Morgunblaðið - 08.01.1993, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ FASTEIGNIR FÖSTUDAGUR 8. JANÚAR 1993
B 13
Raðhús á tveimur hæðum. Verð
dollarar (3,8-4,5 millj. ísl. kr.)
tvö ár hefur hún dvalizt jöfnum
höndum þar og í Reykjavík með
aðstöðu á fasteignasölu hér. Hún
segir, að áhugi íslendinga hafi
beinzt mjög að Flórída, eftir að
reglur hér varðandi fasteignakaup
tóku að rýmkast og töluverð reynsla
sé komin á þau viðskipti. Hún hafi
selt íslendingum margar eignir á
Flórída og reynslan af þeim við-
skiptum hafi verið mjög góð. Hinum
erlendu seljendum líki vel að skipta
við íslendinga, sem hafi einnig
reynzt mjög ánægðir og traustir
kaupendur, enda hafi þessi við-
skipti undantekningarlaust gengið
vel og örugglega fyrir sig.
Kaup á fasteign er alltaf mjög
mikilvæg ákvörðun, ekki sízt í fjar-
lægu landi, því að mikið er í húfi.
Segir Sigríður, að fólk telji það afar
þýðingarmikið að geta rætt við fast-
eignasalann hér heima og fengið
allar upplýsingar og útskýringar
milliliðalaust. Það hafi jafnvel verið
gengið að mestu eða öllu leyti frá
samningum hér, þótt nær allir hafi
auðvitað farið fyrst á staðinn til að
skoða, hvaða fasteignir væru í boði.
— Á íslenzkan mælikvarða er
verð á fasteignum ótrúlega hag-
stætt á Flórída. — Það má t. d. fá
fullbúna íbúð á verði frá 2,5 millj.
kr., sem er viðráðanlegt fýrir
marga, segir Sigríður. — Enn viðr-
áðanlegra verður það, ef t. d. tvær
fjölskyldur kaupa saman, s'em getur
hentað vel, því að á Flórída er sól
og sumar í 12 mánuði á ári og
auðvelt að deila afnotum húsnæðis-
ins á milli sín.
— Á Flórída eru auðvitað í boði
allar tegundir af fasteignum á mis-
munandi verði eftir stærð, gæðum
og staðsetningu, heldur Sigríður
áfram. — Þar má fá einbýlishús
fyrir um 5,5 millj. ísl. kr., en sem
dæmi um aðeins dýrara hús má
nefna hús, sem kostar 6,5 millj. kr.
Þar er um að ræða einbýlishús með
þremur svefnherbergjum - þar af
einu mjög stóru með lúxusbaði og
fataherbergi - stofu, sjónvarpsher-
þeirra er á bilinu 60.000-70.000
bergi, baðherbergi, eldhúsi með öll-
um heimilistækjum, þvottaherbergi
og bílskúr fyrir tvo bíla. Húsið er
fullfrágengið að utan og innan en
einnig fylgir því garður. Útborgun
á þessu húsi er ca. 2,3 millj. kr.
og auðvelt að fá hagstæð lán til
15-30 ára.
íbúðir og einbýlishús eru yfírleitt
á svæðum, þar sem aðgangur er
að sundlaugum, golfvelli, klúbbum
og margvíslegri annarri aðstöðu.
Fyrir þá, sem vilja enn meiri lúxus,
er úr nógu að velja og íslendingar
eru jafnvel hissa á því, hve mikil
viðbótarþægindi fást fyrir tiltölu-
lega litlar aukagreiðslur.
Sigríður hyggst efna til sérstakr-
ar Flórídakynningar á Hótel Sögu
kl. 2 eftir hádegi á morgun, laugar-
dag. Þar verða m. a. forstjóri banda-
rískrar fasteignaþjónustu og að-
stoðarmaður hans og munu þeir
kynna sérstaklega það, sem í boði
er á Flórída þar á meðal nýja og
áhugaverða staði. Jafnframt mun
nýstofnað Flórídafélag hér á landi
kynna starfsemi sína, en það hefur
í hyggju að veita íslendingum þar
margvíslega þjónustu.
