Morgunblaðið - 13.12.1992, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIR/YFIRLIT
INNLENT
Ovissa um
EES af-
greiðslu
Óvissa ríkti á Alþingi í vikunni
um afgreiðslu samningsins um
Evrópskt efnahagssvæði eftir að
Sviss hafnaði honum. Þjóðhags-
stofnun telur að með hálfs árs
seinkun gildistökunnar tapi þjóð-
arbúið hálfum milljarði. Skiptar
skoðanir voru meðal þingmanna
um hvort ljúka þyrfti afgreiðslu
málsins fyrir áramót eða láta nið-
urstöðu annarrar umræðu duga
til að sýna afstöðu íslenskra
stjómvalda til EES. Utanríkisráð-
herra kom af fundi með starfs-
bræðrum í EFTA í lok vikunnar
með áskorun um að málið yrði
afgreitt hér hið fyrsta, áður en til
ríkjaráðstefnu dregur eftir ára-
mót.
Gyllir seldur frá Fiateyri
Hjálmur hf. og Útgerðarfélag
Flateyrar ákváðu að selja togar-
ann Gylli frá Flateyri til Síldar-
vinnslunnar hf. í Neskaupstað.
Helmingur af um 2.000 þorsk-
ígildistonnum togarans verður eft-
ir á Flateyri. I athugun er hjá
Hjálmi að hefja skelfiskvinnslu og
línuútgerð. Ifyrirtækið samdi um
kaup á línubátnum Val frá Stöðv-
arfirði.
Önnur umræða fjárlaga
Önnur umræða fjárlaga fór
fram á Alþingi i vikunni, en gert
er ráð fyrir taisverðum breyting-
um á frumvarpinu næstu daga
ERLENT
Karl og Díana
skilinað
borði og sæng
KARL Bretaprins og Díana kona
hans skildu að borði og sæng á
miðvikudag. Sagt var að þau ætl-
uðu ekki að skilja að lögum og
gjömingurinn hefði því engin
áhrif á ríkiserfðir. Gæti Díana því
orðið drottning. Þó var allt eins
talið að síðar myndi Karl afsala
sér ríkiserfðum í hendur eldri son-
ar síns, Vilhjálms prins.
Sómalir fögnuðu
hersveitum SÞ
FYRSTU liðsmenn rúmlega
30.000 manna herliðs á vegum
Sameinuðu þjóðanna (SÞ) gengu
á land í Sómalíu og lögðu undir
sig höfuðborgina Mogadishu í
dögun sl. miðvikudag. Hlutverk
sveitanna er að tryggja að hjálp-
argögn beristtil milljóna sveltandi
Sómala en óaldarflokkar í Moga-
dishu og víðar hafa komið í veg
fyrir að matvælaaðstoð bærist
þeim. Aðgerðin er einstæð að því
leyti að þetta er í fyrsta sinn sem
gripið er til hervalds af mannúða-
rástæðum.
Svisslendingar felldu EES
Svisslendingar felldu samning-
inn um Evrópska efnahagssvæðið
(EES) í þjóðaratkvæðagreiðslu sl.
sunnudag. Talsmenn Evrópu-
bandalagsins (EB) lýstu því yfir
að úrslitin hefðu þau áhrif ein á
samninginn að hann yrði endur-
skoðaður með tilliti til þess að
Sviss yrði ekki aðili að EES.
Norska krónan fallin
GENGI norsku krónunnar var lát-
ið fljóta á alþjóðlegum gjaldeyris-
markaði á fimmtudag og lækkaði
strax um 5%. Mikill þrýstingur
hafði verið á krónuna frá því
sænska krónan féll í síðasta mán-
uði. Efnahagssérfræðingar spáðu
því að gengisfall norsku krónunn-
ar kynni að skapa hættu á nýju
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. DESEMBER 1992
ERLEIMT
Uppbygging í byggingariðnaði í austurhluta Þýskalands
Tækifæri fyrir fyrir-
tæki af Norðurlöndum
í ÞÝSKALANDI bíða ærin tækifæri i byggingariðnaði samkvæmt athug-
un óháðrar rannsóknastofnunar í Kaupmannahöfn um evrópskan
byggingariðnað. Kemur t.d. fram að nú séu yfir 800 fyrirtæki og 6.000
iðnaðarmenn frá Danmörku í mannvirkjagerð í Þýskalandi.
fram að þriðju umræðu. Athygli
vakti að nokkrir stjómarliðar
gagnrýndu áform heilbrigðisráð-
herra um spamað.
