Morgunblaðið - 09.12.1992, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 09.12.1992, Blaðsíða 8
8 C MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. DESEMBER 1992 Hreinleiki eða fjötrar? eftir Súsönnu Svavarsdóttur Setrið. Höfundur: Isaac Bashe- vis Singer. Þýðandi: Hjörtur Pálsson. Utgefandi: Setberg. Örlög gyðinga í Póllandi eftir uppreisnina 1863; hlýðni þeirra eða uppgjör við gyðingdóminn, átökin milli skyldurækni og hins ftjálsa vilja, eru efniviður þessarar tíundu bókar Singers sem er þýdd á íslenska tungu. Sagan fylgir Kalman Jakob og fjölskyldu hans. Eftir uppreisnina fær hann greifasetur Jampolski- ættarinnar til ábúðar, með öllum gögnum og gæðum. Dætur hans fjórar eru komnar á giftingarald- ur, þær eru á aldrinum ellefu til átján ára. Kalman gengur ákaf- lega vel á veraldarvísu; hann verð- ur ríkari með hveijum deginum sem líður og það óttast hann. Hann er hræddur við auðinn sem safnast að honum og óttast að einn daginn þurfi hann að gjalda velgengninnar. Og víst er að ævi hans og dætr- anna er ekki viðburðasnauð. Elsta dóttirin giftist manni sem Kalman velur henni; manni sem getur tek- ið við fyrirtæki hans. Sú næstelsta fær að giftast þeim sem hún vill, en faðir hennar samþykkir; manni sem þó efast um gyðingdóminn og vill menntast. Sú þriðja stingur af, giftist syni Jampolski greifa og kastar trúnni; Kalman afskrifar hana. Hún er ekki lengur til. Sú yngsta er gefín „dýrlingi,“ ákaf- lega heittrúuðum barnungum rabbína. Eftir að dæturnar er farn- ar deyr kona Kalmans og nokkrum árum seinna kvænist hann aftur, Klöru, ungri konu sem hann girn- ist, en samkvæmt öllum lögmálum gyðinga er hún lauslætisdrós og átökin í hjónabandinu verða gríð- arleg. Eins og við mátti búast hjá Singer er hér á ferðinni alveg mögnuð saga. Atburðarásin er er þétt og örlög einstaklinganna gríð- arleg, þótt alltaf séu þau trúverð- ug. Singer er einkar lagið að segja sögu og í Setrinu fer mörgum sögum fram samtímis. Átökin milli trúarinnar og lífsins er sá þáttur sem mótar persónurnar — hver og einn verður að taka afstöðu. Það er mikil togstreita meðal gyð- inga; hvort þeir séu nógu trúaðir, hver sé nógu trúaður og innbyrð- ist fordómar og tortryggni gerir samskipti þeirra sjálfra brengluð Isaac Bashevis Singer og ómanneskjuleg. Lögmálin sem þeir þurfa að fylgja gera ekki ráð fyrir tilfínningum og áreiti frá umheiminum. Enda kemst Kalman að þeirri niðurstöðu að gyðingar eigi að einangra sig frá umheimin- um. Tengdasonur hans, Esríel, komst hins vegar að þeirri niður- stöðu að gyðingdómurinn dragi þá í öfuga átt við heiminn: Meðan heimurinn þróist fram á við þróist gyðingar aftur á bak til forneskj- unnar. Það sem Kalman og tengdasonur hans, „dýrlingurinn" Jochanan, líta á sem hreint og fábrotið líf lítur Esríel á sem fjötra. Elsti tengdasonurinn, Mayer Jóel, hugsar bara um að fá sem mestan hlut af eignum og fjármunum Kalmans, en hann er vinnusamur og Kalman treystir honum. Greif- inn Jampolski er örlagafyllibytta og auðnuleysingi og leggur líf konu sinnar í rúst. Samskipti þeirra tengdafeðganna eru engin. Dætur Kalmans fylgja mönnum sínum. Líf þeirra mótast af vali og stefnu karlanna, enda á gyð- ingakona ekki einu sinni að vera vel að sér í Lögmálunum. Það á karlinn að vera og hann leiðir. En þótt samskiptin séu ekki mikil, birtist í persónusköpuninni ægi- legur stéttamunur, fordómar milli gyðinga innbyrðis, átök milli gyð- inga