Morgunblaðið - 18.09.1992, Blaðsíða 32
32
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. SEPTEMBER 1992
Landskeppni í torfæru
„Svíamir verða
teknir í karphúsið“
Islensku keppendurnir hyggjast
hefna ófaranna frá í vor
Lokaslagurinn um íslands-
meistaratitilinn í torfæru verður
um næstu helgi og af því tilefni
verður mikið um að vera hjá kepp-
endum dagana 18.-20. septem-
ber. Keppendur eru frá 16 stöðum
á landinu, flestir frá Egilsstöðum,
eða fjórir sem allir eru í toppslagn-
um. Torfæra tímaritsins 3T og
Hreysti verður stærsta keppni
ársins og stendur í tvo daga, en
hún er skipulögð af Jeppaklúbbi
Reylqavíkur og gildir bæði til ís-
lands- og bikarmeistara, auk þess
að vera landskeppni milli íslands
og Svíþjóðar. Keppnin er haldin í
Jósepsdal, á tveimur mismunandi
svæðum, sinn hvom daginn.
Frá Svíþjóð koma Lars Jonson
og Henrik Vesa, en annar þeirra
keppti hér í vor þegar sænskur
jeppi lagði íslensku keppenduma
að velli. Sá jeppi verður nú í hönd-
um Lars Jonsson sem er einn
þriggja sem rekur keppnistækið,
sem vakti mikla athygli í vor.
„Stefnan er að sigra að nýju, þó
við gemm okkur grein fyrir því
að íslensku ökumönnunum hefur
vaxið ásmegin í mótum ársins.
Það er gaman að keppa á ís-
landi, en brautimar vom þó gróf-
ar í vor, en verða mun betri núna
hef ég heyrt,“ sagði Bo Ame, sem
leiðir sænska hópinn.
Keppt verður á tveimur svæð-
um, sinn hvorn daginn. Á laugar-
dag verður forkeppni, þar sem 12
bestu sérútbúnu jepparnir komast
áfram, en úrslit í meistaramótun-
um munu ráðast í flokki götu-
jeppa. Á sunnudag verður aðal-
keppnin í flokki sérútbúinna jeppa
og verður þá flokkur fyrir götu-
jeppa á skófludekkjum ekinn, en
nýtt svæði verður þá tekið í notk-
un í Jósepsdal. „Við verðum með
nýjar tegundir af þrautum og
nýtt kepprtisfyrirkomulag sem á
að skila áhorfendum skemmtilegri
áhorfun. Þrautirnar verða mun
líflegri en í vor og að sama skapi
lengri fyrir keppendur. Þá er
öflugasta hátalarakerfi landsins
til staðar, svo áhorfendur geti
fylgst með framgangi mála, en
Jón Axel og Gunnlaugur Helgason
verða kynnar keppninnar. Þetta
verður fjölmennasta keppni árs-
ins, en rúmlega 30 keppendur eru
skráðir," sagði Gunnar Ólafsson
keppnisstjóri.
Slagurinn um meistaratitilinn í
sérútbúna flokknum er mjög jafn,
en fjórir eiga möguleika á titlin-
um, Sigþór Halldórsson, sem vann
síðustu keppni, Gísli G. Jónsson,
Magnús Bergsson og Stefán Sig-
urðsson. Aðeins eitt stig skilur
þá Magnús og Stefán að, en falli
Sigurjeppinn frá Svíþjóð, sem vann Landskeppni íslands og Svíþjóðar í vor. Þessi jeppi er aftur með
og nú undir stjóm Lars Jonson. í vor fylgdust 6.000 manns með keppninni!
flokki götujeppa Þorsteinn Ein-
arsson, Ragnar Skúlason og
Rögnvaldur Ragnarsson. Fremstu
keppendurnir ásamt meisturum í
ýmsum akstursíþróttum verða
kynntir á sérstakri sýningu hjá
Bílabúð Benna milli kl. 16 og 18
á föstudag, en síðan fer fram
skoðun á keppnistækjunum við
Póla, en eftir það verða einhveijir
keppendur í miðbænum. „Ég hef
grun um að Stefán verði meist-
ari, Magnús keppir meira fyrir
skemmtunina, en Stefán er í víga-
hug. Magnús þarf meiri heppni
með sér og er á góðu tæki, hann
ætti að hafa þetta ef að líkum
lætur. Mig langar að klára mótið
með glæsibrag og vinna. Svíarnir
verða teknir í karphúsið, þeir
mega ekki vinna aftur, það er
alveg ljóst,“ sagði Helgi Schiöth,
einn íslensku keppendanna í sér-
útbúna flokknum.
