Morgunblaðið - 08.01.1993, Blaðsíða 20
20 B
MORGUNBLAÐIÐ FASTEIGNIR FÖSTUDAGUR 8. JANÚAR 1993
Tillaga urn ffélagslcga ibuóabyggó
Getxir oröiö livati
jákvæóra félags-
legra samskipta
Að mati dómnefndar hefur tillöguhöfundi tekist að uppfylla mark-
mið samkeppninnar um samspil nýsköpunar og hagkvæmnissjónar-
miða í heildarlausn og telur dómnefnd byggðina geta orðið hvata
til jákvæðra félagslegra samskipta og betra mannlifs og mælir með
útfærslu hennar í meginatriðum á öllu samkeppnissvæðinu. Þetta
er umsögn dómnefndar í samkeppni Húsnæðisnefndar Reykjavíkur
um félagslegar íbúðir í Borgarholti II Borgarhverfi í Reykjavík.
Alls bárust 37 tillögur í fyrra þrep samkeppninnar. Tók dómnefnd-
in 13 til nánari skoðunar og valdi síðan 5 til þátttöku i síðara þrepi
keppninnar. í fyrsta sæti var tillaga arkitektanna Þorsteins Helgason-
ar og Harðar Harðarsonar.
og Klapparáss en skýrleiki skipu-
lagshugmyndar hefði dofnað frá
fyrra þrepi. Hefði með legu stíga
mátt árétta betur tengsl milli
svæða. Þróun húsgerða hafi tekist
með ágætum svo og að samræma
sjónarmið hagkvæmni og nýsköp-
unar. Dómnefnd telur útfærslu ein-
stakra húsgerða áhugaverða á öðr-
um byggingarsvæðum.
Húsagerð tillögunnar í fyrsta sæti. Fyrirkomulag þykir gott í aðalat-
riðum.
Lengi hafa verið uppi hugmyndir
um að efna til hugmyndasam-
keppni um félagslegar íbúðir þar
sem lögð yrði áhersla á góðar og
hagkvæmar íbúðir og samþykkti
borgarráð að efna til slíkrar sam-
keppni á miðju árinu 1991. Fá átti
fram hugmyndir um byggingu 150
félagslegra íbúða í Borgarholti II
og voru niðurstöður samkeppninnar
kynntar skömmu fyrir jól. Hilmar
Guðlaugsson formaður Húsnæðis-
nefndar Reykjavíkur telur að nefnd-
in hafi fengið út úr samkeppninni
það sem stefnt var að, þ.e. vandað-
ar og góðar íbúðir sem verði hag-
kvæmar í framleiðslu.
Hafdís Hafliðadóttir arkitekt var
formaður dómnefndar og segir hún
margt athyglisvert hafa komið fram
í tillögunum. Ljóst sé að ekki verði
nema hluti þess nýtanlegur til
skipulags og bygginga félagslegra
íbúða en margt hljóti að geta nýst
við byggingar almennra íbúða. Því
ættu skipulagsyfirvöld og verktakar
að geta sótt efnivið og hugmyndir
til arktitektanna og annarra þeirra
sem þátt tóku í samkeppninni. Alls
standa nærri 150 manns bak við
tillögumar 37, arkitektar og nem-
ar, landslagsarkitektar, innanhúss-
arkitektar, verk- og tæknifræðing-
ar, byggingameistari, blaðamaður
og ýmsir aðstoðarmenn.
Sem fyrr segir áttu arkitektarnir
Þorsteinn Helgason og Hörður
Harðarson tillöguna sem lenti í
fyrsta sæti, í öðru sæti lenti tillaga
arkitektanna Sigurðar Halldórsson-
ar, Sigbjöms Kjartanssonar, Hans-
Olav Andersen og Sigríðar Magnús-
dóttur en aðstoð við módelsmíði
veitti Edda Einarsdóttir arkitekt.
Dómnefndin telur þessar tvær til-
lögur uppfylla á sannfærandi hátt
markmið samkeppninnar um ný-
sköpun og hagkvæmni í heildar-
lausn. Þremur næstu tillögum var
síðan raðað í 3. til 5. sæti og segir
dómnefnd að þar sé að finna áhuga-
verðar lausnir á einstökum þáttum
viðfangsefnisins. Herslumun vanti
hins vegar á að heilarlausn þeirra
uppfylli væntingar og sá dómnefnd
ekki ástæðu til að gera upp á milli
þeirra með því að velja eina fram
yfir aðra í þriðja sæti. Ákveðið var
að skipta verðlaunafénu, 5,5 millj-
ónum króna, jafnt á milli allra þátt-
takenda í síðara þrepinu. Þrjár til-
lögur til viðbótar voru valdar sem
athyglisverðar og taldi dómnefnd
þær hafa komið sérstaklega til
greina í annað þrep samkeppninnar.
