Morgunblaðið - 19.11.1992, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 19.11.1992, Blaðsíða 6
6 C MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/flTVINNULÍF FIMMTUDAGUR 19. NÓVEMBER 1992 Orkumál Togast á um sæstrenginn Fjölmargir hagsmunaaðilar koma við sögu í sæstrengsmálinu og virðast þeir túlka atburði síðustu mánaða á mismunandi vegu. Hér verður m.a. vikið að hlutverki Reykjavíkurborgar og ólíkum viðhorfum borgarfulltrúa í málinu SÆSTRENGUR — Á myndinni sjást nokkrar af þeim leiðum sem áformað er að sæstrengir gætu legið eftir frá íslandi til Evrópu en í þeirri hagkvæmniathugun sem Reykjavíkurborg hefur áformað að vinna í samvinnu við Hollendingana verða ýmsir landtökukostir til athugunar. C ORKUJÖFNUÐUR MEÐ TVEIMUR NÝJUM ÁLVERUM OG TVEIMUR SÆSTRENGJUM TWh/ÁR Gert er ráð fyrir að ef raforka yrði flutt um sæstreng til Evrópu myndi það auka orkunotkun íslend- inga verulega líkt og sést á myndinni sem Halldór Jónatansson forstjóri I.andsvirkjunar sýndi með erindi sínu á ráðstefnu um orkuútflutning í sl. viku. Á myndinni er reiknað út í TW-stundiim hver orkunotkunin yrði ef tvö álver yrðu byggð til viðbótar og ef orka yrði flutt út í gegn um tvo sæstrengi. eftir Ásdísi Höllu Bragadóttur BORGARSTJÓRN mun í dag taka ákvörðun um hvort Reykjavíkur- borg eigi að fara út í hagkvæmn- iathugun á sæstrengsverkefni í samvinnu við þijú hollensk fyrir- tæki. Samningur hefur þegar verið samþykktur af hinum hol- lensku fyrirtækjum en óvissa er um hver niðurstaðan verður inn- an borgarstjórnar. Skiptar skoð- anir hafa verið á meðal borgar- fulltrúa Sjálfstæðisflokksins vegna þessa máls en flestir búast þó við því að samningurinn fari í gegn. Svo virðist sem lengst af hafi það verið talið sjálfsagt að Landsvirkjun, iðnaðarráðuneytið og markaðsskrifstofa iðnaðar- ráðuneytis og Landsvirkjunar hefðu frumkvæði í sæstrengs- verkefninu. Á allra síðustu mán- uðum hefur Reylgavíkurborg hins vegar blandað sér í málið með því að gerast þar virkur þátttakandi með umdeilt frum- kvæði með það leiðarljósi að tryggja þá miklu hagsmuni sem í húfi eru. Umrætt mál, sem fengið hefur nafnið ICENET (Iceland-Nether- land) felur í sér að Reykjavíkurborg og þrjú hollensk fyrirtæki, PGEM, EPON og NFK Kabel, geri samning um hagkvæmniathugun sem tæki til mjög margra þátta vegna orku- útflutnings um sæstreng. I því sam- bandi má nefna* uppbyggingu orku- framleiðslustöðva, háspennukerfís, endabúnaðar, sæstrengjaverk- smiðju o.fl. Gert er ráð fyrir að kostnaður við athugunina verði um 100 milljónir króna og þar af greiði hollensku fyrirtækin um 80 milljón- ir króna en Reykjavíkurborg um 20 milh'ónir. Olgan sem kraumað hefur und- anfarna mánuði vegna sæstrengs- málsins endurspeglaðist nokkuð á ráðstefnu sem Verkfræðingafélagið hélt í sl. viku um útflutning á orku með rafstreng. Gætti þess sérstak- lega í máli stjómarformanns mark- aðsskrifstofu Iðnaðarráðuneytis og Landsvirkjunar (MIL), Geirs A. Gunnlaugssonar. Hann sagði m.a. að fram hefði komið áhugi hjá þýsku fyrirtæki og hollenskum fyrirtækj- um að leggja fram fé til