Morgunblaðið - 19.11.1992, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ VIDSKIPTI/ATVINNIJLÍF FIMMTUDAGUR 19. NÓVEMBER 1992
C 9
i
Verkefnaútflutningur
KOM skipulagði alþjóðlega
ráðstefnu íÞýskalandi
nútímatæki og menn út um allan
heim hafa nú séð að við getum
undirbúið alþjóðlegar ráðstefnur. I
skoðanakönnum sem við gerðum
undir lok ráðstefnunnar kom fram
að 93 af 96 þátttakendum töldu
skipulagið mjög gott. Það kom eng-
um á óvart að .íslenskt fyrirtæki
hafi ráðið við þetta verkefni," sagði
Jón Hákon.
KYNNING og markaður hf. (KOM) annaðist undirbúning og skipu-
lagningu vegna alþjóðlegrar ráðstefnu sem haldin var í Hamborg í
Þýskalandi í lok október. A ráðstefnunni sem bar yfirskriftina Gro-
undfísh Forum var fjallað var um botnfiskvinnslu og sölu botnfiskaf-
urða. Þetta er í fyrsta sinn sem islenskt fyrirtæki tekur að sér slíkt
verkefni erlendis en undirbúningur fór nánast að öllu leyti fram hér
á landi. Að sögn Jóns Hákons Magnússonar, framkvæmdastjóra
KOM, tókst ráðstefnuhaldið mjög vel og hefur verið ákveðið að ráð-
stefnan verði árlega héðan í frá. Á næsta ári verður hún haldin í
Kaupmannahöfn og mun KOM að líkindum einnig annast allan undir-
búning og skipulag.
KOM — Starfsmenn Kynningar- og markaðar sem önnuðst ráð-
stefnuna Groundfish Forum í Hamborg. F.v. Guðlaug B. Guðjónsdótt-
ir, Áslaug G. Harðardóttir, Margit Elva Einarsdóttir og Jón Hákon
Magnússon.
Ráðstefnan var haldin að frum-
kvæði þeirra Friðriks Pálssonar,
forstjóra Sölufniðstöðvar hrað-
frystihúsanna, Johann C. Linden-
berg stjórnarformanns Nordsee
Frozen Fish í Þýskalandi og Peder
Hyldtoft, framkvæmdastjóra Paul
Agnar Seafodods A/S í Danmörku.
Friðrik beitti sér síðan fyrir þvi að
KOM tæki að sér undirbúning og
skipulagningu ráðstefnuhaldsins.
Jón Hákon telur að það hafi riðið
baggamuninn að KOM var treyst
fyrir þessu verkefni að fyrirtækið
annaðist skipulagningu vegna leið-
togafundarins í Reykjavík árið 1986
og ráðgjöf vegna sams konar fund-
ar á Möltu. „Það var ákveðið að
þátttakendur á Groundfish-ráð-
stefnunni yrðu á bilinu 80-110 en
einungis var boðið æðstu stjórnend-
um fyrirtækja sem stunda vinnslu
á botnfiskafurðum og sölu þeirra.
Við reyndum að velja þau fyrirtæki
sem skipta máli á þessum markaði
en mikill ijöldi stjómenda annarra
fyrirtækja vildi einnig koma. Þess
vegna þurftum við að eyða miklum
tíma í að neita fólki um aðgang sem
er mjög óvenjulegt. Ráðstefnan var
fullbókuð í byijun september og
þurftum við að hafna 60-70 manns.
Alls sátur 140 forráðamenn fram-
leiðslu- og markaðsfyrirtækja í
tæplega 40 löndum frá fimm heims-
álfum ráðstefnuna."
Jón Hákon bendir einnig á að
með tölvum, telefaxi og síma hafi
verið hægt að undirbúa ráðstefnuna
að mestu leyti hér á landi. Á þenn-
an hátt hafí reynst kleift að bóka
þátttakendur allstaðar að úr heim-
inum á ráðstefnuna í Hamborg. Við
hefðum getað unnið verkið á Flat-
eyri eða Hrísey þess vegna. Virðis-
aukinn verður því eftir hér á landi
t.d. vegna símakostnaðar, þjónustu
auglýsingastofa, skiltagerðar,
prentunar og flugfarseðla. „Það er
hægt að gera ótrúlegustu hluti með
Faxafen 11
Til sölu er götuhæð og kjallari í þessu glæsilega húsi sem
stendur við Faxafen 11 í Reykjavík.
Hæðin er 221 fm. Kjallari er 234 fm. Leigusamningur er
fyrir hendi á hæðinni en kjallari er laus. Góð fjárfesting.
Vantar á Granda
Höfum kaupanda að ca 250-400 fm húsnæði. Hægt er að
staðgreiða húsnæðið. Þarf að vera til afhendingar fljótlega.
ÞIXGIIOLT
Suðurlandsbraut 4A, sími 680666
■"N
Fljótari
Með því að notfáera þér Fraktflug Flugleiða sparar þú ómældan tíma. Það
tekur til dæmis aðeins þrjá daga að senda vöm fiá Japan til íslands með
fraktflugi á meðan það tekilr að minnsta kosti rúman mánuð með skipi. Ef
þú vilt vinna þér inn dýrmætan tíma skalt þú notíæia þér fiaktflug Flugleiða.
Ilaakvæmari
Aukin hagkvæmni helst í hendur við aukinn hraða. Með því að
senda vörur með fiaktflugi Flugleiða minnkar þú vaxtakostnað
verulega. Fraktflugið gerir þér einnig kleift að panta ofiar og þá minna
magn hverju sinni. Það þýðir minni lagerkostnað auk þess sem þú getur alitaf
boðið nýja vöm. Fraktflug Flugleiða sannar eftirminnilega að tíminn er peningar.
FLUGLEIÐIR
F R A K T,
- þvt að tíminn er peningar
♦Verðmiðastviðlágmflrk 1000 kg.