Morgunblaðið - 18.09.1992, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. SEPTEMBER 1992
29
I
I
'■)
í
Fyrstu umræðum um stjómarskrár-
breytingar og þjóðaratkvæði iokið
Stjórnarandstaðan kveðst vilja eyða öllum lögfræðilegum vafa um
hvort EES-samningurinn standist gagnvart stjórnarskrá. Því voru
lögð fram tvö frumvörp um breytingar á stjórnarskrá. Ennfremur
var lögð fram þingsályktunartilllaga um þjóðaratkvæðagreiðslu um
EES. 1. uraræðu um breytingar á 21. grein stjórnarskrárinnar lauk
í fyrri viku. í gær var 1. umræða um aðra stjórnarskrárbreytingu
sem miðar að því að auðvelda þjóðaratkvæðagreiðslu og einnig var
1. umræða um þingsályktunartillöguna um þjóðaratkvæði vegna EES.
Ragnar Arnalds (Ab-Nv), for-
maður þingflokks Alþýðubanda-
lagsins, mælti í gær fyrir frumvarpi
stjórnarandstöðunnar um stjómar-
skrárbreytingar þess efnis að bæta
við nýrri grein í stjómarskrá lýð-
veldisins, þess efnis að þriðjungur
þingmanna geti krafist þess að
samningur sem væri samþykktur á
Alþingi samkvæmt 21. grein stjóm-
arskrárinnar skyldi borinn undir
þjóðaratkvæði. Skulu niðurstöður
þessarar atkvæðagreiðslu vera
bindandi.
Einnig gerir fmmvarpið ráð fyrir
að þriðjungur þingmanna geti kraf-
ist þess að lagafrumvörp og þings-
ályktanir verði bornar undir þjóðar-
atkvæði áður en það hlýtur fullnað-
arafgreiðslu.
Framsögumaður minnti á að
stjómarandstaðan hefði lagt fram
annað stjórnlagafmmvarp sem ger-
ir ráð fyrir að útvíkka 21 gr. stjóm-
arskrárinnar þannig að 3A meiri-
hluta þarf til að samþykkja samn-
inga sem fela í sér kvaðir á landi
eða á hvers konar fullveldisrétti í
íslenskri lögsögu, eða framsal ein-
hvers hluta ríkisvalds til fjölþjóð-
legrar stofnunar eða samtaka.
Vegna EES
Þingflokksformaður Alþýðu-
bandalagsmanna dró enga dul á að
tilefni beggja þessara frumvarpa
væri samningurinn um Evrópskt
efnahagssvæði, EES. Hann taldi
að sá samningur fæli í sér fullveldis-
afsal og um hann væm mjög skipt-
ar skoðanir meðal þjóðarinnar og
væri brýnt að þjóðin fengi að segja
álit sitt á slíkum samningi sem og
í öðrum málum. Stjómarandstaðan
flytur einnig sérstaka þingsályktun-
artillögu um þjóðaratkvæði um
EES-samninginn. Ragnar vísaði
þeirri gagnrýni á bug að einhveijir
meinbugir væm á þessum málatil-
búnaði stjómarandstöðunnar. Sér-
staklega þeirri gagnrýni að stjórn-
arandstæðingar væru að auðvelda
eða greiða fyrir fullveldisafsali.
Samþykkt beggja stjórnlagafmm-
varpa stjórnarandstöðu myndi leiða
til Alþingiskosninga og eftir þær
þyrfti % meirihluta til að sam-
þykkja samning á borð við EES.
