Morgunblaðið - 09.12.1992, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 09.12.1992, Blaðsíða 3
m MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. DESEMBER 1992 R í'mv— C 3 3 S inmTii'viiiv fiin Knut 0degárd leið og Orðið er enn í hávegum haft af hlutfallslega fleiri rithöf- undum en hjá öðrum þjóðumi ís- lendingurinn er einnig heimsmeist- ari í samningu minningagreina - gott dæmi um að hann lifir enn í ættarsamfélagi. Ekki síst gerir Knut ítarleg skil þeim listgreinum sem eru Norðmönnum óþekktast- ar, þ.e.a.s. tón- og myndlistinni. Það er varla hægt að komast hjá því að fjalla um upphaf íslands- byggðar í bók af þessu tagi: hve margir keltar voru meðal frum- byggja íslands? Því verður varla nokkurn tíma unnt að svara með nákvæmni. Fyrir þá íslendinga sem halda fram keltneskum upp- runa sínum í stað hins norska mætti e.t.v. bæta við að vestur- norsk örnefni og mállýskuorð auk fornleifa benda til þess að kelt- neskt ívaf hafi verið meira áber- andi í Noregi en á íslandi bæði fyrir og eftir landnámið, þannig að keltnesk áhrif hafa í nokkrum mæli borist hingað frá Noregi. Annars ryður Knut 0dergárd úr vegi ýmsum röngum hugmynd- um Norðmanna um þjóðerni þeirra sem byggðu ísland á þjóðveldis- tímabilinu, t.d. þeim hugarburði að Leifur heppni hafi verið Norð- maður. En Knut fullyrðir að „hann sem fann Vesturheim^ beri tví- mælalaust að kalla íslending". Einnig minni.r hann landa sína á að margt af því sem þeir séu van- ir að telja norskt, sé vitaskuld ís- lenskt. Þetta á einkum við um forn- bókmenntirnar; austanhafs er ekki óalgengt að Snorri Sturiuson sé talinn Norðmaður. Þeir eru jafnvel til sem halda að „Snorre" sé heiti norskrar bókar sem hafi einnig verið þýdd á íslensku! Hitt er ann- að mál að meirihluti ungu kynslóð- arinnar í Noregi hefur ekki einu sinni hugmynd um hvað átt er við ef Snorra, Leif eða Ingólf ber á góma - henni er jafnvel ókunnugt um að Snorri var næstum veginn í annað sinn í Reykholti á yfír- standandi bókavertíð. Af þessu má álykta að mikil þörf er fyrir fræðslu um ísland í Noregi, og bók Knuts Odegárds gegnir afar miklu hlutverki í því skyni. Vigdís forseti lýkur formála sínum með þeirri ósk að bókin muni greiða veginn milli íslands og Noregs, veg sem smám saman hefur „vaxið hávu grasi" á eftir- stríðsárunum. Bókin er líka frábær ferðalýsing og á ábyggilega eftir að opna augu margra Norðmanna fyrir íslandi sem nútímalegu há- þróuðu samfélagi og eftirsóttu ferðalandi I viðbót við fjarlægt, óhlutlægt hugtak á borð við „Sagaeya". Á ári hverju heimsækja uþ.b. 10.000 7 eða tiltölulega fáir - Norðmenn ísland, en óvíða ann- ars staðar mun íslensk ferða- mennska eiga eins bjarta framtíð fyrir sér og á norska markaðnum. íslandsbók Knuts Odegárds er hin besta auglýsing ef ætlunin er að laða fleiri norska ferðamenn hing- að. Þessi vandaða og fallega bók, sem er skreytt ljósmyndum Páls Stefánssonar, er tilvalin gjöf handa íslandsvinum beggja megin hafsins. Kata Mjöll, afiogkisa eftír Sigrúnu Klöru Hannesdóttur Jón Dan. Tveir krakkar og kisa. Skjaldborg 1992. Jón Dan hefur fengist við ýmiss konar bókmenntaform — ljóð, smá- sögur, skáldsögur og nú barna- sögu. Sagan segir frá Kötu Mjöll sem er tveggja ára og nokkrum atvikum úr lífi hennar, afa Ónda og kattarins Kríu. Kata Mjöll er hjá afa sínum og ömmu hálfan daginn og ýmislegt er gert til að hafa ofan af fyrir henni. Inn í málið tengist ofbeldi á sex ára dreng, Bessa, og sagt frá þyí þeg- ar afi Óndi tekst á við stjúpföður Bessa til að fá hann til að sam- þykkja nauðsynlega lýtalæknisað- gerð á nefi Bessa. í upphafi sögunnar er afí að búa sig en telpan hleypur frá honum og er nærri