Morgunblaðið - 18.09.1992, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 18.09.1992, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. SEPTEMBER 1992 23 Reuter Chuan næsti forsætisráð- herra Tælands Lögreglumaður í Bangkok ryður Chuan Leekpai, sem tilnefndur hefur verið sem næsti forsætis- ráðherra Tælands, braut um þvögu fréttamanna við þinghúsið í gær. Fjórir lýðræðisflokkar sam- einuðust um Chuan en flokkarnir náðu naumum meirihluta á þingi í kosningunum á sunnudag. Flokkar og frambjóðendur undir handaijaðri herforinga töpuðu víða og heita' yfirmenn hersins því nú að hafa ekki ótilhlýðileg af- skipti af stjórnmálum framvegis. Hershöfðingjar hafa ráðið mestu í landinu frá því á fjórða áratug aldarinnar er völd konungs voru skert mjög. Bhumibol, núverandi konungur, hefur þó veruleg áhrif á bak við tjöldin og nýtur al- mennra vinsælda. Sjónvarpsmynd af líki Hitlers fölsuð Tók að efast þegar hann sá að líkið var 1 stöguðum sokkum Talsmaður Bush harðorður um forsetaefni demókrata Clinton vændur um tví- skinnung og hentistefnu Washington. Reuter. TALSMAÐUR George Bush Bandaríkjaforseta, Marlin Fitzwater, segir að umdeild aðferð Bills Clintons, forsetaefnis demókrata, við að komast undan herþjónustu I Víetnam sýni best hvers vegna maður- inn sé óhæfur til að gegna embætti forseta. Bush forseti var stríðs- hetja í síðari heimsstyrjöld. í eiðsvarinni yfirlýsingu sem Eugene Holmes, fyrrverandi ofursti í landhernum, lét birta í dagblaðinu Washington Times, segir hann að Clinton hafi „ af ráðnum hug“ blekkt sig 1969 er hann fékk inn- göngu í Æfingalið varaliðsforingja (ROTC) við Arkansas-háskóla en þannig losnaði Clinton við að gegna hefðbundinni herþjónustu. Holmes var yfirmaður liðsins við háskólann. Hann segir að Clinton hafí ekki getið tveggja atriða sem hefðu kom- ið í veg fyrir inngöngu hans í liðið; í fyrsta lagi að þegar væri búið að kalla hann i herinn og í öðru lagi að hann hefði tekið þátt í mótmæl- um gegn Víetnam-stríðinu er hann stundaði nám við Oxford-háskólann í Bretlandi. Holmes segist hafa samið yfírlýsinguna vegna þess að veruleg hætta væri á því að maður sem hefði hafnað herþjónustu „yrði nú æðsti yfirmaður allra varnar- mála [forseti]“. Fitzwater sagði að þessa yfírlýs- ingu ætti sérhver Bandaríkjamaður að lesa. „Hún sýnir að þegar á unga aldri reyndi hann bæði að sleppa og halda í senn, hann reyndi að fírra sig persónulegri ábyrgð.“ Hann sagði Clinton ávallt nálgast öll mikilvæg viðfangsefni í stjóm- málum með sömu hentistefnuna og tvískinnunginn að leiðarljósi. Bonn. Reuter. MYND, sem sjónvarp Samveldis- ríkjanna sýndi í vikunni og sagði vera af líki Hitlers, er fölsuð að sögn umsjónarmanna þýska sjón- varpsþáttarins Spiegel TV. I þættinum, sem sendur var út í gær, segir fyrrum tökumaður Rauða hersins að hann hafi farið að efast um að um væri að ræða lík Hitlers þegar hann sá að það var klætt í stagaða sokka og hafði skotsár fyrir ofan nefið. Rússneska sjónvarpsmyndin vakti mikla athygli þar sem hún gekk þvert á það álit að lík Hitlers hefði verið brennt eftir að hann framdi sjálfsmorð ásamt hjákonu sinni um árabil, Evu Braun. Töku- maðurinn fyrrverandi, Michail Pos- elsky, greindi frá því í þýska þættin- um að sér hefði verið skipað að kvikmynda lík Hitlers í Berlín í maí 1945 og til að byija með hafí eng- inn vafí virst á að hver hinn látni væri. „En ég fór að efast þegar ég sá að líkið var í stöguðum sokkum og hafði skotsár ofan við nefíð sem stangaðist á við orðróm um að Hitl- er hefði skotið sig gegnum munn- inn.