík," segir Edda.
Hún gerir lítið úr því að þjálfun
Fróða hafi tekið mikinn tíma. „Ég
hef farið með hann á hlýðninám-
skeið og þjálfað hann síðan áfram
með því að taka svona 10 mínútur
af viðrunartímanum en það geri
ég ekki einu sinni á hverjum degi,“
segir Edda.
Hún segist hafa valið að skýra
hundinn Fróða af því að það hafí
henni fundist gott íslenskt nafn á
íslenskan fjárhund. Frá Götu er
hins vegar ræktunarnafn hunds-
ins. Edda segir að Fróði sé blíður
og góður en jafnframt líflegur og
geti verið afar fjörugur. Hann sé
mikill vinur en einn aðalgalli hans
sé að honum hætti til að gelta
eins og mörgum íslenskum fjár-
hundum.
Hún segir að Fróði sé afar hrif-
inn af börnum og góður við þau
og tekur fram að hann þurfi mik-
ið frelsi. „Hann er alls ekki hund-
ur sem þú getur tekið inn í blokk
í Breiðholti og látið bíða heima
allan daginn," segir hún.
Edda hefur haldið námskeið
fyrir hunda en aðspurð um hvaða
eiginleikar séu helst metnir í fari
hunda eins og Fróða á hundarækt-
arsýningum segir hún að miklu
máli skipti að hundurinn sé fallega
byggður og uppfylli þannig
ákveðna viðmiðun fyrir tegundina,
að hann sé í góðu formi t.d. vöðva-
stæltur og með fallegan feld og
að hann beri sig vel.
Fróði hefur áður unnið til verð-
launa. Hann var valinn besti hund-
urinn á hundaræktarsýningu í
Sólheimakoti í fyrrasumar. Þar
voru einungis íslenskir fjárhundar.
Hátíðarsamkoma í Borgarleikhúsinu
Old frá því kennaranám hófst
Kennarahúsið sýnt um helgina
í TILEFNI af því að á þessu ári er ein öld liðin frá því að formleg
kennaramenntun hófst á Islandi bjóða Kennaraháskóli Islands, Flens-
borgarskólinn, Kennarasamband Islands, HIK og Kennarafélag KHI
til hátíðarsamkomu i Borgarleikhúsinu i Reykjavík og hefst hún kl. 14.
í Borgarleikhúsinu verða flutt
stutt ávörp, sagt frá bernskuárum
kennaramenntunar, flutt tónlist og
leikdagskrá um nemendur og kenn-
ara í sögum og’ljóðum.
Þeir sem að hátíðardagskránni
standa vona að sem flestir sjái sér
fært að taka þátt í samkomunni,
en allir eru velkomnir í Borgarleik-
húsið á meðan húsrúm leyfir.
í tengslum við hátíðarsamkom-
una í Borgarleikhúsinu verður
gamli Kennaraskólinn við Laufás-
veg, Kennarahúsið, tekið formlega
í notkun sem húsnæði Kennarasam-
bands íslands.
Kennarasambandið hefur undan-
farið ár unnið að endurbyggingu
hússins, en það er gjöf ríkisstjómar-
innar til félagsins. Fyrsta áfanga
endurbyggingarinnar er að mestu
lokið, þar sem gengið hefur verið
frá ytra útliti þess og tveim aðal-
hæðum. Lóðin er einnig að mestu
frágengin.
Frá kl. 16.30 til kl. 18.00 á morg-
un, laugardag, verður húsið opið
öllum sem hafa áhuga á að skoða
hvernig endurbyggingu þess miðar.
Daginn eftir, sunnudaginn 20. sept-
ember, verður einnig opið frá kl.
15 til 17.
Kennarasambandið vonar að sem
flestir sjái sér fært að koma í Kenn-
arahúsið um helgina og sjá hvemig
til hefur tekist við endurbyggingu
gamla Kennaraskólans við Laufás-
veg.
Selfoss
Ráðstefna og sýning Lagnafélagsins
Selfossi.
FRÆÐSLUMÁL og orkusparnaður verða efst á baugi á sýningu og
ráðstefnu Lagnafélags Islands sem haldin verður í Fjölbrautaskóla
Suðurlands á Selfossi um helgina. Ráðstefnan hefst með opnun þjón-
ustusýningar klukkan 10.00 á laugardag en eiginlegt ráðstefnuhald
hefst klukkan 12.50 þann dag.
Framsögumenn á ráðstefnunni
koma frá atvinnulífinu og skólum.
Þeir verða Þorbjörn Karlsson pró-
fessor við Háskóla íslands, Nicolai
Jónasson tæknifræðingur frá
Fræðsluráði málmiðnaðarins, Einar
Þorsteinsson tæknifræðingur deild-
arstjóri lagnadeildar Rb., Guð-
mundur Gunnlaugsson tæknifræð-
ingur frá Sambandi Iðnmennta-
skóla og Mike Carman frá Control
Techniques.
Meðal þess sem fjallað verður
um á ráðstefnunni er hvort það fái
staðist að ónýt vatnskerfi orsaki
500 milljóna króna tjón á hverju
ári og hvort rétt efnisval geti dreg-
ið úr þessum skaða.
Leiddar verða líkur að því að
fresta hefði mátt virkjun Nesja-
vallavirkjunar með því einu að jafn-
vægisstilla hitakerfi húsa á höfuð-
borgarsvæðinu. Ennfremur hvort
líklegt sé að íslenskir lagnamenn
verði atvinnulausir þegar lagna-
menn frá öðrum Evrópulöndum
koma til íslands í atvinnuleit.
Fjallað verður um fræðslumál
lagnamanna, samband og samvinnu
forráðamanna skóla og atvinnulífs
og samskipti verktaka, iðnaðar-
manna, hönnuða og byggingafull-
trúa.
Ráðstefnuna og sýninguna held-
ur Lagnafélagið í samvinnu við
Samtök sunnlenskra sveitarfélaga,
Meistarafélag Suðurlands, pípu-
lagningamenn, blikksmiði, bygg-
ingafulltrúaembættin, hitaveitur,
Félag rafverktaka á Suðurlandi,
Búnaðarsamband Suðurlands, Fé-
lag byggingariðnaðarmanna i ár-
nessýslu og Samband félaga sumar-
húsaeigenda á íslandi.
A þjónustusýninguna er skráður
samtals 51 aðili. Kór Fjölbrauta-
skólans syngur á sýningunni, Djass-
kvartett Kristjönu Stefánsdóttur
kemur fram og félagar úr Félagi
harmonikkuleikara á Selfossi leika.
Sýningin er öllum opin og aðgangur
ókeypis.
Sig. Jóns.