Morgunblaðið - 18.09.1992, Síða 34
34
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. SEPTEMBER 1992
Herdís Þ. Sigurðar-
dóttir - Kveðjuorð
Fædd 2. desember 1916
Dáin 3. september 1992
Oss þykir þungt að skilja,
en það er Guðs að vilja,
og gott er ailt, sem Guði er frá.
(V. Briem)
Já, litla systir okkar er horfin
til Guðs. Nú er fyrsti hlekkurinn
brostinn í stórum systkinahópi og
það eftir 55 ár.
Við vorum 9 systkinin þegar
móðir okkar dó. Þá var Herdís syst-
ir okkar ófermd, og 3 litlir dreng-
ir. Við vorum 4 systumar og við
kölluðum Heddu alltaf litlu systur-
ina, en 5 ámm eftir að móðir okk-
ar dó, andaðist elsta systir okkar,
Sigríður, sem annaðist allan hópinn
með föður okkar.
Árin líða. Herdís litla var gleði-
gjafi okkar — alltaf svo góð við
litlu bræðurna okkar. Og enn líða
árin. Litla systir okkar er orðin 17
ára og farin að vinna fyrir sér í
vistum. Lá leiðin til Reykjavíkur,
sem ekki var mjög stór þá. En það
þótti langt farið frá Hnífsdal. Hún
komst í mjög góða vist, og þar
beið gæfan hennar. Þar kynntist
hún þeim manni, sem varð lífsföru-
nautur hennar í rúm 30 ár.
Guðberg Konráðsson var yndis-
legur maður, sem öllum þótti vænt
um, sem kynntust honum. Þau
eignuðust 4 mannvænleg böm.
GuðbjarturS. Konráðs-
son — Kveðjuorð
Mig langar til að minnast ást-
kærs frænda míns, Guðbjartar Sig-
urðar Konráðssonar, sem lést af
slysförum aðfaranótt 5. september
síðastliðinn.
Margar minningar sælq'a á hug-
ann á þessari stundu þó svo að
seinna hafi okkar leiðir skilist. Þó
svo að við vitum að dauðinn knýr
að dyrum hjá okkur einhvemtíma
á lífsleiðinni, kemur hann þó alltaf
á óvart, sérstaklega þegar slys ber
að höndum. Þá er söknuður okkar
þyngri en orð fá lýst. En minning-
amar mörgu um þennan góða dreng
munu ávallt búa í hjörtum okkar.
Ég vil votta foreldrum, unnustu
og öðrum aðstandendum mínar
innilegustu samúð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
(V. Briem.)
María Árnadóttir.
Hjónaband þeirra var farsælt. Þau I^veðÍllOrð
voru svo samhent í gestrisninni. vcl//U(/l U
Heimili þeirra var öllum opið, sem
þangað komu, þó í fyrstu væm
húsakynnin ekki stór. En hjarta-
rúmið var því stærra.
En svo barði sorgin að dyrum
þeirra. Guðbergur varð bráðkvadd-
ur 1968, aðeins 52 ára. Þetta var
mikill missir, en Herdís átti mikla
trú til Guðs, sem gaf henni styrk
til að halda áfram að lifa með böm-
um sínum, bamabömum og
langömmubömum.
Fyrir 3 ámm veiktist Hedda
mikið, og varð að vera á sjúkra-
húsi við og við. Hún komst þó heim
þess á milli heim í fallegu íbúðina
sína, og þar var alltaf gaman að
heimsækja hana. Sfðustu mánuðina
dvaldi hún a Landakotsspítala.
Ekkert gat yfirbugað glaða brosið .
hennar, hversu mikið sem hún var
þjáð.
Hún var farin að þrá að komast
heim til ástvinanna, sem biðu henn-
ar, handan við hafið. Þegar kallið
kom, þá fannst okkur systkinunum
stór hlekkur hafi brostið. Hún var
alltaf litla systir okkar, í huga okk-
ar og hjarta. Hún fór svo langt frá
okkur ung að aldri, en nú erum
við öll komin suður, og flest fyrir
30 áram og höfum notið þess að
heimsækja hana, þar sem við höf-
um rætt um æskuár okkar í Hnífs-
dal.
Minnumst við hennar öll inni-
lega, með þökk fyrir liðin ár,
Hvíl í friði hjartans vina mín,
hvíld í Drottni hlaut nú sálin þín.
Það sár er djúpt með sverði dauðans rist,
er særir oss, en þig nú höfum misst.
(Þ.G.)
Olga Sig.
