Morgunblaðið - 18.09.1992, Síða 40
40
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. SEPTEMBER 1992
STJÖRNUSPÁ
eftir Frances Drake
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Nú hentar þér vel að heim-
sækja gamla vini. Einhver
leitar til þín um aðstoð við
lausn á vandamáli.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Taktu með varúð ráðlegg-
ingu í peningamálum.
Breytingar eru mögulegar á
ferðaáætlun. Sinntu fjöl-
skyldumálunum.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní)
Sumir eru að ráðgera við-
skiptaferð. Þú ert á báðum
áttum í peningamáium og
hugsanlegri lántöku.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí) >“$8
Þú og félagi þinn eruð ekki
alveg sama sinnis í dag.
Reyndu að kippa þessu í lag
og hugsaðu vel um fjármál-
in.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Hjón eða hjónaleysi þurfa
að taka á sig sameiginlega
ábyrgð. Mundu að betur sjá
augu en auga. Óvænt uppá-
koma truflar samkvæmislíf-
ið.
Meyja
(23. ágúst - 22. september)
Þú átt aðvelt með að ein-
beita þér í dag. Það er erf-
itt að leggja drög að
skemmtiferð með þeim sem
vilja slá öllu á frest.
Vog
(23. sept. - 22. október)
Einhver í fjölskyldunni er
tregur til að fara með þér í
ferðalag. Þú gætir fengið
óvænta heimsókn á óheppi-
legum tíma.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóvember)
Þú gætir orðið fyrir óvænt-
um útgjöldum. Þótt þú hafír
í ýmsu að snúast afgreiðir
þú það sem þú ætlar þér.
Bogmaður
(22. nóv. — 21. desember)
Þú getur ekki reiknað með
jákvæðum viðbrögðum frá
öðrum ef þú ert sífellt að
skipta um skoðun. Eyddu
ekki of miklu í kvöld.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Reyndu að efna loforð sem
þú gafst einhveijum í fjöl-
skyldunni. Láttu ekki trufla
þig við verk sem þú ert að
vinna.
Vatnsberi
(20. janúar - 18. febrúar)
Breytingar geta orðið á
áformum þínum fyrir kvöld-
ið. Gættu eigin hagsmuna
og gefðu þér sjálfum góðan
tíma.
Fiskar
(19. febrúar - 20. mars) !n£
Þér opnast nýjar leiðir í
dag. Láttu ekki stefnuleysi
og hringlandahátt vinar
setja þig út af laginu.
Stjörnusþána á að lesa sem
dœgradvöl. Sþár af þessu tagi
byggjast ekki á traustum grunni
visindalegra staðreynda.
DÝRAGLENS
þARNA-
EZHANN!
A OOOHl AAHHH!
1 V WOOiWOO!
OOOOHH•
TOMMI OG JENNI
TÆTA þA,.. TÖSIOFAGSKÓO LP
(COA1IMW
TtMI Fvei^
liVlegah
LBIK. eivis
06
_ TS/WOLðNlil
LJÓSKA
HÆjOMMI
t/AB.
FERDINAND
SMAFOLK
6UE5S WMAT, CHARLIE BR0WN..
I HAVEN'THEARPTHE C0V0TE5
HOU)LIN6 FORTWO PAY5..
Gettu hvað, Kalli Bjarna ... ég hef
ekki heyrt sléttuúlfana góla í tvo
daga ...
maybe THEY
KNEU) IT WAð
B0THERIN6 Y00
Kannski vissu
þeir að það angr-
aði þig.
Hvernig ætti hópur af sléttuúlfum að vita að nætur-
spangól þeirra veldur mér hugarangri? Ég útskýrði
það fyrir þeim ...
BRIDS
Umsjón: Guðm. Páll
Arnarson
Það eru allir á hættu og suður
opnar á einu eðlilegu laufí. Þú
ert í vestur og átt að segja með
þessi spil:
Norður
♦ K
V 76543
♦ ÁK985
♦ 75
Tvær sagnir koma til greina;
eitt hjarta og einn tígull. Hvora
velurðu?
„Þetta er spurning um lífsvið-
horf,“ segir Kanadamaðurinn
Eric Kokish. „Bjartsýnismenn
segja hiklaust eitt hjarta, enda
reynist það betur ef styrkurinn
er í AV. Bölsýnismenn, sem
búast við að lenda í vörninni í
spaðasamningi, segja einn tígul
til að benda makker á útspil."
Norður ♦ ÁG642 ¥9 ♦ D7 + ÁD1043
Vestur Austur
♦ K ...... +D875
¥ 76543 ¥ D82
♦ ÁK985 ♦ G62
+ 75 + 986 Suður + 1093 ¥ ÁKG10 ♦ 1043 ♦ KG2
Vestur Norður Austur Suður
— — — 1 lauf
1 tígull 1 spaði Pass 2 spaðar
Pass 4 spaðar Allir pass
Spilið kom upp í kvennaflokki
á OL. í einum leiknum valdi
hollenska konan Bep Vriend að
leggja grunn að vörninni með
því að segja tígulinn. Makker
hlýddi og Vriend tók ÁK í tígli
og spilaði þriðja tíglinum, sem
sagnhafi trompaði. Fór síðan inn
á blindan á hjarta og spilaði
tíunni í trompi!?
„Viðbragðsspilamennska,"
segir Kokish, „sem jafnvel þeir
bestu gera sig seka um, einstaka
sinnum.“ En fyrir vikið fékk
austur tvo slagi á tromp.
SKÁK
Umsjón Margeir
Pétursson
Á árlegu minningarmóti um
Rubinstein í Planica Zdroj í Pól-
landi í sumar, kom þessi staða upp
í viðureign úkraínska stórmeistar-
ans Olegs Romanishins (2.555),
sem hafði hvítt og átti leik, og
pólska alþjóðlega meistarans J.
Gdanskis (2.500). Svartur lék síð-
ast 34. - Bf8-e7??
35. Rxd6! - Bxdö, 36. Df6 -
Dxd5+, 37. Kh2 - Bxg3+, 38.
Kxg3 og svartur gafst upp vegna
máthótunarinnar á h8. Mótið var
nokkuð öflugt, í 12. styrktarflokk-
in FIDE, eða svipað og Apjjle-mót-
ið í Reykjavík í mars. Urslit: 1.
Romanishin 8 v. af 11 möguleg-
um, 2 Kortsnoj, Sviss, Vk v.,
3.-4. Dorfman, Frakklandi, og
Tsjernin, Ungveijalandi, 6 v.,
7.-8. Kuczynski, Póllandi, og
Cebalo, Króatíu, 5 v., 9. Gdanski
4>/2 v., 10. Flear, Englandi, 4 v.,
11. Mainka, Þýskalandi, 3 'h v.,
12. Kaminsky, Póllandi, 2*/2 v.