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
Selfyssingurinn Magnús Bergsson leiðir meistarakeppnina í sérút-
búna flokknum, en hann er aðeins einu stigi á undan Stefáni Sig-
urðssyni frá Egilsstöðum.
þeir úr leik eiga hinir tveir mögu-
leika á titlinum. Mikil keppni er
einnig um bikarmeistaratitilinn, í
sérútbúna flokknum eiga Þórir
Schiöth, Helgi Schiöth og Stefán
Sigurðsson allir möguleika og í
Vetrarstarf skákmanna
byrjaði með hvelli
Skák
Margeir Pétursson
EINVÍGI Fischers og Spasskis
í Sveti Stefan varð til þess að
skákmenn tóku mun fyrr við
sér í haust en oft áður. Húsfyll-
ir varð hjá Skáksambandinu
og Taflfélagi Reykjavíkur þeg-
ar Fischer lék fyrstu leikina
eftir 20 ára hlé. Eftir heims-
meistaraeinvígið í Laugardals-
höll árið 1972 sprengdu næstu
skákmót alla sali utan af sér.
Nú verður fróðlegt að sjá hvað
gerist þegar Haustmót Taflfé-
lags Reykjavíkur hefst á
sunnudaginn. Níunda skák
Fischers og Spasskís er tefld
í dag og verður hægt að fylgj-
ast með henni í húsakynnum
skákmanna í Faxafeni 12 frá
kl. 16.
Vissir þú þetta um Bobby
Fischer?
Fischer fékk fyrst skákstig þeg-
ar hann var tólf ára gamall eftir
meistaramót bandarískra áhuga-
manna árið 1955. Það voru 1.830
stig. Aðeins tveimur og hálfu ári
síðar varð hann Bandaríkjameist-
ari.
Bobby Fischer ritaði á sjöunda
áratugnum þætti um skák í banda-
ríska skátablaðið „Boys Life“. Um
sama leyti kom hann einnig fram
í auglýsingu á vegum fyrirtækisins
Xerox, sem þekktast er fyrir að
framleiða ljósritunarvélar.
Rétt fyrir 1960 var orðið ljóst
að Bobby Fischer ætti mikla fram-
tíð fyrir sér sem skákmeistari, en
jafnframt að pilturinn ætti við sál-
ræn vandamál að stríða. Nokkrir
vinir og velunnarar hans hittust í
Marshall-skákklúbbnum í New
York og ræddu það hvernig hjálpa
mætti Fischer að ráða bót á vanda
hans. Einhver stakk upp á því að
fá hann til að leita til sálfræðings
og upphófst lífleg umræða um það
hvem hann ætti að hitta og hvern-
ig meðferðin yrði greidd.
Þá spurði einhver fundarmanna
þessarar saklausu spumingar: „En
hvað ef Bobby batnar og hann
ákveður síðan að hætta að tefla?"
Það sló þögn á hópinn, fundurinn
varð ekki lengri og málefnið var
aldrei rætt aftur í hópnum. (Heim-
ild: Andrew Soltis, bandarískur
stórmeistari og greinarhöfundur í
bókinni: „Karl Marx plays chess
and other reports on the worlds
oldest game“, útg. 1991.)
Þrátt fyrir frétt Reuters-frétta-
stofunnar um að Bobby Fischer
hafi aðeins borðað eina máltíð á
dag og verið grannur í vexti 20
árin sem hann hélt sig frá sviðsljós-
inu hefur skákþáttur Mbl. öruggar
heimildir fyrir því að Fischer hefur
síðasta árið létt sig um 10 kíló og
er þó alls ekkert renglulegur.
Bobby Fischer hefur afskaplega
góða matarlyst og fer létt með að
hesthúsa tíu eggja árbít. Eins og
sönnum Bandaríkjamanni sæmir
er nautasteik hans uppáhaldsmat-
ur og hann lætur sér stundum
ekki nægja eina slíka.
Maðurinn býr líka yfír gífurlegri
orku, hann er þaulsætnastur allra
stórmeistara við æfingar og þótt
skákir hans við Spasskí í Sveti
Stefan hafí staðið allt að sjö
klukkustundum stendur hann
varla upp frá borðinu.
Árin sem Fischer fór huldu höfði
fékk orka hans útrás í ígrundun
ýmiss konar samsæriskenninga.
Nú hefur kappinn hafíð tafl-
mennsku að nýju, á í sambandi við
unga stúlku og stundar heilbrigða
Iifnaðarhætti. Batnandi manni er
best að lifa. Skákunnendur er þeg-
ar farið að dreyma um einvígi Fisc-
hers við Short, Timman, Karpov
eða jafnvel Kasparov.
