Morgunblaðið - 21.11.1992, Síða 4
4 B
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. NÓVEMBER 1992
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. NÓVEMBER 1992
B 5
AF GÖMLUM BÓKUM 1
Laxness les
Islendingasögumar
eftir Guðrúnu Nordal
í
í sumar var haldin Halldórs-
stefna, þar sem fluttir voru ýmsir
lestrar til heiðurs Halldóri Laxness
níræðum. í lok stefnu var farið í
ferð á slóðir íslandsklukkunnar.
Slóð Jóns Hreggviðssonar var rakin
um Þingvelli allt til Bræðratungu,
þar sem hin bjarta Snæfríður Is-
landssól sat í hásæti sínu; horft á
eftir hinum auðnulausa Magnúsi
bónda hennar ríða yfír ána og halda
suður á Eyrarbakka þar sem hann
seldi hið ljósa man fyrir brennivíns-
fleyg. Saga Halldórs spratt lifandi
upp úr sverðinum og við sáum hetj-
ur hennar stíga á bak og „ríða um
héröð“. Þá komu orð Halldórs um
fornsögurnar upp í hugann:
„... hvert sem íslendingur rennir
augum í landi sínu ber náttúran
honum boð fornsögunnar." Og nú
var sem saga Halldórs væri orðin
að nýrri íslendingasögu. íslands-
klukkan orðin „sannleikur í sjálfri
sér“. Og við trúðum henni.
Fijálsræðishetjur Jónasar Hall-
grímssonar í kvæðinu „ísland“ eru
„Gissur og Geir, Gunnar og Héðinn
og Njáll“. í kvæðinu, sem var nokk-
urs konar heróp í árdaga sjálfstæð-
isbaráttunnar í fyrsta hefti Fjölnis,
eggjar hann íslendinga til baráttu
með því að bera samtíðina saman
við hina glæstu fortíð. Þegar Hall-
dór skrifar Alþýðubókina um öld
síðar eru mestu sigrar sjálfstæðis-
baráttunnar að baki og tóm til að
leggja annan skilning í hugmyndina
um hetjuskap. Hetjur Halldórs eru
ekki hinar fijálsu hetjur íslendingaa-
sagnanna, heldur „stórmenni ís-
lensks stíls“, höfundamir sem á
Sturlungaöld skópu frábær listaverk
úr þeim munnmælaarfí og kveðskap
sem varðveist hafði frá fyrstu öldum
íslandsbyggðar. Skrif íslendinga
um fornsögurnar hafa löngum ein-
kennst af spennu á milli þessara
tveggja sjónarmiða, er fram koma
hjá Jónasi og Halldóri. Íslendinga-
sögunum hefur annaðhvort verið
nánast trúað sem áreiðanlegum frá-
sögnum um atburði og fólk á fýrstu
öldum íslandsbyggðar, eins og hug-
hrif Jónasar í kvæðinu bera örlítið
vitni um, eða að sannleiksgildi þeirra
hefur verið dregið í efa og áhersla
lögð á sjálfstæða sköpun höfund-
anna, eins og Halldór gerir. Sögur
Halldórs sýna ljóslega að lesandi
getur trúað sögu þó hann geri sér
fulla grein fyrir hinni listrænu
blekkingu. Þegar við stóðum á hlað-
inu í Bræðratungu og horfðum yfir
sveitirnar vorum við í engum vafa
um að Halldór hefði skrifað íslands-
klukkuna í byijun fimmta áratugar-
ins og að hann hefði til þess notað
alls kyns heimildir, en samt stóðum
við okkur að því að skyggnast um
eftir vaðinu þar sem Magnús reið
yfir ána. Svo ljóslifandi er sagan á
síðum bókarinnar. En hér er annars
konar sannleiksgildi á ferðinni. Sag-
an er „raunsönn" í huga okkar, þó
að hún sé' ekki þar með sögulega
raunsæ. Jón Hreggviðsson er af-
kvæmi Halldórs Laxness rétt eins
og Egill Skallagrímsson er hugar-
fóstur Egluhöfundar.
