Morgunblaðið - 19.11.1992, Page 7

Morgunblaðið - 19.11.1992, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/flTVWINULÍF FIMMTUDAGUR 19. NÓVEMBER 1992 C 7 SJÓÐSBRÉF2 að mikilvægt sé fyrir Reykjavíkur- borg að fá sæstrengjaverksmiðju til atvinnuuppbyggingar. Það væri glapræði af hálfu borgarfulltrúa að hafna slíku tækifæri. Samningurinn sé einungis um hagkvæmniathug- unina sem Hollendingar bera mest- an kostnaðinn af og íslenskar verk- fræðistofur fái í kjölfarið verkefni við. Ekki liggur ljóst fyrir hver af- staða minnihlutans í borgarstjórn er og í viðtali við Morgunblaðið sagði Ólína Þorvarðardóttir að erfitt væri að taka endanlega ákvörðun. „Það er ástæða til að ígrunda þetta mál vel og flana ekki að neinu. Þetta gæti verið stórt hagsmunamál og framtíðaratvinnugrein og auðlind fyrir land og þjóð. Við atkvæða- greiðsluna þarf ég hins vegar að gera upp hug minn um hvort í erf- iðu árferði sé tímabært fyrir Reykja- víkurborg að leggja 20 milljónir króna í þetta verkefni þar sem enn er ýmislegt óljóst, t.d. í tengslum við fjárfestingar erlendra aðila í virkjunum hérlendis," sagði Ólína. Erfið ákvarðanataka framundan Ýmsar vangaveltur hafa verið um hvað tekur við ef borgin fer út í hagkvæmniathugun í samvinnu við Hollendingana og hvert hlutverk Landsvirkjunar verður eftir að Pir- elli skilar sínum niðurstöðum. Ýmsir kostir eru nefndir og gróflega er hægt að skipta þeim í þrjá flokka. í fyrsta lagi muni Landsvirkjun, í samstarfí við Pirelli eða aðra aðila, einnig fara af stað með hagkvæmni- athugun á verkefninu, sem verður af svipuðum toga og ICENET en þó væntanlega eitthvað viðameiri. Reykjavíkurborg, sem eignaraðili í Landsvirkjun, tæki því þátt í tveim- ur sambærilegum athugunum á sama tíma og beri nokkurn kostnað af þeim báðum. I öðru lagi er nefndur sá kostur að Landsvirkjun kæmi inn í ICE- NET-verkefnið og tæki þátt í hag- kvæmniathuguninni. Sá hópur myndi láta vinna fullgerða athugun áður en framleiðsla sæstrengjanna hæfist. Landsvirkjun gæti á sama tíma unnið aðra hagkvæmniathug- un til hliðar við ICENET athugunina t.d. í samstarfi við Pirelli og/eða aðra aðila. í þriðja lagi er nefndur sá mögu- leiki að reynt verði að ná víðtækara samstarfi t.d. á milli ICENET, Landsvirkjunar, Pirelli og raf- magnsveitnanna í Hamborg sem sýnt hafa áhuga á orkukaupum um sæstreng. Samningurinn geri ráð fyrir að þriðja aðila verði hleypt inn í verkefnið og beinlínis sé lögð áhersla á að Landsvirkjun komi inn f samninginn, hugsanlega í samfloti með öðrum aðilum. Þessi upptalning er þó alls ekki tæmandi og ýmsir aðrir kostir koma R A B B í DAG...KL.17:15... Hvemiggetum við grœtt á alþjóðavwskipturn ? INGÓLFUR SKÚLASON framkvæmdastjóri, Ocean Bounty Ltd. Fundurinn er öllum oþinn. S T O F A N Ármúla 13a, 1. hæð. eflaust til greina, auk þess má held- ur ekki gleyma að Reykjavíkurborg hefur enn ekki samþykkt samning- inn. Sæstrengsverkefnið teygir anga sína víða og hagsmunir ýmissa koma við sögu. Ekki má gleyma því að samkeppni íslenskra verkfræði- stofa er einnig mikil vegna þessa og þátttaka í hagkvæmniathugun yrði mörgum þeirra feitur biti. Þótt víða séu skiptar skoðanir um hvaða leið skuli fara, beijast þessir fjöl- mörgu aðilar allir fyrir því að lagður verði rafstrengur frá íslandi til Evr- ópu. En líkt og kom fram í máli margra frummælenda á ráðstefn- unni um orkuútflutning, yrði þetta langstærsta verkefni sem Islending- ar hafa ráðist í. Öruggur sjóður fyrir þá sem vilja hafa reglulegar tekjur. Sjóðurinn greiðir út vexti 4 sinnum á ári. VÍB Arsúvöxi un uml i am \ < 't öbólou s.l. (> mán. VERÐBRÉFAMARKAÐUR ÍSLANDSBANKA HF. Ármúla 13a, 155 Reykjavík. Sími 68 15 30. SYSTIMAX KAPALKERFIÐ FRÁ AT&TEREINA KAPALKERFIÐ -gf MEÐ 5 ÁRA ÁBYRGÐ FRÁ FRAMLEIÐANDA SYSTIMAX kapalkerfiö frá AT&T er það eina á markaðnum sem er með 5 ára ábyrgð frá framleiðanda. SYSTIMAX kapalkerfið er auk þess það fyrsta sinnar tegundar sem hefur 100 Mbit flutningsgetu á óskermuðum köplum. Með því opnast möguleiki á hraðari gagnasendingum en áður hefur þekkst. Þú getur tengt öll boðskiptakerfi bygginga með einu kapalkerfi, svo sem tölvur, síma, þjófavarnarkerfi, brunavarnarkerfi, hitastýrikerfi, loftræstikerfi, hátalarakerfi og myndbandskerfi í gegnum sama kapalkerfið, hvort heldur er innan einnar byggingar eða milli bygginga, á öruggari hátt en áður. Nýherji hefur áralanga reynslu í lagningu kapalkerfa og veitir þér allar upplýsingar um hvað hentar þínu fyrirtæki. AT&T er leiðandi fyrirtæki í fjarskiptabúnaði og er kapalkerfið þróað af vísindamönnum „BELL LABORATORIES" sem er virtasta rannsóknar- og þróunarstofnun í heimi. Vertu með örugga líflínu í þínu fyrirtæki. AT&T SYSTIMAX® KAPALKERFI NÝHERJI TOLVULAGNIR ÁRMÚLA 36 • SlMI 67 80 70

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.