Morgunblaðið - 01.12.1992, Qupperneq 5
MORGUKBLAÐIÐ lpROTTJI^R}^^mx 1, DESEMBEH 1992
B 5
KNATTSPYRNA / V-ÞYSKALAND
Glæsimark Eyjótfs
- tiyggði Stuttgartjafntefli, 1:1, gegn
Mönchengladbach á elleftu stundu
EYJÓLFUR Sverrison var hetja
Stuttgart þegar meistararnir
náðu jafntefli, 1:1, gegn
Mönchengladbach á útivelli.
Eyjólfur skoraði jöfnunarmark-
ið á elleftu stundu. „Rétt eftir
að knötturinn hafnaði í netinu
flautaði dómarinn til leiksloka,
þannig að það mátti ekki tæp-
ari standa," sagði Eyjólfur, sem
hefur heldur betur verið í sviðs-
Ijósinu ítveimur síðustu leikj-
um Stuttgart. Hann lagði upp
sigurmarkið gegn Dortmund á
dögunum, en skoraði nú jöfn-
unarmarkið. Það má því segja
að Eyjólfur hafi tryggt Stuttgart
þrjú stig.
Kapphlaupið var mikið undir lokin
og við reyndum stöðugt að
senda knöttinn inn í vítateigin hjá
Mönchengladbach. Undir lokin kom
há sending inn í teig þar sem Adrian
Knup var vel staðsettur náði að
skalla knöttinn innfyrir vörn Mönc-
hengladbach. Ég komst á auðan sjó
og lagði knöttinn í netið,“ sagði
Eyjólfur, sem spymti knettinum með
viðstöðulausu skoti upp í vinstra
hornið. Leikmenn Stuttgart fögnuð
gífurlega hið glæsilega marki.
„Við höfðum heppnina með okkur
því að við mættum leikmönnum
Mönchengladbach í miklum ham og
léku þeir sinn besta leik í vetur.
Strax í byijun leiks vomm við heppn-
ir að Michael Frontzeck hafi ekki
verið rekinn af leikvelli, en hann
felldi leikmann sem var að komast
inn fyrir vöm okkar. Frontzeck fékk
aðeins að sjá gula spjaldið, en að
ENGLAND
öllu eðlilegu átti hann að sjá rautt
spjald,“ sagði Eyjólfur, sem skoraði
mark í fyrri hálfleik, sem var dæmt
af. „Ég skoraði fullkomlega löglegt
mark með skoti frá vítateig, en öllum
á óvart dæmdi dómarinn markið af
og dæmdi brot á einn leikmann
Stuttgart inn í leik. Þetta var ekki
réttur dómur, en það þýðir ekkert
að deild við dómarann."
Pflipsen skoraði mark Mönc-
hengladbach eftir aðeins tvær mín.
í seinrii hálfleik. „Við þetta urðum
við að opna leikinn og fara að sækja.
Það varð til þess að mótheijamir
fengu nokkur opin hraðaupphlaup,
en þeir náðu ekki að nýta sér færi
sín og við refsuðum þeim fyrir það
með því að ná að jafna."
Ertu búinn að tryggja þér öruggt
sæti á ný í liðinu?
„Ég vona það, en það er enginn
öruggur með sæti sitt. Leikmanna- •
hópurinn er stór hjá Stuttgart og
við emm með starkan sextán manna
hóp. Eftir slæmt gengi sem kom í
kjölfarið á mistökunum í Evrópu-
leiknum gegn Leeds, em leikmenn
nú að vakna til lísins á ný. Það er
alltaf erfitt að vera meistari, því að
allir vilja leggja meistarana að velli.
Það er langur vegur framundan og
ég hef trú á að við verðum komnir
á fulla ferð í seinni hluta deildarinn-
ar og náum þá nokkmm sigurleijum
í röð eins og síðastliðið keppnistíma-
bil,“ sagði Eyjólfur. Stuttgart leikur
heimaleik gegn Saarbrucken um
næstu helgi og síðan úti gegn Werd-
en Bremen 12. desember, en eftir
það fara knattspymumenn í Þýska-
landi í vetrafrí.
