Morgunblaðið - 18.09.1992, Qupperneq 35
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. SEPTEMBER 1992
35
Jensína Jónatans
dóttír - Minning
Fædd 7. desember .1907
Dáin 6. september 1992
„Hveiju sem ár og ókomnir dagar að mér
víkja, er ekkert betra en eiga vini sem aldr-
ei svíkja."
(Davíð Stefánsson).
Þessar ljóðlínur vildi ég tileinka
minni góðu vinkonu, Jensínu Jónat-
ansdóttur fyrrum húsfreyju á Galta-
læk í Biskupstungum, en hún lést
í hjúkrunarheimilinu Skjóli 6. þ.m.
Margt á ég þessari látnu heiðurs-
konu gott að þakka, samverustund-
ir margar og allar góðar. Tæp 60
ár eru síðan leiðir okkar lágu sam-
an í október 1933 á leið að Staðar-
felli og aldrei hefur skuggi fallið á
þau samskipti. Jensína kenndi vefn-
að og fleira í húsmæðraskólanum
á Staðarfelli. Flestar námsmeyjar í
skólanum voru að fara í fyrsta sinn
að heiman, úr foreldrahúsum á
þennan afskekkta dvalarstað. Þá
var gott að mæta þeirri móðurlegu
umhyggju sem Jensína veitti stúlk-
unum í daglegri umgengni sinni við
þær. Kennslustundirnar voru
ánægjulegar, þar var öll háttvísi í
heiðri höfð. Eftir nokkurra ára
kennslustörf í húsmæðraskólanum
lá leið hennar. til Reykjavíkur og
þar unnum við saman á pijón'astofu
auk þess sem hún afgreiddi í versl-
un einni um tíma. Mjög ríkt var
það í fari þessarar heiðurskonu að
veita þeim hjálparhönd, sem stóðu
höllum fæti í lífinu. Eitt dæmi um
það er þegar hún sagði upp góðri
vinnu í Reykjavík og fór á æsku-
stöðvarnar í Önundarfirði um há-
vetur til að hjálpa bróður sínum,
sem átti í erfiðleikum vegna veik-
inda. Þar tók hún að sér umsjá
heimilisins utandyra og innan þar
til úr rættist.
Áfram heldur líf og starf en nú
liggur leiðin að Galtalæk í Biskups-
tungum. Þar beið hennar húsfreyju-
starf til margra ára er hún giftist
Hermanni Egilssyni bónda á Galta-
læk, drengilegum sómamanni. Ekki
var setið auðum höndum á heimili
þeirra hjóna, strax var hafist handa
við að auka ræktað land og byggja
upp. Vandað íbúðarhús var reist
af grunni og blómagarður umhverf-
is það. Allt var þetta vönduð vinna
og vel frá gengið en þau vinnu-
brögð giltu í smáu sem stóru á
þeim bæ. Innanhúss var allt fágað
og hreint útúr dyrum, öllu smekk-
lega fyrir komið svo heimilið var
aðlaðandi og öllum leið þar vel.
Marga gesti bar þar að garði, öllum
var vel fagnað af alúð og hlýju. Þá
voru veitingar ekki skornar við
nögl. Þar naut sín rausn og myndar-
skapur húsfreyjunnar. Oft var full-
setinn bekkur við hlaðið matborð á
Galtalæk. Þau hjónin voru höfðingj-
ar heim að sækja.
Jensína og Hermann eignuðust
tvö börn, pilt og stúlku, Jónatan
búfræðikanditat og Steinunni
skurðstofuhjúkrunarfræðing. Þau
systkinin hafa staðið saman og létt
undir með foreldrum sínum þegar
sjúkdómurinn sótti á. Makar þeirra
svo og afa- og ömmubörnin íjögur
voru öll sem einn maður sem léttu
þeim síðustu stundirnar.
Á heimili þeirra Jensínu og Her-
manns voru þijú gamalmenni, for-
eldrar Hermanns og móðir Jensínu.
Oft hef ég leitt hugann að því og
óskað þess að fleiri gamalmenni
mættu njóta þeirrar umönnunar og
kærleika sem húsfreyjan á Galta-
læk lét þessu gamla fólki í té allan
tímann er þau dvöldu á heimilinu,
þó sérstaklega er kraftar voru
þrotnir og endadægur var skammt
undan. Víst er að færri einstæðing-
ar sem oft eru úti í kuldanum
mundu væta kodda sinn á kvöldin,
ef þeir ættu kost á umhyggju á
borð við þá sem hér var veitt.