Halldór Laxness
2
Höfundur fornsögu er skilgetið
afkvæmi síns tíma, og nú eru flest-
ir fræðimenn sammála um að sam-
tími höfundanna sé sá jarðvegur
sem fomsögurnar eru sprottnar upp
úr. íslendingasögumar em skrifaðar
á þrettándu og fjórtándu öld. Fræð-
imenn deila enn um nákvæman
ritunartíma einstakra sagna, en við
vitum þó að upphaf ritunar þeirra
hefur verið á hinni svokölluðu
Sturlungaöld, þegar allt logaði í ill-
deilum milli höfðingja í landinu. Við
emm svo lánsöm að vita töluvert
um þetta tímabil því að nokkrir
Snorri Sturluson
höfundar tóku sig til og skrifuðu
um þá ógnvænlegu atburði sem
þeir höfðu sjálfir upplifað. Þær sög-
ur þeirra eru varðveitar í sam-
steypuritinu Sturlungu. Við þekkj-
um aðeins einn af höfundum Sturl-
ungu með nafni, Sturlu Þórðarson
höfund fslendingasögu, bróðurson
Snorra Sturlusonar. En höfundar
íslendingasagnanna eru óþekktir,
og við getum einungis látið okkur
lynda getgátur um að Snorri Sturlu-
son sé höfundur Eglu.
Fornsögurnar hafa ætíð verið
nálægar Halldóri Laxness. Öll skrif
hans um þær hafa einkennst af því
að rithöfundur heldur um pennann.
Hann notfærir sér verk fræði-
manna, en bregður sér einnig í hlut-
verk fræðimannsins endram og eins,
en túlkun hans og tortryggni á hin-
um gömlu bókum kemur upp um
rithöfundinn. Hann lítur á höfund-
inn sem skáld — þó hann sé auðvit-
að ekki skáld í nútímaskilningi þess
orð — einstakling sem dregur nær-
ingu sína úr samtíð sinni; lýsir at-
burðum utan frá og blandar sér
ekki sjálfur inn í söguna. Halldór
gengur á vit verksins án nokkurra
fordóma, nema ef vera skyldi með
fordóma um möguleika höfundar til
að segja sögu án þess að færa hana
í listrænan búning. Tortryggni er
aðalsmerki ritskýrandans Halldórs
Laxness.
Halldór dáir listfengi sagnaritar-
anna. Þeir eru stuttorðir og út-
smognir að koma skoðunum sínum
á framfæri; draga upp stíliseraðar
myndir af fólki, svo að líkja má við
myndvefnað frá þrettándu öld. Hetj-
ur í sögu verða að fara vel í mynd.
Þannig lýsir hann t.d. því hve kó-
mískur Höskuldur hvítanesgoði
virðist þegar hann gengur til akur-
starfa, klæddur gullbúinni skarlats-
skikkju: „Þetta jafngildir því að í
nútímaskáldsögu væri sagt að al-
þingismaður nokkur hefur geingið
út til garðverka snemma morguns
klæddur í kjól og hvítt.“
En þannig verður myndin auðvit-
að áhrifaríkari: blóði drifin skikkjan
í höndum Hildigunnar meira ógn-
vekjandi. Halldór hefur ekki aðeins
augun með frásagnaraðferð höfund-
anna, heldur snilldarlegri sviðssetn-
ingu þeirra. Sumar lýsingar hans á
fornsögunum gætu jafnvel átt við
hans eigin sagnagerð, t.d. þegar
hann lýsir sögunum sem „útsmogn-
um skáldskap um sérkennilegar
manngerðir".
Fyrsti höfundurinn í tíma sem
verður á vegi Halldórs er Ari Þor-
gilsson. Ari er rithöfundurinn sem
á tólftu öld byijaði „með tvær hend-
ur tómar“, sá sem skapaði einhveija
heildarmynd úr hinu gullna tómi
gleymdrar fornaldar. Halldór er tor-
trygginn á þá höfunda sem koma á
eftir Ara, sem „þykjast vita miklu
meira um efnið en Ari vissi“, t.a.m.
um kristnitökuna sem Ari fjallar um
í íslendingabók á sinn alkunna
hnitmiðaða hátt. Gagnrýnisleysi
Sturlu Þórðarsonar, eins og hún
birtist í frásögnum af kristnitökunni
í Kristni sögu (ef Sturla er þá höf-
undur hennar) fær hjá Halldóri sinn
dijúga skerf af krítík, og lýsir hann
trúgimi Sturlu sagnaritara vel í
þessari hnyttnu setningu: „... höf-
undur hennar virðist trúa öllum
þeim undrum sem heiðnir menn
trúðu — kristnidómnum að auki.“
Þetta em orð að sönnu; og eiga þau
glettilega vel við hinn hjátrúarfulla
og frásagnarglaða höfund íslend-
inga sögu.
