Morgunblaðið - 09.12.1992, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 09.12.1992, Blaðsíða 1
_____________Islandsbók eftir Knut Ödegard 2 Sæfari Þorsteins frá Hamri 4/5______________ Tröllakirkja Olafs Gunnarssonar 4 Bréf Jóhanns Jónssonar 6 Ringlaðar regnbogadætur 7 Listin og lífsgleðin 7 Hreinleiki eða fjötrar? 8 Frá Aþenu til Efesos 8 MBMNIIMCt LISTIRH PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS MIÐVIKUDAGUR 9. DESEMBER 1992 BLAÐ Bókaútgáfan T íðindi og minni tíðindi eftir Jóhann Hjálmarsson S ATT AÐ segja á maður að verða bjartsýnn og líklega þakklát- ur þegar íslensk bókatíðindi 1992 berast manni í hendur (útg. Félag islenskra bókaútgefenda). En það er með nokkrum efa- semdum og jafnvel tortryggni sem þessari bókaskrá bókmennta- þjóðarinnar er flett. Ótrúlega mikið af veigalitlum bókum er á ferðinni eins og oft áður. Upp úr standa bækur sem lýsa í senn metnaði höfunda og útgefenda; ný skáldverk, þýðingar, fræðibækur af ýmsu tagi. í þessum gæðaflokki eru fáeinar skáldsögur og nokkrar Ijóðabækur, umtalsverður fjöldi þýddra skáld- verka og vandaðra innlendra fræði- rita. íslensk skáldverk fyrir börn og unglinga og þýdd skáldverk fyr- ir sömu lesendur eru óvenju mörg og eru þar á meðal endurútgáfur sígildra bóka. Þýðingum meiriháttar erlendra skáldverka fjölgar enn, en reyfurum fækkar. Hæst gnæfir útkoma þýð- ingar Sigurðar A. Magnússonar á Ódýsseifí James Joyce, kunnustu og um leið umdeildustu skáldsögu þessarar aldar. Þetta er bókin sem margir hafa heyrt talað um, en fáir lesið. Meðal þeirra sem aldrei lásu Ódysseif var Nora, kona skáldsins. Hún taldi söguna „svínarí11 og hafði meiri trú á manni sínum sem söngv- ara en skáldi. Það var einkum á síðkvöldum á kránni sem Joyce söng, en þangað varð honum oft reikað eftir að hafa setið við skrift- ir og var uppáhaldsdrykkur hans hvítvín sem ekki var neytt í hófi. Joyce sneri ungur baki við fæð- ingarborg sinni, Dyflinni á írlandi, en Ódysseifur lýsir sólarhring (16. júní 1904) í lífí Dyflinnarbúa. Hún kom fyrst út í París 1922. Lengst bjó Joyce í Trieste þar sem hann kenndi í málaskóla, Zúrich og Par- ís. Verst kunni hann við sig í Róm, en þar vann hann á tímabili í banka. James Joyce og bandaríska skáldið Ezra Pound í París 1923. Vin- átta þeirra var náin. Pound áleit Ódysseif meðal höfuðverka enskrar tungu og gerði Sitt til að stuðla að útgáfu sögunnar. Þótt Nora Joyce læsi ekki Ódys- seif, þessa bannfærðu sögu sem siðapostular hötuðu en aðrir elsk- uðu (höfuðskáld íra, William Butler Yeats, og breska nóbelskáldið T.S. Eliot voru meðal þeirra sem lofuðu söguna óspart og bandaríska skáld- ið Ezra Pound stappaði í höfundinn stálinu. Eliot gekk svo langt að líka Joyce við Dante), á hún meira í sögunni en flesta grunar. Það hefur komið á daginn að James studdist mjög við djarfleg og óhefluð bréf (klámfengin er orð sem notað hefur verið um þau) sem Nora skrifaði honum, einkum í eintölum og sam- ræðislýsingum sögunnar. Nora var lítið fyrir greinarmerki. Sumir bók- menntamenn halda því fram að hugflæðisstíll eiginmanns hennar (stream of consciousness) sé Noru að einhverju leyti að þakka. Þannig hafí Nora Joyce tekið þátt í form- byltingu skáldsögunnar. Hún var oft spurð að því hvort hún væri fyrirmynd Molly Bloom og svarið var alltaf eins: „Nei, hún var miklu feitari." Það er ekki að efa að Nora Joyce hefur haft áhrif á skáldskap eigin- manns síns eins og fleiri eiginkonur skálda. Engu að síður hefur verið bent á það að James hafí ekki ver- ið upphafsmaður flæðistíisins, fyrri til hafi verið Virginia Wolf. ÍSLENSK SKÁLDVERK FYRIR BÖRN OG UNGLINGA ÞÝDD SKÁLDVERK/ ÍSLENSK SKÁLDVERK/ LJÓÐ ORÐABÆKUR/ HANDBÆKUR/ÆVISÖGUROG ENDURMINNINGAR/ BÆKUR ALM.ENNS EFNIS ALLAR TÓLABÆKURNAR ..AUtíeinni ferð I t % 4- 1932-1992 HALLARMULA 2 Sími 91-813211 • Fax 91-689315 KRINGLUNNI Sími 91-689211 • Fax 91-680011

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.