orðin fyrir bíl. Bíllinn fær skyndilega mál og ávarpar hana og skammar hana. Síðar í sögunni kemur svo til sögunnar veiðibjalla sem segir Kötu hvar kisart hennar sé niður komin, en að öðru leyti eru engin ævintýra- brögð notuð. Kötu Mjöll er oft lýst í sögunni í þriðju persónu. Hún er dugleg stúlka (s. 7), hún er stundum mjög óþæg og dálítið stríðin (s. 8) og það kemur fyrir að hún harðlæsir litla munninum þegar hún á að borða hafragrautinn (s. 12). Afí og amma virðist eiga í basli með telpuna og helstu úrræðin eru að dekstra hana til að borða og fara í föt með því að segja henni sög- ur. Samt eru engar eiginlegar sög- ur í bókinni — ekkert sýnishorn af því sem afi og amma miðla. Kötturinn Kría er í rauninni það eina sem skapar einhverja atburða- rás eða frásögn í söguna. Bessi á kött og einn kettlingurinn kemst í eigu Kötu Mjallar fyrir þrákelkni hennar en móti vilja afa og ömmu. Bessi bjargar kettlingnum þegar stjúpi hans ætlar að farga gotinu. Sölvi, stjúpi Bessa, er dreginn upp sem leiðinlegur drykkfelldur sjó- maður sem er laus höndin þegar hann er fullur. Hann hefur nefbrot- ið Bessa en neitar að láta laga á honum nefið. Litlu munar að hann aki á börnin og köttinn í reiðikasti en sleppur með skrekkinn. Allt endar þó vel og Bessi fær sitt nýja nef. Sölvi er gjörbreyttur maður og kötturinn kemst heim til sín. Sagan er dálítið einkennileg blanda af endurminningum afa Ónda (Jóns Dan?) þar sem hann talar um Kötu Mjöll í þriðju per- sónu og segir frá henni, hvað hún gerir og hvernig hún er, en stund- um er notað barnamál telpunnar, t.d. þegar hún varar Bessa við ó ó holunum (s. 11-12). Persónu- sköpun er þó eiginlega engin. Jón Dan Amma Dóa er bara til staðar. Móðir Bessa kemur ekkert við sögu og lesandi fær ekkert að vita um hana enda þótt hún ætti að hafa eitthvert hlutverk í frásögninni um Bessa. Bessi er bara góður drengur sem þjáist í kyrrþey. Við kynn- umst honum ekkert sem persónu. Dramatíkin í sögunni er nefbrotið á Bessa en miðað við íslenskar aðstæður er óeðlilegt að margir aðilar þurfi að undirskrifa skjal til að gera megi aðgerð af þessu tagi. Þessi barnasaga er því heldur óræð. Sumt af efninu er langt fyr- ir ofan skilning tveggja ára barna. Samt höfðar sagan tæplega til eldri barna. Til þess er hún of flöt og laus við alla skemmtilega viðburði. Sagan er oftast sögð.í gegnum afa (sögumann) og frasögnin verður aldrei almennilega lifandi. Glataður hraði íheitumblæ eftirSkafta Þ. Halldórsson Kristin McCloy: Heitur blær. Skáídsaga 220 bls. Þýðandi: Oddný Sen.. Bókaútgáfan Krydd í tilveruna. 1992 Bókmenntir hafa margþætt gfildi. Afþreying er einungis eitt þeirra. Sennilega er þó meirihluti skáld- sagna gefinn út í því skyni einu að veita afþreyingu. og hafa af þeim nokkurn hagnað. Þetta á þó frekar við úti í hinum stóra heimi en hér á landi, einkum í Bandaríkjunum þar sem afþreyingarbókmenntir hafa tröllriðið bókamarkaðnum lengi vel. Þar hafa orðið til margvíslegir undir- flokkar bókmenntagreinarinnar. En hér á landi er helst rætt um spennu- sögur, leynilögreglusögur og ástar- sögur. Heitur blær nefnist amerísk af- þreyingarsaga sem flokkast einna helst sem erótísk ástarsaga. Höfund- urinn nefnist Kristin McCloy og er bókin hennar fyrsta verk. Sennilega er Heitur blær í flokki vandaðra af- þreyingarbókmennta. Aðalpersónan, ung stúlka að nafni Ellie, er sögu- maður. Hún er leiklistarnemi í New York og á þar í ástarsambandi við ungan kvikmyndalærling. Hún er raunar utan af Iandi úr smábæ. Þeg- ar móðir hennar ferst í bflslysi breyt- ist líf hennar. Hún fer heim í smábæ- inn þar sem sorgin þrúgar hana og föður hennar. En þá kynnist hún skuggalegum