Morgunblaðið - 18.09.1992, Page 48
!
MORGVNBLADID, ADALSTRÆTI 6, 101 REYKJAVÍK
SlMl 691100, SlMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 1565 / AKVllEYRl: HAFNARSTRÆTl 85
FÖSTUDAGUR 18. SEPTEMBER 1992
VERÐ í LAUSASÖLU 110 KR.
Eignarhaldsfélag Lands-
banka yfírtekur eignir SIS
Bankinn yfirtekur þær eignir sem hann á veð í fyrir skuldum Sambandsins
BANKARÁÐ Landsbanka íslands hefur samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins ákveðið að bankinn stofni eignarhaldsfélag til að yfirtaka
þær eignir Sambands íslenzkra samvinnufélaga, sem bankinn á veð í
fyrir skuldum Sambandsins. Einnig hyggst bankinn leysa til sín eign-
ir fyrir þeim ábyrgðum erlendra lána, sem hann hefur gengizt í fyr-
ir Sambandið. Stjórn Sambandsins samþykkti á fundi sínum í gær að
ganga þegar í stað til samninga við Landsbankann um sölu eigna til
þess að fyrirtækið geti staðið skil á skuldum sínum við bankann og
aðra lánardrottna. Nettóskuldir Sambandsins eru 3,6 milljarðar króna.
Samkvæmt upplýsingum Morgun-
blaðsins var samstaða í bankaráði
Landsbankans á fundi síðastliðinn
föstudag um að stofna eignarhalds-
félag til að taka við eignum Sam-
bandsins. Sú leið er meðal annars
farin til að halda rekstri á þeim fyrir-
tækjum, sem hugsanlega yrðu tekin
upp í skuldir, aðgreindum frá rekstri
bankans. Ákveðið hefur verið að
Jakob Bjarnason, viðskiptafræðing-
ur hjá útlánastýringardeild Lands-
“ankans, verði framkvæmdastjóri
hins nýja rfyrirtækis.
Bankaráðið setur ýmis skilyrði
fyrir því að hlutafélag verði sett á
laggirnar, þar á meðal að Samband-
ið samþykki allar tillögur bankans
um tilhögun mála við skuldauppgjör-
ið. Einnig vill bankaráðið að starf-
semi eignarhaldsfélagsins teljist fara
Húsnæðisstjórn um
félagslega kerfið
Vextir hækki
úr 1% í 2,4%
HÚSNÆÐISSTJÓRN samþykkti í
gær tillögu til félagsmálaráðherra
um að vextir í í félagslega hús-
næðiskerfinu Verði hækkaðir úr
1% upp í 2,4% og að vextir í al-
menna kaupleigukerfinu verði
hækkaðir úr 4,5% í 4,9%.
Þórhallur Jósefsson, sem sæti á í
Húsnæðisstjórn, segir þessar vaxta-
breytingar hafa lengi staðið til. Til-
lagan gerir ráð fyrir að vaxtahækk-
anir taki gildi eftir 1. mars á næsta
ári vegna þess að í tengslum við
kjarasamningana í febrúar skuldbatt
ríkisstjómin sig til að hækka ekki í
félagslega kerfinu út samningstímann.
að lögum að mati viðskiptaráðuneyt-
isins og bankaeftirlitsins. Jón Sig-
urðsson viðskiptaráðherra og ráð-
herra bankamála sagði í samtali við
Morgunblaðið í gær að forsvarsmenn
Landsbankans hefðu rætt við ráðu-
neytið og hann treysti því að þess
yrði gætt að fara að eðlilegum ör-
yggisreglum er eignarhaldsfélag
yrði sett á stofn. Þórður Ólafsson,
forstöðumaður bankaeftirlitsins,
staðfesti að bankastjórar Lands-
bankans hefðu rætt við eftirlitið um
áform bankans um eignarhaldsfélag.
Sigurður Markússon, stjórnarfor-
maður Sambandsins, sagði í samtali
við Morgunblaðið eftir stjómarfund
SÍS í gær, að það væri mál Lands-
bankans hvaða form yrði á kaupum
hans á eignum Sambandsins. Að-
spurður hvort bankinn væri ekki í
raun að taka eignir Sambandsins
upp í skuldir, svaraði Sigurður: „Ég
myndi túlka þetta þannig, að hugs-
anlega verði um að ræða sölu á ein-
hveijum eignum til bankans og
hugsanlegá til einhverra annarra
aðila, en þó með fulltingi bankans.
Það er fjarri því að bankinn sé að
yfirtaka allar eignir Sambandsins,
því að þá fengi bankinn mun meira
en Sambandið skuldaði honum.“
Samkvæmt bráðabirgðaefnahags-
yfirliti í lok ágúst nema eignir Sam-
bandsins 6.249 milljónum króna, en
heildarskuldirnar 4.880 milljónum.
Að frádregnum veltufjármunum eru
nettóskuldir Sambandsins 3.600
milljónir króna. Helztu eignir fyrir-
tækisins eru þijár hæðir í Sam-
bandshúsiriu á Kirkjusandi, sem bók-
færðar eru á 500 milljónir króna,
hlutafé í ýmsum dótturfyrirtækjum,
sem er bókfært á 2,7 milljarða
króna, og hlutabréf upp á 1,5 millj-
arða í öðrum samstarfsfélögum.