Hátt vöruverð
Verðlag algengrar neysluvöru
er hæst á íslandi af 13 löndum
sem breskt fyrirtæki athugaði.
Af 22 vörutegundum voru 10 dýr-
astar hér og fjórar næstdýrastar.
Innkaupakarfa með vörunum
kostar 40% meira hér en í Belgíu,
sem er næstdýrust, og 80% meira
en í nokkrum EB-löndum.
Bréf í Sameinuðum
verktökum seld
Mat Verðbréfamarkaðar Iðnað-
arbankans á bréfum í Sameinuð-
um verktökum hljóðar upp á 7,2-
falt gengi á við nafnverð hlutafjár-
ins. Það er 310 milljónir en sam-
kvæmt matinu yrðu bréfin metin
á 2,2 milljarða, sem er 80% af
hreinni eign félagsins. Matið var
gert fyrir stjóm fyrirtækisins til
undirbúnings almennri markaðs-
setningu hlutabréfanna.
Fjórðungssjúkrahúsið
bótaskylt
Hæstiréttur dæmdi Fjórðungs-
sjúkrahúsið á Akureyri til að
greiða fimm ára dreng og foreldr-
um hans 8 milljónir króna í bætur
auk vaxta vegna heilaskemmda
drengsins í fæðingu. Þær ollu hon-
um varanlegri örorku og mikinn
kostnað hefur þurft að leggja í
ýmsa umönnun. Hæstiréttur lagði
sönnunarbyrði í málinu á sjúkra-
húsið, þar sem talið var að aðstæð-
ur þar hefðu mátt vera betri. Spít-
alinn segist þurfa aðstoð ríkisins
til að greiða bætumar, sem auk
vaxta eru á annan tug milljóna.
írafári á evrópskum gjaldeyris-
markaði.
Mannskæðar óeirðir á
Indlandi
MÖRG hundruð manns hafa beðið
bana í óeirðum á Indlandi þessa
viku. Upphafið að átökum músl-
ima og hindúa er að sl. sunnudag
rifu herskáir hindúar niður mosku
í borginni Ayodhya í Uttar Pra-
desh. Hindúar segja að moskan
hafi verið reist á fæðingarstað
guðs þeirra, Rama, á 16. öld og
vilja reisa þar hof honum til dýrð-
ar.
Jeltsín og Khasbúlatov
reyna að semja frið
BORÍS Jeltsín Rússlandsforseti
og Rúslan Khasbúlatov þingfor-
seti, sem er helsti andstæðingur
Jeltsíns, sættust á það á föstudag
að reyna að leysa þá stjómmála-
kreppu sem hremmir Rússa með
viðræðum sín á milli. Hermt var
að Jeltsín myndi bjóðast til þess
að fóma Gennadíj Búrbúlís, einum
nánasta ráðgjafa sínum, og fresta
áformum sínum um þjóðarat-
kvæðagreiðslu um hver eigi að
fara með völd, forsetinn eða þing-
ið, í skiptum fyrir frið við þingið.
f þingræðu á fimmtudag varaði
Jeltsín við dulbúnu valdaráni aft-
urhaldsaflanna í landinu og skor-
aði á almenning að undirrita
áskorun um þjóðaratkvæða-
greiðslu þar sem skorið yrði úr
um hver færi með völdin. Þingið
hafnaði Jegor Gajdar, starfandi
forsætisráðherra og aðalhöfundi
einkavæðingaráætlunar stjórnar-
innar, á miðvikudag. Jeltsín setti
Gajdar í embætti með forsetatil-
skipun daginn eftir.