Að lokum bið ég Guð að launa
þessu góða fólki, lífs og liðnu, fyrir
þá velvild og umhyggju sem ég hef
fengið að njóta í samskiptum við
það. Hér kveðjum við sérstaka heið-
urskonu, Jensínu Jónatansdóttur.
Þökkum öll í sameiningu fyrir að
hafa fengið að vera henni samferða.
Blessuð sé minning hennar.
Guðfinna Hannesdóttir.
Jensína fæddist á Hóli í Önundar-
firði og var yngst í hópi sex barna
hjónanna Guðrúnar Jónsdóttur og
Jónatans Magnússonar. Reyndar
var barnahópurinn stærri, því þar
voru í fóstri a.m.k. fjögur börn um
lengri eða skemmri tíma. Á upp-
vaxtarárum Jensínu var mann-
margt í firðinum og félagslíf tals-
vert. Á orði var haft hve heimilis-
*
SvavarP. Oskarsson,
Garði - Minning
Hann Svavar er allur. Það er
sárt til þess að hugsa, að hann eigi
ekki eftir að taka á móti okkur í
dyragættinni á Hvoli á sinn hressi-
lega máta með þessu traustvekjandi
handabandi og glaðlega yfirbragði,
sem fékk alla til að finna hve inni-
lega þeir voru velkomnir. Hann
gleymdi ekki börnunum, hann fékk
þau til að finnast þau vera sérstök.
Það var ætíð tilhlökkun og ómetan-
leg stund hjá litlu feimnu stelpunni
minni, er Svavar tók þessu eftir-
minnilega traustvekjandi taki um
litlu höndina, hristi hana rækilega
og sagði með sinni áhrifaríku rödd:
Nei! Komdu nú sæl og blessuð! Þá
fannst henni hún vera sérstök.
Svavar var líka sérstakur. Svo
lífsglaður og kátur og lynti vel við
alla, enda ber stór vinahópurinn í
öllum aldursflokkum þess glöggt
merki. Minningar mínar um Svavar
eru mikið bundnar Hólalandi á
Borgarfirði eystra, „ættaróðalið"
eins og við oft köllum það. Þar hitt-
ust fjölskyldurnar og dvöldu dögum
og vikum saman og þar áttum við
■ margar notalegar og eftirminnileg-
ar samverustundir. Ekki síst bömin,
sem löðuðust að Svavari sem alltaf
hafði tíma til að taka litla barna-
hönd í stóra traustvekjandi lófann
og fara í smá könnunarleiðangra,
svo ekki sé minnst á fangið, sem
oft mátti þola þau tvö eða þijú. Það
var alltaf tilhlökkun að fara „aust-
; ur“, þegar vitað var að Svavar var
t á staðnum.
Það var aldrei nein ládeyða þar
sem Svavar fór. Hann var stór og
stæðilegur, hressilegur persónu-
leiki, félagslyndur og vinsæll og
naut sín vel í góðra vina hópi. Hann
var gáskafullur og kíminn, notaleg-
ur vinur og stórkostlegur ferðafé-
lagi. Hann naut sín eystra, þar var
hann kominn „heim“. Hann hlúði
að bústaðnum, fór um fjörðinn og
ræktaði vina- og íjölskylduböndin.
Hans er sárt saknað af okkur öllum
og ekki síst börnunum sem dáðu
þennan káta og lífsglaða vin.
Kannski eigum við einnig okkar
„óðal“ hinum megin, sem Svavar
hlúir að og undirbýr komu okkar
þar sem hann stendur í dyrunum
og tekur á móti okkur með sínu
traustvekjandi handabandi og
áhrifamiklu rödd: Nei! Komið þið
nú sæl og blessuð.
Blessuð sé minning hans. Fyrir
hönd allra barnanna sem þótti vænt
um hann,
Kristín Jónsdóttir.
Dáinn horfinn! Harmafregn
Hvílíkt orð mig dynur yfir.
En ég veit að látinn lifir
það er huggun harmi gegn.
(Jónas Hallgrímsson)
í dag kveðjum við góðan vin og
starfsfélaga, Svavar Pál Óskarsson
frá Hvoli í Garði, en hann fórst
með mb. Sveini Guðmundssyni GK
315 þann 10. þ.m.
Okkur langar að skrifa nokkur
orð um þennan horfna vin og starfs-
félaga sem lést á þennan válega
hátt langt um aldur fram, en eng-
inn mannlegur máttur fær ráðið
slíkum örlögum og orð mega sín
lítils á slíkri sorgarstundu en eitt
vitum við að allir sem fæðast skulu
deyja einhverntíma. En alltaf er
erfitt að sætta sig við dauðann þeg-
ar menn í blóma lífsins falla frá.
