Morgunblaðið - 01.12.1992, Page 9

Morgunblaðið - 01.12.1992, Page 9
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR ÞRIÐJUDAGUR 1. DESEMBER 1992 B 9 47. ÁRSÞING KNATTSPYRNUSAMBANDSINS Mikið framfaramál fyrir hreyfinguna - sagði Eggert Magnússon, formaður KSÍ, um tillögu varðandi velli Stjórn KSÍ Fremri röð frá vinstri: Stefán Gunn- laugsson, Jón Gunnlaugsson, Elías. Hergeirsson, gjaldkeri, Eggert Magn- ússon, formaður, Elísabet Tómasdóttir og Sveinn Sveinsson. Aftari röð frá vinstri: Snorri Finnlaugsson fram- kvæmdastjóri, Ágúst Ingi Jónsson, Eggert Steingrimsson, Albert Ey- mundsson, Guðmundur Pétursson, varaformaður, Kristján Jónasson, Gunnlaugur Hreinsson, Helgi Þor- valdsson og Páll Bragason. Rafn Hjal- talín og Jóhann Ólafsson voru famir, þegar myndin var tekin. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson tttSKuK FOI_K ■ ÞRÍR stjómarmenn, sem áttu að ganga úr stjóm KSÍ, vom kjörn- ir til áframhaldandi tveggja ára setu með glæsibrag. Sveinn Sveinsson fékk 139 atkvæði af 140, Elías Hergeirsson 138 og Stefán Gunn- laugsson 137 atkvæði. Ágúst Ingi Jónsson var einnig kjörinn til tveggja ára, fékk 78 atkvæði, en Jón Magnússon fékk 68 atkvæði. ■ ÞÓR Símon Ragnarsson gaf ekki kost á sér til endurkjörs eftir 11 ár í stjóminni. Hann var sæmdur gullmerki KSÍ. li EGGERT Steingrímsson var sjálfkjörinn í stjórnina til eins árs, tók sæti Sigmundar Stefánssonar, sem hætti s.l. sumar. H ELÍSABET Tómasdóttir fékk 134 atkvæði í varastjórn til eins árs. Gunnlaugur Hreinsson fékk 119 atkvæði og Páll Bragason 117 atkvæði. Þau eru öll ný í varastjóm. Hilmir Eiísson náði ekki kjöri, fékk 34 atkvæði ■ GUÐMUNDUR Haraldsson og Ásgeir Ármannsson gáfu ekki kost á sér áfram í varastjórn og Eggert, sem var einnig í varastjóm, var kjör- inn í stjórnina. ■ FULLTRÚAR landshlutanna voru sjálfkjömir; Kristján Jónasson fyrir vesturland, Rafn Hjaltalín fyrir norðurland, Albert Eymunds- son fyrir austurland og Jóhann Ólafsson fyrir suðurland. ■ STEINN Jónsson, formaður knattspyrnudeildar Gróttu, bar fram eftirfarandi ályktun, sem var samþykkt: „47. ársþing Knatt- spyrnusambands íslands felur stjórn KSÍ að gera tillögur til ÍSÍ um breyt- ingar á dómskerfi íþróttahreyfingar- innar svo og dóms- og refsiákvæðum ÍSÍ, sem hafi það markmið að ein- falda og flýta málsmeðferð í kæm- málum og að niðurstaða fáist í slík- um málum, áður en mótum lýkur." TILLAGA mannvirkjanefndar KSÍ um reglurvarðandi knatt- spyrnuvelli á íslandi, sem Morgunblaðið greindi frá í síð- ustu viku, féil í góðan jarðveg, þegar hún var lögð fram á árs- þingi KSÍ á föstudagskvöid og var samþykkt samhljóða með smávægilegum breytingum á sunnudag. „Þessi tillaga er mikið framfaramál fyrir knatt- spyrnuhreyfinguna," sagði Eggert Magnússon, formaður KSI, við Morgunblaðið eftir að málið var í höfn. Þorbergur Karlsson fylgdi tillög- unni úr hlaði og benti á nauð- syn þess að ákveðnar reglur í vallar- málum væru fyrir Eftir hendi. Tillagan hefði Steinþór ve.rið f vinn,slu 3111 GuÖbjartsson á.nð og hún yrði áfram í endurskoð- un. Nokkur umræða var um tillöguna og var henni almennt fagnað. Fram kom að fastmótaðar tillögur í þessu efni auðvelduðu félögum skipulagn- ingu uppbyggingar og auk þess settu þær þrýsting á viðkomandi sveitarfé- lög um að taka þátt í að bæta að- stöðu innan sem utan vallar. í máli fundarmanna kom fram gagnrýni á ýmsa þætti og í fram- haldi voru gerðar viðeigandi breyt- jngar á tillögunni. Reynir Jónsson svaraði athugasemdum og sagði umræðuna ánægjulega, því hún sýndi vilja manna til að gera eitt- hvað í málinu, en eðlilega væri ágreiningur um leiðir. Hins vegar væri hér um fyrstu drög að ræða og gera mætti ráð fyrir mörgum breytingartillögum á næsta þingi. Fyrmefnd tillaga var án efa mik- ilvægasta mál þingsins, en að öðm leyti var fyrst og fremst um lagfær- ingar á lögum og reglugerðum að ræða. Mestur tími fór í að ræða breytt fyrirkomulag í yngri flokkun- um. Samþykkt var að koma á fót sér keppni í 3. flokki b stúlkna, 4. flokki b og félögum heimilað að