Morgunblaðið - 09.12.1992, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 09.12.1992, Blaðsíða 2
~~c~ seei aaaMaaaa .e fluoAauMivciiM QiaAja/uoHOM ^ölíöUWtAÐÍÐ'ffiÐWkÚDÁGUR'9." DÉSEMBÉR 1992 Nora Joyce. Hún taldi mann sinn, James Jo- yce, meiri söngvara en skáld. Helsta áhyggjuefni þeirra hjóna fyrir utan að eiga erfitt með að draga fram lífíð á tak- mörkuðum ritlaunum var lítið barnalán. Geð- veiki hrjáði einu dóttur- ina og drykkjusýki einkasoninn. Noru gramdist að þurfa stundum hvað eftir annað að taka á móti James um miðjar nætur illa drukknum. Bót í máli var að hann tók oftast lagið undir slík- um kringumstæðum. James Joyce varð skammlífur. Hann lést í Zúrich 1941, fimmtíu og átta ára að aldri. Meðal þess sem háði honum var augnsjúk- dómur sem gerði hann að mestu blindan. Um hann og Noru koma árlega út margar bækur, bæði fræðimenn og leikmenn reyna að ráða gátu lífs þessa risa bók- menntaheimsins og er meira fjallað um hann en sjálfan William Shake- speare. Rómuðust er ævisaga hans eftir Richard^Ellmann. Þeim sem ekki leggja í Ódysseif (fyrra bindið er 391 bls. í íslensku þýðingunni) er ráðlagt að byrja á smásögum skáldsins. Á_ íslensku má finna sagnasafnið í Dyflinni, líka í þýð- ingu Sigurðar A. Magnússonar. Lesendur þýddra skáldyerka munu að sjálfsögðu fagna Ódys- seifi, en einnig bókum eftir Singer, Mahfúz, Murdoch, Kundera, Tuuri og Nexö svo nokkur nöfn séu nefnd. Hvað nýjar ljóðaþýðingar varðar mun ýmsum leika forvitni á að kynnast Útlegð franska skáldsins Saint-John Perse í þýðingu Sigfúsar Daðasonar og glugga í tilraunir Guðbergs Bergssonar til að koma spænskum ljóðum til skila. Endur- útgáfa þýðinga Helga Hálfdanar- sonar á kínverskum og japönskum ljóðum í einni bók mun gleðja marga. Það er áberandi nú að fá ung skáld senda frá sér ljóðabækur, en meðal þeirra eru efnilegir höfundar og sumir sem náð hafa töluverðum þroska. Eldri og miðaldra skáld hafa forystu þótt afar fá skáld úr þeim hópi leggi beinlínis inn á nýjar brautir. (Matthías Johannessen gerði með vissum hætti bylt- ingu/breytingu í fyrra með Fuglar og annað fólk. Kristján Karlsson gengur lengst allra skálda nú í nýbreytni með Kvæðum 92). Vand- aðar ljóðabækur flestra gróinna skálda eru eins og framhald eða viðbót við fyrri verk. í skáldsagnagerðinni verður ekki vart við umtalsverð stökk nema flokka eigi Júlíu, framtíðarskáld- sögu Þórunnar Valdimarsdóttur, undir slíkt. Einar Kárason og Ólaf- ur Gunnarsson eru á syipuðu róli í Reykjavíkurlýsingum. Ég varð fyrir þeirri kynlegu reynslu að sögur þeirra runnu saman í huga mínum þegar ég hafði lokið við lestur þeirra. Þetta er auðvitað ósanngirni sé því haldið fram sem bókmennta- fræði því að Einar beitir enn sem fyrr vopni raunsæisins og aðferðum heimildaskáldsagna en Ólafur kafar dýpra í fjörlegri frásagnarlist sinni, er sálfræðilegri. Vigdís Grímsdóttir stefnir beina leið til stórvirkja í sagnagerð eftir jafn athyglisverða og vel ritaða skáldsögu og Stúlkuna i skóginum. Ekki langt undan, að minnsta kosti hvað viðfangsefni varðar, er Flug- fískur Berglindar Gunnarsdóttur. Hinir bágstöddu, hið viðkvæma