Morgunblaðið - 19.11.1992, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 19.11.1992, Blaðsíða 2
2 C MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATVINNULÍF FIMMTUDAGUR 19. NÓVEMBER 1992 Iðnaður íslenska saltfélagið færlán uppá 355milljónir króna Heilsusalt gæti komið í verslanir fyrir áramót HLUTHAFAR í Saga Food Ing- redients (SFI), sem er eigandi Is- lenskra saltfélagsins, og íslenskar og danskar fjármagnsstofnanir hafa ákveðið að veita fyrirtækinu tímabundin lán upp á 355 milljónir íslenskra króna. Að sögn Wilmars F. Fredriksen framkvæmdastjóra SFI var nauðsynlegt að styrkja fjárhagsstöðu fyrirtækisins vegna þess að hönnun saltverksmiðjunn- Fyrirtæki Flugskfli Flugleiða senn tilbúið STEFNT er að því að flutningur tæknideildar Flugleiða í nýtt flug- skýli félagsins á Keflavíkurflug- velli hefjist um miðjan desember og er fyrsta skoðunin fyrirhuguð í janúar. Hefur bygging skýlisins gengið samkvæmt áætlun þrátt fyrir smávægilegar tafir. Framkvæmdir við flugskýlisbygg- inguna hófust 16. október á sl. ári og er heildarkostnaður áætlaður um 14,9 milljónir dollara (880 milljónir kr.). Reiknað er með að endanlegur kostnaður nemi 98% af upphaflegri áætlun í dollurum talið þrátt fyrir nokkur viðbótarverk sem hafa verið samþykkt. Heildarflatarmál bygg- ingarinnar er ails um 12.400 fer- metrar. ar var aðeins flóknari en gert var ráð fyrir i upphafi og einnig hafi verið nauðsynlegt að fara út í meiri fjárfestingar til að hraða og auka framleiðslu heilsusalts eins og unnt væri. íslenska saltfélagið er í eigu 9 aðila. Þar á meðal eru 4 af stærstu lífeyrissjóðum í Danmörku með sam- tals 50% hlutafjár, Den danske bank með 15,6%, Sodinol Proteins með 19,4%, Burðarás með 6,25%, Iðnlána- sjóður með 6,25% og Þróunarfélagið með 2,5%. Hluthafar veita fyrirtækinu lán án ábyrgða upp á 250, milljónir króna en 105 milljónir eru almenn lán frá íslenskum og dönskum ijármagns- stofnunum. Við þetta breytist eignar- hlutfall. hlutahafa ekki. Wilmar segir að hollenska fyrir- tækið Akzo sem sér um markaðsetn- ingu heilslusaltsins hafi þegar fengið sýnishom af framleiðslunni og við- tökur Akzo hafi verið mjög lofandi. Hann segir að Akzo stefni að því að setja heilsusaltið í verslanir í Skand- inavíu eftir jól en það verði hugsan- lega fáaniegt hér á landi á öðrum ársfjórðungi næsta árs. í samræmi við aukna áherslu fyrir- tækisins á framleiðslu heilsusalts hefur verið ákveðið að Ingólfur Kristjánsson verksmiðjustjóri verði yfirmaður deildar sem sjái um fram- leiðslu heilsusaits og ákveðið hefur verið að ráða annan verksmiðjustjóra til viðbótar. Auk þess er fyrirhugað að ráða viðhaldsstjóra og fjóra vakt- stjóra þar sem heilsusaltið er nú framleitt alla daga vikunnar 24 tíma á sólarhring. VERÐLAUN — Friðrik Sigurðsson, framkvæmdastjóri Kísiliðj- unnar, tekur við verðlaunum úr hendi Roberts Manning, aðstoðarfor- stjóra Celite Corp. Iðnaður Kísiliðjan þróar aðferð við kísilgúrpökkun KÍSILIÐJAN við Mývatn hlaut nýlega verðlaun Celite Corporation í Bandaríkjnum fyrir leiðandi þróunarstarf varðandi pökkun kísilgúrs og umbúðir utan um framleiðsluna. Celite Corp. er eignaraðili að Kísiliðjunni