Kynni okkar Svavars hófust fyrir
17 árum þegar hann réðst í skips-
rúm hjá mér. Hann var skemmtileg-
ur og orðheppinn og hrókur alls
fagnaðar í góðra vina hópi. Mig
langar að þakka honum fyrir vel
unnin störf, heiðarleika og traust,
því það var ómetanlegt að vita til
þess að öllu var borgið þar sem
Svavar átti I hlut. Svo vel vann
hann þau verk sem honum voru
falin.
I
Menn hafa spurt og spyija enn
þótt spurningu þá leysi ei menn
því Guðs er eins að gefa svar
og græða djúpu undimar.
Hann mildar heitust móðurtár
Hann mýkir dýpstu hjartasár
Hann sér um þá er syrgjum vér
og sælustað þeim býr hjá sér.
Nú falla tár þér fapið þá
er finnast vinir himnum á
og samvist hefst á sælubyggð
þá sorg mun gleymd og dauðans hryggð
(Valdemar V. Snævarr)
Kæra fjölskylda, Sigga , Steinar,
íris og Birgir Páll, Óskar og Pálína
og systkini hans. Við sendum ykkur
innilegar samúðarkveðjur fyrir
hönd útgerðarfélags mb. Sveins
Guðmundssonar.
Sveiim. Kagnar Björnsson.
bragur á Hóli var fijálslegur og
óþvingaður. Þetta bar Jensína með
sér alla ævi. Hvar sem hún fór átti
hún auðvelt með að kynnast fólki
og varð strax hvers manns hugljúfi.
Jensína var á húsmæðraskólan-
um á Staðarfelli. Eftir þá dvöl varð
að ráði að Jensína færi til Noregs
vetrarlangt og lærði vefnað. Gerðist
hún síðan vefnaðarkennari á Stað-
arfelli í nokkur ár. Síðar vann hún
á pijónastofu og við verslunarstörf
á vetrum í Reykjavík og stundaði
kaupavinnu á sumrum.
Sumarið 1944 réðist hún að
Galtalæk í Biskupstungum til hjón-
anna Steinunnar Guðlaugsdóttur
og Egils Egilssonar og sonar þeirra,
Hermanns. Þar með voru örlög
hennar ráðin. Þau Hermann giftust
3. nóvember 1945. Árið eftir fædd-
ist þeim sonurinn Jónatan og árið
þar á eftir dóttirin Steinunn. Jónat-
an er tilraunastjóri við Rannsókna-
stofnun landbúnaðarins. Hann er
giftur Þórhildi Oddsdóttur fram-
haldsskólakennara, og eiga þau
tvær dætur, Kolfinnu og Gunnhildi.
Steinunn er deildarhjúkrunarfræð-
ingur á skurðstofu Landakotsspít-
ala. Hún er gift Ingjaldi Péturssyni
vélfræðingi, og eiga þau saman tvö
börn, Erlu Dögg og Hermann Jens.
Ætlun þeirra Jensínu og Her-
manns var að setjast að á Selfossi,
þar sem hann hugðist vinna við
smíðar. En sú ætlun breyttist þegar
hart var að þeim lagt að taka við
búi á Galtalæk. Bjuggu þau miklu
myndarbúi allt fram til ársins 1981,
að þau fóru að hafa vetursetu í
Reykjavík, en dvöldu enn nokkur
sumur á Galtalæk. Þegar Jensína
kom fyrst að Galtalæk var þar
hvorki rafmagn né lá þangað veg-
ur. Allir flutningar voru um feiju á
Tungufljóti og þaðan um vegleysur
og mýrar heim að bæ. Þetta voru
því mikil umskipti frá fremur þægi-
legu Reykjavíkurlífi áranna á und-
an. Við bættist svo að foreldrar
Hermanns voru aldraðir orðnir og
þurftu hjúkrunar og umönnunar
með. Egill lést 1954 og Steinunn
1967. Móðir Jensínu fluttist að
Galtalæk, þá áttræð, og dvaldi þar
síðustu 16 æviárin, en hún lést árið
1963.
Margir fleiri áttu athvarf á Galta-
læk um lengri eða skemmri tíma
og alltaf var þar gestkvæmt. Var
hreint með ólíkindum hvað Jensínu
tókst að reiða fram af veitingum
að því er virtist fyrirhafnarlaust.