Skrif Halldórs um Ara bera vitni
um aðdáun hans á þessum spor-
göngumanni íslenskrar sagnaritun-
ar: hann var laus við mærð og sá
sem ritaði af „skynsamlegu viti“,
eins og höfundur fyrstu málfræðirit-
gerðarinnar nóteraði. En þá spyr
Halldór eins og honum er einum
lagið:
„Því miður þó án þess að tilgreina
hvað ritað hafí verið „óskynsam-
lega“ og „vitlaust" á íslandi fyrir
tíð Ara, ef nokkuð var, nema rit-
gjörðarhöfundur eigi við „þýðingar
helgar“; þó vonandi ekki saltarann!"
011 skrif Halldórs um fornbók-
menntirnar einkennast af djúpri
virðingu og skilningi á list þeirra,
en hann setur þau oft — þó einkenni-
legt megi virðast — fram eins og í
græskulausu og léttúðugu gamni.
Það er eins og einhver strákur hlaupi
í Halldór þegar fræðimaðurinn í
honum gerist of rúmfrekur. En þessi
galgopaháttur í stíl getur einmitt
orðið til þess að gamalkunnug efni
verða séð frá nýrri og óvæntri hlið.
3
Halldór kann auðvitað vel að
meta sagnfræðilegt ímyndunarafl
höfunda eins og Snorra, enda fetar
hann dyggilega í fótspor þeirra þar
sem hann sjálfur beitir svokölluðu
„sagnfræðilegu“ hugarflugi. Hann
veit af eigin reynslu að það er skyn-
samlegra að trúa mátulega á sagn-
fræðilegt „raunsæi“ innan ramma
hins listræna sköpunarverks. Og
hann treystir ekki kollegum sínum.
Veit auðvitað lengra en nef sitt nær
í þeim efnu. Að þessu leyti geta
ýmsar ályktanir hans um höfunda
fornsagnanna gefið okkar ákveðna
vísbendingu um hvernig við skyldum
meta nálægð höfundarins, Halldórs
Laxness, í hans eigin skáldsögum,
sérstaklega hinum síðari þar sem
hann lætur sem hann standi fjarri,
þó hann varpi þar greinilega á sig
listrænum huliðshjálmi. Halldór
kemur ætíð glögglega auga á
höfundinn bak við hlutleysisgrím-
una, höfund Eglu, Eyrbyggju og
Laxdælu, sem vinna eins og rithöf-
undar, velja og hafna, sníða og
bæta. Þessir höfundar voru að mati
Halldórs engir þurrir annálaritarar
eða hlutlausir króníkuhöfundar,
frekar en höfundur Brekkukots-
annáls eða Innansveitarkróníku, en
þau rit Halldórs sýna ljóslega að
hlutlæg frásögn er rithöfundi á tutt-
ugustu öld ekki möguleg, fremur
en sagnariturum á þeirri þrettándu.
Halldór lærði mikið af fomsögun-
um. Hann stúderaði frásagnarhátt
þeirra og lá í orðfæri fornbókmennt-
anna þegar hann undirbjó ritun
Gerplu. Hann hafnar hugmyndinni
um raunsæi og trúgildi íslendinga-
sagna, en áttar sig þó auðvitað á
þeirri meginreglu unr bókmenntir
yfírleitt að þessi skáldskapur er
„runninn af rótum þess vemleika
sem bjó í öldinni, þar em mannlýs-
ingamar ekki endilega speglun þess
fólks sem vér höfum fyrir augum
daglega, heldur eru þær umfram
allt speglun eða réttara sagt líkamn-
ing á hugsjónum aldarinnar". Því
rétt eins og Gerpla segir meira um
eftirstríðsárin í Evrópu en um fom-
sögurnar, em íslendingasögurnar
framar öllu vitnisburður um hug-
sjónir Sturlungaaldar.