Þá munu Flugleiðir kynna þar
nýja og hagstæða ferðamöguleika
til Flórída og alveg sérstaklega
hópferð, sem væntanlega verður
farin í janúarlpk til að skoða fast-
eignir á Flórída. — Fargjald í þess-
ari ferð verður mjög lágt og þeir,
sem vilja, geta lengt hana og gert
úr henni góða orlofsferð, segir Sig-
ríður.
Hættulegar gryfjur
Þeir eru til sem segja, að varast
beri að líta á fasteignakaup erlend-
is sem fjárfestingarmöguleika. Þar
breyti aukið gjaldeyrisfrelsi engu
um. íslendingar búsettir á Norður-
löndum, Bandaríkjunum, Bretlandi
og fleiri löndum hafa t. d. lent í
því að sitja uppi með íbúðir þar, sem
hvorki var hægt að selja né leigja
út og þeir því átt erfitt með að flytj-
ast heim af þeim sökum. Það eru
einnig átthagafjötrar, þó að þeir séu
í öðru landi.
Stundum hafa þessir íslendingar
þó ekki komizt hjá því að selja eign-
ir sínar í þessum löndum, en þá oft
orðið að sætta sig við mun lægra
verð en þær voru keyptar á og þeir
því orðið fyrir verulegum fjárhags-
legum skakkaföllum.
Þá má enn nefna, að þó að það
kunni að hljóma vel að geta keypt
íbúð erlendis að lang mestu leyti
með bankalánum, þá felst í því einn-
ig viss áhætta. I Bandaríkjunum
þarf seljandi t. d. að greiða upp
áhvílandi veðskuldir, þegar hann
selur eign sína og hafí hann keypt
hana dýrt, getur vel farið svo, þeg-
ar hann selur, að hann þurfí beinlín-
is að borga með eigninni.
Hafi eign t. d. verið keypt fýrir
100.000 dollara (um 6,4 millj. ísl.
kr.) og þau kaup verið fjármögnuð
allt að 90% með bankalánum í
Bandaríkjunum, þá blasir sú stað-
reynd við, ef eigninn fellur um 20%,
— sem svo sannarlega hefur gerzt
á sumum svæðum í Bandaríkjunum
á undanfömum árum, — að seljand-
inn þarf að greiða 10.000 dollara
(um 640.000 ísl kr.) til þess að
losna. Hann hefur ekki bara tapað
þeim 10% eða 10.000 dollurum, sem
hann lagði fram heldur einnig 10%
eða 10.000 dollurum til viðbótar.
Auknu gjaldeyrisfrelsi til fast-
eignakaupa erlendis em því sam-
fara ýmsar hættulegar gryfjur, sem
fólk getur fallið í. Sigríður var
spurð, hvort hún þekkti sjálf tilvik
af þessu tagi.
— Tilvik af þessu tagi hafa vissu-
lega komið fyrir, segir Sigríður. —
Á árunum 1981-1984 hækkuðu
fasteignir í Bandaríkjunum upp úr
öllu valdi og urðu alltof dýrar. Síð-
an lækkuðu þær verulega, unz botn-
inum var náð 1989-1990. Eftir það
hafa fasteignir ekki lækkað þar
heldur aðeins hækkað ef eitthvað
er. En þessar sveiflur í fasteigna-
verði í Bandaríkjunum áttu sér ekki
stað alls staðar þar í landi. Það sem
máli skiptir, er að kaupa eignir á
réttum svæðum. Staðsetningin
skiptir þar öllu máli og í Flórída
urðu litlar sveiflur á fasteignaverði
á síðasta áratug.
— Þá verður að gæta þess, að
fæstir kaupa kaupa íbúð eða hús í
Flórída í fjárfestingarskyni ein-
göngu, segir Sigríður Guðmunds-
dóttir að lokum. - Flestir eru að
hugsa um notagildið. Þeir ætla sér
að dvelja í húsinu sér til yndisauka.