Aðeins það besta var nógu gott
fyrir þá sem að garði bar. Við undir-
rituð kynntumst þeim hjónum fyrst
er heilsan var tekin að bila og þrek
að þverra. Aldrei féll þeim verk úr
hendi; Hermann var sístarfandi,
gekk hljóðlega um og hafði ekki
mörg orð um hlutina en hugurinn
var því meiri að búa svo um hlutina
að til hagræðis mætti verða bæði
honum og öðrum. Þó Jensína gengi
til útistarfa, jafnvel um getu fram,
var það henni metnaðarmál að allt
innandyra væri hreint og fágað og
ekki skortur á mat eða kaffibrauði.
Lá ekki alltaf í augum uppi hvemig
hún fór að þessu, en viðkvæðið var
gjarnan: „Ég er bara að gera þetta
að gamni mínu,“ gilti þá einu hver
í hlut- átti og hversu mikil vinna lá
að baki.
Bamabömin fjögur nutu þess að
kynnast afa og ömmu og dvelja hjá
þeim um lengri eða skemmri tíma.
Þau eldri eiga ógleymanlegar minn-
ingar frá Galtalæk. Eftir að þau
hjón fluttu suður varð nábýlið við
afa og ömmu ómetanlegt. Einn af
föstu liðunum í mörg ár var að fara
til þeirra á sunnudagsmorgnum og
fá nýbakaðar pönnukökur.
Fyrstu tvö veturna gættu þau
eldri sonardóttur sinnar. Þar átti
hún, eins og reyndar hin þijú, síðan
athvarf þegar á þurfti að halda.
Minningarnar, um ömmu að snúast
í eldhúsinu meðan afi pijónaði; um
ömmu sem alltaf var með á nótun-
um í ímyndunarleikjum og afa sem
alltaf hafði tíma og frá honum staf-
aðai ró og friði þótt ekki segði hann
margt, eru henni afskaplega dýr-
mætar.
Aðalsmerki Jensínu var að hugsa
fyrst um aðra. Átti það ekki síst
við þegar Hermann átti í hlut. Eft-
ir að heilsa hans bilaði verulega
gengu þarfir hans fyrir öllu öðru.
Þó hún berðist við þann sjúkdóm
sem dró hana til dauða, var eins
og hún gæti haldið honum í skefjum
með viljastyrknum, meðan hún fann
að Hermann þurfti á henni að halda.
Eftir að hann lést 12. maí sl. hall-
aði undan fæti og heilsu hennar
hrakaði jafnt og þétt.
Þau Jensína og Hermann áttu
góða að, þar sem börn þeirra voru.
Þau voru þeirra stoð og stytta í
einu og öllu mörg síðustu árin og
gerðu þeim m.a. kleift að búa
heima. Síðustu mánuði ævinnar
dvöldu þau á Umönnunar- og hjúkr-
unarheimilinu Skjóli og létust þar.
Við undirrituð þekktum Jensínu
aðeins síðustu 15-20 árin sem hún
lifði, en okkur er löngu ljóst, að þar
fór manneskja með stórt hjarta og
vilja til góðra verka; vilja sem í
engu hlýddi takmörkunum mann-
legs líkama. Við vitum að minning
hennar mun lifa meðal allra þeirra
sem henni kynntust.
Tengdabörn.
Þökkum af alhug auðsýnda samúð, vináttu og hlýhug við andlát
og útför okkar ástkæra föður, fósturföður, tengdaföður og afa,
HALLDÓRS ÁGÚSTSSONAR,
Ásgarði,
Vogum,
Vatnsleysuströnd.
Andrea Ágústa Halldórsdóttir,
Lilja Sólrún Halldórsdóttir,
Þórunn Halldórsdóttir,
Þuríður Kristín Halldórsdóttir,
Auður Kristinsdóttir,
og barnabörn hins látna.
Steindór Hjartarson,
Hjörtur Þór Björnsson,
Aðalsteinn Torfason,
Sverrir Heiðar Sigurðsson
t
Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför
eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa,
GUÐJÓNS J. BRYNJÓLFSSONAR
blikksmíðameistara,
Fannborg 8.
Sigríður G. Steindórsdóttir,
Bryndfs F. Guðjónsdóttir, Hafsteinn Þór Stefánsson,
Steindór V. Guðjónsson, Erla María Eggertsdóttir,
Jófríður Guðjónsdóttir, Gunnar Randver Ingvarsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Eiginkona mín og móðir okkar,
MAGNHILDUR INDRIÐADÓTTIR
frá Drumboddsstöðum,
Bergholti,
Biskupstungum,
andaðist 16. september.
Sveinn Kristjánsson
og börn.