Morgunblaðið - 09.12.1992, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 09.12.1992, Blaðsíða 6
6 C MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. DESEMBER 1992 „Hjá vatninu sefur gömul borg“ eftir Jóhann Hjálmarsson Undarlegt er líf mitt! Bréf Jó- hanns Jónssonar skálds til sr. Friðriks A. Friðrikssonar. Ingi Bogi Bogason bjó bréfin til prentunar og ritaði inngang um skáldið. Þessi fundnu bréf Jóhanns Jóns- sonar til vinar hans Friðriks A. Friðrikssonar gera myndina fyllri og blæbrigðaríkari af einu helsta nútímaskáldi okkar. Ýmis gögn um Jóhann Jónsson, ekki síst dvöl hans í Þýskalandi, eru nú óðum að koma fram í dagsljósið. Ingi Bogi Bogasoji hefur birt rannsókn- ir sínar í Sfcímisgrein og unnið sjónvarpsþátt um Jóhann. Mönnum er nú ljóst að Jóhann orti fleiri ljóð en Söknuð, hann er líka höfundur hins einkennilega og nýstárlega ljóðs Hafið dreymir, prósaljóðsins Hausts, Vögguvísu, Hvað er klukkan, Landslags og Vinds um nótt. Jóhann Jónsson dreymdi stóra drauma, kannski of stóra, um frægð og frama. Eftir bréfunum að dæma þótti honum lítið til ís- lensks skáldskapar koma, að minnsta kosti seinni tíma verka (Stefán frá Hvítadal undanskilinn þó). Hann er mjög harðorður í garð þjóðskáldanna, Jónasar, Gríms, Matthíasar, Steingríms, Þorsteins. Mest af íslenskri skáld- skaparlist er „lítilijörlegt, chau- venistískt gambur um fegurð landsins og ágæti hinnar gáfuð- ustu þjóðar“. I sama bréfi stend- ur: „Jafnvel stórskáldin okkar hafa öll verið dilettantar!" Halldór Laxness hefur gert Jó- hann, vin sinn, frægan fyrir verk sem hann aldrer skrifaði eins og til dæmis söguna af heimssöngv- aranum sem Jóhann sagði Hall- dóri. Ljóð Jóhanns, ýmis prósabrot og bréf valda því að enginn efast um hæfileika hans. Af bréfunum að dæma (þau ná frá 1912-25, Þýskalandsdvöl Jóhanns stóð frá 1921 til dauðadags 1932) hefur Jó- hann Jónsson lifað auðugu bókmenntalífi í Leipzig þrátt fyrir veraldlega fátækt. Það kemur aftur á móti á óvart hve fáa vini hann átti meðal skálda og rithöfunda, helsta skáldið sem hann þekkti var Gustav Wolf, en sá hinn sami er lítt kunnur utan borgar- marka Leipzig. Skáld með metnað Jóhanns Jónssonar hefði vel átt heima meðal djarf- huga þýskra expressjónista, en samkvæmt bréfunum er hann mjög háður eldri skáldskap og klífur óspart tinda rómantíkunnar í þýskum bókmenntum. Eins og Ingi Bogi Bogason bendir á í inngangi og fleiri hafa gert tiheyrir Jóhann bókmennta- sögulega „þeim hópi skálda sem kenndur er við nýrómantík“. Tveir nafnar skáldsins eru þeirra á með- al, Jóhann Siguijónsson og Jóhann Gunnar Sigurðsson. Á námsárum Jóhanns Jónssonar í Reykjavík voru þeir vel þekktir og í metum meðal ungra bókmenntamanna. Þeir sem lesa bréf Jóhanns til Friðriks geta fræðst um fleira en bókmenntir og menningu í Þýska- landi. Lengsta bréfið til dæmis, skrifað í Bad Grund 1923, er afar persónulegt. Dómur hans um sam- kvæmislífið, karla og konur, iðk- endur þess, er miskunnarlaus; hann gengur svo langt í lýsingum sínum á siðspillingu heimsfólksins og kynferðislegri áfergju að engu er líkar en hann langi undir niðri í dansinn, en sé af einhverjum ástæðum vamað þess. Umræðu- efnum fína fólksins er m. a. lýst svo: „Allt dekorerað ilmlausum blómum andríkis og fyndni þessa samkvæmislífs - og klámi! Klámi „Jó- hann, Nikolína og Friðrik 3. október árið 1921, þremur dögum áður en þau fyrstnefndu gengu í hjóna- band. Skömmu síðar sigldu þau til Þýskalands og átti Jóhann aldrei afturkvæmt til íslands." Ein af mörgum myndum í Und- arlegt er líf mitt! tungu og tilburða, brútölu and- styggilegu klámi, sem er eitt form- ið til að njótast, pervers eðlunarað- ferð. Á dagipn er farið á sleðum og skíðum. Á kvöldin er sest að í samkvæmissölum hótelanna, drukkið, etið og drýgt hór alla lið- langa nóttina. Stik denn!