Morgunblaðið - 10.01.1993, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ
VELVAKANDI
SUNNUDAGUR 10. JANÚÁR 1993
B 25
Hamingjudagar í Karíbahafi
Þeim bar saman um að þetta hafi verið hamingjudagar með Heims-
klúbbi Ingólfs. Á myndinni standa undir „ferðapálmanum“ frá vinstri:
Guðbjörg og Ari Singh, Inga og Ottó Guðmundsson og Guðný og
Jóhannes Stefánsson. Hitinn hefur verið 25-30 gráður og liturinn
sýnir sig eftir rúmlega vikudvöl.
Frá Ásu Maríu Valdimarsdóttur:
FJÖLDI fólks bíður í eftirvæntingu
frétta af nýjum áfangastað íslend-
inga í Puerto Plata í Dóminikana
Karíbahafi. Það er skemmst frá því
að segja að fólk er orðlaust af hrifn-
ingu og fylgja hér nokkrar tilvitnan-
ir úr umsögnum fyrstu farþeganna:
„Við þjófstörtuðum aðeins og fór-
um á annan í jólum nokkur saman.
Staðurinn er stórfenglegur, aðstað-
an glæsileg og verðið allt að því
hlægilegt- fyrir allt sem er innifalið.
Þetta er algjör hamingja,“ segja
hjónin Guðný og Jóhannes Stefáns-
son, veitingamaður.
„Við treystum ekki alltaf myndum
en hér er veruleikinn fallegri en
myndirnar. Þetta er staðurinn sem
allir eru að leita að til að eyða fríinu
sínu á. Allur aðbúnaður er til fyrir-
myndar og maturinn frábær. Þetta
er draumabrúðkaupsferð,“ segja
brúðhjónin Anna María og Wolfgang
Roling.
„Við völdum ferð Heimsklúbbsins
úr mörgum tilboðum og sjáum sann-
arlega ekki eftir því. Við hefðum
ekki getað fundið neitt betra. Þetta
er líkara draumi en veruleika og
allt meiriháttar!“ segja Hrafnhildur
Gunnarsdóttir og Brynja Þórarins-
dóttir úr hópi nýstúdenta úr MH.
„Hér er enginn svangur né þyrst-
ur og allar veitingar eru innifaldar.
Ósjálfrátt er maður búinn að taka
upp budduna en þarf svo ekki að
nota hana! Mér reiknast svo til að
miðað við meðalneyslu íslendings í
Frá Kristni Jóni Bjarnasyni:
FÉLAG heyrnarlausra sendi beiðni
til útvarpsráðs þess efnis að settur
yrði texti á áramótaskaupið 1992
og bauðst til að greiða allan kostn-
að, en útvarpsráð synjaði beiðninni
á þeirri forsendu að það truflaði
skaupið. Ekki sá útvarpsráð sér
heldur fært að endursýna það með
texta.
Á nýársdag flytur forseti íslands
nýársávarp bæði í sjónvarpi og út-
varpi. Undanfarin ár hefur þetta
ávarp verið túlkað á táknmáli í Rík-
issjónvarpinu og samkvæmt dagskrá
sem birtist í dagblöðum átti þetta
að vera óbreytt í ár. Við vorum fimm
heyrnarskert ungmenni sem eyddum
áramótunum saman í sumarbústað
í Borgarfirði, ijarri heyrandi ættingj-
um og vinum. Á nýársdag settumst
við fyrir framan sjónvarpið og hugð-
umst njóta þess sem forsetinn hafði
fram að færa eins og aðrir Islending-
ar gera þennan dag. En viti menn,
allt í einu er klippt á túlkinn í miðri
setningu, þulurinn segir eitthvað
sem ekkert okkar skildi og enginn
heyrandi nálægur sem hægt væri
að spyija hvað væri um að vera.
Og ekki nóg með það. Þennan sama
dag, nýársdag, voru fréttir á tákn-
máli líka felldar niður án þess að
um það væri haft samráð við Félag
heyrnarlausra. Allt var þetta gert
vegna þess hve dagskráin var löng.
Mér er spurn, vissu sjónvarpsmenn
ekki lengd dagskrárinnar fyrir, var
eitthvað þar sem kom á óvart og
ef eitthvað þurfti að fella niður,
hvers vegna þessa tvo stuttu þætti
sem ætlaðir eru heyrnarlausum?
Hvers vegna voru þessir þættir felld-
ir niður fyrirvaralaust? Hví voru
engin skilaboð um það til okkar?
Vita sjónvarpsmenn ekki að við skilj-
um ekki talað mál?