og kristinna manna; allt frá veraldlegri sjálfseyðingu vegna aumingjaskapar til veraldlegrar sjálfseyðingar vegna trúarofstæk- is. Inn á milli birtist mannlífíð í allri sinni sorg og gleði. Með Klöru eignast Kalman loks- ins hinn langþráða son, Sasja. Móðirin elur hann ekki upp sem gyðing og Sasja veit ekkert um hvað Lögmálin, ritningarnar og helgisiðirnir snúast. En Kalman getur ekki afneitað syninum, þótt honum líki hann engan veginn. Sasja er afsprengi þessa heims en ekki einhverrar hugmyndafræði sem stefnir aftur á bak í einangr- un. Drengurinn fylgir móður sinni og bilið milli feðganna breikkar jafnt og þett. í lokin er Kalman orðinn vonsvikinn gamall maður. „Dýrlingurinn“ sýnir honum um- burðarlyndi, þótt hann hafi í raun- inni afskrifað Kalman vegna Klöru, sem ekki var rétta konan samkvæmt lögmálum gyðinga, Mayer Jóel hefur fengið yfírráðin yfir eignum Kalmans, Jampolskí er í fangelsi í Varsjá og Esríel er af þessum heimi, orðinn læknir og hefur endanlega fjarlægst gyð- ingdóminn, afneitað honum þótt hann hafí ekki beinlínis kastað trúnni. Hjónabönd elstu og yngstu systranna ganga, enda fylgja þær eiginmönnum sínum þöglar og skylduræknar, Scheimdel, kona Esríels, verður trúaðri og meiri gyðingur með tímanum og hann íjarlægist hana um leið og gyðing- dóminn. Miriam Lieba stígur út á braut sjálfseyðingar og eymdar í takt við mann sinn og í rauninni á enginn samleið með neinum. Þetta eru ár mikilla breytinga. Gyðingar búa við veraldlega veh gengni eftir byltinguna og sú vel- gengni verður til þess að þeir end- urmeta trú sína og afstöðu hennar til allra mála. Upplausnin er mik- il, rétt eins og trúin sé sprengja sem hefur sprungið og tilviljun ein ráði hvar brotin, manneskjurnar, lendi. Þýðingin er mjög góð og það er virkilegur fengur að því að fá þessa bók í Singer-safnið. Frá Aþenu til Efesos eftir Sölva Sveinsson Sigurður A. Magnússon: Grikklandsgaldur Undir leiðsögn Sigurðar á fornar sögufrægar slóðir. Ljósmyndir: Bragi Þór Jósefs- son Fjölvi gefur út. Ferðalýsingar eru kunn bók- menntagrein frá fomu fari. Heródótus hinn gríski lýsir ferð- um sínum á 5. öld fyrir Krist, og kviða Hómers um Ódysseif er með sínum hætti ferðalýsing þótt skáldskapur sé. Elzta ferða- saga sem varðveizt hefur eftir íslenzkan mann er Reisubók Ólafs Egilssonar Vestmannaeyj- aklerks, sem Hundtyrkinn rændi á öndverðri 17. öld. Litlu yngri er Reisubók Jóns Ólafssonar Indíafara. Þessar bækur eru end- urminningar að hluta til, en fyrsta fræðilega íslenzka ferða- bókin er rit Eggerts og Bjarna frá_18. öld. Á bóklausri tíð kynntust menn veröldinni á ferðalögum eða af frásögnum þeirra sem víðförlir voru. Eftir að bókmenning varð föst í sessi urðu ferða- og leiðar- lýsingar hluti hennar; reyndir ferðalangar færðu til bókar leið- sögn sem aðrir gátu fylgt. Hér á landi sem annars staðar eru ennþá ritaðar ferðabækur þótt sjónvarpsmyndir og mynd- efni af öðru tagi hafí komið í stað þeirra að nokkru leyti, en arftakar ferða- og leiðarlýsinga að fomum hætti eru ferðamanna- handbækur. í bezta skilningi geta þær verið lykill að sögu og menningu þeirra landa sem um er fjallað, vísað mönnum veg á merkileg mannvirki og náttúru- vætti og til þeirra staða sem eru sérstakir í vitund þeirra sem landið byggja, jafnvel einnig umheimsins. Sumar ferða- handbækur em býsna hraðsoðinn samtíningur um franskar kartöfl- ur og öldurhús. Grikklandsgaldur SAMs er 192 bls. Fyrsti