Morgunblaðið - 13.12.1992, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 13.12.1992, Blaðsíða 8
 seei I"T| \ /^er sunnudagur 13. desember, 348. dagur ársins 1992. Árdegisflóð í Reykjavík kl. 9.17, síðdegisflóð kl. 20.54. Fjara kl. 2.13 og kl. 14.50. Sólarupprás í Rvík kl. 11.13 ogsólarlagkl. 15.31. Sóliner í hádegisstað kl. 13.37 ogtunglið í suðri kl. 21.13. (Alman- ak Háskóla íslands) Þar sem vér nú erum réttlættir fyrir blóð hans, því frem- ur mun hann frelsa oss frá reiðinni. (Róm. 5,9) ÁRNAÐ HEILLA O pTára afmæli. Næst- O O komandi þriðjudag 15. þ.m. er 85 ára Guðmund- ur Ólafsson frá Dröngum, Borgarholtsbraut 27, Kópa- vogi. Kona hans er Valborg Emilsdóttir. Of|ára afmæli. í dag 13. OU desember er áttræð- ur Bjartur Guðmundsson, Hrafnistuheimilinu í Hafn- arfirði. pT/\ára afmæli. Á morg- ()U un, mánudag 15. þ.m., er fimmtugur Ástráður B. Hreiðarsson, Hofgörðum 26, Seltjarnarnesi, læknir á lyflækningadeild Landspítal- ans. Kona hans er Ásta B. Þorsteinsdóttir. Þau taka á móti gestum á heimli sínu á afmælisdaginn, kl. 17-19. ORÐABÓKIN Jón og séra Jón Vel er þekkt að tala um Jón og séra Jón, þegar ekki er sama, hver maður: inn er, sem í hlut á. í þessu felst auðvitað í upp- hafi það, að prestar hafa ekki setið við sama*borð og aðrir, t.d. hafí betur verið gert við þá í viður- gemingi, þegar þá bar að garði, en venjulega gesti. Ekki er ætlunin að ræða nánar um þetta, mér kom þetta í hug af öðru til- efni. Séra eða síra er tit- ill, sem prestvígðir menn hafa, og hann hefur fylgt þeim um aldir. Orðið er tökuorð úr fomfrönsku sire „herra“, sbr. ensku sir. Lengra að er orðið komið úr latínu senior „eldri“. Merkir orðið því í upphafí hinn eldri > herra > preststitill. Þá eru orðin sinjór og signor af sama toga. Nú hef ég tekið eftir því, að menn virðast vera famir að ávarpa prestvígða menn oft án þess að nota titil þeirra, svo sem lengstum hefur verið gert. I við- tölum heyrist þá sagt sem svo: „Hvað segir þú, Jón um þetta?“ en ekki _séra Jón. „Hvað segir þú, Ólaf- ur, um þetta?“ Ekki er ósennilegt, að þetta sé afleiðing þess, að allir eru farnir að þúast. Hér eiga prestar sjálfír hlut að, því að æ oftar auglýsa þeir messur og setja þá undir: Jón Jónsson, en ekki séra Jón Jónsson eða þá sókn- arprestur. En hví ekki að halda við gamalli hefð og segja séra Jón? - JAJ. KROSSGATAN LÁRETT: — 1 vínsopi, 5 glaðar, 8 rándýr, 9 lofa, 11 heitis, 14 ætt, 15 hleypir, 16 ákveð, 17 greinir, 19 koma í lóg, 21 ávíta, 22 furða, 25 hrygla, 26 veinar, 27 óhljóð. LÓÐRÉTT: — 2 þegar, 3 viljugur, 4 iélegri, 5 þekktan, 6 púka, 7 elska, 9 laupur, 10 völt, 12 löstur, 13 óhreinlát, 18 líffæri, 20 flan, 21 guð, 23 lést, 24 rykkom. LAUSN SIÐUSTU KROSSGATU: LÁRÉTT: — 1 stygg, 5 dátar, 8 eldur, 9 snáði, 11 risar, 14 tóg, 15 ormar, 16 urmul, 17 aur, 19 puða, 21 kala, 22 ugganuni, 25 nýr, 26 áði, 27 api. LOÐRÉTT: — 2 tin, 3 geð, 4 glitra, 5 durgur, 6 ári, 7 aga, 9 snoppan, 10 ármaður, 12 samsama, 13 rellaði, 18 unað, 20 Ag, 21 ku, 23 gá, 24 Ni. Oviss staða EES eftir HRAUNBÆR 105, félags- starf aldraðra. Næstkomandi fímmtudag 17. desember verður haldinn jólafagnaður. Húsið opnað kl. 18.30. ÞENNAN dag árið 1744 fæddist Jón Þorláksson á Bægisá. í dag er Lúcíumessa, messa til minningar um meyna Lúcíu, sem talið er að hafí látið lífíð sem píslarvott- ur á Sikiley um 300 e. Kr., segir í Stjömufræði/rímfræði. Þá er í dag Magnúsarmessa hin síðari, messa til minning- ar um Magnús Jarl Einarsson á Orkneyjum Erlendsson á Orkneyjum. Hann dó 1115, 16. apríl, og er það hin fyrri Magnúsarmessa, en í dag hin síðari. Þann dag vom tekin upp bein Magnúsar, segir í sömu heimildum. KVENFÉLAG Bústaða- sóknar heldur jólafundinn mánudagskvöldið kl. 20 í safnaðarheimilinu: skemmti- dagskrá, helgistund, jólakaffi og hópmyndataka. VESTURGATA 