Morgunblaðið - 08.01.1993, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 08.01.1993, Blaðsíða 2
2 B MORGUNBLAÐIÐ FASTEIGNIR FÖSTUDAGUR 8. JANÚAR 1993 Selnrhúsá Beiridomn MIKILL áhugi virðist nú á íbúðum og húseignum erlendis í kjölfar aukins frjálsræðis í gjaldeyrismálum samkvæmt nýjum reglum, sem tóku gildi um áramótin. Margrét Sölvadóttir, sem er búsett rétt fyrir utan Benidorm á Costa Blanca, hefur tek- ið að sér á vegum spánskrar fasteignasölu að miðia fasteignum á þessu svæði til ísiendinga, en mikill áhugi hefur alltaf verið á þessu svæði hér á landi og fjöldi íslenzkra ferðamanna far- ið þangað á hverju ári. að er mjög hagstætt að gera kaup á þessu svæði núna, sagði Margrét í viðtali við Morg- unblaðið. — Verðið er komið eins neðarlega og frekast verður og því er spáð, að það muni fara hækkandi á næstu árum. Það hagstæða við að kaupa á svæð- inu í kringum Benidorm felst í því, að þar eru mjög góðir endur- sölumöguleikar á jafnt íbúðum sem einbýlishúsum. Þær eignir, sem ég hef þama í sölu, eru yfírleitt notaðar eignir. Þær hafa verið í eigu fólks, sem ýmist er fallið frá og erfingjar ekki viljað nýta sér sjálfír eða fólks, sem er orðið sjúkt og farið til síns heimalands. Af þessum sökum em þessar húseignir gjaman seldar með öllum húsbúnaði, jafnvel bíl og er það allt innifalið í verði hús- eignarinnar. í lýsingu á húsinu er yfírleitt tekið fram, að því fylgi allt, “sem hér er inni“. Þama má fá einbýlishús á 13 millj. peseta (um 7,5 millj. ísl. kr.). Það er ca 200 fermetrar með stórri íbúð á efri hæðinni, séríbúð á jarðhæð og bílskúr. garður með sundlaug og þau em Garðurinn er gjaman um 2.000 með stómm svölum á þakinu, ferm með verönd, sundiaug, og sem em þá notaðar fyrir sólbað ræktuðum ávaxtagarði. auk þess sem útsýni er þaðan Þá má nefna lítil raðhús í mjög gott. Þama búa aðallega Margrét Sölvadóttir hverfí, sem yfirleitt er kallað “Norska hverfið". Þetta em yfír- leitt parhús á tveimur hæðum um 80-100 ferm. Þeim fylgir Þetta hús er á tveimur hæðum og um 150 ferm alls. í því eru tvær stofur, tvö svefnherbergi og tvö baðherbergi. Húsinu fylgir bílskúr, sólrik verönd og útsýni út á sjóinn. Hús af þessu tagi kostar um 10 millj. peseta (um 5,7 mil(j. ísl. kr.). Norðurlandabúar, sem dveljast þama árið um kring. Hús af þessu tagi kostar 7-10 millj. pe- seta (4-5,7 millj. kr.), eftir því hve mikið er í þau lagt. Verð á íbúðum fer eftir því, hversu nálægt strönd þær liggja og getur þá verið allt að helm- ings verðmunur á þeim af þess- um sökum. Eldri íbúðir kosta þar af leiðandi frá 2,5 millj. peseta (rúml. 1,4 millj. kr.) upp í 10-11 millj. peseta (5,7-6,3 millj. kr.), eftir því hvað þær em stórar. Nýjar íbúðir em yfírleitt dýrari og kosta 6,5-15 millj. peseta (3,7-8,5 millj. kr.) og þeim fylgja þá yfírleitt tíu ára lán. Útborgun á þeim er þá gjaman um þriðj- ungur verðsins og greiðist á byggingartímanum, þar til eign- in er afhent, en hitt er lánað. Þegar um notaðar eignir er að ræða, hvort heldur einbýlishús eða íbúðir, þá greiðir kaupandi lágmarks^árhæð, þegar hann festir sér eignina en síðan kaup- verðið að fullu við afsal, sem fer fram innan ákveðins tíma þar á eftir. Sagði Margrét, að mjög strangar reglur giltu á Spáni í fasteignaviðskiptum, að því er varðar öryggi kaupenda. — Ég er búsett á þessu svæði og á því mjög auðvelt með að aðstoða þá Islendinga, sem vilja kaupa fasteign þama og líta síð- an eftir eignum þeirra, sagði Margrét Sölvadóttir að lokum. MARKAÐURINN