senda c lið í keppni 5. flokks. Gagnrýni kom fram á fyrirkomu- lag í 4. deild og var samþykkt að tvö efstu liðin í hveijum riðli fari í úrslitakeppni. Þá var sú breyting gerð á reglu- gerð um bikarkeppni kvenna að samþykkt var að úrslitaleikurinn fari fram á Laugardalsvelli nema leikaðilar séu báðir ásáttir um ann- an leikstað að höfðu samráði við KSÍ. Uppbygging hafin fyrir HM 1998 EGGERT Magnússon, formaður KSÍ, tilkynnti á ársþinginu að stjórnin hefði ákveðið að hefja nú þegar markvissan undirbúning fyrir heimsmeistarakeppnina 1998. Valinn yrði 50 manna hópur leikmanna, sem yrði sérstaklega fylgst með og studdur eftir mætti til að landsliðið hefði besta mögulega veganesti í keppnina. Aður en yfirstandandi riðla- keppni HM hófst var stefnt að því að komast í lokakeppnina í Bandaríkjunum 1994. Sigur í Búdapest s.l. sumar jók á bjartsýn- ina, en tap gegn Grikkjum á Laugardalsvelli í haust gerði drauminn nánast að engu. Eggert sagði að þrátt fyrir það væri liðið á réttri leið og í engu yrði slakað hvað framhaldið varðaði. „Lykillinn að velgengni lands- liðsins er að eiga leikmenn, sem spila með erlendum atvinnumanna- liðum, en það háir okkur að eiga ekki fleiri slíka en raun ber vitni,“ sagði formaðurinn við Morgun- blaðið. En hann benti á árangur 16 ára og 18 ára landsliðanna, sem bæði leika í 16 liða úrslitum Evr- ópukeppninnar næsta ár, og sagði að þar færu a-landsliðsmenn morg- undagsins og að þeim þyrfti að hlúa. „Við verðum að þróa og efla efnilegustu knattspymumennina með framtíðina í huga. Norðmenn hafa gert þetta með góðum árangri og við verðum að sinna þesum þætti,“ sagði Eggert. Aðspurður sagði hann að ýmsar hugmyndir væra um framkvæmdina, en stefnt væri að verkefnum fyrir hópinn allt árið og m.a. hefði komið til tals að koma á fót nokkurs konar „akademíu", þar sem styrktaraðil- ar gerðu jafnvel átta leikmönnum árlega kleift að æfa með erlendum liðum um tveggja mánaða skeið. Hljómgrunnur fyrir lengra tímabili Vilji forystumanna fyrir því að 1. deildarlið komi fyrr inní bikarkeppni SÉRSTAKT málþing um mótafyrirkomulagið fór f ram á KSÍ-þjnginu á laugardag. Þar kom m.a. fram áhugi 1. deildarfélaga á að lengja keppnistímabilið og vilji þeirra til að koma inní 32 liða úrslit bikarkeppninnar. Að loknum framsöguerindum um Qóra málaflokka fóru fram umræður í fjóram hópum og síðan var greint frá helstu nið- urstöðum hvers hóps. Hvað 1. og 2. deild karla varð- ar var niðurstaðan sú að heppileg- ast væri að leika í 10 liða deildum eins og nú er, en mikilvægt væri að iengja keppnistímabilið. Rætt var um að æskilegt væri að byija um miðjan maí og leika út sept- ember, en með lengra tímabili væri auðveldara að koma á fastari ieikdögum og eins kæmi það í veg fyrir að leikið yrði of þétt. Fulltrúar 1. deildarfélaganna töldu æskilegt að liðin í 1. og 2. deild kæmu inní bikarkeppnina í 32 liða úrslitum og sanngimismál var talið að nýr leikur færi fram í stað þess að leika til þrautar eins og nú er. Þá kom fram áhugi þjá félögum í 1. og 2. deild að leyfa b-liðum að taka þátt á ný í bikarkeppninni. Umræðuhópurinn um 3. og 4. deild komst að sömu niðurstöðu varðandi bikarkeppnina og í fram- haldi var lagt til að tillaga þess efnis yrði flutt á næsta ársþingi. Að öðru leyti vildi hópurinn óbreytt fyrirkomulag í neðri deild- unum nema hvað varðaði úrslita- keppni 4. deildar og var henni breytt sfðar á þinginu. Umræðuhópurinn um kvenna- knattspyrnu sagði að verkefni væru af skomum skammti fyrir stúlkurnar. Gera þyrfti breytingu á aldursskiptingu og gæta þess að opinber framlög rynnu til jafns til karla og kvenna. Mælst var til þess að knattspyrnuskóli yrði að Laugarvatni fyrir stúlkur eins og er fyrir stráka og unnið að upp- byggingu kvennalandsliða. Varðandi yngri flokkana var bent á að mikið brottfall væri í 4. flokki og því væri brýnt að fjöiga verkefnum. Knattspyrnan væri ekki einkamál þeirra bestu og því yrði að sjá til þess að eng- inn væri útilokaður frá æfmgum eða keppni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.