Forysta Norwich eykst
John Barnes frábær er Liverpool burstaði Palace
NORWICH er komið með f imm stiga forystu í ensku úrvalsdeild-
inni, eftir frækilegan sigur á Aston Villa á útivelli. Arsenal tapaði
á sama tíma heima fyrir Manchester United, 0:1 og datt niður
í þriðja sæti en Blackburn fór upp fyrir Lundúnaliðið með 1:0
sigri heima gegn QPR. Endurkoma John Barnes virðist hafa skipt
sköpum fyrir lið Liverpool, sem hefur ekki þótt leika vel í vetur,
en tók nú Crystal Palace í bakarflð — sigraði 5:0. Barnes var
frábær, en þetta var annar leikur hans eftir langt hlé vegna
meiðsla.
Frá Bob
Hennessy
i Englandi
Vöm Aston Villa var ekki eins
sterk og áður; saknaði greini-
lega Shauns Teale, sem var meidd-
ur o g Norwich
skoraði tvívegis
fyrsta hálftímann.
Þar voru David
Phillips og Darren
Beckford að verki. En Villa jafn-
aði — Ray Houghton minnkaði
muninn rétt fyrir hlé, með fyrsta
marki sínu síðan hann kom frá
Liverpool sl. sumar og Gary Park-
er jafnaði er aðeins 22 sek. vora
liðnar af seinni hálfleik. En Adam
var ekki lengi í Paradís; Darryl
Sutch kom Norwich yfir aftur að-
eins þremur mín. síðar og Villa
tapaði í fyrsta sinn í 14 leikjum.
Manchester United, sem hafði
ekki skorað í íjóram leikjum í röð
þar til liðið vann Oldham 3:0 um
fyrri helgi, hélt áfram þá braut
sem rudd var þá; sigraði Arsenal
í London með marki Marks Hug-
hes á 27. mín. Hann þramaði í
netið eftir fyrirgjöf Lees Sharpe,
sem fékk knöttinn eftir að Ryan
Giggs hafði þramaði í stöngina.
United keypti franska landsliðs-
miðheijann Eric Cantona í vikunni
og virtust framheijar liðsins tvíefl-
ast við það; Cantona sat í stuk-
unni en hinir djöfluðust eins og
þeir ættu lífið að leysa. Vilja ekki
missa sætið til Frakkans.
Crystal Palace, sem vann Liv-
erpool bæði heima og úti á síðasta
keppnistímabili, kom í heimsókn á
Anfíeld og leikmenn liðsins vora
minntir á úrslitin á sama stað fyr-
ir þremur áram; þá vann Liverpool
9:0 en lét fímm mörk nægja að
þessu sinni. Unglingalandsliðs-
maðurinn McManaman skoraði
tvívegis; þar á meðal fyrsta mark-
ið eftir fyrirgjöf Johns Bames, sem
sendi fyrir markið eftir að hafa
platað þijá vamarmenn. „Það er
erfítt að nefna einhvern einn sér-
staklega, en þó ekki hægt að
sleppa því að nefna John Bames.
Hann átti þátt í þremur markanna
og ég hélt það myndi taka hann
sex til sjö leiki að komast í svo
góða æfingu — en hann á þó mik-
ið eftir til að komast í toppæf-
ingu,“ sagði Graeme Souness,
stjóri liðsins.
Tottenham hefur ekki fengið á
sig mark í fímm leikjum, og hefur
nú ekki tapað í síðustu átta leikj-
um. Liðið vann Man. City á úti-
velli, 1:0, með marki Terrys Phel-
Eyjólfur Sverrisson gerði jöfnun
armark Stuttgart.
an. Norðmaðurinn Erik Thorstvedt
í marki Tottenham átti enn einn
stórleikinn.
Neil Webb lék að nýju með
Nottingham Forest, eftir að liðið
keypti hann aftur frá Man. Utd.,
en það dugði ekki til. Liðið tapaði
á heimavelli fyrir Southampton.
Matthew Le Tissier náði forystu
fyrir gestina en Nigel Clough jafn-
aði með laglegan skalla rétt fyrir
hlé. Webb kom boltanum í netið í
seinni hálfleik en markið var ekki
dæmt gilt vegna rangstöðu og
Mickey Adams tryggði Sout-
hampton svo sigurinn.