og brothætta líf, endurspeglast hjá þeim Vigdísi og Berglindi. Eitthvað gott hljóta lesendur að fínna í æviminningum sem nú koma út (eins og flestum öðrum bókum), en vonandi dregur úr því flóði því að með fáeinum undantekningum skilur það furðu lítið eftir, helst tómleikakennd. Af fræðiritum er fengur í fyrsta bindi íslenskrar bókmenntasögu og íslenskur söguatlas er virðingarverð samantekt, góð viðleitni nútímalegr- ar sagnfræði. Ég kann aftur á móti enga skýringu á því hvers vegna matreiðslubókum hefur fækkað síð- an í fyrra og einnig kynlífsbókum. Hrísi vex vegur, er vættki treður íslandsbók eftir Knut 0degárd eftír Óskar Vistdal „Við íslendingar fögnum öllum bókum sem birtast um land okk- ar," skrifar Vigdís forseti í for- mála bókar Knuts 0degárds ís/and - eya mellom est og vest, sem kom út hjá Aschehoug-forlaginu í Ósló í haust. „En það er sérstakt gleði- efni," bætir hún við „þegar frá- bært skáld og rithöfundur eins og Knut 0degárd, tengdasonur ís- lands, sem gjörþekkir okkur - sögu okkar og menningu - tekur sér fyrir hendur að lýsa íslenskum raunveruleika." Og þetta er svo sannarlega mjög falleg og innihaldsrík bók um land og þjóð, sögu, landafræði og sam- félag, og ekki síst um íslenskt hugarfar, sem aðeins þeir sem hafa búið hér um árabil koma auga á og orðum að. Bókin, sem er til- einkuð „Þorgerði, félaga á löngu ferðalagi", ber glöggt vitni um að fáir hafa eins góðar forsendur til að kynna hið nýja föðurland sitt og Knut 0degárd. Bókin fær okkur til að skynja séríslenskt andrúmsloft og um- hverfi betur en flestallar hliðstæð- ar íslandslýsingar sem ég hef séð. Knut rekur sögu lands og þjóðar frá upphafi til okkar daga, þar á meðal sögu orða, tóna og mynda hennar. Þessu er lýst frá listrænum sjónarhóli sem veitir innsýn í sál þjóðarinnar. Það leynir sér ekki að það er skáld sem talar í þess- ari bók. Þó að hún sé fræðirit, segir Knut alltaf frá á listrænan og skemmtilegan, stundum á glettnislegan hátt. Hér er enginn grafalvarlegur fræðaþulur með blek í æðum á ferð. Þó að ísland og Noregur séu tengd^ sterkum böndum, eru býsna fáar íslandsbækur til á norsku ef frá er talinn fjöldi eldri og yngri rita um sögu landsins á miðöldum. Þess vegna er hin fjölskrúðuga mynd sem Knut 0degárd dregur upp af nútíma íslandi afar miiril- væg. Það mun vissulega koma mörgum Norðmönnum á óvart að á íslandi hefur t.d. verið hraðari borgar- og þéttbýlismyndun en annars staðar í Evrópu á eftir- stríðsárum. Knut sýnir fram á að á mörgum sviðum nútímalegra lífs- þæginda er íslendingurinn heims- meistari: Islendingar búa við rúm- betri húsakost en aðrir, og engir hafa fleiri bíla og myndbandstæki. íslendingar búa við mikla hag- sæld miðja vegu milli tveggja álfa, lesum við, og eru sjálfum sér líkir, mótaðir af siðgæði landnáms- mannanna og af 1100 ára sögu við rýrán kost undir eldfjöllum og jöklum við endalaust hafið í landi sem lengst af þurfti að lúta stjórn erlendra ríkja. Þeir gera sér enn grein fyrir því að tilvera þeirra er að miklu leyti undir tilviljun kom- in: Það ber að grípa gæsina meðan hún gefst. íslendingurinn er í meira mæli