Morgunblaðið - 18.09.1992, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. SEPTEMBER 1992
33
Einar B. Ármanns-
son - Kveðjuorð
Fæddur 6. júlí 1970
Dáinn 30. ágúst 1992
Eg upplifði Einar eins og fuglinn
himinn, fiskurinn hafið eða eitthvað
þaðan af heiðarlegra, skáidlegra og
skemmtilegra. Það snart mann á
undursamlegan og ókunnan hátt. Að
hitta hann var eins og að ganga inn
í listaverk töfra og tilviljana . .. Það
er mikil gæfa að kynnast slíkum
persónuleika, það gerir manni svo
gott. Þaðan dró ég málverkin auð-
veldlega hlaðin ást og innri ró.
Mér fannst og fínnst enn allt fal-
legt og rétt sem við gerðum og gerð-
um ekki. Við trúðum og virtum hvort
annað og vildu „breyta rétt“. Það
höfum við líka gert, í það minnsta
gert okkar besta. Samt er eins og
lífíð hafi aldrei viljað sleppa af okkur
hendinni, augnablikin óráðin frá okk-
ar hendi en velkomin orðið hvert
öðru dýrara — óborganleg. Svo skeð-
ur þetta slys og maður hrekkur við
í óendanlegum sársauka og söknuði
og endalausu tómi ískaldra hugsana
— einskis verðra . ..
Ég get ekki orða bundist. Ég veit
ekki hvað, hvort eða hvernig á að
vera eða ná áttum eða hvort allt sé
kannski bara í jafnvægi og guð gefí
og taki á sinn hátt þeð sem hann á
með réttu og muni líka hjálpa öllum
okkur sem eigum um sárt að binda
eftir þetta sorglega slys á Benidorm.
Ég vorkenni samt Einari sjálfum
mest því ef einhver var til og í frá-
bærum takt við lífíð þá var það
hann .. .
Mínar dýpstu samúðarkveðjur
sendi ég fjölskyldu hans og öðru
vinafólki hans.
Ásta Guðrún Eyvindard.
Af hveiju er lífið svona miskunn-
arlaust var spurningin sem ég
spurði sjálfan mig, þegar ég frétti
af láti Einars. Ég þekkti hann sem
Minning
Fædd 23. janúar 1992
Dáin 14. september 1992
Vertu sæl, vor litla ljúfan blíða,
lof sé Guði, búin ertu’ að stríða.
Upp til sælu sala
saklaust bam án dvala.
Lærðu ung við engla Guðs að tala.
(M. Joch.)
Það var mikil eftirvænting í loftinu
hjá fjölskyldunni þegar líða tók á
janúar á þessu ári. Við biðum öll
eftir nýjum fjölskyldumeðlim og hinn
23. janúar fæddist litla ljósið okkar,
lítil falleg stúlka sem fékk nafnið
Thelma Hrund.
Frá fyrstu stundu kom í ljós að
ekki var allt eins og það átti að vera.
Hún var flutt á vökudeild Landspítal-
ans til frekari rannsókna og þaðan
yfir á Barnaspítala Hringsins. Við
viljum nota þetta tækifæri og þakka
starfsfólki deildanna fyrir allt sem
þau gerðu fyrir hana.
Okkur veittist sú mikla ánægja
að fá hana nokkrum sinnum heim.
Við minnumst þeirra stunda með
þakkiæti og gleði, en nú er þessu
erfiða lífsstríði hennar lokið. Nú er
hún komin þangað sem við vitum
samstarfsmann en við unnum sam-
an á Bíóbarnum um tíma. Fyrsta
kvöldið sem við unnum saman man
ég eftir að hafa hugsað eitthvað á
þá leið hve gott það væri nú að
vera svona stór og hraustlegur.
Þegar við kynntumst kom í ijós að
Einar var ijúflingur og alltaf stutt
í hláturinn.