frekari athugunar á mögulegum raforkuút- flutningi frá íslandi. Það hefði verið stefna stjómvalda, gagnvart fyrir- tækjunum, að áður en lengra væri haldið í samvinnu við einstök fyrir- tæki væri rétt að bíða niðurstaðna þeirra athugana sem nú færu fram. „Samkvæmt nýjustu fréttum virðast hollensku fyrirtækin hafa kosið að fara hraðar í málið og hafa fengið Reykjavíkurborg til samstarfs við sig,“ sagði Geir. Reykjavíkurborg á 45% í Landsvirkjun á móti 50% hlut ríkisins og 5% hluta Akureyrarbæj- ar. Höfuðlaus her í sæstrengskarpi? í erindi Geirs endurspeglaðist óánægja MIL með að Reykjavíkur- borg skuli hafa undirritað viljayfir- lýsingu, ásamt íslenskum sæ- strengjum hf. og hollensku fyrir- tækjunum, um sameiginlega athug- un á mögulegum útflutningi ís- lenskrar raforku til Hollands. I sam- ræmi við það hefur sú gagnrýni heyrst að óeðlilegt hafi verið af borginni að skrifa undir umrædda viljayfirlýsingu eftir að Landsvirkj- un hafí gefið Hollendingunum þau svör að viljayfirlýsing væri ekki tímabær fyrr en niðurstöður hag- kvæmniathugunar Pirelli og Sumit- omo-bankans japanska og ráðgjaf- arfyrirtækisins Caminus lægju fyrir. Halldór Jónatansson forstjóri Landsvirkjunar sagði í erindi sínu á ráðstefnunni að nú værú það Lands- virkjun, MIL og iðnaðarráðuneytið, sem fyrst og fremst hefðu sæ- strengsverkefnið á hendi. Þessi orð hans hafa m.a. verið túlkuð á þann veg að það væri ekki í verkahring Reykjavíkurborgar eða borgarstjóra. að gera samninga um hagkvæmn- iathugun vegna sæstrengs. Fulltrúar íslenskra sæstrengja mótmæla framangreindum orðrómi um ósætti á milli Landsvirkjunar og ICENET hópsins og fullyrða að Halldór Jónatansson sé fyllilega sáttur við framgang verkefnisins. Sú gagnrýni sem heyrst hafi sé þá frekar frá einstökum starfsmönnum Landsvirkjunar eða utanaðkomandi aðilum sem vilji láta líta út fyrir að vandamál sé til staðar. Sjónarmið Landsvirkjunar um að bíða þurfi eftir niðurstöðum Pirellis áður en stofnunin taki opinbera afstöðu til ICENET sé skiljanlegt og engin mótsögn við verkefnið sem slíkt. í kjölfarið komi Landsvirkjun vonandi inn í ICENET-verkefnið og verði þátttakandi í hagkvæmniathugun- inni. Hagkvæmniathugun skilyrði sæstrengjaverksmiðju Helstu rök borgarinnar fyrir samningi við Hollendingana eru þau að með samstarfinu sé kominn grundvöllur fyrir því að sæstrengja- verksmiðja verði reist í Reykjavík. Við hana myndu starfa um 100 sér- þjálfaðir starfsmenn auk þess sem mikill fjöldi starfa skapist í kring um verksmiðjuna, alls um 300 tals- ins. Tilgangurinn sé m.a. sá að skapa aukin atvinnutækifæri á ís- landi og ná fram hámarksþátttöku íslendinga í sæstrengsverkefninu. Það myndi væntanlega minnka and- stöðu við útflutning á raforku. Aðalsteinn Guðjohnsen raf- magnsstjóri segir að ef farið verði af stað með hagkvæmniathugun þar sem kannað er hvort það borgi sig að reisa verksmiðju á íslandi, séu íslendingar betur í stakk búnir í sínum samningaviðræðum um fram- leiðslu sæstrengs. Ef í ljós kæmi að hagkvæmt væri að reisa verk- smiðjuna hér á landi þá væri hægt að setja þann skilmála