Óheppnin hefur elt Forest í vet-
ur og það breyttist ekki um helg-
ina. Liðið lék stórskemmtilega
knattspymu en náði ekki að nýta
nema eitt færi. Liðið fékk svo víta-
spymu á síðustu mínútunni, Stu-
art Pearce, sem hefur verið mjög
örugg skytta, tók vítið en Flowers
í marki gestanna varði.
Meistarar Leeds hafa enn ekki
unnið á útivelli í vetur. Liðið mætti
Chelsea í London á sunnudaginn
og Andy Townsend, fyrirliði
Chelsea, tryggði liði sínu þijú stig
með marki á síðustu mínútunum.
Leeds hefur nú tapað sex leikjum
af síðustu níu.
Townsend gerði eina markið er
þijár mín. vora eftir af leiknum
en leikmenn Leeds geta engum
nema sjálfum sér kennt um tapið.
Þeir fengu nokkur ákjósanleg færi
til að skora en brást ætíð bogalist-
in.
Frá
Jóni Halldórí
Garðarssyni
í Þýskalandi
legan einleik.
FOLK
■ LOTHAR Mattháus átti stórleik
og skoraði annað mark sitt fyrir
Bayern Miinchen, eftir að^ hann
kom til félagsins á ný frá Ítalíu.
Það var þriðja mark
Bayern gegn
Karlsruhe, sem náði
að jafna, 3:3. Hann
skoraði eftir glæsi-
jega
■ ERICH Ribbeck, þjálfari Bay-
em, var ekki ánægður. „Við lékum
okkar besta heimaleik í vetur, en
það dugði ekki til sigurs." Bayem
hefði getað verið yfir, 6:1, í fyrri
hálfleik, svo miklir voru yfirburðir
liðsins.
■ RIBBECK sagði ekki vilja kenna
neinum um að stig tapaðist, en sagði:
„Að öllu eðlilegu hefði markvörður-
inn Aumann átt að koma í veg fyrir
fyrsta og þriðja markið sem Karlsru-
he skoraði."
■ STEFAN Beckenbauer, leik-
maður með Saarbriicken, var rek-
inn af leikvelli í leik gegn Bremen
fyrir að hafa spyrnu knettinum í
línuvörð. „Það var alls ekki ætlun
mín þruma knettinum í línuvörðinn
- hann varð óvart fyrir skotinu.“
■ BECKENBA UER var að mót-
mæla dómi þegar hann spyrnti
knettinum í línuvörðinn. Hann hafði
fengið að sjá gult spjald fyrr í leikn-
■ K URT Reinherdt og S visslend-
ingurinn Stephane Chapuisat
skoruðu tvö glæsileg mörk fyrir
Dortmund á lokamínútu leiksgegn
Niimberg og tryggðu félagi sínu
sigur, 4:2.
■ DÓMARINN sem dæmdi leik
Mönchengladbach og Stuttgart,
fékk lögregluvemd til að komast frá
leikvelli. Heimamenn töldu að leikur-
inn hafi verið löngu búinn þegar
Eyjólfur skoraði jöfnunarmarkið.
■ EFTIR leikinn köstuðu óhressir
heimamenn dósum inn á völlinn og
Frontzeck, leikmaður Stuttgart,
réðist á vallarstarfsmann. Málið er
orðið lögreglumál og sagt er að
Frontzeck sé ekki í góðum málum.
■ FRITZ Walter lék ekki með
Stuttgart vegna meiðsla á kálfa,
sem hann hlaut á æfíngu fyrir leikin
i Mönchengladbach.
■ MÖNCHENGLADBACH hefur
boðið Morten Olsen að gerast þjálf-
ari félagsins og með hjálp danska
fyrirtækisins Carlsberg er
Gladbach tilbúið að borga 28,8 millj.
ÍSK í árslaun.
■ BELGÍSKA félagið Anderlecht
hefur einnig augastað á Morten
Olsen, sem þjálfara.
' *£££&**
0ft\ó*,egt kredit*c
*** merki Þ,nS
Leitaðu upplýsinga hjá íþróttaiélaginu þínu. Umsóknir liggja þar [ranrni og i næsta banka, sparisjóði
ogaigtviðslu Kreditkoris hf„ Armúla 28.
KREDITKORT HF., ARMULA 28, 108 REYKjAVIK, SIMI 91 - 685499.