frá því á síðasta ári þegar fyrirtækið keypti hlut Man- ville International Corp. Að sögn Friðriks Sigurðssonar, framkvæmda- stjóra Kísiliðjunnar, er áformað að setja upp samskonar búnað og Kísiliðjan notar í verksmiðjum Celite Corp. á Spáni og í Frakklandi. I samræmi við auknar kröfur um vinnuvernd og bætta meðferð hrá- efnis hefur verið þróuð sérstök tækni á vegum Kísiliðjunnar við Mývatn varðandi sjálfvirka áfyllingu, loku.n og frágang á umbúðum. Að sögn Friðriks hefur árangur þróunarvinn- unnar verið svo góður að athygli hefur vakið víða um heim. . JCísilgúr er mjög fíngert efni og. fram til þessa hefur framleiðendum þess reynst erfitt að tryggja fullkom- inn þéttleika umbúða eftir áfyllingu. Andrúmsloft í verksmiðjum er þann- ig oft mettað kísilgúrryki og frekari mengun hlýst af við flutninga vör- unnar á áfangastaði,“ sagði Friðrik. Pokarnir sem Kísiliðjan notar eru 2ja laga 90 gramma pappírspokar sem framleiddir eru hjá Wisapak í Finnlandi. I samvinnu við framleið- endur pokanna þróuðu starfsmenn Kísiliðjunnar nýja aðferð, svokallaða flipalokun, sem að sögn Friðriks, hefur nú leitt til þess að þeir eru 100% þéttir. Framleiðsla pokanna hófst fyrir ári og sl. vor vann þessi nýja tækni tii nerrænna umbúðaverð- launa. Friðrik sagði að búast mætti við að þessi lokunaraðferð verði tek- in upp f iðnaði þar sem fram fer pökkun á léttri og fínkomaðri vöru, t.d. hveiti eða mjöli. Hvað kosta bílakaupalán? Hvað þarf skuldabréf að vera hátt til þess að lántakandi fái 600 þús. kr. 400.000 kr. Hverjir eru vextirnír? 12 mán. óverðtr. 24 mán. óverðtr. 36 mán. verðtr. Aths. Þessir liðir eru innifaldir í upphæð skbr. GLITNIR 1) Upphæð skbr. Vextir Reikn. innri vextir* 622.801 13,90% 21,23% 622.801 16,90% 20,96% 639.372 9,25% 13,85% Lántökugjald (12 og 24 mán. er 2,00%, en í 36 mán. 4,50%, Stimpilgjald 1,50%, þinglýsing 1.000 kr. FÉFANG 2) Upphæð skbr. Vextir Reikn. innri vextir* 651.676 12,10% 20,57% 651.676 kr. 9,00% 14,74% Lántökugj. er 2,00%, stimpilgj. 1,50% og þinglýsing 1.000 kr. Álag á staðgreiösluverð er á bilinu 1,63%-3,30% eftir lánshlutfalli. SJÓVÁ- ALMENNAR 3> Upphæð skbr. Vextir Reikn. innri vextir* 626.321 kr. 12,40% 20,74% 639.955 kr. 12,40% 19,00% 633.843 kr. 9,50% 13,30% Kaupgengi 12 mán. skbr. er 98,28, kaupg. 24 mán. skbr. er 96,0075, og kaupg. 36 mán. skbr. er 97,0262. Frá dregst 1% lánt.gj., 1,5% stimpilgj. og 1.000 kr. þingl.gj. ÍSLANDSBANKI Upphæð skbr. 623.741 kr. 623.741 kr. 623.741 kr. Lántökugj. er 2,00%, stimpilgj. 1,50% og þinglýsing 1.000 kr. Kostnaðurer910kr. Skuldabréfalán Vextir 12,40% 12,40% 9,50% Reikn. innri vextir* 20,00% 16,50% 12.30% ÍSLANDSBANKI Viðskiptaskbr. Upphæð skbr. Vextir Reikn. innri vextir* 629.657 kr. '12,40% 21,84% 636.470 kr. 12,40% 18,66% 644.537 kr. 9,50% 14,70% Kaupgengi 12 mán. skbr. er 98,79 að frádregnu 2,00% lántökugj. og 1,50% stimpilgj. Kaupg. 24 mán. skbr. er 97,77 að frádr. 3,50% og kaupg. 36 mán. skbr. er 96,59 að frádr. 3,50%. LANDSBANKI Upphæð skbr. 623.658 kr. 623.658 kr. 623.658 kr. Lántökugj. er 2,00%, stimpilgj. 