Lögfræði en ekki pólitík
Ragnar vildi leggja áherslu á að
þær deilur sem uppi hefðu verið um
hvort EES-samningurinn stæðist
gagnvart stjórnarskránni væru lög-
fræðilegar en ekki pólitískar. Þessi
lögfræðilegu álitamál settu ríkis-
stjóm og Alþingi í vanda. Hann
hafði vænst þess að menn væru því
fylgjandi að taka af allan vafa og
breyta þá stjómarskránni. En Dav-
íð Oddsson forsætisráðherra og Jón
Baldvin Hannibalsson hefðu tekið
annan kost. Þeir höfnuðu stjórnar-
skrárbreytingum og þjóðarat-
kvæðagreiðslu. Þeir héldu því fram
að í EES-samningnum fælist ekki
valdaframsal. Ræðumaður taldi að
þessi afstaða ætti sér ekki einu sinni
stoð í áliti svonefndrar fjögurra
manna nefndar sem utanríkisráð-
AtÞMGI
Atkvæðagreiðsla um bráðabirgðalögin
Sex þingmenn stj ómarandstöð-
unnar á móti en tíu sátu hjá
TIU þingmenn stjórnarandstöðunnar sátu hjá við atkvæðagreiðslu
eftir aðra umræðu um frumvarp til staðfestingar á bráðabirgðalögnn-
um um Kjaradóm í gærkvöldi en sex stjórnarandstöðuþingmenn
greiddu atkvæði á móti frumvarpinu. Voru það allar þingkonur
Kvennalistans, Guðrún Helgadóttir Alþýðubandalagi og framsóknar-
þingmennirnir Ólafur Þ. Þórðarson og Sefán Guðmundsson. Allir
viðstaddir þingmenn stjórnarinnar og Margrét Frímannsdóttir, al-
þýðubandalagi, greiddu frumvarpinu atkvæði sitt. Því var vísað til
þriðju umræðu með 28 atkvæðum stjórnarþingmanna. Alls voru 19
þingmenn fjarverandi við atkvæðagreiðsluna.
Frumvarpið til staðfestingar á
bráðabirgðalögunum kom úr efna-
hags- og viðskiptanefnd til annarar
umræðu á Alþingi í gær. Meirihluti
nefndarinnar, þingmennirnir Vil-
hjálmur Egilsson formaður, Rann-
veig Guðmundsdóttir, Ingi Björn
Albertsson, Guðjón Guðmundsson
og Björn Bjarnason mæltu með
samþykkt frumvarpsins { áliti sínu.
Fulltrúar stjórnarandstöðuflokk-
anna skiluðu tveimur nefndarálitum
Halldór Ásgrímsson og Jóhannes
Geir Sigurgeirsson, fulltrúar Fram-
sóknarflokksins og Steingrímur J.
Sigfússon Alþýðubandalagi gagn-
rýndu ríkisstjórnina í áliti sínu fyrir
að hafa ekki kallað Alþingi saman
í sumar til að fjalla um úrskurð
Kjaradóms í í stað þess að grípa
til bráðabirðgalagavaldsins og lýsa
þingmennimir því yfir að þeir geti
ekki staðið að afgreiðslu bráða-
birgðalaganna og hafí því ákveðið
að sitja hjá við afgreiðslu málsins.
Kristín Ástgeirsdóttir, þingkona
Kvennalistans, skilaði öðra áliti. Þar
segir m.a. að bráðabirgðalögin hafí
gefið Kjaradómi næstum því mán-
aðarfrest til að kveða upp nýjan
dóm og þeir sem heyri undir dóminn
hafí fengið laun samkvæmt fyrri
niðurstöðu dómsins í einn mánuð.
Þetta tvennt bendi ekki til að mjög
brýnt hafi verið að nota þann neyð-
arrétt sem 28. grein stjórnarskrár
feli I sér. Gagnrýndi þingkonan
einnig innihald bráðabirgðalaganna
og lýsti því að þingkonur Kvenna-
listans hefðu ákveðið að greiða at-
kvæði gegn framvarpinu.
herra skipaði. Hann vitnaði til þess
á áliti þessarar nefndar stæði m.a:
„... við teljum að reglurnar um
vald stofnana EFTA séu vel af-
markaðar og feli ekki í sér veralegt
valdaframsal sem talið verði íþyng-
andi í ríkum mæli.“
Ekki ráðgefandi
þj óðaratkvæðagreiðslur
Davíð Oddsson forsætisráðherra
taldi að umræður um mál þessi öll
hefðu víxlast nokkuð og menn
nauðugir viljugir talað „þvers og
krass“. Hann kenndi sérkennilegum
málatilbúnaði og málflutningi
stjómarandstöðunnar um þessi
bágindi. Fyrra framvarp stjórnar-
andstöðunnar miðaði að því að auð-
velda afsal á fullveldisrétti og svo
væri flutt annað framvarp til að
setja undir lekann, þ.e.a.s. þriðjung-
ur þingmanna gæti krafist þjóðar-
atkvæðis um fullveldisafsalið. Mála-
tilbúnaður stjómarandstæðinga
væri „stórkostlegt klúður“. Honum
var það harmsefni að stjórnarand-
stæðingar gætu ekki umgengist
stjórnarskána af meiri virðingu en
þessi vinnubrögð vitnuðu um.