Danskir byggingamenn hrósa ekki
einir happi yfir verkefnagnótt. í
Þýskalandi. Norðmenn hugsa sér
gott til glóðarinnar vegna nýs samn-
ings um byggingu 800 íbúða í borg-
inni Jena í Thiiringen-ríki í fyirum
Austur-Þýskalandi. Yfirmaður bygg-
ingadeildar norska útflutningsráðs-
ins, Jan A. Rygh, undirritaði samn-
inginn ásamt Lothar Spáth, forstjóra
þýska ríkisfyrirtækisins Jenoptik.
Rygh slær þann varnagla að ýmis-
legt geti farið úrskeiðis áður en hús-
in rísi og seljist. Hann segir að Jena-
áformin séu samt bestu tíðindin í
norskum útflutningi um langt skeið.
Lothar Spáth hefur verið aðal-
stjómandi Jenoptik í hálft annað ár,
en fyrirtækið er reist á grunni Carl
Zeiss sjóngleijaverksmiðjanna.
Spáth er kristilegur demókrati og
var í þrettán ár forsætisráðherra
Baden Wurttemberg. Hann sagði af
sér embættinu í Stuttgart í byijun
síðasta árs eftir að opinbert varð um
dýr ferðalög hans á kostnað ýmissa
hagsmunaaðila í sambaridsríkinu.
Vonir Norðmanna standa til þess
að sögn Aftenposten að áform sem
þessi geti orðið að veruleika í sam-
vinnu við fleiri fyrirtæki en Jenoptik,
víðar um landið en í Jena. Hugmynd-
in er að beina offramboði vinnuafls
og efnis í Noregi að mikilli húsnæði-
seftirspurn í austurhluta Þýskalands.
íslenskir aðilar í byggingariðnaði
virðast ekki hafa hugsað stíft til
Þýskalands þrátt fyrir þrengingar
hérlendis. Grétar Þorsteinsson for-
maður Sambands byggingarmanna
segir 'að með auknu atvinnuleysi
hafi menn samband í vaxandi mæli
til að afla vitneskju um starfsmögu-
leika erlendis. En hann kannast ekki
við neina Þýskalandssveiflu hér, seg-
ir hana hins vegar greinilega í Dan-
mörku og ekkert nýnæmi.
Pálmi Kristinsson framkvæmda-
stjóri Verktakasambands íslands
segir vel þekkt að stór fyrirtæki á
Norðurlöndum hafi verið að kaupa
fyrirtæki í austurhluta Þýskalands.
En þar sé nóg vinnuafl þótt verk-
þekking gæti oft verið betri. Pálmi
segir að á Norðurlöndum sé útlit í
greininni nú einna bjartast í Noregi.
Gæti hugsast að einhveijir íslending-
ar leituðu þangað eftir verkefnum,
Þýskaland væri hins vegar líklega
fjarlægara mönnum bæði vegna að-
stæðria í austrinu og tungmálsins.
Sögulegt samkomulag þýsku stjórnmálaflokkanna
Tékkar og Pólverjar
verða að axla hluta
flóttamannavandans
Flestir flóttamenn í Þýskalandi hafa komið þangað í gegnum
Pólland eða Tékkóslóvakiu. Samkvæmt samkomulagi þýsku flokk-
anna verður almennt ekki tekið við flóttamönnum þaðan. Hér
sjást flóttamenn í Liibeck í Þýskalandi bíða eftir afgreiðslu á
skrifstofu yfirvalda.
ALLIR helstu stjórnmálaflokk-
amir í Þýskalandi náðu sögu-
legu samkomulagi um síðustu
helgi um leiðir til að stemma
stigu við straumi flóttamanna
til landsins. Grundvallaratriði
samkomulagsins er stjómar-
skrárbreyting sem takmarkar
þann ríka rétt sem flóttamenn
hafa notið í Þýskalandi.