náunga, hálfgerðum vítisengli af indjánaættum sem er þar að auki spítfrík (ánetjaður amfet- amíni). Hún fellur kylliflöt fyrir hon- um og missir fyrir bragðlð snarlega tök á lífi sínu. Iftn í söguna fléttast síðan eiturlyfjaneysla þeirra, sam- band hennar við föðurinn, uppgjör við kvikmyndalærlinginn og sorgar- viðbrögð hennar við fráfall móður- innar. Sorgin á vitaskuld þátt í því hversu viðkvæm hún er og hversu ríka þörf hún hefur fyrir hið nýja ástarsamband. Höfundur leggur töluvert upp úr persónulýsingum, jafnt aðalpersónu sem annarra. Hann leitar sálfræði- legra skýringa á hegðun þeirra og ferst það allvel úr hendi. Stundum verður þó sálfræðilegt orðalag bókar- innar fulláberandi: „Egþekki leyndar- mál lífsins, uppsprettu æskunnar - af því ég lifi í hreinu samfélagi við frumstæðustu' þarfir mínar eins og dýr náttúrunnar. Ég hef varpað frá mér yfírsjálfinu og hvert augnablik hverfur inn i það næsta og ég með því." (59) Undanfarinn áratug hafa amerísk- ar ástarsögur orðið æ erótískari þrátt fyrir eyðnihræðslu og umvandanir sanntrúaðra. Sumar þeirra eru ósköp lítið annað en kynlífslýsingar með söguþráð sem bindiefni. Því er ekki að neita að Heitur blær sker sig ekki verulega úr hvað þetta varðar. En þær lýsingar eru samt engan veginn veikasti hlekkur bókárinnar því að höfundur er hugmyndaríkur í kynlífslýsingum, ekki síst í vali staða og stellinga. Þýðing bókarinnar er hins vegar ekki nógu góð. Mér fínnst það til að Kristin McCloy mynda undarleg þýðing á nafni bók- arinnar sem á frummáli nefnist Velocity, og ég í einfeldni minni hélt að merkti hraðí, að nefna hana Heit- an blæ. Hraðinn vísar líka til hraða atburðarásarinnar í sambandi indján- ans og stúlkunnar, spítsins (amfet- amínsins) sem þau neyta og hraðans á mótorhjóli töffarans. Það er einnig víða pottur brotinn hvað varðar orðalag og orðaval í þýðingunni. Ég á því t.d. ekki að venjast að ávaxtahýði sé nefnt „ávaxtabörkur" (212) þó að ég hafi sjálfur notað orðið appelsínubörkur. Þá getur þýðandi ekki gert upp við sig hvaða falli sögnin að píra (aug- un) stjórni. Oftast stýrir hún þó þol- falli (t.d. á bls. 218) en hún á þó einnig til að stýra þágufalli „píri augunum" (217) sem varla gengur upp. Stundum verður orðalag klúðurs- legt og óþarflega hátíðlegt eins og þegar aðalpersónan spyr vinkonu sína hvaða skoðun hún hafi á faðm- lögum: „Hver er stefna þín gagnvart faðmlögum?" (219) Fornöfn vísa til þess sem áður er komið. Ekkier þess alltaf gætt í þýðingunni. Á einum stað segir: „Ég lyfti -andliti mínu til að vera kysst, fá blessun, en hann snýr mér við og rennir niður rennilásnum með ann- arri hendinni og dregur þær niður af mjöðmunum á mér með hinni." (185) Þarna er einungis ljóst af sam- henginu að það séu buxur sem dregn- ar eru niður. Þær eru hvergi nefndar á nafn. Allt er þetta þó hégómi einn miðað við meinlega villu í þýðingu á býsna viðkvæmum stað: „Hann læðir hend- inni undir pilsið og ég finn að honum stendur ... Hann rennir fingurgó- munum yfir húð mina og gælir við brjóst mín með báðum þumalfingr- um, síðan niður eftir bakinu og leitar undir gallabuxurnar." (56) Það verð- ur að teljast óvenju fjólþreifinn elsk- hugi sem bæði laumar hendinni und- ir pils stúlkunnar og fer síðan ofan í gallabuxurnar hennar líka. Nema kvenfólkið sé betur klætt í hinum heitari útlöndum en hérlendis og klæðist í senn pilsi og gallabuxum. Líklegasta skýringin er þó sú að þýðandi rugli saman orðunum shirt sem þýðir skyrta, blússa eða bolur og skirt sem þýðir pils. Hér hefur engan veginn verið stað- ið nógu vel að verki. Myndskreyt- ing eftir Dalí.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.