Halldór nemur staðar við þetta
furðulega fijóa tímabil í bókmennt-
um íslendinga sem hefst um árið
1200: „Þegar við altíeinu fórum að
sjá sjálf okkur í sagnfræðilegum
tíma, eftir að hafa ekki séð annað
en kraftaverk guðs í 200 ár [og
bjuggum þá til] draumsjón um ris-
mikið mannlíf til forna og fengum
heimþrá til sællar fortíðar." Þessi
gullöld íslenskrar sagnaritunar
hvarf skjótt og ber Halldór hana
saman við leiftursnögg gullaldar-
skeið síðari tíma í Evrópu: s.s. í
nítjándu aldar bókmenntum rúss-
neskum og í þýskri músík á 18. og
19. öld. Eitthvað óútskýranlegt ger-
ist. í þessum bókum nemur Halldór
tóninn, einhvern óræðan tón sem
hann kallar „frumtón hins þjóðlega
söguljóðs". Þann tón heyrði Jónas.
Og þann tón námum við kannski
líka á hlaðinu í Bræðratungu.
í þessum greinum um fornsðgurnar verður
ekki hirt um neðanmálsgreinar, en ef ein-
hver hefur áhuga á ættemi einhverra tilvitn-
ana er hægt að hafa samband við höfund
með því að skrifa Menningarblaðinu.
Chalumeaux-
tríóið og
Margrét
Bóasdóttir
CHALUMEAUX-tríóið sem
skipað er Kjartani Óskars-
syni, Óskari Ingólfssyni og
Sigurði I. Snorrasyni, ásamt
sópransöngkonunni Mar-
gréti Bóasdóttur, heldur tón-
leika í Kristskirkju næst-
komandi þriðjudag kl. 20.30.
A efnisskránni er Svíta nr. 2
eftir Christoph Graupner,
Fimm sálmaforleikir eftir
J.S. Bach, Þrjú kirkjulög op.
12a eftir Jón Leifs, Tríó fyr-
ir 2 klarínettur og bassetta-
horn op. 87 eftir Ludwig van
Beethoven.
Johann Cristoph Graupner
fæddist í Saxlandi árið 1683,
og nam tónlist í Leipzig und-
ir leiðsögn Johanns Kuhnau,
kantors við Tómasarkirkj-
una þar í borg. Þegar Kuhn-
au þessi sálaðist 1722 var staða
hans auglýst laus til umsóknar,
og sóttu sex um starfið. Þeirra á
meðal voru Telemann, Bach og
Graupner. Telemann starfaði þá
sem tónlistarstjóri Hamborgar og
var einn kunnasti tónlistarmaður
í þeim ríkjum sem síðar urðu
Þýskaland. Honum var veitt stað-
an í samræmi við frægð sína fyrir
m.a. rókokkóstílinn í tónlist, en
afturkallaði umsókn sína eftir að
borgarráðið í Hamborg veitti hon-
um launahækkun. Graupner var
næstur á listanum, en hann hafn-
aði henni einnig eftir að laun hans
hjá greifanum í Hessen vom
hækkuð. Að lokum var Bach veitt
embættið. Borgarráðsmaður í
Leipzig lét hafa eftir sér, að úr
því að bestu mennirnir fengjust
ekki til starfans, yrðu þeir að gera
sig ánægðan með einhvern miðl-
ungsmann. Annar lét í ljós þá von
að tónsmíðar Bachs yrðu ekki of
yfírborðslegar. Þarf enginn að
undrast þessar glósur, enda varð
Bach fyrir því óláni að flestir yfir-
menn hans tilheyrðu velmegandi
millistétt og hefðu ekki þekkt list-
ræna snilld þó hún hefði tekið í
hönd þeirra og kynnt sig. Innan
verksviðs hans hjá Tómasarkirkj-
unni var að gegna starfi tónlistar-
stjóra Leipzig borgar og bera
ábyrgð á tónlistarflutningi við
Nikulásarkirkjuna. Frá þessum
tíma í tónsköpun Bachs em meðal
annars Jóhannesarpassían, Matt-
heusarpassían og Jólaóratorían,
þannig að starf hans hjá Tómasar-
kirkjunni reyndist fijór jarðvegur
fyrir sköpun hans, enda ein
lengsta starfslota í lífi hans. Þrír
af sálmaforleikjunum fimm sem
breska tónskáldið Sir Harrison
Birtwhistle útsetti árið 1973 fyrir
sópran, klarínettu, bassetthom og
bassaklarínettu eru fengnar úr
„Orgelbiichlein“ sem Bach hafði
Chalumeaux-tríóið en
sópransöngkonan Mar-
grét Bóasdóttir er ekki á
myndinni.
hugsað sér að væri æfíngabók
fyrir organista og nefnd hefur
verið biblía organistans. Bach ráð-
gerði að semja 164 forleiki en
þeir urðu aðeins 48, þmngnir and-
ríki og táknmyndum af trúarleg-
um toga.