Það þýðir ekki að ætla sér að kaupa
eign í Flórída með það í huga að
selja það kannski eftir eitt ár til
þess að græða á því. Kostnaður við
söluna er um 5%. Ég held, að flest-
ir vonist til þess eins að geta selt
sér að skaðlausu, ef þeir þurfa.
Megintilgangurinn með því að
kaupa eign í Flórída er að sjálf-
sögðu sá að njóta þess, sem íslend-
inginn gleður kannski mest, en það
er dásamlegt veðurfar.
s.62-1200 62-1201
____Skipholti 5
GLEÐ/LEGT NÝTTÁR!
SIMATÍMI LAUGARDAG kl. 12-14
2ja-3ja herb.
Arahólar. 2ja herb. 54 fm
góð íb. á 5. hæð. íb. er ný-
mál. og laus. Hús í mjög góðu
lagi m.a. yfirbyggðar svalir.
Verð 5,4 millj.
Alfhólsvegur. 2ja herb. 82 fm
góð kj.íb. f þríbhúsi. Sér hiti, sér-
inng.
Hverfisgata. 2ja herb. 64,2 fm
glæsil. fb. á 2. hæð. Ib. er ný, ónot-
uð. Laus. Verð 5,8 miilj.
Barónsstígur. 2ja herb. 58,1 fm
íb. á 2. hæð f húsi byggðu 1981.
Góð íb. Verð 5,9 millj.
Hraunbær. 2ja herb. 56 fm
íb . á 1. hæð. Húsið nýklætt.
Suðursv. Nýl. eldhúsinnr.
Parket. Verð 5,3 millj.
Vitastfgur - Hverfisgata.
3ja herb. mjög snotur íb. á 2. hæð
i steinh. Nýl. eldhinnr. og nýl. á
baðherb. Verð 4,5 millj.
Endaraðhús. 2ja herb.
61,9 fm vel skipulagt gullfal-
legt endaraðh. við Grundar-
tanga í Mosfellsbæ. Góður
garður. Draumahús f. ungt
fólk sem fullorðið. Verð 6,2 m.
Samtún. 2ja herb. góð kj.ib. á
þessum rólega stað. Verð 3 millj.
950 þús. Áhv. 1680 þús.
Seilugrandi. 2ja herb.
51,8 fm íb. á 3. hæð. Nýl. fal-
leg íb. Áhv. 1860 þús. frá
byggingarsj. Hægt að fá stæði
í bflageymslu. Verð 5,4 millj.
Hverfisgata. 3ja herb. íb. á 1.
hæð í steinh. Verð 4,0 millj.
Hafnarfjörður. 3ja herb.
góð íb. á neðri hæð í tvíb-
hús
mill
Laus strax. Verð 4,9
4ra herb. og stærra
Hringbraut. 4ra herb. 88, 4 fm
íb. á 3. hæð í góðu steinh. Laus.
Verð 6,9 millj.
Háaleitisbraut. 4ra herb.
97,3 fm gullfalleg íb. á 2.
hæð. Nýtt baðherb. Parket.
Mjög hagstæð lán.
Æsufell. 4ra herb. 92,6 fm íb. á
2. hæð. Snotur íb. Húsið viðgert.
Verð 6,4 millj.
Laugateigur. 4ra herb.
103,4 fm efri sérh. íb. er 2
saml. stofur, 2 svefnherb.,
gott eldh. og bað. 30,2 fm
bílsk. Laus fljótl. Verð 10,4
millj.
Kópavogsbraut. i30fmjaröh.
f þríb. Mögul. 5 svefnherb. Allt sér.
Laus. Verð 7,7 millj.
Hraunbær. 5-6 herb. 138,2 fm
góö íb. á 3. hæð í blokk. 4 svefn-
herb. Verð 9,5 millj.
Kópavogsbraut. 5-6
herb. neðri hæð í tvíb. Nýl.
falleg eldhúsinnr. Heitur pott-
ur í garði. Bílskúr. Laus. Verð
10, 5 millj.
