Morgunblaðið - 10.01.1993, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. JANÚAR 1993
B 3
veðurfar setji ekki strik í reikning-
inn. „Við höfum gengið í gegn um
ýmsa erfiðleika, en núna dugar ein
ferð á ári til viðhalds á tækjunum.
Við erum búnir að ná góðum tökum
á að reka þetta.“ Og hann bætir við
að hann hafi raunar haldið að í góð-
viðrinu á Ázoreyjum gætu ekki ver-
ið mikil vandamál, en komist að raun
um að þar er svo mikið salt í lofti
að til vandræða varð og þurfti að
bregðast við því.
Mælitækin við Kröflu senda sem-
sagt upplýsingar á tveggja mínútna
fresti um radíosendi eða símalínu til
svæðistölvu í Mývatnssveit og svo
áfram í Norrænu eldfjallastöðina.
„Tölvan vinnur úr öllum gögnum frá
mælunum og sendir ákveðinn
skammt til Reykjavíkur skv. forrit-
un. Síðan méðhöndlar móðurtölva
Norrænu eldíjallastöðvarinnar
gögnin. Ef eitthvað virðist athuga-
vert er hægt að auka tíðni send-
inga. Svona tölva hefur síðan 1988
tekið við öilum mælingum frá
Kröflusvæðinu, en hægt er að tengja
sextán gagnasöfnunartæki við
hveija svæðistölvu. í hvert skipti
sem gögn berast frá gagnasöfnunar-
tæki endurnýjast mynd jafnóðum og
gögnin berast. Hver mælistaður hef-
ur sinn glugga á tölvuskjánum."
Boðtækin. litlu, sem hægt er að bera
á sér, eru að láni frá Landssímanum
og Hörður kveðst vera að prófa þau.
„Eg hef látið þau vinna með okkar
tækjum um tíma og nú er þessi
möguleiki fyrir hendi næst þegar við
þurfum á að halda.“
Hörður segir þetta nýtast í grunn-
rannsóknum í jarðeðlisfræði og jarð-
fræði, en það hefur líka gildi fyrir
Almannavarnir ríkisins, sem hafa
greiðan aðgang að öllum gögnum.
En eldgosavá er ekki bundin við ís-
land og hættan á_ tjóni af völdum
eldgosa er minni á íslandi en í öðrum
eldvirkum löndum þar sem milljónir
manna búa við rætur virkra eld-
fjalla. Þess vegna er tækniþróun á
þessu sviði áhugaverðust í alþjóðlegu
samhengi.
Aðvörun jafnslqótt frá Kröflu
og Azoreyjum
Síðan þessu alsjálfvirka aðvörun-
arkerfi í Norrænu eldfjallastöðinni
var komið á fót hefur ekki orðið eld-
gos eða neitt sem gefur almenna
vísbendingu um að það sé í nánd á
svæðum þar sem mælingar fara
fram. Eldfjöllin eru mismunandi og
menn þykjast vita talsvert um hvern-
ig Krafla hegðar sér eftir þessar til-
raunir. I Norrænu eldfjallastöðinni
eru einnig stundaðar ýmsar mæling-
ar á Oskju, Grímsvötnum, Heklu og
í Vestmannaeyjum. „I Vestmanna-
eyjum eru tveir hallamælar, á Stór-
höfða og í ráðhúsinu, en einnig kom-
um við fyrir mælitækjum í 1500
metra djúpri borholu. Þar mælum
við vatnsborð, hitastig og efnasam-
setningu vatnsins. Vatnsborðið er
núna á u.þ.b. 13 m dýpi, en vitað
er að í gosinu í Eyjum flóði úr hol-
unni,“ útskýrir Hörður.
Í raun er það undraverð tækni sem
þarna er á ferðinni, að ekki skuli
neinn munur á hvort mælitækin til
aðvörunar eru í Kröflu eða við eld-
fjall á Azoreyjum. Á örskotsstundu
berst móðurtölvu Norrænu eldfjalla-
stöðvarinnar tölvupóstur. Þannig
getur mælitæki suður á Azoreyjum
komið boðum til vísindamanns sem
situr að kvöldverði með fjölskyldu
sinni í Reykjavík eða Lissabon á
innan við fimm mínútum frá því að
mælitæki nemur hugsanlegan for-
boða eldgoss. Á Azoreyjum skiptir
aðvörun og aðvörunartími gífurlegu
máli. Hörður útskýrir að þeir hafi
sett upp búnað í kringum tvö eld-
fjöll, Furnas og Cete Sidades. Og
þarna á eyju sem ekki er stærri en
70 km á lengd og 10 metrar á breidd
sé svo þéttbýlt að fólk býr bókstaf-
lega ofan í sigkötlunum. Á þessum
stöðum er náttúrufegurð mikil og
þar er gott að búa. I sigkatli sem er
5 km á þvermáli með 500 metra
börmum í kring búa nokkur þúsund
manns. Á þessum stöðum er hætta
á sprengigosi og flóðum.
Um forustu og hæfni starfsmanna
Norrænu eldfjallastöðvarinnar á
þessu sviði ber vitni sú staðreynd,
að Evrópustofnunin óskaði eftir
samvinnu við hana þegar kom að
því að sameina kraftana á þessu
sviði fyrir alla álfuna.
rBridsskóinn
Ný námskeið
hefjast 18. og 19. janúar
I Bridsskólanum er boðið upp á námskeið fyrir byrjendur og eins
fyrir þá, sem lengra eru komnir en vilja bæta sig á hinum ýmsu
sviðum spil§ins.
Hvort námskeið um sig stendur yfir í 10 vikur, eitt kvöld í viku.
Byrjendanámskeiðin eru á þriðjudagskvöldum milli kl. 20 og 23
• en framhaldsnámskeiðin á mánudagskvöldum frá kl. 20-23.30.
Kennt er ífundarsal starfmannafélagsins Sóknar, Skipholti 50A.
Það er fólk á öllum aldri og af báðum kynjum sem sækir skólann
og eru venjulega 25-30 manns í hvorum hópi.
Kennslan er byggð upp á fyrirlestrum, sérvöldum æfingaspilum
og frjálsri spilamennsku undir leiðsögn.
Kennslugögn fylgja báðum námskeiðum.
Kennari er Guðmundur Páll Arnarsson.
Frekari upplýsingar og innritun í síma 812607 milli kl. 14 og 18 daglega.
VILTII BREYTA?
ÞARFTU AÐ BÆTA?
K0MDU í KRIPALUJÓGA!
TEYGJUR - ÖNDUN - SLÖKUN
Byrjendanámskeið hefjast 11., 18. og 19. janúar.
Tímar fyrir eldri borgara byrja 11. janúar.
Upplýsingar og skráning í síma 679181 á milli
kl: 17 og 19 alla virka daga.
Jógastöðin Heimsijós