Bach var einn af áhrifavöldum
Beethovens, sem fæddist í Bonn
árið 1770, tuttugu ámm eftir and-
lát þess fyrrnefnda. Talið er að
hann hafi kynnst Bach í gegnum
hina fjörtíu og átta forleiki og
fúgur Bachs sem komu í fyrra
hefti af „Das wohltemperierte
Clavier". Tríóið í C-dúr op. 87 er
æskuverk Beethovens og eitt fárra
sem hann samdi fyrir blásturs-
hljóðfæri, upprunalega fyrir tvö
óbó og englahorn.en í bréfi sem
Beethoven sendi forleggjara sín-
um, staðhæfir hann að verkið
megi sem best spila á hvaða hljóð-
færi sem er. Á tónleikunum í
Kristskirkju verður það flutt á
tvær c-klarínettur og bassetthorn.
Jón Leifs fæddist árið 1899 og
bjó lengst í Þýskalandi, eins og
kunnugt er. Áhrifa kirkju og
kirkjutónlistar gætir víða í tón-
smíðum hans, en virðast í fyrstu
einskorðast aðallega við notkun
hans á kirkjutóntegundum. Þau
verka hans sem eru beinlínis
kirkjulegs eðlis, eru Sálumessan,
orgeltónsmíðarnar og kirkjulögin
sem flutt verða á tónleikum Chal-
umeaux í umritun Kjartans Ósk-
arssonar fyrir sópran og þijú klarí-
nettuhljóðfæri. Lög þessi eru þjóð-
lög sem Jón lagaði að alþekktum
sálmum séra Hallgríms.
Kirkjutónlist
ættuð að norðan
Á DEGI heilagrar Scsselju,
sunnudaginn 22. nóvember,
heldur Ragnar Björnsson, ein-
leikstónleika í Kristskirkju,
Landakoti. Á tónleikunum verða
flutt verk eftir húnvetnsk tón-
skáld; Jón Leifs, Jón Nordal,
Lárus H. Grímsson og Báru
Grímsdóttur, auk þriggja verka
eftir Ragnar sjálfan.
Ragnar hefur mjög virkur i
tónlistarlífi okkar Islendinga
um í nokkra áratugi, bæði sem
einleikari, kennari, skóla-, kór-
og hljómsveitarstjóri. Þegar ég
spyr hvort hann hafi fæðst inn
í rikt tónlistarlíf í Húnavatns-
sýslu, segir hann: „Nei, ég fædd-
ist uppi á heiði, Miðfjarð-
arheiði."
Það fyrsta sem mætti gutt-
anum vora náttúraöflin
í ofsafengnu skapi; stór-
hríðin geisaði, fæðingar-
staðurinn, húsið sem
hann fæddist í, langt úr alfaraleið.
„Pabbi bjó þá á einhvers konar
hjáleigu, milli Miðfjarðar og
Línakradals. Ég fæddist að vetri
til. Pabbi hafði farið að heiman
og mamma var ein heima með
vinnumanni sem var ekki heill á
sönsum. Hún tók sjálf á móti mér.
Vinnumaðurinn náði að færa henni
heitt vatn, lagðist svo í koju og
hreyfði sig ekki þaðan. Það liðu
tveir dagar þar til hægt var að
bijótast heim að bænum, vegna
veðurs. Móðir mín lá þarna með
mig, ekki bara í veðrinu, heldur
líka myrkri, vegna þess að Ijósið
fór. Seinna meir sagði hún að henni
hefði liðið ágætlega, alveg þar til
klukkan stoppaði. Þá varð alger
þögn.
Þegar fólki hafði tekist að bijót-
ast í gegnum veðrið úr byggð, var
farið að kynda, en það tókst ekki
betur til en svo að bærinn brann.“
Heyrðu Ragnar, ertu viss um
að þú hafir átt að vera með?