Raðhús - Einbýlishús
Heiðarsel. Endaraðhús -
2 hæðir, 6 herb. góð íb. Innb.
bílskúr. Á neðri hæð eru 3
svefnherb., baðherb., for-
stofa, og bílskúr. Uppi eru
stofur, eldhús, búr, þvotta-
herb. og snyrt. Verð 12,7 millj.
Blikastígur. Einbhús, hæð og
ris, 150 fm auk 150 fm bilskúrs.
Laust. Verð 9,7 millj.
Valhúsabraut - Seltj. Einb-
hús á einni hæð m. innb. bflskúr.
Húsið er fokh., að mestu frág. utan,
til afh. strax. Glæsil. hús á eftirsótt-
um stað. Verö 11,8 millj.
Bakkasel. Endaraðh. 241 fm auk
bflskúrs. Gott hús. Miklir mögul.
Hafnarfjörður. Einbhús, ein
hæð, 176 fm auk 57 fm bílskúrs.
Gott hús. 5 svefnherb. Mögul.
skipti.
Atvinnuhúsnæði
Suðurlandsbraut. Vorum að
fá f sölu ca. 700 fm verslunarhúsn.
á götuhæð, á mjög góöum stað.
Sumarbústaðir
Sumarbústaðir
í Munaðarnesi, Þjórsárdal og víðar.
Sumarbústaðaland
í landi Jarðlangsstaða við Langá.
Hagstætt verð. Eignarland 0,5 ha.
Kári Fanndal Guðbrandsson,
Axel Kristjánsson hrl.
Sigrún Sigurpálsdóttir,
lögg. fasteignasali.
...............—mw/
VALHÚS
FASTEIGIMASALA
Reykjavíkurvegi 62
5:6511SS
Sýnishorn úr söluskrá
Takið söluskrá á skrifstofunni
Einbýli — raöhús
LÆKJARBERG V. LÆKINN
Vorum að fá 206 fm einb. á einni hæð m.
innb. bílsk. Frágengin lóð að mestu. Góð
staðsetn. Teikn. á skrifst.
HVERFISGATA - HF.
Vorum að fá einb. sem sk. í jarðh., hæð og
ris. Bílskúr. Jarðh. getur nýst sem sér íb.
Góð lóð. Áhv. 5 millj. húsbr. Laus nú þegar.
NORÐURTÚN - BESS.
Vorum að fá 6-7 herb. einb. á einni hæð
sem skiptist í sjórivarpshol, stofu, borðstofu,
eldh. m. vönduðum innr., 4 góð svefnh., bað-
herb. m. innr., þvottah. og geymslu. Tvöf.
bílsk. Afgirt lóð. Góð staðs. Suðurverönd.
FURUBERG - EINB.
Vorum að fá vandað 222 fm einb. á einni
hæð. Þ.m.t. innb. bílsk. 6 svefnherb. Stofa,
borðstofa, eldh., sjónvarpshol. Allt mjög vel
úr garði gert.
HRAUNTUNGA HF
6 herb. 152 fm einb ásamt bílskúr. Skipti
mögul. á ódýrari eign.
SMYRLAHRAUN RAÐH.
6 herb. raðh. á 2 hæðum ásamt óinnr. risi
m. kvisti. Bílskúr.
ÖLDUGATA HF
4-5 herb. einb. ásamt bilskúr. Verð 8 millj.
NORÐURVANGUR - EINB.
Gott 6 herb. 142 fm einb. ásamt rúmg. bílsk.
STUÐLABERG - PARHÚS
Skemmtil. og vel stáðsett parhús á tveimur
hæðum ásamt sjónvherb. í risi. Bílskúr.
TÚNHVAMMUR - RAÐHÚS
Mjög gott 6 herb. raðhús á tveimur hæðum
ásamt innb. bílskúr. Vel staösett og góö
eign.
ÖLDUSLÓÐ - RAÐHÚS
Vorum að fá raðhús á þessum vinsæla stað.