HelgSL Alice Jóhanns
Að minnast Helgu Alice veitir
birtu og yl. Öll minning um hana
er þmngin gleði. Vissulega fannst
okkur hún á stundum strangur
kennari en allt vann hún með okkur
sem vinur og við Iærðum hjá henni,
annað var ekki hægt því við bæði
virtum hana og þótti vænt um.
Vinarþelið sýndi hún okkur ekki
síst er hún bauð öllum krakkaskar-
anum heim til sín í Skarðshlíðina,
íbúðin var lítil en hjartarúmið stórt
hjá Helgu Alice. Hún kom því einn-
ig á að í hveijum mánuði lögðum
við litla upphæð í sameiginlegan
sjóð, til stuttra en ógleymanlegra
ferða að vori.
Minnisstætt er mér atvik frá
mínum fyrsta vetri í Glerárskóla.
Móður minni varð það á að sofa
yfir sig ég mætti of seint (sem var
synd i mínum huga) því neitaði ég
að fara nema faðir minn færi með
mér og talaði við kennarann, sem
og hann gerði. Heim kominn sagði
hann við móður mína: „Ég horfði
eftir kennaranum en gat ekki greint
hana frá hópnum, hún er bara ein
af krökkunum" og það vom orð að
sönnu, hún var ein af hópnum. Aldr-
ei var hún yfír okkur hafín. Minn-
ingin um góðan kennara og einstak-
an bamavin lifír með okkur.
Og því var allt svo hljótt við helfregn þína
sem hefði klökkur gígjustrengur brostið
og enn ég veit margt hjarta harmi lostið
sem hugsar til þín alla daga sína.
En meðan árin þreyta hjörtu hinna
sem horfðu eftir þér með sárum trega
þá blómgast enn og blómgast æviniega
þitt bjarta vor í hugum vina þinna.
(T.G.)
Fyrir hönd bekkjarsystkina í
Glerárskóla 1978-81.
Hermína Brynja Sigurðardóttir.
Asdís V. Krisijáns-
dóttir — Kveðjuorð
Ingigerður Einars-
dóttir - Kveðjuorð
Fædd 2. október 1898
Dáin 5. júlí 1992
Ég var stödd í stórborg í annarri
heimsálfu, innan um dökkt fólk og
pálmatré, þegar sú frétt barst mér
að amma mín, Ingigerður Einars-
dóttir frá Hofí í Vopnafirði, væri
deyjandi á Landspítalanum heima
á Islandi.
I kvöldhúminu á ströndinni dans-
aði fólkið. Ég horfði á það, en sá
fyrir mér ömmu mína, seinast þeg-
ar ég sá hana.
„Við skulum nú ekki búast við
því að ég verði héma þegar þú
kemur aftur, góða mín.“
Hún stóð í dyranum, lágvaxin
kona á tíðræðisaldri, full af hlýju
og styrk, veifaði og horfði sjóndöpr-
um augum út í mjúka snjókomuna,
á eftir mér.
Mörg síðdegi síðastliðið ár sat
ég á Langholtsveginum og hlustaði
á gömlu konuna rifja upp æsku-
minningar. Þegar hesturinn kom
inn í baðstofuna, þegar brann á
Kirkjubæ, þegar amma fékk gul-
una, Ebenezar gamli, konan sem
bjó hjá þeim sem missti manninn
sinn í snjóflóði „og ellefu æmar
með honum“, þegar pabbi minn
fæddist, sagan af gæfu hænunni
hennar ömmu, konan sem spáði því
þegar amma var fjögurra ára, að
þetta barn fengi aldrei fallegt hár
(amma hafði sem ung stúlka
óvenjulegan, gullfallegan háralit),
þegar hún fór ásamt Guðbjörgu
mágkonu sinni til Danmerkur og
jólin þar, sagan af Sigurði frænda
hennar og Sölva Helgasyni, og
svona get ég lengi haldið áfram.
Þessar sögur em ómetanlegur
fjársjóður, gullkista, sem ég flyt
vonandi áfram til barna minna og
þau til barna sinna.
Og í huga mínum mun hún amma
mín á Langó halda áfram að sitja
í horninu sínu, með pijónlesið I
fanginu, stara dreymandi á eitthvað
sem ég sé ekki, og segja mér sögur
frá Hofí og Kirkjubæ. Og um alla
eilífð mun hún standa í dyranum á
Langholtsveginum og veifa á eftir
mér þar sem ég geng út í snjódríf-
una, einkennilega þungt fyrir
hjarta.
Sigrún María Kristinsdóttir.
Fædd 3. desember 1918
Dáin 28. ágúst 1992
Ljúfar minningar um góða vin-
konu. Nú er sumarið að kveðja og
farfuglarnir með og nú er Ásdís
einnig búin að kveðja þessa jarð-
vist, og er hennar sárt saknað.