Sjá miðopnu.
Lín ræktað á Hvann-
eyri til heimanotkunar
Hvannatúni í Andakil.
JÓHANNA Pálmadóttir, tóvinnukennari og ráðunautur, ætlar næst-
komandi vetur að reyna að kenna nemendum sínum að spinna úr
heimaræktuðu líni.
í þessu skyni útvegaði Magnús
Óskarsson, tilraunastjóri við
Bændaskólann á Hvanneyri, sér
fræ af þremur afbrigðum frá Hol-
landi og tveimur frá Svíþjóð. Lín-
inu var sáð í vor í reiti milli skjól-
belta og hefur dafnað vonum fram-
ar þrátt fyrir kalt sumar. Fyrirtæk-
ið í Hollandi sem útvegaði fræið
ætlar nú að rannsaka línið Bænda-
skólanum að kostnaðarlausu.
Hluti línsins stendur nú til þerr-
is í skrýfum, en hitt liggur á jörð-
inni til að hýðið utan um fræin
rotni, sem kallað er að feygja. Jó-
hanna ætlar síðan að nota línið við
spunakennslu fyrir nemendur
Bændaskólans og á námskeiðum
hjá búnaðarsamtökunum á Vestur-
landi. Hún sagði í samtali við
fréttaritara að nauðsynlegt væri
að láta nemendur kynnast fjöl-
breytilegum hráefnum við handa-
vinnu. Aðalhráefni til spuna af ís-
lenskum uppruna eru ull af sauð-
kindinni, kanínufiða, hrosshár og
geitaull.
- D.J.
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
Busarnir tolleraðir í MR
Nemendur Menntaskólans í Reykjavík halda enn þeim gamla sið að
tollera nýnema, „busana", um leið og þeir eru boðnir velkomnir í skól-
ann. I gær fóru tolleringamar fram og hvítklæddir sjöttubekkingar
hentu busunum hátt á loft.
Nýttlyfvið
mígreni á
markaðinn
í október
NÝTT LYF við tnígreni, Imi-
gran, verður sett á markað hér
um næstu mánaðamót. Það hef-
ur verið gefið í undanþágutil-
fellum í um það bil ár og hefur
gefið góða raun, að sögn Sig-
urðar Thorlacius, heila- og
taugasérfræðings.
Lyfíð er ekki ætlað bömum og
ekki ráðlagt sjúklingum eldri en
65 ára en allt að 50% sjúklinga
eru taldir fínna til einhverra auka-
verkana. Hver tafla mun kosta um
400 krónur en auk þess greiðir
Tryggingastofnun þrefalda þá
upphæð með lyfinu.
Imigran kemur ekki í veg fyrir
köst heldur er það notað í upphafi
kasts og slær ekki aðeins á verk-
inn heldur einnig önnur einkenni,
svo sem ógleði og ljósfælni, að
sögn Sigurðar Thorlacius.
Sjá einnig bls. b/1
Bæklunardeild Landspít-
alans lokað í þrjá mánuði
VEGNA niðurskurðar á fjár-
framlögum til ríkisspítalanna
verður bæklunardeild Landspít-
alans lokuð í þrjá mánuði frá
1. október til 1. janúar 1993.
Að sögn Halldórs Jónssonar,
Morgunblaðið/Diðrik Jóhannsson
UPPSKERAN
Jóhanna Pálmadóttir og Magnús Óskarsson við óskorið lín í skjól-
beltunum á Hvanneyri.
yfirlæknis á bæklunardeild, eru
um 200 manns á biðlista eftir
aðgerð, þar af eru 90 manns
sem bíða eftir mjaðma- og hné-
aðgerðum.
Halldór sagði að lokunin væri
vegna niðurskurðar hjá ríkisspít-
ölum en þar hafa ýmsar deildir
lokað um tíma og að nú sé röðin
komin að bæklunardeildinni að
loka í þrjá mánuði. „Biðlistinn mun
lengjast sem því nemur, þar sem
einungis verður hægt að sinna
slysatilfellum,“ sagði hann. „Við
höfum þegar fyllt okkar kvóta og
framkvæmt jafnmargar aðgerðir
í ár og við gerðum í fyrra. Þannig
að biðlistinn hefur minnkað fram
að þessu en nú stendur hann í
stað þar til í janúar þegar við
getum aftur farið að skrá sjúkl-
inga í aðgerðir.“
Halldór sagði að lokunin kæmi
verst við þá sjúklinga sem bíða
eftir mjaðma- og hnéaðgerð, þar
sem yfirleitt væri um fullfrískt
fólk að ræða, en væri orðið hreyfi-
skert vegna verkja. Halldór mun
einn sjá um að framkvæma þær
aðgerðir, sem koma inn á göngu-
deild spítalans þann tíma sem lok-
að er, þar sem öllum öðrum bækl-
unarskurðlæknum deildarinnar
hefur verið sagt upp störfum. Þeir
geta því ekki lagt inn á biðlista á
Landspítalann og má því búast við
að biðlistar eftir aðgerðum lengist
á Borgarspítala og á Landakoti.