Alþýðublaðið - 13.11.1920, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 13.11.1920, Blaðsíða 2
2 ALÞYÐUBLAÐIÐ Aígreið^ia blaðsÍK'i er í Aiþýðuhúsinu við Ingólfsstræti og Hverfisgötu. Sími 988. Auglýsingum sé skilað þangað «ða í Gutenberg í síðasta lagi kl. 10 árdegis, þann dag, sem þær aiga að koma f blaðið. Askriftargjald ein íir. á mánuði. Auglýsingaverð kr. i,SO cm. aindálkuð. Utsölumenn beðnir að gera skil ai afgreiðslunnar, að minsta kosti ársfjórðungslega. vatnaleið verði gerð frá Madrid (höfuðborginni) til hafs; því næst íér hann um England, Þýzkaland og Holland, en þá kemur franska byltingin, sem hann þó tekur eng an þátt í og er heldur fjandsam- legur. Á byltingartímabilinu missir fjöl- skylda hans eignir sínar, og til þess að afla sér fjár, svo hann -geti framkvæmt hugmynúir sínar, íilær hnnn í félag við prússneskan stjórnmálamann og stofnar til gróðafyrirtækis, en það fer svo, að félagi hans situr einn uppi með gróðann, en Saint Simon verð- ur því nær slippur eftir vegna óeig- ingírni sinnar. Þá verður hann að taka við illa Iaunaðri stöðu og iifir við fátækt úr því, unz nokkr- ir lærisveinar hans taka hann að sér síðustu ár æfi hans. Fórnfýsi hans var við brugðið alla tíð. ÆUun Saint-Simons var, að safna um sig lærðum mönnum, stofna til háskóla í þjóðfélags- máium og gefa út nýja alfræði- bók til þess að koma að í henni hugniyndum sínum og fyrirætlun- um. Ritstörf hóf hann ekki að neinu ráði fyr en seinni hluta æfi sinnar, en þá tók hann líka til óspiltra málanna, og reit hverja bóldna eftir aðra. Fyrsta ritið: Letters d un habi- tant de Genéve á ses contempo- rains, (Bréf frá íbúa í Genf til samtíðarmanna hans), kom út 1803 og ræddi að^llega um politík og vísindi. í L’Industrie (Iðnaðurinn) sem út kom 1817 byrjaði hann fyrst að setja fram jafnaðarhug- tnyndir sínar. Hér verður ekki farið nákvæm lega út í hugmyndir og staðhæf- ingar Saint Simons, en að eins skal það tekið fram að hann er hinn fyrsti í röðinni af endurbóta- mönnum 19. aldaricnar, ogeinhver hinn frumlegasti þeirra og meðal þeirra fremstu. Áhrifa hans gætir víða. Comté (frægur franskur heim- spekingur) var lærisveinn hans, og er höfuðatriðið í heimspekisskoð un hans beinlínis ávöxtur af því fræi er Saint Simon sáði. Hann var brautryðjandi nútíma þjóðfé lagsfræði og leggur drögin til þess, að jafnaðarstefnan verður að ákveðinni þjóðhagslegri kenn- ingu. Sjálfur er hann raunveru- lega ekki jafnaðarmaður, því hon um var ekki Ijóst hið öfuga hlut- fall milli vinnu og auðs. Hann er frekar málsvari smáborgaranna og iðnaðarmanna, en verkamanna beinlínis, gagnvart yfirdrotnun léns- veldisins og klerkaveldisins. Hugsun Saint-Simons var ekki Ijós og lítt skipulagsbundin. Bæk- ur hans voru mest megnis sí end urteknar hugmyndir hans, en hugs- anir hans voru ætíð smellnar og frumlegar, og hafa sem áður er sagt haft mikil áhrif á hugsana- gang eftirmanna hans. I. J. Bruni. Pósthúsið í Borgarnesi brenn- ur til kaldra kola. Póstur brennur og skjöl sýslumanns. í gærdag, á 5. tímanum, kvikn- aði eldur í pdisthúsinu í Borgarnesi og brann það til kaldra kola á skammri stundu. Húsið var stórt tvílyft timburhús með risi og há- um kjallara og stóð rétt við það nýsmíðað ullarþvottahús, sem einn- ig brann. Sagt er að allmikið hafi brunnið inni af pósti og einnig töluvert af skjölum sýslumannsins. Pósthúsið var eign Jóns Björns- sonar kaupmanns, sem bjó í hús- inu ásamt bróður sínum, Guðm. Björnssyni sýslumanni, einnig héldu nokkrir smiðir til á efsta Iofti. Ekki er oss kunnugt um upp- tök eldsins, en húsið var orðið' all gamalt og alt lagt pappa, svo eldurinn læsti sig um það á ör- skömmum tíma. Skaði mun allmikill hljótast af brunanum, ekki sízt vegna bruna póstsins og skjala sýslumanns, íbúðarhúsið mun hafa verið vár- trygt, en þó ekki hátt. €rlettð simskeytl Khöfn, 13. nóv Kóbelsrerðlaunin. Frá Stokkhólmi er símað, 28’ Knut Hamsun hafi hlotið bók- mentaverðlaun Nobels fyrir árið' 1920 og Svisslendingurinn Carlv Sgitteler fyrir árið 1919. Iloyd George tekur þátt í þjóðasambandsfundin~ um í Genf. Erlend mynt Khöfn 13. nóv. Sænskar krónur (100) kr. 143,29 Norskar krónur (100) — 100,00 Dollar (1) — 7,69 Pund sterling (1) — 25.73 Þýzk mörk (100) — . 900 Frankar (100) — 44,25. öni daginn 09 npL Kveikja ber á hjólreiða- ogl bifreiðaljóskerum eigi síðar en kl- 4 i kvold. Bíó'n. Gamla bíó sýnir: „Tígul- ás“. Nýja bíó sýnir: „Stjarnam frá Yukon". Sainbandsþingið var sett í gær og var ákveðið, að framhalds- fundur, sem hefst á morgun kl- 6 síðdegis, verði opinn félags- mönnum úr sambandsfélögunum. sem sannað geta félagsvist sína> meðan húsrúm leyfir. Funduriutt verður í Góðtemplarahúsinu niðri-

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.