Það koma margar minningar
fram í hugann eftir 40 ára kynni,
sem aldrei bar skugga á.
Ásdís Vídalín, eða Dísa eins og
hún var kölluð, var höfðingi heim
að sækja og hafði sérstakt Iag á
að láta gestum sínum líða vel og
er þar minnisstæðast sjötugsafmæli
hennar við mikla gleði, mannfögnuð
og höfðinglegt veisluborð, sem allt
var heimatilbúið, og virtist henni
það létt verk hvort sem það var
matar- eða kaffiveisla.
Okkur er einnig minnisstæður
spilaklúbburinn sem var einu sinni
í mánuði og þá til skiptis á heimilum
okkar, með kaffísamsæti og kátínu
á eftir.
Dísa og Jón Halldórsson eigin-
maður hennar vora einstaklega
samhent hjón, sem einkenndist af
umhyggju og virðingu fyrir hvora
öðra og íjölskyldu sinni og öllu sem
að henni laut.
Þau áttu líka mörg sameiginleg
áhugamál, eins og unaðsstundimar
í sumarbústaðnum í Kjósinni, þar
sem þau gróðursettu tré og blóm.
Dísa hafði unun af að hlúa að
öllum gróðri og naut sín vel í þess-
um gróðurreit.
Við kveðjum Dísu með eftirsjá
og einlægri þökk fyrir samverana.
Við vottum eiginmanni og fjöl-
skyldu innilega samúð.
Drottinn vakir, Drottinn vakir
daga’ og nætur yfir þér.
Blíðlynd eins og besta móðir
ber hann þig í faðmi sér.
Allir þótt þér aðrir bregðist,
aldrei hann á burtu fer.
Drottinn elskar, - Drottinn vakir
daga’ og nætur yfir þér.
(S. Kr. Pétursson)
Bubba, Gógó og Simma.
t Móðir mín,
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda vináttu og samúð við andlát og útför FRIÐRIKS JESSONAR frá Hóli, Vestmannaeyjum. Sérstakar þakkir til knattspyrnufélagsins Týs og kvennadeildar BJARNHEIÐUR BRYNJÓLFSDÓTTIR, Stangarholti 34, er látin. Edda Magnúsdóttir.
Faxa og börnin úr Tý, sem stóðu heiðursvörð við útförina. t
Magnea Sjöberg, dætur og tengdasynir.
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
t Ástkær eiginmaður minn og faðir okkar, ANNAS KRISTMUNDSSON, Engjavegi 34, Isafirði, lést í Fjórðungssjúkrahúsinu á ísafirði að kvöldi 15. september. fyrrverandi kaupfélagsstjóri, Álftahólumn 2, Reykjavik,
lést á heimili sínu 16. september. Þorbjörg Guðlaugsdóttir, Sigurður Guðlaugsson, Magna Baldursdóttir, Ingólfur Guðlaugsson, Rannveig L. Pétursdóttir, Jón G. Guðlaugsson, Lára Jónsdóttir, Bárður Guðlaugsson, Guðný Einarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.
Friðgerður Guðný Guðmundsdóttir
og börn. |
+
t Ástkær eiginmaður minn, Ástkær móðir okkar.
EVA ANDERSEN frá Sólbakka f Vestmannaeyjum, Kríuhólum 2, Reykjavík,
ÓSKAR V. EGGERTSSON, Tunguvegi 82, lést í Borgarspítalanum 17. september. Sigurlaug Sigurbjörnsdóttir. lést í Landspítalanum aðfaranótt 17. september. Erla Gísladóttir, Eygló Gísladóttir, Jóhanna A. Valdimarsdóttir, Laufey Valdimarsdóttir, Ómar Valdimarsson.
Birting afmælis-
og minningargreina
Morgunblaðið tekur afmæl-
is- og minningargreinar til
birtingar endurgjaldslaust.
Tekið er við greinum á rit-
stjórn blaðsins á 2. hæð í Aðal-
stræti 6, Reykjavík og á skrif-
stofu blaðsins í Hafnarstræti
85, Akureyri.
Athygli skal á því vakin, að
greinar verða að berast með
góðum fyrirvara.
Séríræðingar
i l)lóinaskr(‘v (íiiruiii
\ iO öll (a‘Uila‘i i
blómaverkstæði
INNA
Skólavörðustíg 12.
á liorni Bergstaðastrætis,
sími 19090
a
MUNIÐ!
Minningarkort Styrktarfélaos
krakbaneínssjúkra barna
Seld i Garðsapóteki,
sími 680990.
Upplýsingar einnig veittar
í síma 676020.