kafli bókarinnar er ástarsaga hans og landsins og þar er grein gerð fyrir ritinu: „Bók þessi er að hiuta afrakstur menningarferðar sem farin var haustið 1991. í hópnum var ung- ur ljósmyndari, Bragi Þ. Jósefs- son ... Textinn er hugsaður sem nokkurs konar viðlag við mynd- efnið í vitund þess að góð ljós- mynd segir einatt meira um af- markað efni en mörg orð, þó hitt sé jafnsatt að hugmyndir, sögu- legar staðreyndir og samhengi hluta verði einungis tjáð með orðum. Er von okkar, sem að bókinni stöndum, að mynd og orð vinni saman að því að gera ger- semar Grikklands sem allra hug- leiknastar þeim sem í hana glugga.“ (bls. 15.) Bókin er ferðahandbók í bezta skilningi orðsins, menningar- saga, og lesendur geta notið hennar þótt þeir sitji heima. I fyrsta kafla er lýst kynnum höf- undar af landi og þjóð, en síðan kemur meginmál í tólf köflum og fjallar hver um tiltekinn stað, sögu hans, menningu, listaverk sem þar eru eða voru um skeið. Þar er af miklu að taka, bæði bókmenntum, leiklist og kveð- skap, stærðfræði, heimspeki, höggmyndalist og arkitektúr, svo nokkuð sé nefnt. Goðsagnir eru Sigurður A. Magnússon endursagðar til að skýra helgi einstakra staða og hlutverk þeirra í lífi Forngrikkja. Einstök- um mönnum er lýst í krafti heim- ílda, einatt líflega, t.d. Pýþagó- rasi og Epíkurasi. Lxtks er stuttur kafli um grískan rithátt og að- ferð höfundar. Myndir Braga Þ. Jósefssonar, tæplega 50 að tölu, eru langflest- ar fallegar og lýsandi (undan- tekningar á bls. 153, 165). Sum- ar eru af einstökum stöðum, aðr- ar lýsa daglegu lífi á viðkomu- stöðum ferðalanganna, sýna listaverk á stalli og sumar eru stemmningsmyndir. Myndirnar eru miklu fremur viðlag við texta en hið gagnstæða eins og fullyrt er í formála. Ein mynd er eftir Þorstein Thorarensen. Þetta er fróðleg bók og endur- tekningar eru furðu fáar. Ferðin hefst í Aþenu og henni lýkur í Éfesos með viðkomu í Korintu, Mýkenu, Ólympíu, Delfí og Sam- os, svo nokkrir áfangastaðir séu nefndir. Stíll Sigurðar er fjörleg- ur og fullur ákefðar og hrifning- ar; hann er fjölfróður. Hins vegar er rétt og kemur fram í formála að sjón er sögu ríkari þótt höf- undar séu gagnfróðir, og auðvit- að er ekki hægt að lýsa seið- magni og kynngi einstakra staða nema frá eigin sjónarhóli. Sigurð- ur kemur hins vegar prýðilega til skila hvemig land, þjóð og saga hafa orkað á hann. Hann er gagnrýninn á ýmsar keningar um menningu Fomgrikkja og lætur skoðanir sínar í ljós. Bókin er því skemmtileg aflestrar og ágætur föranautur í Grikklands- ferð. Ég hef ekki farið í lúsaleit að villum, en í lestri hnaut ég um rithátt nokkurra orða, en það er oft álitamál hvernig rita á erlend nöfn í íslenzkum bókum. Hið ytra er bókin ágætlega búin í hendur lesenda, kápan ein- föld og stílhrein. Titilsíða er óskapnaður af feitletri og undir- strikunum; subbuleg fyrir aug- um. Efnisyfírliti er klastrað ofan í bókfræðina og fer illa við hlið fyrstu kaflafyrirsagnar. Mér fínnst fara illa að skammstafa nafn höfundar á vinstri síðum bókar. Hver síða er prentuð í tvídálk og fara stafir misvel í Iínu; sumar eru fjarska gleiðar, aðrar of þéttar og fyrir vikið er letur- flöturinn órólegur fyrir augum. Ferðalangar þurfa að geta flett markvisst upp í bókum sín- um. Þess vegna er þeim nauðsyn- legt að hafa nafnaskrár. í riti sem þessu eiga vitaskuld að vera skrár yfír örnefni og mannanöfn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.