„Ég ætlaði að lifa. Það sést best
á því að ég vó aðeins sex merkur.
En móðir mín var hjúkrunarkona
og henni tókst að „ „ .
halda í mér lífinu." KagnCir DJÖmSSOn Kanada og fjórar
Ég verð að játa i -j j r.- ferðir til Sovét-
að mér finnst þetta LClKliT VCTK OJtlT ríkjanna. Það er
æðidramatísk inn- hímVCtnsk tÓnskáld °rðj! ,n°kkuð
koma. Bjugguð þið f , i -i langt um liðið sið-
áfram á þessum á tÓnlcÍkum. an Ragnar hefur
slóðum? haldið tónleika
„Nei og ég hef hér á landi og mér
aðeins komið þangað einu sinni á leikur forvitni á að vita meira um
húnvetnsk tónskáld.
Við Jón Nordal höfum þekkst
lengi. Við vorum um tíma saman
í skóla. Ég kynntist honum fljótt
eftir að ég kom til Reykjavikur og
við urðum vinir. Jón Leifs þekkti
ég ekki neitt en hitti hann nokkrum
sinnum. Það var ekki auðvelt að
kynnast honum. Hann fór sínar
eigin leiðir. Ég fór einu sinni til
hans út af tónleikum Fóstbræðra
til að leita ráða. Ég fann mér það
sem átyllu til að kynnast honum.
Hann svaraði aldrei beint því sem
ég spurði, en vitnaði í fornsögurn-
ar. Það var eins með Pál ísólfsson.
Ég veit ekki hvort hann var svo
mikill kennari í eðli sínu, en ég
áttaði mig á því seinna, mörgum
árum seinna, að hann sagði hluti
sem sátu í manni. Kannski er það
aðal góðra kennara.
Systkinin tvö, Bára og Lárus,
sem ég leik verk eftir, era úr
Vatnsdalnum eins og Jónarnir og
engu minna húnvetnsk."
Er öflugt tónlistarlíf í Húna-
vatnssýslu?
„Ég veit ekki hvort það er meira
en annars staðar. Aftur á móti
voru fimm knattspyrnufélög á
Hvammstanga þegar ég var að
alast þar upp. Það sem meira er,
er að ég man ekki eftir neinu tón-
Ragnar Björnsson
legu tónlistarnámi. Það var hjá
Huldu Stefánsdóttur á Þingeyrum.
En strax eftir fermingu fór ég til
Reykjavíkur í nám. Páll ísólfsson
viss af mér og tók mig eiginlega
að sér, ásamt föðurbróður sínum,
Jóni Pálssynisem hafði kostað Pál
út til náms. Ég bjó mikið hjá Jóni
fyrst og var í námi hjá Páli og
Árna Kristjánssyni, auk þess sem
ég var í tónlistarskólanum. Þaðan
lauk ég burtfararprófi á orgel og
píanó og fór út í framhaldsnám."
Námið erlendis var aðallega í
hljómsveitarstjórn og dvaldi Ragn-
ar í Danmörku, Hollandi og Þýska-
landi í þó nokkur ár. Eftir að heim
kom byijaði hann strax að stjórna
þó nokkuð, bæði í Þjóðleikhúsinu,
hjá Sinfóníuhljómsveit íslands og
fljótlega tók hann við stjórn Fóst-
bræðra. Um svipað leyti varð hann
skólastjóri Tónlistarskólans í
Kéflavík og síðar dómorganisti.
Þegar hann hætti þar, stofnaði
hann Nýja tónlistarskólann í
Reykjavík árið 1978. Á þessum
tíma hefur Ragnar farið fjöldann
allan af tónleikaferðum til útlanda,
með Fóstbræðram og einnig sem
orgelleikari; víða um Evrópu,
Bandarikin,
ævinni. Þá gekk ég þangað á fögru
sumarkvöldi. Við þær aðstæður
var þetta tveggja til þriggja tíma
gangur frá byggð.
En seinna byggði pabbi á
Hvammstanga og þar ólst ég upp.
Pabbi var orgelleikari þar, móðir
mín spilaði líka á hljóðfæri, auk
þess sem hún vann við hjúkmn og
saumaði fyrir fólk.“
Byijaðir þú að læra þar?