Davíð Oddsson forsætisráðherra
benti á að framvarpið gerði ráð
fyrir stórkostlegum breytingum á
íslenskri stjómskipan hvað varðaði
þjóðaratkvæði. Forsætisráðherra
taldi það í sjálfu sér ekki muna
miklu hvort niðurstöður þjóðarat-
kvæðis væru bindandi eður ei, ef
menn á annað borð vildu koma á
slíku kerfi. Hann taldi ólíklegt að
Alþingi myndi ekki virða niðurstöð-
ur þjóðaratkvæðis þótt niðurstaða
væri einungis ráðgefandi að formi
til. Forsætisráðherra sagði það sína
skoðun að allar slíkar þjóðarat-
kvæðagreiðslur ættu að vera bind-
andi.
Forsætisráðherra sagði eðlilegt
að greiða þjóðaratkvæði um mál
sem fælu bersýnilega í sér breyt-
ingu á fullveldisstöðu okkar, t.d.
ef við gengjum inn í Evrópubanda-
lagið. Hins vegar væri EES-samn-
ingurinn ekki þess eðlis. Þar væri
ekki í neinum skilningi um að ræða
fullveldisafsal. Hann benti og á að
við síðustu kosningar hefði verið
vitað að fjórir stærstu stjómmála-
flokkarnir stæðu að málinu, meira
eða minna. Öll meginmálin og meg-
insjónarmið hefðu legið fyrir.
Ef Hæstiréttur dæmir
Forsætiráðherra þótti ekki mikið
til um ótta stjórnarandstæðinga um
að þingmenn væra hugsanlega að
bijóta sitt drengskaparheit með
samþykkt EES koma; að Hæstirétt-
ur dæmdi að einhver tiltekin atriði
stæðust ekki gagnvart stjórnarskrá.
Það hefði komið fyrir að Hæstirétt-
ur hefði úrskurðað að tiltekin atriði
í lögum stæðust ekki stjórnarskrá.
Engum hefði samt til hugar komið
að halda því fram að þeir þingmenn
sem hefðu samþykkt þau lög hefðu
rofíð sinn eið eða drengskaparheit.
Ef svo ólíklega vildi til að Hæstirétt-
ur úrskurðaði að eitthvert atriði
stæðist ekki gagnvart stjómar-
skránni væri ekki hægt að halda
því fram með neinum rökum að
allur samningurinn „væri uppi loft“.
Að sjálfsögðu gilti sá íslenski dóm-
ur og yrðu menn að ræða hvort
menn ætluðu að breyta stjórnarskrá
eða samningnum hvað varðaði þessi
hugsanlegu tilvik. En það væri reg-
infírra að halda því fram að samn-
ingurinn væri á bak og burt.
1. umræðu um þetta tiltekna
þingmál varð lokið og var þings-
ályktunartillaga stjómarandstæð-
inga um þjóðaratkvæði tekin til
umræðu. Framsögumaður fyrir því
máli var Ingibjörg Sólrún Gísladótt-
ir (Sk-Rv). Umræðan um þjóðarat-
kvæðið var um margt lík þeirri
umræðu sem fram hefur farið um
EES-samninginn og stjómlaga-
framvörp stjómarandstöðu. Þing-
menn deildu hart um hvort öll meg-
inatriði hefðu verið ljós fyrir síðustu
kosningar og um afstöðu flokkanna
og einstakra þingmanna til samn-
ingsins þá.
Það tókst að ljúka fyrstu umræðu
um þetta mál.
------».» «-----
Jöfnunartolla á
skipasmíðaverk-
efni erlendis
ÞRÍR þingmenn Alþýðubanda-
lagsins, Jóhann Ársælsson, Hjör-
leifur Guttormsson og Stein-
grimur J. Sigfússon, hafa lagt
fram tillögu til þingsályktunar á
Alþingi um að fjármálaráðherra
verði falið að gefa svo fljótt sem
auðið er út reglugerð um jöfnun-
artoll á skipasmíðaverkefni sem
framkvæmd eru erlendis fyrir
íslendinga.
í þingsályktunartillögunni segja
flutningsmenn m.a. að í skipasmíð-
um og þjónustu við útgerðaraðila
séu fólgin ein stærstu iðnaðartæki-
færi á heimamarkaði sem íslending-
ar eigi. Skipasmíðar hér á landi
hafí átt undir högg að sækja undan-
farin ár. Ástæðurnar séu ekki verk-
efnaleysi í þjónustu við útgerðina
en erlendir aðilar hafi í krafti niður-
greiðslna og ívilnana frá viðkom-
andi stjórnvöldum getað boðið
lægra verð og ekki sé fyrirsjáanleg
breyting á opinberum stuðningi við
skipasmíðar í helstu samkeppnis-
löndum á næstunni.