Ríkisútvarpið auglýsir að það sé
útvarp allra landsmanna. Við sem
erum heyrnarskert eða heyrnarlaus
getum ekki fylgst með töluðu máli,
hvorki í sjónvarpi né útvarpi. Þessi
auglýsing er því mjög villandi. Samt
er okkur gert að greiða hálft afnota-
gjald. Þá er ástæða til að geta þess
að ef birta á óvenju margar auglýs-
ingar í sjónvarpinu eða ef dag-
skránni seinkar um það leyti sem
táknmálsfréttir eru, þá eru tákn-
2ja vikna „hefðbundnu“ fríi erlendis,
lækki þetta verðið um u.þ.b. 70.000
kr.,“ segir Bjami Dagbjartsson,
Keflavík. Það er mun ódýrara en
Kanaríeyjar.
„Við höfum ferðast dálítið um
eyjuna og séð staði sem eiga sér
enga sína líka hvað fegurð snertir
og höfum við þó víða ferðast um
heiminn," segja Guðbjörg og Ari
Singh.
„Golfvöllurinn héma er sérdeilis
fagur og hentar öllum golfumm
mjög vel,“ segir Óskar Friðþjófsson
golfari.
málsfréttaþulir beðnir að stytta
fréttatímann sem er þó nógu stuttur
fyrir í stað þess að sleppa t.d. einni
teiknimynd.
í apríl 1991 skipaði þáverandi
menntamálaráðherra nefnd til að
fjalla um þjónustu Ríkissjónvarpsins
við heyrnarlausa og koma með til-
lögur til úrbóta. Nefndin lagði til
að allt innlent efni yrði endursýnt
með texta, fréttir á táknmáli lengd-
ar í tíu mínútur (eru nú 4 mín.),
laun táknmálsþula lagfærð og
fréttastofa sjónvarps bætti skýring-
artextum við fréttir þar sem því
yrði við komið. Þá var og lagt til
að heyrnarlausir fái vikulega 20
mín. fréttaskýringaþátt fyrir sig
utan venulegrar dagskrár. Ekkert
af þessu hefur verið framkvæmt.
Öft finnst okkur sem illa heymm
að við séum útlendingar í eigin landi,
þó borgum við skatta eins og aðrir
og njótum engra bóta frá trygging-
um ef við höfum atvinnu.
Það sem gerðist á nýársdag vom
ekki mistök, enginn getur talið okk-
ur trú um það. Þetta hlýtur að hafa
verið gert með fullu samþykki yfir-
manna stofnunarinnar.
KRISTINN JÓN BJARNASON
Veghúsum 7, Reykjavík
Frá Skúla H. Norðdahi
FORSETAVALDIÐ felst í því m.a.
að forseti einn og óstuddur tekur
sínar stjórnvaldsákvarðanir í ljósi
þekkingar og mati á málefnum og
samkvæmt samvisku sinni og emb-
ættiseiðum um varðveizlu stjórnar-
skrár og trúnað við þjóðinav
Þjóðin hefur nú á annan áratug
sýnt núverandi forseta vomm tiltrú
og trúnaðartraust, sem forsetinn
hefur á margan hátt endurgoldið
með framkomu sinni og störfum.
Það er því mikill misskilningur,
þó skiljanlegur sé, að hópar al-
mennra borgara senda forsetanum
bænaskjöl um að forseti beiti valdi
sínu, þegar Alþingi hefur hafnað
óskum um lýðræðislegri meðferð
stórmáls á Alþingi, eins og gerst
hefur. Þeir, sem þetta gerðu, hefðu
Það er ekki ofsögum sagt að hér
er gott að vera og öllum líður vel.
Veðrið er gott, gróðurinn er falleg-
ur, sjórinn tær og fólkið vingjarn-
legt. Við emm komin á annað menn-
ingarsvæði þar sem „stress“ hefur
ekki verið fundið upp ennþá. Ef til
vill er það næg ástæða til að heim-
sækja þessa dásamlegu eyju í
Karíbahafinu!
Með sólarkveðjum.
ÁSA MARÍA
VALDIMARSDÓTTIR,
fararstjóri.
Pennavinir
26 ÁRA ísraelskur guðspekinemi
óskar eftir bréfaskiptum við íslend-
inga á aldrinum 18—26 ára. Hann
hefur áhuga á menningu gyðinga
og íslendinga svo og sálarfræði.