„Það er nú ekki hægt að segja
að ég hafí byijað eiginlegt nám
þar, en ég byrjaði að spila fimm
til sex ára gamall og hélt mína
fyrstu tónleika þegar ég spilaði á
kirkjuorgelið 9 ára. En það var
vegna þess að pabbi var að fara
til Reykjavíkur og mig langaði með
honum. Hann sagði að það væri
sjálfsagt, ef ég spilaði á kirkjuorg-
elið við messu. Og ég gerði það.
Það var allt til vinnandi.
Í ferðinni til Reykjavíkur sá ég
Sigfús Einarsson í fyrsta skipti.
Við pabbi fórum í Dómkirkjuna og
sátum upp. Ég horfði allan tímann
á Sigfús spila og ákvað að á þetta
orgel skyldi ég einhvern tímann
spila.“
Fórstu að læra á hljóðfæri eftir
þetta?
„Nei, það var ekki fyrr en ég
var 11-12 ára að ég byijaði í eigin-
listarlífi í Vatnsdal. Alls ekki. En
þar var kjarnafólk — alveg frá
landnámstíð."
Hvemig stendur á því að þú
hefur ekki haldið einleikstónleika
í mörg ár?
„Ég hélt stutta tónleika í Bú-
staðakirkju þegar orgelið þar var
vígt, en það er rétt, það er langt
síðan ég hef haldið tónleika.
Það hefur farið svo mikill tími
í að byggja upp tónlistarskólann.
Við vorum fyrst í stað í Breiðagerð-
isskóla, síðan í Ármúlanum og
erum núna á Grensásvegi. í dag
eru 30 kennarar við skólann og
tæplega 300 nemendur. Þar er
kennt á flest hljóðfæri, þótt flautan
sé eina blásturshljóðfærið sem við
kennum á, og við emm með söng-
deild.“
En er núna aftur kominn tími
til að spila?
„Já, og ég ætla að fara að spila
meira — vinna meira fyrir mig. Á
næstunni spila ég þijú prógrömm;
þessa tónleika, tónleika á Selfossi
um jólin og í Hallgrímskirkju i
febrúar. Svo ætla ég að svara ein-
hveijum af þeim tilboðum sem ég
hef fengið erlendis frá.“
Tónleikarnir á sunnudaginn
hefjast klukkan 21.00. Ragnar
leikur á tónleikunum „Það drýpur“
eftir Báru Grímsdóttur, skrifað í
október 1992 að beiðni hans og
sérstaklega fyrir þessa tónleika.
„Gegnum efann“ eftir Lárus H.
Grímsson, er skrifað í haust og
þá einnig með þessa tónleika í
huga.Ragnar leikur einnig þijú
verk eftir hann sjálfan: „Flökt",
skrifað vegna láts þriggja mánaða
barns, „Fantasía funebre", sem var
skrifað vegna láts Jóhannesar S.
Kjarvals og var fyrst flutt við út-
för hans 1972 og „Sjö tilbrigði",
sem skrifuð eru um sálmalag eftir
Björn G. Björnsson, föður Ragn-
ars. Þijú verk Jóns Nordals verða
flutt á tónleikunum: „Fantasía“,
skrifuð 1954 að beiðni Páls ísólfs-
sonar, sem skiptist í hröð og hæg
atriði og endar á fúgu, „Sálmafor-
leikur um sálm sem aldrei var
sunginn“, saminn 1980 í tilefni
tónleika í Skálholti, en á þeim tón-
leikum voru frumfluttir margir
nýskrifaðir sálmaforleikir yfir ís
lensk sálmalög, og„Toccata“, sem
var skrifuð 1985 í minningu Páls
Isólfssonar.„„Preludiae organo
kallar Jón Leifs þijár prelúdíur op.
16, no. 1, 2 og 3 og verður það
síðasta verkið sem Ragnar leikur
á tónleikunum. Prelúdíurnar samdi
Jón við eftirfarandi sálmalög: Sjá
ljósi dagur liðinn er, Mín lífstíð er
á fleygi-ferð og Allt eins og blóm-
strið eina. Þetta mun vera það eina
sem Jón skrifaði fyrir orgel sér-
staklega, utan Konsertsins fyrir
orgel og hljómsveit.
Viðtal/Súsanna Svavarsdóttir