VMÍABÆÍIR BREYTINGAR voru gerðar á lögum um vaxtabætur I desember síð- astliðnum. Markmiðið var að draga úr greiðslu þeirra. Þetta var gert með því að skerða framtalin vaxtagjöld um 10% og lækka eigna- mörk um 20%. Breytingar þessar munu koma til framkvæmda við álagningu skatta á árinu 1994. egar þessar breytingar á skattalögum voru fyrst kynntar, og þær voru til umræðu, kom fram, að ýmsir töldu að verið væri að koma aftan að íbúðakaup- endum og húsbyggjendum. Þeir hefðu gert sínar áætlanir, sem myndu jafnvel bregðast vegna þessa. Greiðslumatið í húsbréfa- kerfínu var sérstaklega nefnt, og sagt að þar sem það taki tillit til vaxtabótanna myndi lækkun þeirra Vettvangur húsbréfaviðskipta Kaupum og seljum húsbréf. Önnumst vörslu og eftirlit með útdrætti húsbréfa. Veitum faglega rágjöf um húsbréfaviðskipti. Onnumst greiðslumat. LANDSBRÉFHF. Landsbankinn stendur meö okkur Suöurlandsbraut 24, 108 Reykjavfk, sfml 91-679200, fax 91-678598 Lðggilt verðbréfafyrlrtækl. Aðili aö Verðbréfaþingi fslands. geta haft slæmar afleiðingar í för með sér fyrir marga. Þær breytingar sem gerðar hafa verið á vaxtabótakerfínu hafa í raun lítil áhrif á greiðslumatið í húsbréfakerfínu. Þær gefa hins vegar tilefni til að árétta enn og aft- ur, að greiðslu- eftir Grétor J. ™atíð er einungis Guðmundsson leiðbeinandt og segir til um há- marksverð íbúðar, sem umsækjandi getur hugsanlega keypt eða byggt, eins og áður hefur komið fram á þessum vettvangi. Ákvörðun vaxtabóta Með tilkomu húsbréfakerfísins var aðstoð ríkisins við íbúðakaup- endur og húsbyggjendur færð yfír í skattkerfið með vaxtabótum, sem taka mið af vaxtagjöldum, tekjum og eignum íbúðaeigenda. Þær ákvarðast þannig, að frá vaxta- gjöldum dregst sú fjárhæð vaxta- gjalda sem svarar til 6% af tekju- skattsstofni. Vaxtabætur skerðast einnig fari eignir að frádregnum skuldum yfír ákveðna fjárhæð, sem tekur mið af fjölskyldugerð. Dæmi Meðalvaxtagjöld hjóna sem voru með 2-3 milljónir króna í tekjur á árinu 1991 voru um 360 þúsund krónur á ári. Eftir þær breytingar sem gerðar hafa verið á vaxtabóta- kerfínu munu vaxtabætur þeirra sem voru með 2 miíljónir króna í tekjur ekki lækka en vaxtabætur þeirra sem voru með 3 milljónir króna munu lækka um tæplega 40 þúsund krónur, að því gefnu að skerðing eigna komi ekki til og miðað við framannefnd vaxtagjöld. Vaxtabætur og umhverfið Vaxtabætur eru einn af fjölmörg- um þáttum sem hafa áhrif á greiðslugetu íbúðakaupenda og húsbyggjenda. Möguleikar á yfír- vinnu og atvinnuástand almennt eru aðrir þættir sem þar hafa áhrif á. Verðbólga og vextir eru svo dæmi um þetta sem hafa áhrif á greiðslu- byrði. Umhverfíð sem íbúðaeigend- ur lifa við hefur með öðrum orðum áhrif á möguleika þeirra til að standa undir þeim fjárskuldbinding- um sem fylgja íbúðakaupum og húsbyggingum. Greiðslumat og raunsæi Það hefur komið fyrir, að um- sækjendur um húsbréfalán hafi lát- ið bjartsýni ráða ferðinni við ákvörðun ýmissa þeirra atriða sem lögð eru til grundvallar við útreikn- inga á greiðslumati, s.s. varðandi mögulegar tekjur eða eigið Qár- magn. Með hliðsjón af þeim breyt- ingum sem gerðar hafa verið á vaxtabótakerfínu verður að segja að slík bjartsýni sé í alla staði óráð- leg. Raunsæi við mat á greiðslugetu og greiðslubyrði er það eina sem vit er í þegar áætlanir um íbúða- kaup eða húsbyggingu eru gerðar og hyggilegt er að reikna með að einhver skakkaföll geti komið upp.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.