Heimilisfang hans er:
Uri Barak
Ma’alot Dafnu 131/14
Jerusalem
Israel
18 ÁRA FRANSKUR piltur vill
eignast íslenska pennavini. Hann
hefur mörg áhugamál og sérstakan
áhuga á íslandi. Heimilisfang hans
er:
Jerome Baloge
70, Cheminde Miseré
79260 La Creche
France
LEIÐRÉTTING
Olíutankarnir
víða í Reykjavík
Rangt var farið með í Morgun-
blaðinu í gær að olíutankar, sem
grafnir voru í jörð 1967 og fyrr og
á að grafa upp að kröfu heilbrigðis-
nefndar Reykjavíkur, væm í Öskju-
hlíð. Hið rétta er að olíutankarnir
em víða í Reykjavík. Þá var sagt
að Skeljungur ætti eftir að grafa
upp sex tanka af fjórtán, en þeir
munu hafa verið fleiri en fjórtán.
Eru hlutaðeigandi beðnir velvirð-
ingar á þessum mistökum.
betur látið það ógert og þess í stað
sýnt forsetanum fullt trúnaðar-
traust til embættisverka, án utan-
aðkomandi þrýstings.
í þessu ljósi finnst mér yfirgengi-
leg framkoma, þegar oddvitar á
Alþingi stíga fram og gefa forsetan-
um fyrirmæli um embættishegðun,
eins og Björn Bjarnason gerir í
grein í Morgunblaðinu (tilvitnað í
Staksteinum 6. janúar sl.).
Hér verður ekki rætt um þær
óskráðu forsendur, sem liggja að
baki ákvæðum í 26. gr. stjómar-
skrárinnar um áhrifavald forsetans
á gerðir Alþingis, en ég vek at-
hygli á, að samkvæmt 2. gr. stjórn-
arskrárinnar fer forseti með lögjaf-
arvaldið ásamt Alþingi.
SKÚLI H. NORÐDAHL,
Víðimel 55,
Reykjavík.
Fyrir hverja er
Ríkissj ónvarpið?
Forsetavaldið
BYRJAR Á JMORGUN
10-60% AFSLÁTTUR AF ÖLLUM VÖRUM
/OgUe) BÚÐIRNAR
50%
afsláttur
af öllum okkar vörum
í aðeins 5 daga
Barnafataverslunin Bimbó,
Háaleitisbraut 58-60, sími 38260.
Opiðfrá kl. 10-18
Ódýr vorum við fyrir, en núna!
ríUDDSKÓLI RAFríS QEIRDALS
NUDDNAM
1. Nuddkennsla
500 kennslustundir. Kenndar eru helstu aðferðir
í almennu líkamsnuddi: Slökunarnudd, klassískt
nudd, íþróttanudd, heildrænt nudd og nudd við
vöðvaspennu. Einnig er kynning á svæðanuddi
og síatsú. Áhersla er lögð á fræðslu um helstu
vöðva líkamans. Einnig er fræðsla um heilbrigði,
bæði útfrá hefðbundum og óhefðbundum sjónar-
miðum.
2. Starfsþjálfun
500 klukkustundir. Sveigjanlegur þjálfunartími. Fer
fram innan nuddskólans. Þjálfun þarf að Ijúka inn-
an tveggja ára frá upphafi náms.
3. Bókleg fög
494 kennslustundir. Öll kennsla í bóklegum fögum
fer fram í fjölbrautaskólum landsins og má taka
áður, meðfram eða eftir nuddnám, en sé lokið
innan tveggja ára frá upphafi náms: Líffæra- og
lífeðlisfræði (LOL 103, 203), líffræði (LÍF 103),
heilbrigðisfræði (HBF 102, 203), líkamsbeiting (LÍB
101), næringarfæði (NÆR 103), skyndihjálp (SKY
101). Löggiltir heilbrigðisstarfsmenn fá sína bók-
legu menntun metna til fulls og hluta af starfsþjálf-
un.
Námið er alls 1.494 stundir. Nemandi, sem stenst
öll skilyrði skólans, útskrifast með viðurkenningu
sem nuddfræðingur og hefur rétt til sjálfstæðra
starfa. Námið er viðurkennt af Félagi íslenskra
nuddfræðinga.
Nám hefst:
Hópur 1, dagskóli, hefst 11. janúar 1993.
Hópur 2, kvöld- og helgarskóli,
hefst 1. febrúar 1993.
Hópur 3, dagskóli, hefst 14. apríl 1993.
Hópur 4, dagskóli, hefst 1. september 1993.
Hópur 5, kvöld- og helgarskóli,
hefst 1. september 1993.
Hópur 6, dagskóli, hefst 10. janúar 1994.
Hópur 7, kvöld- og helgarskóli,
hefst 10. janúar 1994.
Velja má um einn af þessum hópum.
Upplýsingar og skráning
í símum 676612 og 686612
Smiðshöfða 10, 112 Reykjavík.