inn í útboðs- gögn um framleiðslu strengjanna, hvort sem Pirelli, ABB, Alcatel eða NKF Kabel kæmi til með að fram- leiða strengina. Ef hins vegar ekki væri farið út í þessa hagkvæmniat- hugun yrði væntanlega ekkert af sæstrengjaverksmiðju hér á landi þar sem enginn vissi hvort slíkt væri hagkvæmt eða ekki. „Ef ein- hveijir taka á sig þá ábyrgð að hafna samningnum um hagkvæmni- athugunin hafna þeir um leið mögu- leikanum á sæstrengjaverksmiðju á íslandi og þar með væru atvinnu- möguleikarnir úr sögunni,“ sagði Aðalsteinn. Aðstandendur ICENET segja að sæstrengjaverksmiðja komi ekki einungis til með að skapa störf hér í ákveðinn tíma heldur stuðli hún að tæknilegri þekkingu og reynslu á þessu sviði sem ómetanleg verði í framtíðinni. Deilumar endurspeglast í borgarstjórn Deilur hófust innan borgarstjórn- ar eftir að borgarstjóri ritaði undir viljayfirlýsingu um verkefnið á milli Reykjavíkurborgar, íslenskra sæ- strengja og hollensku fyrirtækj- anna, án þess að hafa lagt málið fyrir borgarfulltrúa. Borgarstjóri hafði hins vegar verið beðinn um að halda málinu eins leyndu og unnt væri á meðan hollensku fyrir- tækin væru að vinna að undirbún- ingi verkefnisins. Minnihlutinn gagnrýndi borgarstjóra harðlega en óánægja nokkurra borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins kom ekki jafn berlega fram opinberlega þótt undir kraumaði. Á títtnefndri ráðstefnu um orku- útflutning kynnti Egill Skúli Ingi- bergsson hjá Rafteikningu hug- myndir um sæstrengjaverksmiðu á íslandi. í pallborðsumræðum beindi Guðrún Zoéga, borgarfulltrúi Sjálf- stæðisflokksins og verkfræðingur, spurningum til Egils Skúla og kom skýrt í ljós að hún hefur ákveðnar efasemdir um ICENET-verkefnið, þ. á m. um fullyrðingar um mann- aflaþörf verksmiðjunnar. „Það er grundvallarspuming hvað Reykja- víkurborg hefur að gera í svona athugun þar sem borgin hefur ekk- ert forræði yfir virkjunum eða orku- sölu til útlanda. Þetta er hvorki í hennar valdi né verksviði. Auk þess er ekki skynsamlegt að binda sig við það í upphafi að sæstrengjaverk- smiðjan skuli verða í Reykjavík án þess að aðrir möguleikar verði kann- aðir. í svona stóru verkefni þarf fyrst og fremst að leita hagkvæ- mustu leiðar," sagði Guðrún í sam- tali við Morgunblaðið. Á löngum undirbúningsfundi meirihlutans í borgarstjórn, sl. mánudag, fyrir áformaðan borgar- stjórnarfund í dag, var rætt um hagkvæmnirannsóknina og hugur borgarfulltrúa kannaður. Svo sem fram kom í frétt Morgunblaðsins í gær greiddu sjö borgarfulltrúar at- kvæði með samningum, tveir á móti og einn sat hjá. Það mun ekki hafa komið mönnum á óvart að Guðrún skyldi greiða atkvæði á móti, og það gerði Katrín Fjeldsted einnig en Júlíus Hafstein sat hjá. Sumir segja að ICENET-verkefn- ið sé komið of langt áleiðis til að hægt sé að snúa við. Það kæmi illa út fyrir borgarstjóra sem í upphafi skrifaði undir viljayfirlýsinguna í von um að sæstrengjaverksmiðjan yrði „óskabarn borgarinnar". Aðrir segja að samningurinn verði sam- þykktur í borgarstjórn vegna þess

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.