Atriði úr Kaliforníumanninum.
Saga-bíó sýnir
Kalifomíumanninn
SAGA-BÍÓ forsýnir í kvöld,
föstudagskvöld, myndina Kali-
forníumanninn (California Man).
Myndin er framleidd af Les May-
field og George Zaloom. Leik-
sljóri er Les Mayfield. í aðalhlut-
j verkum eru Pauly Shore og Sean
Astin.
„Hér er á ferðinni grínmynd er
segir frá ungum menntaskólanem-
um er fínna frosinn steinaldarmann
í húsgarði annars þeirra. Þeir
| ákveða að slá í gegn og afráða að
afþýða fundinn og taka hann með
í skólann. Tímarnir hafa aðeins
breyst síðan á steinöld og úr verða
ýmis skondin atvik.
PET-mótið á Sauðárkróki
Síðasta opna golfmót-
ið í sumar um helgina
Saudárkróki.
HIÐ ÁRLEGA haustmót Golf-
klúbbs Sauðárkróks verður
haldið á golfvelli félagsins við
Hlíðarenda laugardaginn 19.
september.
þátttöku á síðasta opna golfmóti
sumarsins.
Skráning til keppninnar fer
fram í dag, föstudag, kl. 17-19.
- BB.
Háskólabíó
Lou Phillips og Kiefer Sutherland.
Hefndarþorsti frumsýndur
Leiknar verða 18 holur í flokk-
um kvenna, karla og unglinga,
með og án forgjafar.
Stuðningsaðili mótsins er PET,
nýlega stofnuð heildverslun í eigu
Erlings Arnar Péturssonar kaup-
manns á Sauðárkróki og Péturs
Guðmundssonar körfuknattleiks-
manns, sem síðastliðin tvö ár lék
með úrvalsdeildarliði Tindastóls.
Heildvérslunin, sem aðallega
flytur inn ýmsar íþrótta- og sport-
vörur frá Bandaríkjunum, gefur
glæsileg verðlaun til keppninnar.
Þróttmikið starf hefur einkennt
starfsemi Golfklúbbs Sauðárkróks
á undanförnum árum og vænta
þeir Hlíðarendabændur mikillar
HÁSKÓLABÍÓ sýnir nú kvik-
myndina Hefndarþorsta með Kie-
fer Sutherland, Lou Diamond
Phillips, Jami Gertz og Rob Knep-
per í aðalhlutverkum. Leikstjóri
er Jack Sholder.
í fréttatilkynningu segir: „Buster
McHenry er einn þeirra lögreglu-
manna sem vinnur eftir eigin vinnu-
reglum. Hann hefur um langa hríð
reynt að koma sér inn undir hjá
mafíuhópi sem vinnur með háttsett-
um lögreglumönnum. Það á að ræna
demöntum og Buster á að taka þátt.
En ránið gengur ekki eins og áform-
að var og ræningjarnir verða að flýja
hver sem betur getur. Á flóttanum
stela þeir sverði, sem er helgigripur,
og þeir drepa líka indíána nokkum.
Bróðir hins drepna, Hank, eltir
glæpagengið og finnur Buster, sem
farinn er að vera genginu til vand-
ræða og fær kúlu í magann. Buster
er nú sá eini sem getur vísað honum
á morðingjann - og sverðið."
Púlsinn
Deitra Farr
og Vinir Dóra
BLÚSSÖNGKONAN, rithöf-
undurinn, Ijóðskáldið og laga-
höfundurinn Deitra Farr heldur
tónleika á Púlsinum ásamt Vin-
um Dóra í kvöld og annað kvöld.
Þetta verða jafnframt fyrstu
tónleikarnir í blústónleikaröð
sem Púlsinn stendur fyrir í sam-
vinnu við Vini Dóra og Straight
Ahead Productions í Chicago
sem Chicago Beau veitir for-
stöðu.
Deitra Farr hóf feril sinn 1975
með því að syngja með hinum
ýmsu rytma- og blússveitum
Chicago-borgar þar til 1980 að
hinn eiginlegi blúsferill hennar
hófst. Undanfarin ár hefur Deitra
komið víða fram, m.a. á tónleika-
ferð um Bandaríkin og Kanada
þar sem hún kom fram með Sam
Lay Blues Band. Hún lauk nýlega
hljómleikaferð um Ítalíu þar sem
hún kom fram með þarlendum
blú shlj ómlistarmönnum.