Hann var traustur starfsmaður
og öllum líkaði vel við hann, jafnt
gestum sem starfsmönnum. Okkur
þykir mjög sárt að þurfa að kveðja
Einar og vottum fjölskyldu hans og
vinum okkar dýpstu sámúð.
Hans verður sárt saknað.
F.h. eigenda og starfsmanna Bíó-
barsins,
Friðrik Weishappel Jónsson.
„Hér vil ég una ævi minnar daga
aila, sem Guð mér sendir. Farðu vel,
bróðir og vinur!“ ...
(Gunnarshólmi, Jónas Hallgrimsson.)
Síminn hringir, ég er kallaður í
símann. Það er móðir mín í símanum
og segir að presturinn sé nýfarinn
frá sér. Hann er dáinn, hann bróðir
minn. Hann Einar Bergur drukknaði
úti á Spáni. Vinir hans voru að synda
með honum í sjónum á leiðinni í land
þegar kraftana þraut.
Gamall þulur hjá græði sat,
geigur var svip hans í.
Hann mælti við Eggert Ólafsson:
„Mér ógna þau vindaský."
„Ég sigli ei skýin, ég sigli sjó,“
svaraði kappinn og hló.
„Ég trúi á guð, en grýlur ei
og gleð mig við reiðan sjó.“
Gamll þulur frá græði hvarf,
gegndi með þungri lundi:
„Þú siglir ei þennan sjó í dag,
þú siglir á guðs þín fund."
(Matthías Jochumsson, Eggert Ólafsson).
að henni líður vel og þar munum við
hitta hana þegar okkar tími kemur.
Við biðjum algóðan Guð að gæta
litlu stúlkunnar okkar og varðveita
hana og þökkum honum þann tíma
sem við fengum að vera með henni.
Elsku Herdís, Siddi og Anna Ósk.
Við biðjum algóðan Guð að gefa
ykkur styrk og huggun. Við elskum
ykkur öll.
Leiddu mína litlu hendi,
ljúfi Jesú þér ég sendi
bæn frá mínu brjósti sjáðu,
blíði Jesú að mér gáðu.
Alma amma og Jón afi,
Garðar, Ólína, Jón Gunnar
og Hafþór Ingi.
Ósk, Torfi og Gummi.
Ó, Jesús bróðir besti
og barnavinur mesti,
æ, breið þú blessun þína
á barnæskuna mína.
(Páll Jónsson)
í dag verður elsku litla bamabam-
ið og frænka okkar, Thelma Hmnd
Sigurgeirsdóttir, lögð til hinstu hvflu
eftir einungis tæpra átta mánaða
dvöl á meðal okkar. Ekki mun okkur
Þegar alvaldur tekur líf í fóstur
af lífsins braut og skilur okkur hin
eftir fátækari, þá er spurt væri líf
okkar ekki sælla ef hægt væri -að
leiðrétta mistök, leiðindi og orð sem
skera inn að kviku. Þar sem fjórir
bræður eru í fjölskyldu er sjaldan
logn. Einar Bergur varð yngstur
okkar og jafnan vikið frá í hita leiks-
ins. Og upp koma myndir í hugann.
Þegar hann var sex ára fór hann
með vinkonu sinni í bókasafnið. Þeg-
ar skólagangan hófst var flutt úr
Sólheimunum í Fannborg í Kópa-
vogi. Eitt sumar var hann með
mömmu okkar í heyskap í Borgar-
fírði. Þá gerði asminn illilega vart
við sig. Unglingsárin liðu með mörg-
um áhugamálum. Kröftunum dreifði
Einar Bergur á marga staði og marg-
víslega hluti í einu svo ekki dugði
sólarhringurinn.
Fjölskyídan upplifði gleði og grát
með viku millibili. Ánægjuleg gifting
bróður og mágkonu í Vestmannaeyj-
um viku áður. Á sunnudeginum fýllti
þögn og myrkur í huga okkar. Megi
allir eiga góða og ánægjulega mynd
í bijósti sér. Megi bróðir okkar vera
kært kvaddur.