7, starf aldraðra. Þriðjudagurinn verður m.a. tekinn í að búa til jólaskreytingar og verður hægt að fá efni til þeirra á staðnum. Þessi jólaskreyt- ingagerð hefst kl. 13.30. Kaffiveitingar. Líka verður spilað, þriðjudag, á sama tíma. KVENFÉLAG Grensás- sóknar heldur jólafundinn mánudagskvöld kl. 20.30.: Hugvekja, kaffí og efnt til happdrættis. AFLAGRANDI 40, starf aldraðra. Mánudag kl. 14 fer fram barnabókakynning kl. 14-16. Bækurnar verða til sýnis eftir kl. 16 á mánudag- inn. BPW-klúbburinn heldur jólafundinn í Skálanum Hótel Sögu nk. þriðjudag. Gestur fundarins verður Árni Bjöms- son þjóðháttafræðingur. FRÉTTIR/MANNAMÓT Uppl. veita Sigga s. 611307 og Vala s. 677030. KVENFÉLAG Grindavíkur heldur matarfund mánudags- kvöldið kl. 20.30 íVíkurlóni. FÉLAG eldri borgara. Brids í dag kl. 13 og félagsvist kl. 14. Dansað kl. 20 í Goðheim- um. Mánudag opið hús kl. 13-17 og lesið úr nýjum bók- um. NÝ dögun samtök um sorg og sorgarviðbrögð. Nk. þriðjudagskvöld opið hús í Þingholtsstræti 3 kl. 19.30- 21.30. KVENFÉLAG Breiðholts heldur jólafundinn í kvöld í safnaðarheimili Breiðholts- kirkju kl. 19, jólahlaðborð, jólapakkar og jólamatur. KVENFÉLAGIÐ Seltjörn. Jólafundur kvenfélagsins í félagsheimili bæjarins nk. þriðjudagskvöld kl. 20.30. Jólapakkar. ÁRBÆJARSÓKN, starf aldraðra: Fótsnyrting í safn- aðarheimilinu mánudag kl. 14-17. HRAUNBÆR 105, félags- starf aldraðra. Jólafagnaður verður næstkomandi fimmtu- dag, 17. desember, kl. 19. Húsið opnað kl. 18.30. KÖKUBASAR Safnaðafé- lags Ásprestakalls er í dag í safnaðarheimili kirkjunnar kl. 15. Tekið verður á móti kök- um frá'kl. 11 í dag. KIRKJUSTARF ÁSKIRKJA. Fundur í æsku- lýðsfélaginu í kvöld kl. 20. BÚSTAÐAKIRKJA. Fundur 10-12 ára barna í dag kl. 17 og í æskulýðsfélaginu kl. 20. HALLGRÍMSKIRKJA. Fundur í æskulýðsfélaginu Örk í kvöld kl. 20. Mánudags- kvöld kl. 20.30. Orgeltónleik- ar. Prof. Hans Dieter Möller leikur aðventu- og jólatónlist. HÁTEIGSKIRKJA. Æsku- lýðsstarf fyrir 10-12 ára í dag kl. 17 og fyrir 13 ára og eldri kl. 20. Biblíulestur mánudagskvöld kl. 21. LAUGARNESKIRKJA. Fundur í æskulýðsfélaginu í kvöld kl. 20. NESKIRKJA. Kaffísala í dag í safnaðarheimilinu að lokinni messu, kl. 15, í umsjón æsku- lýðsfélagsins. Æskulýðsfund- ur fyrir 13 ára og eldri í safn- aðarheimili kirkjunnar á morgun, mánudag kl. 20. SELTJARNARNESKIRKJA. Fundur í æskulýðsfélaginu í kvöld kl. 20.30. ÁRBÆJARKIRKJA. Æsku- lýðsfundur í kvöld kl. 20. Opið hús fyrir eldri borgara mánudaga kl. 13-15.30 og miðvikudaga kl. 13.30- 16.30. Forledramorgunn þriðjudag kl. 10-12. FELLA- og HÓLAKIRKJA. Æskulýðsfundur mánudags- kvöld kl. 20.30. SELJAKIRKJA. Æskulýðs- fundur mánudagskvöld kl. 20-22. Mömmumorgunn, op- ið hús, þriðjudagkl., 10-12. VEGURINN. Fjölskyldusam- vera kl. 11. Ungbarnastarf, bamakirkja, krakkastarf og almenn fræðsla. SKIPIIM___________ REYKJAVÍKURHÖFR Skógarfoss er lagður af stað til útlanda. Á morgun er tog- arinn Jón Baldvinsson vænt- anlegur inn og að utan er Laxfoss væntanlegur. HAFNARFJARÐAR- HÖFN.Lagarfoss er vænt- anlegur í dag. MIIMIMINGARSPJÖLP MINNINGARKORT MS- félagsins _fást á eftirtöldum stöðumj Á skrifstofu félags- ins að Álandi 13. í apótekum: Kópavogsapótek, Hafnar- fjarðarapótek, Lyfjabúð Breiðholts, Árbæjarapótek, Garðsapótek, Háaleitisapó- tek, Holtsapótek, Lyfjabúðin Iðunn, Laugavegsapótek, Reykjavíkurapótek, Vestur- bæjarapótek, Apótek Kefla- víkur, Akraness Apótek og Apótek Grindavíkur. í Bóka- búðum: Bókabúð Máls og menningar, Bókabúð Foss- vogs í Grímsbæ. Morgunblaðið/Theódór Þessar ungu stúlkur, Harpa Gunnarsdóttir og Guðrún Rakel Ómarsdóttir eiga heima í Borgarnesi. Þær efndu til hlutaveltu og söfnuðu rúmlega 32 þúsundum sem þær gáfu til styrktar átakinu „Börnin heim“. r

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.