1,50% og þinglýsing 1.000 kr. Kostnaðurer830kr. Skuldabréfalán Vextir 12,25% 12,25% 9,25% Reikn. innri vextir* 19,79% 16,33% 12,03% LANDSBANKI Viðskiptaskbr. Upphæð skbr. Vextir Reikn. innri vextir* 630.450 kr. 12,25% 21,94% 637.620 kr. 12,25% 18,70% 643.294 kr. 9,25% 14,30% Kaupgengi 12 mán. skbr. er 98,67 að frádregnu 2,00% lántökugj. og . 1,50% stimpilgj. Kaupg. 24 mán. skbr. er 97,60 að frádr. 3,50% og kaupg. 36 mán. skbr. er 96,77 að 1) Vextir eru breytilegir eftir lánshlutfalli og lánstíma frádr. 3,50%. 2) Jafngreiðslulán. Ef Bllalánum Féfangs væri stillt upp sem bréfi með jöfnum afborgunum í stað jafngreiðsluláns, þ.a. ávöxtunin yrði sú sama, myndi bréfið hljóða upp á 649.900 kr. til 36 mánuða i stað 651.676 kr. 3) Hagstæðustu kjör hjá Sjóvá-Almennum. Þau eru í boði hjá tveimur stórum bílaumboðum. Hjá öðrum er lántökukostnaður hærri. * Reiknaðir innri vextir eru mælikvarði á heildarkostnað lántakenda, þar sem bæði er tekið tillit til vaxta og lántökukostnaðar, þ.á.m. stimpilgjalds og þinglýsingar. Útreikningar Morgunblaðsins. _____________________________ Fjármál Hart baristá bílalánamarkaði SAMKEPPNI þeirra aðila sem bjóða svonefnd bílalán hefur farið vaxandi á þessu ári þannig að kjör lántakenda hafa batnað. Kjörin eru þó talsvert mismunandi eftir því hvar borið er niður. Morgun- blaðið hefur tekið saman með- fylgjandi yfirlit yfir lántökukostn- að og vexti vegna bílakaupalána. Tvö eignaleigufyrirtæki sérhæfa sig í slíkum lánum, Glitnir og Fé- fang, ásamt Sjóvá-Almennum tryggingum. Til samanburðar eru birtar upplýsingar um vexti og kostnað vegna skuldabréfalána banka og viðskiptaskuldabréfa sem þeir kaupa. Reiknaðir voru út svokallaðir innri vextir sem er mælikvarði á heildar- Fyrirtæki kostnað lántakanda á ári og eru þá bæði meðtaldir vextir og allur lán- tökukostnaður. Glitnir veitir svo- nefnd staðgreiðslulán. Vextir af þessum lánum eru breytilegir eftir lánshlutfalli og lánstíma Hjá Fé- fangi er um að ræða svonefnd jafn- greiðslulán þar sem lántakandi greið- ir sömu upphæð mánaðarlega allt lánstímabilið. Samkvæmt upplýsing- um Féfangs eru lánskjörin nú til endurskoðunar og munu lækka um næstu mánaðamót. Hjá Sjóvá-Almennum er lántöku- gjald breytilegt en í töflunni hér til hliðar er miðað við hagstæðustu kjör félagsins sem tvö stór bílaumboð njóta. Þessi kjör voru samþykkt til birtingar þar sem í fyrri viðmiðunum Morgunblaðsins um kostnað af bíla- lánum félagsins var stuðst við upp- lýsingar frá öðru umboðinu. Kostn- aður er eitthvað hærri hjá öðrum umboðum. í sumum tilvikum eiga einstakl- ingar kost á fyrirgreiðslu banka vegna kaupa á bifreið þar sem vext- ir ráðast af því hversu traustur við- skiptavinurinn er. Hér er notast við skuldabréf í B-flokki hjá íslands- banka og C-flokki hjá Landsbanka. Nauðsynlegt er að hafa í huga mun meiri fyrirhöfn fylgir slíkri lántöku samanborið við bílalánin og líklegt að bankinn myndi krefjast tveggja sjálfsskuldaábyrgðarmanna í stað þess að taka veð í bílum eins og hjá eignaleigunum og Sjóvá-Almennum. Hlutabréf Olís íNýheija seld EIGNASAMLAG Draupnissjóðs og Vogunar og hópur starfsmanna Nýherja hf. hafa keypt hlutabréf í fyrirtækinu sem áður voru í eigu Óla Kr. Sigurðssonar, forstjóra OIís. Nafnverð hlutabréfanna