en norrænir frændur hans sinnar gæfu smiður. Þetta hefur ekkert með „ameríkaniser- ingu" að gera, eins og suma grein- ingafúsa austurnorræna vanda- málarýna lystir að halda fram, það eru lífsaðstæður hans sem hafa valdið því. Þó að hann sé eins ein- staklingssinnaður og Norðmaður- inn og trúi á mátt sinn og megin frekar en á stjórnvöldin, sýnir hann nána samstöðu með náunga sínum, einkum þó innan fjölskyldunnar. Hann er eindæma barnelskur og umburðarlyndur við aðra menn - aðeins með því skilyrði að hann sá látinn sjálfur í friði. Þessa eiginleika sameinar Knut í hugtakinu „landn- ámsfrjálshyggju" íslendinga. Samhliða hinni efnislegu þróun landsins fáum við að vita að hrein „listasprenging" hefur átt sér stað á síðustu áratugunum - í tón- og myndlistinni og í leikhúsunum, um Pólitíkmeð dulítilli erótík eftír Stefán Friðbjarnarson Mamma ég var kosinn. Skáldsaga eftir Guðmund Einarsson, líf- fræðing, fyrrverandi alþings- mann og núverandi aðstoðar- mann iðnaðar- og viðskiptaráð- Myndskreyting eftir Dali. herra. Bókaútgáfan Örn og Ör- lygur hf. „Það er skrítin tík, pólitíkin." Þessi gamalkunnu orð eru sann- yrði. Þjóðskipulag lýðræðis, þing- ræðis og stjórnmálaflokka, eins og við þekkjum það, hefur ýmiss konar annmarka, suma hvimleiða. Það er engu að síður bezta þjóðfélagsform- ið sem við þekkjum. Og það hefur þann meginkost hjá menntuðum þjóðum að geta þroskast frá gölíuro sínum með friðsamlegum hætti fyr- ir meirihlutaáhrif í frjálsum og leynilegum kosningum. Skáldsaga Guðmundar Einars- sonar, Mamma ég var kosinn, bygg- ir á pólitískri reynslu fyrrum alþing- ismanns, þingflokksformanns, framkvæmdastjóra stjórnmála- flokks og nú aðstoðarmanns ráð- herra. Hún klæðir „veruleikann" í skáldlegan og skemmtilegan bún- ing, með ríkulegu ívafi kímni og skopskyns. Hún fær lesendur til að skoða lendur stjórnmálanna, þings- ins, flokkanna og kjördæmanna með bros í augum. Ekki skemmir það skáldskapinn að pólitíkin, eins og hún er sviðsett í bókinni, er blönduð dulítilli erótík, mannlegum tengslum og tilfinningum, sem skapa hæfilega spennu og forvitni um leikslok. Við vissum það fyrir að Guð- mundur Einarsson réð yfir kímni- blandinni frásagnargáfu, að hann var lipur penni og að honum var lagið að setja saman læsilegan Guðmundur Einarsson texta. Nú vitum við að auki að hann býr að forvitnilegri skáld- skaparæð sem framtíðin ein sker úr um hvort hann hefur tíma til að nýta og leyfa náunganum að njóta með sér. Það er ekki á hvers manns færi að breyta stjórnmálastagli, eins og það hefur birzt okkur í framsetn- ingu mis-orðheppinna pólitíkusa, í skemmtilega skáldskaparmynd (spéspegilmynd) af þessum þunga- vigtarþætti þjóðlífsins. Þetta hefur höfundi tekizt. Hann hefur unnið það þrekvirki að færa íslenzk stjórnmál í búning góðlátlegrar kímni þar sem manneskjuleg við- horf ráða ríkjum. Hann býr lesend- um sínum sólskinsblett í heiði efna- hagslægðar og skammdegis, þar sem fólk getur sezt niður og skemmt sér konunglega við lestur lítið eitt stílfærðrar samtímasögu. Mættum við fá meira að heyra!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.