Húsið er á tveimur hæðum ásamt innb.
bílsk. á jarðhæð.
VOGAR -
VATIVISLEYSUSTRÖND
Vorum að fá 5-6 herb. einb. ásamt bílskúr.
Vel staðsett og gott hús. Laust nú þegar.
URÐARSTÍGUR - EINB.
5 herb. mikið endurn. einb. ásamt bílsk-
plötu. Góð afgirt lóð.
4ra—6 herb.
ÁLFASKEIÐ - M. BÍLSK.
5 herb. endaíb. á 3. hæö ásamt bílsk. Góð
áhv. langtlán. Verð 8,6 millj.
MIÐVANGUR - SÉRHÆÐ
6 herb. 133 fm efri hæð í tvíb. Bílskúr. Góð
áhv. lán.
ARNARHRAUN - SÉRHÆÐ
Góð 4ra-5 herb. ib. ásamt 2 herb. á jarð-
hæð. Sérþvhús. Góð staðsetn.
SUÐURVANGUR - 4RA
Vqrum að 4ra-5 herb. 1H fm ib. á
1. hæð. Nýjar innr. og parket. Falleg
eign.
HRAUNBRÚN - SÉRHÆÐ
Nýl. góð 4ra-5 herb. íb. ásamt bilsk. Vel
staðsett eign. Verð 10,5 millj.
HELLISGATA - SÉRHÆÐ
Falleg 5 herb. efri hæð i tvib. Bílskréttur.
Nýjar innr., flísar og parket.
BREIÐVANGUR - 5 HERB.
Góð 5 herb. 120 fm endaíb. á 3. hæð. 4
svefnherb. Bílskúr.
HJALLABRAUT - 4RA
4ra-5 herb. íb. á 1. hæð.
3ja herb.
SLÉTTAHRAUN - 3JA
3ja herb. endaíb. á 1. hæð.
HÖRGSHOLT - 3JA
3ja herb. endaíb. á 1. hæð. Til afh. nú þeg-
ar. Vantar einungis gólfefni.
SMYRLAHRAUN M/BÍLSK.
Vorum að fá 3ja herb. endaíb. á 2. hæð.
ásamt bílskúr. Áhv. nýl. húsnæðismálalán.
MJÓSUND - HF.
3ja-4ra herb. neðri h. i tvíb. Góð nýting.
Áhv. nýl. húsnæðismólalán.
HVAMMABRAUT
Gullfalleg 3ja-4ra herb. 104 fm íb. á 1.
hæð. Vandaðar innr. Suðursv.
HJALLABRAUT - 3JA
Góð 3ja herb. 86 fm endaib. á 1. hæð i
góðu fjölb.
2ja herb.
FÁLKAGATA - LAUS
Vorum að f á góða einstaklíb. á 1. hæð
í góðu fjölb. Ib. er laus nú þegar.
HVERFISGATA HF.
Rúmg. 2ja herb. ib. á jarðh. ásamt úti-
geymslu. Áhv. góð lán.
SUNNUVEGUR - HF.
Góð 2ja herb. 63 fm ib. á jarðhæð. Verð
4,2 millj.
HRAUNSTÍGUR
2ja herb. íb. á jarðhæð. Sérinng. V. 4,8 m.
Annað
MOSAHLÍÐ - RAÐHÚS
Mjög skemmtil. 4ra-6 herb. raðhús ásamt
innb. bílsk. Teikn. á skrifst.
LINDARBERG - PARHÚS
216 fm parhús. Innb. bíisk. Áhv. húsbréf.
ÁLFHOLT - 3JA HERB.
DVERGHOLT - 3JA HERB.
HÖRGSHOLT - 3JA HERB.
HESTHÚS,— HLÍÐARÞÚFUR
Gjörið svo vel að líta inn!
ÁLFASKEIÐ — 2JA Sveinn Slgurjónsson sölustj.
Góð 2ja herb. íb. é 3. hæð. Góðar svalir. 4* Valgeir Kristínsson hrl.
Bilskréttur.