er 25 milljónir króna, en þau voru keypt á genginu 1,0. Eftir þessi viðskipti nemur eignarhlutur Eignasamlagsins í Nýherja um 88,4 milljónum króna að nafnverði eða 44,21%, IBM í Danmörku á sem fyrr 30% eða 60 milijónir og starfsmenn Nýheija um 31,6 millj- ónir eða 15,79%. Tuttugu milljónir eða 10% af heildarhlutafé er í eigu Nýheija. Heildarhlutafé fyrirtæk- isins er 200 milljónir króna að nafnverði. Nýheiji hf. tók til starfa í aprílbyij- un á þessu ári með samruna IBM á íslandi og Skrifstofuvéla hf., en það fyrirtæki var að mestu í eigu Óla Kr. í upphafi var ákveðið að skipta hlutafénu þannig að Eignasamlag Draupnissjóðs og Vogunar ætti 35%, IBM í Danmörku 30%, Skrifstpfuvél- ar 22,5% og ýmsir starfsmenn Ný- heija 12,5%. Gunnar .M. Hansson, forstjóri Nýheaja, sagðl aðþegar upp var staðið hefði hlutur Skrifstofuvéla orðið 12,5% skv. mati á fyrirtækinu. 10% hlutafjár í Nýherja, eða 20 millj- ónir króna eru því eign Nýhetja og að sögn Gunnars hefur ekki verið tekin ákvörðun um hvort breyting verði þar á. Gunnar sagði að frá úpphafi hafi legið ljóst fyrir að IBM í Danmörku hefði ekki hug á að auka hlut sinn úr 30%. Eignasamlag Draupnissjóðs og Vogunar og starfsmenn Nýheija keyptu því bréf Skrifstofuvéla i hlut- falli við hlutafjáreign sína þ.a. síðar- Þjónusta Eurocard er veitt í sam- starfi við fyrirtækið Executjve Telec- ard og er að finna í yfir 40 löndum víðsvegar í heiminum. Gullkorthafar gert því hringt úr hvaða'tónvalssíma sém er í þessar miðstöðvar og fengið samband við símakerfið.' Bæði er hægt að hringja milli þessara landa og innan þeirra. í svari Eurocard vegna kærunnar kemur fram að sú þjónusta sem Visa ísland býður korthöfum sínum sé ekki sambærileg við það að nota nefndi hópurinn eignaðist bréf fyrir um 6,6 milljónir að nafnverði til við- bótar við þær 25 milljónir sem hópur- inn átti áður. Eignasamlagið keypti bréf fyrir 18,4 milljónir að nafnverði til viðbótar við 70 milljóna eignahlut. sjálfvirkan búnað. Korthafar Visa þurfi að vera staddir í Bandaríkjun- um til að geta notfært sér þessa þjón- ustu. Fyrirtækið hefur hins vegar boðað að þjónustan muni fljótléga opnast frá Bretlandi og fleiri Evrópu- löndum. Sú þjónusta sem Póstur og sími bjóði takmarkist við símtöl til íslands frá 9 löndum. Hvorki sé hægt að nota þá þjónustu til að hringja innan þess lands sem kort- hafínn er staddur í, né milli landa erlendis. Auglýsingar Eurocard kært fyrir aug- lýsingu um kortasíma AUGLÝSINGASTOFAN Örkin kærði fyrir skömmu auglýsingu Euroc- ard um svonefnd símakort til siðanefndar Sambands íslenskra auglýs- ingastofa. I auglýsingunni er sett fram sú fullyrðing að kortasími Eurocard sé sá eini sinni tegundar í heiminum. í kæru auglýsingastofn- unnar er á það bent að VISA ísland hafi frá því í ágúst boðið upp á samskonar þjónustu þar sem hringt er í gjaldfrjálst símanúmer. Einn- ig hafi Póstur og sími boðið samskonar þjónustu þar sem hægt er að láta skuldfæra símakostnaðinn á VISA kort. Siðanefndin hefur þegar fjallað um kæruna og varð niðurstaðan sú að hún gerir ekki athuga- semdir við auglýsingu Eurocard.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.