Morgunblaðið - 13.12.1992, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 13.12.1992, Blaðsíða 51
j auoAduvcvi jfe qyiAW8CHa\<«iAvni g MÖRGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. DESEMBER 1992 51— eftir Eltnu Pálmadóttur Hverjum er tamt er sér temur Stormur á öllum miðum. Býsna algeng aðvörun þessa dag- ana. A byggðu bóli von á hinu gamalkunna ástandi sem hann Þorgeir Ibsen, skólastjóri í Hafn- arfírði, orðar svo í stöku í nýju ljóðabókinni „Hreint og beint": Hleður mjöll á hnjúka, fjöll, - hlíðar, þöll og rinda; - grenja tröll og engjast öll, er ymur „höllin vinda". Á svoleiðis dögum, þegar vind- ur hvín og fjallvegir lokast, er notalegast að mega sitja inni og lesa í bók. Ekki vantar nýju bækurnar. En Gáruhöfundur hef- ur lent í öðru, eins og margir aðrir. Varla séð nokkra ,jólabók“ ennþá. Og þó? Freistaðist til að glugga í bók þeirra Áma Snæv- ars og Vals Ingimundarsonar um samskipti íslenskra sósíalista við kommúnistaríkin, sem skrifuð er nú þegar glufa hefur opnast í skjalasöfnum í Moskvu og Aust- ur- Þýskalandi. Ég verð að játa að ég hefi dulítið gaman af því hve sönn reynist „Moggalygin", orðið dundi á okkur almennu starfsfólki þessa vonda blaðs þegar fjör fór að færast í sam- kvæmin og vín sveif á kolla á 6. og 7. áratugnum! Ætli hún reynist bara ekki býsna óbrot- gjam eldfastur leir? Þótt ekki þyki verra eftir þann atgang all- an að úthrópaði leirinn reynist svona staðfastur, þá voru það aðrar gárar sem risu í huga. Mun áhugaverðara er hvemig öllum þessum mannskap sem trúði og hefur nú misst sína trú muni ganga að bijótast úr ára- tuga vel tömdu hugarfari. Skiptir þá ekki höfuðmáli hvernig íslend- ingarnir kunna að klára sig í sinni kollsteypu. Öllu heldur þeir sem lifðu og ólust upp undir því fargi og við þann hugsanagang sem stjórnskipulagið tamdi þá til. Fólk kastar ekki auðveldlega aft- ur fyrir sig öllu sínu uppeldi og hugarfari í hálfa mannsævi eins og vísan mælir með að gert sé við gamalþekktar syndir. Ef satt skal segja komu þessar óumbeðnu áhyggjur af náungan- um ekki fyrst upp við að blaða í nefndri bók. Málið blasti svo skýrt við fyrr í haust í persónum fullorðinna hjóna frá Rúmeníu. Þau höfðu þó bestu aðstæður til að rétta sig af þegar farginu á þeim létti. Vora raunar að því er fundum okkar bar saman. Jon er glæsilegur maður og hrífandi í viðmóti. Kona hans elskuleg en hlédræg, nokkuð óöragg í fasi. Jon erléttur í lund. Getur hlegið að gömlu erfiðleikunum þegar hann lýsir þeim. Jon var embættismaður í utan- ríkisþjónustu Rúmena. Var orð- inn sendiherra þegar hann flutti sig í starfi yfir til Sameinuðu þjóðanna í New York. Gerðist alþjóðlegur háttsettur starfsmað- ur á þeim vettvangi. Það breytti þó ekki mikið lífi þeirra eða los- aði taumhaldið. Hjónin höfðu aðsetur í New York, en var gert að búa í stóra sambýlishúsi sem Rúmenar eiga. Þar bjuggu ein- göngu rúmenskir sendimenn af ýmsum gerðum. Hjónunum var úthlutuð þar lítil íbúð. Launin sem hann hafði hjá SÞ fóra í sameiginlegan sjóð. Sjálfur hélt hann eftir að mig minnir 5-6 hundrað dolluram á mánuði í vasapeninga. Allt sem þau gerðu varð að vera í samræmi við ákvörðun þeirra sem þarna réðu húsum. Húsfundir tíðir, þar sem ákveðið var hvernig ætti að tala* hverju sinni. Gestum aðeins boðið samkvæmt leyfi og með tilhögun í samræmi við reglur. Lífið sem- sagt í skorðum. Nú allt í einu er okinu létt og Jon og kona hans geta í öðra landi ákveðið alls konar smáat- riði, sem þau hafa ekki síðan þau fullorðnuðust þurft að hugsa eða taka ákvörðun um. Honum virð- ist veitast þetta léttar, brosir að öllu saman. En hún veit sýnilega aldrei almennilega hvað hún má og getur leyft sér. Vantar öll viðmiðunarmörk. Lífið er orðið svo miklu flóknara. Þessi diplóm- atakona hefur t.d. alla ævi tekið á móti gestum innan þess ramma sem fýrirmæli settu. Hún kann ekki annað og finnur sig óör- ugga. Þykir gott að leita ráða um stórt og smátt. Hann virðist raunar líka hafa þörf fyrir að bera undir aðra. Þetta er einstak- lega hlýlegt, skemmtilegt fólk, sem gaman var að vera með. Og svona greint og menntað fólk klárar sig áreiðanlega óstutt af kerfinu þótt einhvern tíma þurfi til þess að ná áttum. Én hvað um allan almenning um alla Austur-Evrópu? Fólk sem ekki hefur neitt svipaðar aðstæð- ur. Allt þetta fólk sem frá bam- æsku hefur haft sinn lífsramma og lifað undir loki? Vanist því að allt sé ákveðið fyrir það. Áð- eins gætt þess að fara hvergi út fyrir rammann sinn þótt þrengdi í kassanum og það gleddist þegar okinu létti. Líklega er ekki auð- hlaupið að taka slíkan kollhnís í allri hugsun og öllum lífsháttum. Fara að ákveða og bera ábyrgð á öllum ákvörðunum sjálfur. Ekki undarlegt þótt mörgum mannin- um ói við því sem við blasir, ekki síst í þrúgandi fátækt, erfiðleik- um og vísast vonbrigðum. Láti hvarfla að sér er á móti blæs að skárra hafí verið í þessu and- styggilega skjóli. Haft er fyrir satt að illt sé að kenna gömlum hundi að sitja. Jafnvel þeir ungu þurfa sinn tíma. Hvort hann gefst austur þar veit enginn. Kannski dugir ekki minna en ein manns ævi, að heil kynslóð tamin og mótuð við áþján hverfí af sjónar- sviðinu. mpi MALA BÆINN RAUÐAN * HOStHINO MIÐBÆJARMARKAÐURINN MIÐBÆJARMARKAÐURINN AÐALSTRÆTI 9, SÍMI12315 Höfum opnað nýja verslun MQSCHINO FERRETTI .iKwsi'im.asoi'm Við bjóðum J auka smáhýsi á kynningarverðinu 39. 49. HEIMSFERDIR hf. Austurstræti 17, 2. hæð • Sími 624600

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.