“ „Hyldýpi erotísks valds“ kon- unnar verður í túlkun skáldsins fremur munúðarfullt en hneyksl- anlegt. Víða í bréfunum má finna ein- kennilega blöndu lífsþorsta og dauðageigs sem stundum nálgast að vera dauðaþrá. Athygli vekur að Jóhann hafnar marxisma, víkur að „hinum billegu móðe hetjum kommúnista“. Jóhann birtir í bréfi frumdrög Landslags sem þá nefndist í skóg- inum og er eitt af bestu ljóðum hans. Síðari breytingar eru flestar til bóta nema þegar „í þungri, þögulli sorg“ verður „í þrúðugri, þögulli sorg“ í lokagerð. „Þrúð- ugri“ er of uþpskrúfað fyrir þetta myndræna ljóð í anda einfaldleik- ans. Sjálfur skrifar Jóhann um ljóð- ið: „Ef til vill er ekkert af mínum kvæðum náskyldara mér en þetta og því þykir mér líka einna vænst um það“. Upphafið er svona: , í skóginum sefur vatnið. Hjá vatninu sefur gömul borg. Og silfurhvftt sumarregnið seytlar af blaði á blað í þrúðugri, þögulli sorg - af blaði á blað. Vel er gengið frá útgáfu bréfanna með upplýsandi milliköflum og skýringum. Farsæl héraðsstjóm eftir Erlend Jónsson Bragi Guðmundsson: Héraðs- sljóm í Húnaþingi. 478 bls. Akur- eyri, 1992. Ef menn halda að í fermingar- veislum sé aðeins hjalað um veðrið og nýjustu dægurmál, þá fer því víðsfjarri. Við slík tækifæri eru einn- ig teknar stórar ákvarðanir. Til dæmis þessi: »Um páskana 1988 sátum við Stefán á Kagaðarhóli undir vestur- glugganum í ytri stofunni í Holti og gæddum okkur á veitingum í ferm- ingarveislu Láru Bjargar frænku minnar. Þá spurði Stefán mig hvort ég þekkti einhvern sem væri reiðu- búinn til þess að skrifa sögu sýslu- nefndar Áustur-Húnavatnssýslu.« Með þessum orðum hefst formáli Braga Guðmundssonar fyrir þessu mikla riti. Sagan tekur til síðustu hundrað og tuttugu ára eða frá því er »tilskipun um sveitastjórn á Ís- landi« gekk í gildi 1872 og sýslu- nefndir urðu til. Að skrifa slíka sögu, þar sem hægt er að styðjast við fundargerðir og aðrar ritaðar heim- ildir, er ekki torvelt í sjálfu sér. Vandasamara er að blása í hana lífi svo hún verði annað og meira en þurr skýrsla. En það hefur Braga tekist. Hann er sjálfur Húnvetningur og þarf því ekki að leita til annarra til skilnings á hefðum og þanka- gangi sýslubúa. Hann hefur líka gengið til verks með þá staðreynd í huga að fundur geti verið annað og meira en þras og jag. Raunar eru Húnvetningar manna minnst upp- næmir fyrir dauðu formi og manna síst málglaðir ef þeim liggur ekkert á hjarta. Af þessari sögu Braga er líka sýnt að þeir hafa jafnan komið til sýslufundar með þeim ásetningi að bæta lífið í héraði, gera gagn, leggja áherslu á mannlega þáttinn. Flestir, sem þarna koma við sögu, voru menn óskólagengnir; eigi að síður sjálfmenntaðir vel. Framan af var þó algengt að prestar veldust til hvers konar trúnaðarstarfa, þar með talin sýslunefndarstörf. Húnvetningar eru manna næm- astir fyrir umhverfi sínu; átthagavit- und þeirra er sterkari en flestra annarra. Þar af leiðir að þeir hafa alltént veið ófúsir að fela öðrum meðferð mála sinna. Frægt er t.d. hve utanhéraðsmönnum hefur lítt tjóað að bjóða sig þar fram til þings. Saga sýslunefndanna rennir enn stoðum undir þessa sérstöðu. Sýslubúar hafa löngum gert sér ljóst að óráðlegt sé að fela öðrum for- ræði yfir sjálfum sér. Takist þeim ekki að leysa mál sín sjálfir muni aðrir seint koma til bjargar. Óþarft er að minna á þjóðlífsbylt- ing þá sem átti sér stað frá upphafi til enda sögu þessarar. Hallærismál heitir einn af fyrstu köflunum. Ekki er sú yfirskrift út í hött. Eftirfar- andi orð minna á hvað forsvarsmenn sveitanna fundu hvíla á herðum sér fyrir hundrað árum: ». . . þurfamenn með hiski sínu og sveitarómagar eru orðnir svo margir, að ómögulegt er, að þeir fáu menn sem heitið gjetur að hafi nokk- urn búskap í sveitinni, rísi undir Bragi Guðmundsson útgjöldum er leiða af forsorgun þeirra . . .