“ I sjónvarpsþættinum var haft eftir Vassílí Orlovskí, fyrrum yfír- manni sovésku leyniþjónustunnar, að raunverulegar og brunnar lík- amsleifar Hitlers og Evu Braun hefðu fundist sama dag og myndin var tekin, í sprengjugíg nærri neð- anjarðarbyrginu þar sem þau höfðu haldið sig undir það síðasta. Hann sagðist að auki hafa fundið tvö brunnin hundshræ í gígnum, annað af uppáhaldshundi Hitlers. í þættin- um sagði að líkamsleifar Hitlers hefðu síðar verið grafnar nærri Magdeburg, vestur af Berlín, en fluttar í leynilegan grafreit í Moskvu árið 1970. Rringnm jörðina í loftbelg San Francisco. Reuter. RÚSSNESKUR geimfari og tveir bandarískir flugmenn ætla að verða fyrstir manna til þess seinna á þessu ári að fljúga í loftbelg viðstöðulaust í kringum jörðina. Belgurinn mun hefja sig til flugs frá flugvellinum í Reno í Nevada einhvem tíma eftir 21. nóvember næstkomandi því að þá er þess vænst, að vindar blási byrlega til hnattreisunnar. Fararstjóri verður Bandaríkja- maðurinn Lariy Newman, en ferðafélagar landi hans Don Moses og rússneski geimfarinn Vladímír Dzhaníbekov, sem hefur undirhershöfðingjatign og dvaldist samanlagt 146 daga úti í geimnum á árunum 1978-85. sín fjármagn og ef allt annað þrýtur verður að breyta þeim viðmiðunar- mörkum gengis sem stuðst er við innan ERM. Það var nákvæmlega það sem gerðist um síðustu helgi er gengi ítölsku lírunnar var iækkað um sjö prósent og nú í fyrradag er bresk stjórnvöld ákváðu að taka pundið úr ERM og gefa það fijálst á gjald- eyrismörkuðum. I gær lækkaði svo spænski pesetinn um fimm prósent. Endalok EMS ogEMU? Þetta er mikið áfáll fyrir Evrópska myntkerfið en síðast þurfti að breyta innbyrðis vægi gjaldmiðlanna veru- lega árið 1987. Margir taka meira að segja svo sterkt til orða að atburð- ir síðustu daga á gjaldeyrismörkuð- unum tákni endalok EMS í núver- andi mynd og sýni að EMU geti aldr- ei, eða að minnsta kosti ekki í nán- ustu framtíð, orðið að veruleika. En hvað olli þessu írafári? Upphaf- ið var þjóðaratkvæðagreiðslan í Dan- mörku í júnímánuði þar sem Ma- astricht var hafnað. Fram til þess höfðu vextir á tíu ára ríkisskulda- bréfum EMS-ríkjanna verið nánast þeir sömu þar sem markaðurinn var fullviss um að ein sameiginleg Evr- ópumynt myndi komast á innan settra tímamarka. Eftir að Danir sögðu „nei“ og andstaða við Ma- astricht jókst í Frakklandi var EMU í lausu lofti og í kjölfarið minnkaði tiltrú markaðanna á einstökum gjaldmiðlum. Fyrst litu menn til ítal- íu þar sem skuldir ríkisins nema 102% af vergri þjóðarframleiðslu og almennu ástandi efnahagsmála fer hrakandi. Næst beindist athyglin að Bretum sem urðu fyrst aðilar að EMS undir stjóm Margaret Thatc- her, í september 1990. Þeir eru eina EB-þjóðin sem ekki gaf út bindandi yfírlýsingu í Maastricht um að tengj- ast EMU í síðasta lagi 1999 og því höfðu menn ekki fulla trú á fullyrð- ingum stjórnarinnar um að hún myndi ekki breyta stöðunni gagn- vart þýska markinu. Markaðurinn hafði ekki trú á að breska stjórnin myndi endalaust taka fé að láni til að halda pundinu uppi og svigrúmið ti! enn frekari vaxtahækkana í nú- verandi efnahagskreppu og með þing íhaldsflokkins á næstu grösum var talið mjög takmarkað. Annað djúpstæðara vandamál er að sameining Þýskalands hefur reynst mun dýrari en íjóðveijar jafnt sem aðrir áætluðu á sínum tíma. Öll Evrópa greiðir nú verð þeirrar vanáætlunar og bitnar það hart m.a. á bresku efnahagslífí, sem er al- mennt í slæmu ásigkomulagi. Hið háa vaxtastig í Þýskalandi hefur haldið uppi vöxtum annars staðar í Evrópu. Markaðirnir höfðu misst trúna á að þýskir stjórnmála- menn myndu hækka skatta verulega til að vega upp á móti kostnaði við sameininguna og eina aðra leiðin til að ná fram vaxtalækkun, eða að minnsta kosti koma í veg fyrir frek- ari vaxtahækkanir, í Þýskalandi var að breyta vægi gjaldmiðla innan ERM. I því ljósi ber að líta á um- mæli Schlesingers, bankastjóra þýska seðlabankans, í viðskiptablað- inu Handelsblatt á miðvikudag, þar sem hann sagði að ERM-breytingin um helgina hefði ekki verið fullnægj- andi. Þó svo að þessi ummæli hafí verið borin til baka samdægurs — talsmaður seðlabankans sagði að þau hefðu verið birt í heimildarleysi [en sagði ekki að þau væru stað- leysa] — efaðist enginn um að Þjóð- veijar vildu gengislækkun pundsins. Steingrímur Sigurgeirsson tók l«Æsru SHEUsTöS Undinúum oruggan vehrarakshir »“• »»4 „

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.