Fullyrðingar Kasparovs
um Fischer
„Fischer er ruglaður," lét heims-
meistarinn í skák, Gary Kasparov,
m.a. hafa eftir sér í síðustu viku
í samtali við franska útvarpsstöð
um einvígi Fischers og Spasskís.
Hann var greinilega lítt hrifínn.
Meðal þess sem Kasparov sagði
var að taflmennska þeirra væri
gamaldags og gengi ekki upp í
dag. Kasparov benti á að Fiseher
hefði aðeins teflt við þijá af þeim
sem nú eru á meðal 100 snjöllustu
skákmanna heims í dag.
Það þarf þó ekki annað en að
taka sér nýjasta stigalista FIDE
og safn allra skáka Bobby Fisc-
hers í hönd til að sjá að þessi full-
yrðing heimsmeistarans er í meira
lagi hæpin. Fischer hefur teflt við
tíu skákmenn af þeim hundrað
stigahæstu, þá Polugajevskí,
Hiibner, Mecking, Andersson,
Portisch, Kortsnoj, Tukmakov,
Larsen, Hort og Spasskí. Þetta
verður að teljast nokkuð eðlilegt
hlutfall þegar það er haft í huga
að fjórir meistarar á þessum lista
voru ekki fæddir þegar Fischer
settist í helgan stein árið 1972,
margir í vöggu og meira en helm-
ingur aðeins tólf ára eða yngri.
Fiseher átti þess heldur ekki kost
að tefla nema við lítinn hluta
fremstu sovésku meistaranna, því
þeir höfðu ekki ferðafrelsi eins og
nú.
Landsbanka-Visa
atskákmótið
Undanrásir íslandsmótsins í at-
skák fóru fram fyrstu helgina í
september. Mótið var vel sótt, þátt-
SNILLINGUR OG SERVITRINGUR
Bobby Fischer að tefla við Spasskí í Reylgavík 1972 og 20
árum síðar í Svartfjallalandi 1992.
takendur í Reykjavík voru 56 tals-
ins. Úrslit urðu þessi:
1. Hannes Hlífar Stefánsson
7'/2 v. af 9 mögulegum.
2. Áskell Öm Kárason, 7 v.
3. -6. Helgi Áss Grétarsson,
Hrannar Baldursson, Arnar Þor-
steinsson og Ágúst S. Karlsson 6 Vi
v.
7.—11. Bragi Halldórsson, Dav-
íð Ólafsson, Tómas Björnsson,
Þröstur Þórhallsson og Ásgeir Þór
Ámason 6 v.
Þar sem Hannes á sæti í úrslit-
unum á stigum komust þeir Áskell,
Helgi Áss, Hrannar, Arnar, Ágúst
og Bragi Halldórsson áfram.
Úrslit í riðlinum á Akureyri:
1. Gylfí Þórhallsson 6 v. af 6
mögulegum.
2. Siguijón Sigurbjörnsson 4 v.
3. -4. Rúnar Sigurpálsson og
Ólafur Krístjánsson 3 V2 v.
5. Þór Valtýsson 3 v. o.s.frv.
Gylfi og Siguijón tryggðu sér sæti
í úrslitum.
Haustmót TR að hefjast
Haustmót Taflfélags Reykjavík-
ur hefst sunnudaginn 20. sept-
ember nk. kl. 14. I aðalkeppninni
verður keppendum raðað í flokka
með hliðsjón af Elo-skákstigum.
Tefldar verða ellefu umferðir í öll-
um flokkum. Umhugsunartími er
ein og hálf klukkustund á 36 Ieiki
og síðan 45 mínútur til að ljúka
skákinni. í efri flokkunum verða
tólf manna riðlar, en neðsti flokk-
urinn er opinn öllum og er þar
teflt eftir Monrad-kerfí. Umferðir
verða að jafnaði þrisvar í viku, á
sunnudögum kl. 14, miðvikudög-
um og föstudögum kl. 19.30. Loka-
skráning verður laugardaginn 19.
september kl. 14-22 í símum
681690 og 813540. Veitt verða
peningaverðlaun í efsta flokki, 65
þús. kr., 35 þús. kr. og 20 þús.
kr., en sigurvegarinn öðlast að
auki sæmdarheitið „Skákmeistari
Taflfélags Reykjavíkur 1992“.
Keppni í unglingaflokki á haust-
mótinu hefst laugardaginn 26.
september kl. 14. Keppnin tekur
þijá laugardaga. Tefldar verða níu
umferðir eftir Monrad-kerfi. Um-
hugsunartími er 40 mín. á skák.