« Þessi orð eru skrifuð á síðari hluta 9. tugar fyrri aldar. Veðurfar var þá svo kalt að með ódæmum mátti kalla. Hérað, sem lifði nær eingöngu af ræktun búpenings sem nærðist á gróðri jarðar, hlaut að kenna á því svo um munaði. Hlýtur að mega þakka það seiglu héraðsbúa að þeir skyldu þá ekki hreinlega gefast upp og flytjast til Vesturheims, allir með tölu! En Húnvetningar gáfust ekki upp. Þvert á móti hófu þeir harða sókn til framfara á þessum ísköldu árum, börðust meðal annars af hörku fyrir þyl »að fá að reka al- mennilegan skóla fyrir stúlkur«. Til voru mál sem Húnvetninga varðaði en hvorki var á færi þeirra né ábyrgð að leysa, t.d. að leggja veg um héraðið. Þegar 1904 tóku tveir sýslunefndarmenn að ympra á því hvort ekki væri rétt að fara nú að hnippa í landstjórnina svo lagður yrði gegnum sýsluna vegur fyrir vélknúin ökutæki. Öðrum sýndist það varla tímabært. Sú tíð kom þó fyrr en varði að vegir voru lagðir, fyrst ruddir, síðan upphlaðnir. Um 1940 voru komnir malarvegir, þokkalegir að margra dóm), en bæði dýrir og erfiðir í viðhaldi. Árið 1943 skrifaði Húnvetningur: »En svo mjög sem á því ríður að fá fljótvirk tæki til að moka upp vegina, þ.e. til að undirbyggja þá, þá ríður áreiðanlega enn meir á því, að fá fljótvirk og traust tæki til að gera slitlag veganna viðunandi. Langmestur hluti þess fjár, sem til þess fer að halda vegum þjóðfélags- ins færum, fer til þess að halda við slitlagi þeirra.« Athyglisvert er að þarna er ekki talað um ofam'burð eins og þá tíðkað- ist heldur um slitlag eins og nú er sagt. En sá, sem þetta skrifaði, var líka langt á undan sínum tíma. Hann hefur þó gert sér dagljóst að vondir vegir eru allra vega dýrastir — þeg- ar dæmið er reiknað til enda! Eftir langvarandi kuldaskeið, sem hófst upp úr miðri 19. öld, kom hlý- skeiðið um miðjan 3. áratug þessar- ar aldar — í raun og veru svo óvænt sem mest mátti verða eins og önnur þáttaskil í almanaki náttúrunnar. Tók þá hagur að vænkast á flestum sviðum. Búskapurinn blómgaðist. Og torfbæirnir gömlu viku fyrir steinhúsum, víða háum og reisuleg- um. Árið 1907 var sýslunni skipt í tvennt — um Gljúfurá. Það var að ósk Vestur-Húnvetninga. Austur- Húnvetningar virðast ekki hafa talið þörf á því en létu sér það Iynda eigi að síður. Eftir það tekur saga þessi eingöngu til hinna síðarnefndu. Strax og léttist byrðin af forsorg- un þurfamanna var hægt að verja peningunum til annars. Vegamál, menntamál og heilbrigðismál urðu fyrirferðarmeiri með hveiju árinu sem leið. Þéttbýliskjarnar fóru vax- andi, einkum Blönduós sem varð þjónustumiðstöð austursýslunnar. Véstursýslan hafði lítið þangað að sækja. Skiptingin varð þá að blá- köldum veruleika. Um miðja öldina létu þeir eftir hlut sinn í kvennaskól- anum. Hann var síðar lagður niður. Og fleira foreyddist af tímans nagandi tönn. Öldugangur stjórn- málanna olli því að lokum að sýslufé- lögin glötuðu áhrifamætti sínum. Húnvetningar vildu ekki sleppa þeim.-En hlutfallstala þeirra meðal þjóðarinnar var þá orðin svo lág að landstólparnir voru ekki lengur upp- næmir fyrir rödd með svo fá at- kvæði á bak við sig. Áhrif sveit- anna, sem voru yfirgnæfandi við upphaf sögu þessarar, nálguðust núllpunktinn. Sýslunefndimar voru lagðar niður. Saga þessi er í grófum dráttum skrifuð í tímaröð en köflum síðan skipt eftir málefnum. Fyrir bragðið verður ritið bæði gleggra og að- gengilegra. Fjöldi mynda er í bók- inni og sýnt að til hennar hefur ver- ið vandað yst sem innst.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.