í umsögn dómnefndar um tillög-
una í fyrsta sæti eftir fyrra þrep
samkeppninnar segir að skipulag
byggðar sé í aðalatriðum vel leyst,
gatnakerfi sé einfalt, lega göngu-
stígakerfis rökrétt en vægi ein-
stakra stíga og torga þarfnist nán-
ari skoðunar. Tillagan sýni marg-
víslega möguleika í uppbyggingu
húsa sem þarfnist einföldunar í
nánari úrvinnslu. í umsögn eftir
síðara þrepið segir að höfundi hafi
á jákvæðan hátt tekist að vinna úr
ábendingum dómnefndar, gatna-
og gangstígakerfi hafi verið ein-
faldað og úrfærsla torgs og að-
lægra opinna svæða sé með ágæt-
um. Fyrirkomulag íbúða sé gott í
aðalatriðum, innra skipulag eldhúss
og baðs þarfnist frekari úrvinnslu
en uppfyllt sé krafa um samsetn-
ingu og hámarksstærð íbúða þótt
útbyggingarmöguleikar tillögunnar
væru ekki nýttir. Telur dómnefndin
tillöguna uppfylla samspil nýsköp-
unar og hagkvæmnissjónarmiða og
geta orðið hvata til jákvæðra fé-
lagslegra samskipta og betra mann-
lífs og mælir með útfærslu hennar
í meginatriðum á öllu samkeppnis-
svæðinu.
í umsögn um síðara þrep tillög-
unnar í öðru sæti segir dómnefnd
að náðst hafi skemmtileg tengsl
milli raðhúsabyggðar í Vestursvæði
Síðara þrep tillögunnar í fyrsta sæti eftir þá Þorstein Helgason og Hörð Harðarson.
Síðara þrep tillögunnar í öðru sæti í samkeppninni um félagslegar íbúðir í Borgarholti II í Reykjavík.
Gámastöóvar Sorpu
Fyrírtælij iiin er
boölö lilippikoiT
Afgreiöslutíma breytl
STJÓRN Sorpu hefur samþykkt breytingar á gjaldtöku fyrir sorp
frá og með 16. janúar 1993. Til að spara fyrirtækjum sporin hefur
verið ákveðið að taka upp sérstök klippikort sem gilda í sex skipti.
Þá hefur afgreiðslutíma gámastöðvanna verið breytt og eru þær
opnar milli kl. 13 til 20átímabilinu 1. októbertil 14. apríl enfrá
15. apríl til 30. september frá kl. 13 til 22. Ennfremur verða gáma-
stöðvar lokaðar til skiptis einn dag í viku um óákveðinn tíma.
Helsta breyting á gjaldskrá er
sú að lágmarksgjald fyrir úr-
gang til móttökustöðvarinnar í
Gufunesi hefur verið fellt niður,
segir í frétt frá Sorpu. Þar með
lækkar gjaldið fyrir smæstu far-
mana, þar sem verðlag verður mið-
að við þyngd. Eftir sem áður fer
kílógjald stiglækkandi því stærri
sem farmurinn er.
Þá hefur verið ákveðið að frá og
með 16. janúar greiði fyrirtæki fyr-
ir losun úrgangs á gámastöðvum
en þær eiga fyrst og fremst að þjóna
almenningi. Hefur komið á óvart
hvað fyrirtæki hafa sótt í þessa
þjónustu í stað þess að koma með
úrganginn í móttökustöð Sorpu.
„Til að mæta þessari þörf og
spara fyrirtækjunum sporin hefur
verið ákveðið að fyrirtæki megi til
reynslu losa úrgang á gámastöðv-
um gegn greiðslu fastagjalds fyrir
hveija losun. Gjaldið verður 1.750
krónur með virðisaukaskatti en ekki
verður hægt að borga fyrir einstaka
losanir. Þess í stað verða seld sér-
stök klippikort á skrifstofu SORPU
í Gufunesi sem gilda fyrir sex
skipti.“
KAUPA
FASTEIGN
ER
ÖRUGG
FJÁR-
FESTING
if
Félag Fasteignasala