Haukur, Valgarður og Guð-
björn Ármannssynir.
Sérstakur drengur hefur kvatt.
Drengur sem öllum þótti vænt um
og þökkuðu fyrir að fá að þekkja.
Drengur sem ávallt fór brosandi og
bar gleðina auðveldiega áfram til
samferðamanna sinna.
Dauðinn skilur eftir sig myrkur.
Handan myrkursins er dýrmætt safn,
ofurlítil ljósglæta, minningarnar. All-
ar jafn hlýjar og fallegar eins og
hann. Allar svo ljóslifandi, að þær
gera raunveruleikann ótrúverðugan.
Með fallegri hugsun, varðveislu
minninga og trú í hjarta verða allir
eilífir. Minningarnar halda lífi og
lýsa upp myrkrið framundan þangað
til við hittumst næst. Minning um
góðan dreng er geypt í huga okkar
allra og mun varðveitast um alla ei-
lífð og veita hlýju þegar sorgin eilífa
sofnar.
Ritað af virðingu í minningu góðs
drengs.
Vinkonur.
auðnast að sjá hana dafna og vaxa
úr grasi því Drottinn vor hefur tekið
hana í sinn eilífa náðarfaðm.
Thelma Hrund var augasteinn syst-
ur sinnar, Önnu Óskar, sem málaði
myndir og kom með dúkkur á stofu
hennar í spítalanum og bað ávallt
Jesú um hjálp handa litlu systur sinni.
Styrkur og samheldni foreldra
Thelmu Hruridar var einstakur í veik-
indum hennar, ferðalögum þeirra
milli Akraness og Reykjavíkur nánast
hvem dag og umönnun bæði í Land-
spítalanum og heima á Akranesi þeg-
ar Thelma Hmnd fékk heimfararleyfí.
Á kveðjustund sem þessari verða
orð ærið fátækleg en við þökkum
elsku Thelmu Hmnd fyrir samfylgd-
ina og biðjum algóðan Guð að geyma
hana um alla eilífð.
Thelma Hrund
Sigurgeirsdóttir
Hjónaminning
Anna Guðmundsdóttir
Einar S. Magnússon
Mig langar að skrifa fáein
kveðjuorð um sæmdarhjónin Önnu
Guðmundsdóttur og Einar Siguijón
Magnússon, þar sem ég kom því
ekki í verk fyrr.
Anna systir mín dó 14. septem-
ber 1990. Einar Siguijón Magnús-
son, mágur minn, dó 20. júní 1989
þannig að skammt var á milli þeirra.
Anna fæddist 3. júní 1916 í
Hvarfsdal, Skarðshreppi, Dala-
sýslu. Hún fluttist með foreldrum
sínum norður í Skagafjörð árið
1922, þá á sjötta ári. Frá þeim tíma
ólst hún upp á Reynistað hjá hjón-
unum Sigrúnu Pálmadóttur og Jóni
Sigurðssyni, alþingismanni.
Frá Reynistað flyst hún til Siglu-
fjarðar og síðan til Reykjavíkur
árið 1934. Foreldrar Önnu vom
Elsku Sigurgeir, Herdís og Anna
Ósk, við vottum ykkur okkar dýpstu
samúð og biðjum Drottin vorn að
styrkja ykkur og hughreysta á þess-
ari stundu og um ókomin ár.
Leiddu mína litlu hendi
Ijúfi Jesú'þér ég sendi
bæn frá mínu bijósti sjáðu
blíði Jesú að mér gáðu.
Blessuð sé minning hennar.
Amma og afi, Elínborg,
Ásgeir, Ómar, Jórunn,
Magnús, Björg, Hugrún,
Einar, Marteinn, Kristín.
Sofna þú í friði Guðs.
Vakna þú í ljósi.
Svo bið ég fýrir þessu bami
að Kristur minn á himnum það kjósi.
