Morgunblaðið - 18.09.1992, Síða 38

Morgunblaðið - 18.09.1992, Síða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. SEPTEMBER 1992 ÁGÚST ÁRMANN - ORUBLUE - OLYMPIA - LIVERPOOL - KRISTEL Guðbjörg Lind Jónsdóttir Glæsileg undirfatasýning frá lcelandic Models Nýju VIP kortin komin - síðasta helgin sem gömlu kortin gilda VAGNHÖFÐA 11, REYKJAVÍK, SÍMI 685090 Mikið fjör í kvöld Ný hljómsveit Örvars „Hjálpum þeim“-söfnun Rauða krossins fékk rúmlega 3.360 kr. fram- lag frá þessum krökkum, sem héldu hlutaveltu til styrktar söfnun- inni sem er á vegum Rauða krossins. Krakkarnir heita, neðri röð: Hlín Árnadóttir og Reydar Helgason. Að baki þeim: Andri Andra- son, Guðjón Sæmundsson og Garðar Svavarsson. Á myndina vantar félaga þeirra, Hálfdán Helga Helgason frá Eskifirði, sem var með í kompaníinu. Guðbjörg Lind sýnir í Nýhöfn GUÐBJÖRG Lind Jónsdóttir opnar mál- verkasýningu í listasalnum Nýhöfn, Hafnar- stræti 18, á morgun, laugardaginn 19. sept- ember, kl. 16. Á sýningunni eru verk unnin með olíu á síðastliðnum tveimur árum. Guðbjörg Lind er fædd á ísafirði árið 1961. Hún stundaði nám í Myndlista- og handíða- skóla íslands og útskrifaðist frá málaradeild árið 1985. Þetta er sjötta einkasýning Guðbjargar, en hún hefur einnig tekið þátt í samsýningum hér heima og erlendis. Sýningin, sem er sölusýning, er opin virka daga frá kl. 12 til 18 og frá kl. 14 til 18 um helgar. Lokað á mánudögum. Sýningunni lýkur 7. október. (Fréttatilkynning) Haustmót Taflfé- lags Reykjavíkur HAUSTMÓT Taflfélags Reykjavíkur hefst 20. september nk. kl. 14.00. Fyrirkomulag verður með svipuðu sniði og áður nema hvað varðar umhugsunartímann. í aðalkeppninni verður keppendum raðað í flokka með hliðsjón af ELÓ-skákstigum. Tefld- ar verða ellefu umferðir í öllum flokkum. Um- hugsunartími er ein og hálf klukkustund á 36 leiki og 45 mínútur til að ljúka skákinni. í efri flokkunum verða tólf manna riðlar en neðri flokkurinn er öllum opinn og verða tefldar ell- efu umferðir eftir Monrad-kerfi. Umferðir verða að jafnaði þrisvar í viku, á sunnudögum kl. 14.00, miðvikudögum og föstudögum kl. 19.30. Lokaskráning verður laugardaginn 19. septem- ber kl. 14.00-22.00. Keppni í unglingaflokki hefst laugardaginn 26. september kl. 14.00. Fyrirkomulag verður með svipuðu sniði og undanfarin ár. Keppnin tekur þijá laugardaga. Tefldar verða níu umferðir eftir Monrad-kerfi. Umhugsunartími er 40 mínútur á skák. (Fréttatilkynning) Opið kl. 22 - 03. Aðgangsey rir kr.800. Vinsamlega athugið! Erum farin að bóka órshótíðir. Tökum að okkur stóra og smóa hópa með litlum fyrirvara. Pöntunarsímar 68 50 90 og 67 00 51. NYR STAÐUR Á GÖMLUM GRUNNI Þær heita Eva Dögg Jóhannesdóttir, Steinunn Gunnlaugsdóttir, Jóna Dagbjört Guðmundsdóttir og Sigríður Sunna Reynisdóttir. Þær færðu söfnun Rauða krossins, „Hjálpum þeim“, rúmlega 2.850 kr. Þessar telpur efndu til hlutaveltu til styrktar Kópavogshæli og söfn- uðu rúmlega 2.100 krónum. Þær heita Agnes Gísladóttir og Kamilla Reynisdóttir. Vitastíg 3 Sími 6231 37 Föstud. 18. sept. Opið kl. 20-03 BLÚSTÓNLEIKAR Chicagoblússöngkonan frábæra DEITRA FARR & VINIR DÓRA Þessi fjölhæfa blússöngkona vann svo sannarlega hug og hjörtu tónleika- gesta Púlsins í gærkvöldi. Forsala aðgöngumiða síðustu tónleikana 18. og 19. sept. er í verslunum Skífunnar, Japis og á Pulsinum. Miðaverd aöeins kr. 1.500,- VIÐ LOFUM DUNDUR STEMMNINGU I KVÖLD A ÞESSUM NÆST SÍÐ- USTU TONLEIKUM DEITRU FARR & VINUM DÓRA SEM HEFJAST STUNDVÍSLEGA KL. 23.30. - SJÁUMST! PULSINN - besti blúsinn íbænum. Laugavegi 45 - s. 21 255 KARAOKE í kvöld Komið og syngið ídúnd- ur hljóðkerfi. Frítt inn. SNIGLABANDID Laugardags- kvöld. STJÓRNIN 2. okt.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.