116. gr. þýsku stjómarskrárinn-
ar er flóttafólki veittur einfald-
ur og skýr réttur: „Þeir sem verða
fyrir pólitískum ofsóknum eiga
rétt til hælis.“ Aðalvandi þýskra
stjómvalda hefur falist í að skera
úr um hvort menn hafí sætt póli-
tískum ofsóknum heima fyrir. Á
meðan úr því er greitt hafa flótta-
mennimir fengið að dveljast í
Þýskaiandi. Rannsókn á þeim til-
vikum þar sem gmnur hefur leik-
ið á að flóttamaður væri að sækj-
ast eftir efnahagslegri velferð í
Þýskalandi hefur getað dregist
mjög á langinn. Afleiðing hinnar
mannúðlegu stjómarskrárgreinar
hefur verið yfirþyrmandi flótta-
mannstraumur til Þýskalands sem
stefnt hefur innanlandsfriði í
hættu.
Samkvæmt samkomulagi
stjómarflokkanna þriggja, kristi-
legra demókrata, kristilega sósíal-
sambandsins og fijálslyndra
demókrata, og
jafnaðar-
manna á að
breyta 16.
greininni. Sú
meginregla
mun áfram
gilda að þeir sem orðið hafa fyrir
pólitískum ofsóknum eigi rétt á
hæli sem flóttamenn. Það mun
þó samkvæmt samkomulaginu
ekki eiga við um flóttamenn sem
koma til Þýskalands með viðkomu
í þriðja ríki er virðir mannrétt-
indi. Kveðið er á um að þar undir
falli ríki Evrópubandalagsins og
ríki þar sem virt eru ákvæði Genf-
arsáttmálans og Mannréttinda-
sáttmála Evrópu. Þess má geta
að jafnaðarmenn fengu fram-
gengt þeirri kröfu sinni að skil-
yrði væri að mannréttindi væru
virt í viðkomandi ríki á meðan
hinir flokkamir vildu láta nægja
að umræddir sáttmálar hefðu ver-
ið fullgiltir. Setja á lög um hvaða
ríki teljist „öruggir" viðkomustað-
ir flóttamanna. Samkom.ulag er
um að þar undir falli nágrannarík-
in Pólland,
Tékkóslóvakía,
Austurríki og
Sviss. Hefja á
þegar í stað við-
ræður við pólsk
og tékknesk
stjómvöld um leiðir til að milda
þær afleiðingar sem þessi nýskip-
an mála mun hafa í för með sér
en obbinn af flóttamönnum til
Þýskalands hefur haft viðkomu í
þessum ríkjum. Bjóðast Þjóðveijar
til að auðvelda Pólveijum og
Tékkum að ráða sjálfir við flótta-
mannastrauminn sem þangað
liggur austan og sunnan úr álfu.
Flóttamenn frá EB-ríkjum og „ör-
uggum“ nágrannaríkjum Þýska-
lands munu ekki geta skotið
ágreiningi við þýsk yfirvöld til
dómstóla.
Góð og vond ríki
Samkomulagið gerir enn frem-
,ur ráð fyrir að sett verði lög með
heimild í stjórnarskránni sem telji
upp þau upprunaríki flóttamanna
þar sem almennt réttarástand
virðist vera í svo góðu lagi að
pólitískar ofsóknir eða ómannúð-
leg réttarvarsla eigi sér þar ekki
stað. Meginreglan verður sú að
flóttamenn frá þessum ríkjum
njóti ekki réttar til hælis í Þýska-
landi. Þetta þýðir í raun að þýska
þinginu er uppálagt að skipta ríkj-
um heims í góð og vond ríki.
Fijálslyndir demókratar og jafn-
aðarmenn fengu þó ráðið því að
ílóttafólk frá slíkum ríkjum geti
ieitað til dómstóla með ágreining
við stjórnvöld.
Loks er í samkomulaginu tekið
á málefnum Þjóðveija erlendis.
Takmarka á innflytjendaijöldann
við u.þ.b. 200.000 á ári.
Samkomulagið sem hér hefur
verið reifað verður lagt fyrir
þýska þingið næsta vor.
Heimild: Frankfurter Allge-
meine Zeitung.
BAKSVIP
eftir Pál Þórhallsson