Okkur langar til að kveðja í örfá-
um orðum litlu frænku okkar,
Thelmu Hrund, og þakka fyrir að
hafa fengið að kynnast henni. Minn-
ingin um hana mun alltaf verða í
huga okkar og hjarta.
Elsku Siddi, Herdís, Anna Ósk og
fjölskyldur. Megi góður Guð styrkja
ykkur og hjálpa í sorginni.
Dóttir, í dýrðar hendi
Drottins mín sofðu vært,
hann sem þér huggun sendi,
hann elskar þig svo kært.
Þú lifðir í góðum Guði,
í Guði sofnaðir þú,
í eilífum andar friði
ætíð sæl lifðu nú.
(H. Pétursson)
Kær kveðja.
Ásgeir, Ágústa og börn.
hjónin Sigríður Helga Gísladóttir
og Guðmundur Ari Gíslason.
Einar Siguijón Magnússon fædd-
ist 14. október 1906 í Reykjavík,
sonur hjónanna Magnúsar Einars-
sonar og Margrétar Geirsdóttur.
Hann ólst upp í glöðum systkina-
hópi. Hóf snemma að stunda íþrótt-
ir, en flest verðlaun fékk hann fyr-
ir sín sundafrek. Annars stundaði
hann á æskuskeiði ýmis störf.
Einar Siguijón var rúmlega tví-
tugur þá er hann tók bílpróf. Hann
ók á ýmsum stöðum, meðal annars
BSÍ og á Hreyfli frá 1945-1976,
er hann hætti akstri sökum þverr-
andi heilsu. Bifreiðaakstur varð sem
sagt hans ævistarf. Stundum stund-
aði hann handfæraveiðar og katla-
hreinsanir.
Þann 3. júní 1936 ganga þau í
hjónaband Anna Guðmundsdóttir
og Einar Siguijón Magnússon.
Anna systir er það með fyrsta
systkini mitt sem stofnar heimili
sitt í Reykjavík. Ég mun aldrei
gleyma því hvað Anna systir tók
vel á móti mér á haustdögum 1938
er ég var á leið í Héraðsskólann á
Laugarvatni. Og sama elskulega
viðmótið endurtók hún ári síðar.
Raunar má segja að Önnu systur
hafi verið eðlislægt að halda öllum
veislu, enda var hún stórkostleg
húsmóðir. Þau áttu það sameigin-
legt hjónin að veita gestum vel.
Þau hjónin áttu miklu barnaláni
að fagna og eignuðust fjögur börn.
Þau eru, talin eftir aldri: Magnús,
aðstoðaryfirlögregluþjónn, kvæntur
Ólöfu Erlu Hjaltadóttur, þau eiga
þijú börn; Gylfi, verslunarmaður,
kvæntur Ólöfu Cooper, eiga þau tvö
börn; Guðmundur, pípulagninga-
maður, kvæntur Svönu Guðjóns-
dóttur og eiga þau þijú böm; Sig-
rún, kennari, er gift Kristni Jó-
hannssyni, skurðlækni. Þeirra böm
em þijú. Svo ólst upp á heimili
þeirra hjóna stjúpdóttir Önnu, Erla
Einarsdóttir og er hún gift Þormóði
Einarssyni. Þau eiga eina dóttur.
Við hjónin fórum æði margar
ferðirnar að Nóatúni 32 og áður á
Kárastíg 6. Stundum var farið til
að tefla skák og það var raunar
æði oft. Eins var oft tekið í spil.
Oftsinnis spjallað saman og hlegið
saman.
Að leiðarlokum þökkum við
margar ánægjulegar stundir og
elskuleg kynni.
Gísli Guðmundsson.
hagstceð kjör, langur lánstími, sveigjanlegt lánshlutfall, margir gjaldmiðlar
IÐNÞROUNARSJOÐUR
Kalkofnsveai 1 150 Revkiavík simi: (91) 69 99 90 fax:62 99 92