Morgunblaðið - 10.01.1993, Side 7

Morgunblaðið - 10.01.1993, Side 7
 ÆA. Þingholtabæirnir um 1872. á sjúkra- og ellitryggingum sem tóku við af öryggisleysi og hreppa- flutningum. Mannsævin lengdist, bamadauði rénaði, menntun varð almenningseign; landið var að rísa úr aldagömlu feni örbirgðar og vol- æðis. En það er vandi að gæta fengins afla, hvort sem hann er matur eða mannréttindi eins og þau tíðkast í siðuðu þjóðfélagi. Og þeir sem stýra dýmm knerri um stund, meðan kastar úr éli, skyldu festa sér í minni að í óðagoti er auðvelt að glopra niður því sem áunnist hefur fyrir þrautseigju og árvekni hinna bestu manna. Gleðilegt nýár, göfuga þjóð! VÍN/Hvad býdur stcersti vínútflytjandi Astralíu upp á? Athyglisverðir Astralir Á DÖGUNUM bættust á sérlista vínbúðanna í Mjódd fjögur vín frá Lindemans, einum Jiekktasta vínframleiðanda Ástral- íu. Fyrir eru í verslunum ATVR áströlsk vín frá Penfolds og Hardys en þetta er samt mjög kærkomin viðbót, ekki síst þar sem nú er loks hægt að fá hreinan ástralskan Chardonnay. Áströlsk vín hafa notið mikilla vinsælda í Evrópu undanfarin ár og ekki að ósekju því yfirleitt eru þetta vín sem koma mjög vel út samanborið við evrópsk vín á sama verði. Lindemans var stofnað árið 1843 í Hunter-dalnum í New Sputh Wales í suðaustur- hluta Ástralíu af Henry John Lindeman, skurðlækni í breska flotanum. Lindeman rak lækna- hmm stofu í dalnum eftir að hann hætti í flot- anum og þar sem hann hafði ávallt verið hrifn- eftir Steingrím ari af létt- Sigurgeirsson um þorðvín- um en sterkum vínum ákvað hann að hefja ræktun á eig- in vínum. Fyrirtækið stækk- aði hratt og er Lindemans lést árið 1881 tóku synir hans við rekstrinum. Lindemans á nú vín- ekrur í Coonawarra, Hunter River og Karadoc í New So- uth Wales auk ekra í þremur öðrum ríkj- um. Fyrirtækið var kjörið vínframleið- andi ársins á sýn- ingunni Internat- ional Wine and Spi- rit Competition í London árið 1988. Hér fást nú tvö rauðvín frá Linde- mans, Bin 50 Shiraz og St. Ge- orge Cabernet Sau- vignon, og tvö hvít- vín, Bin 65 Char- donnay og Gew- urztraminer. Með öllum þessum vín- um er óhætt að mæla mjög sterk- lega; þau eru jafnt á ótrúlega hag- stæðu verði sem ein- staklega góð. í krafti stærðar sinnar tekst Lindemans að framleiða vín í miklu magni á fremur lágu verði en fórnar sem betur fer ekki gæðunum fyrir vikið. í vínunum fer saman nýja- heimskraftur og evrópskur eleg- ans; sól og suðrænir ávextir í bland við silkimjúka eik. Einfaldasta vínið er Gewurzt- raminer, létt, einfalt og þægi- legt hvítvín sem er skemmtilega frábrugðið frændum sínum frá Elsass í Frakklandi og kostar þar að auki einungis 730 krón- ur. Bin 65 Chardonnay er svo líklega hið þekktasta af vín- unum fjórum. Þetta er vin- sælasta ástralska vínið á útflutningsmörkuðum og hefur hvarvetna hlotið mik- ið lof. Hið virta bandaríska víntímarit Wine Spectator sagði það til að mynda vera bestu kaupin sem hægt væri að gera í Chardonnay-vínum vegna hins hag- stæða verðs og Decanter sagði gæðin frábær mið- að við verð. Hér á íslandi kostar þetta vín 960 krónur flaskan og er óhætt að segja að það eigi einnig við hér að líklega eru þetta ein bestu kaupin sem hægt er að gera í hvit- vínum í dag. Bin 50 Shiraz er klassískt ástr- alskt rauðvín framleitt úr Shiraz-þrúgum úr dölunum Hunter River, Coonaw- arra og Barossa. 'Það eru einnig góð kaup í þessu víni þar sem það kostar „bara“ ___ 930 krónur. Tölu- vert dýrara en samt ekki dýrt miðað við gæði er svo St. George Cabernet Sauvignon. Flaskan af þessu þétta, bragðm- ikla víni kostar 1.730 krónur en það er þess virði. ÞIÓDLÍFSÞANKAR /Er heidarleikinn ekki leib til frelsis? HALFSAGANSÖGÐ „Þeim var ég verst, er ég unni mest,“ sagði Guðrún Osvífurs- dóttir. í þessi orð hafa margir landar hennar vitnað og það þykir mér ekki skrítið. Stundum f innst mér þessi orð nánast eins og einkennisorð íslendinga. Við fussum og sveium mest yfir þvi sem okkur er kærast og stendur okkur næst. Hvernig hefur þetta ekki verið með minningargreinamar. Menn hafa óskapast yfir þeirri lág- menningu sem lestur slíkra greina á að bera vott um. Vissulega eru þær ekki allar vel skrifaðar, en þær eru líka oft skrif- aðar af fólki sem er mjög tilfinn- ingalega skekið. Eigi að síður hafa þessar greinar jafnan átt stóran og tryggan les- endahóp. Nú uppá síðkastið hafa mótstöðumenn minningargfeinanna haft fremur hljótt um sig. Það er kannski von, líklega eru þeir komn- ir í annað. Nú virðast þeir upptekn- ir við að fussa og sveia yfir öllum æfísögunum sem spretta fram und- an liprum fingrum tölvuglaðra manna, hver á fætur annarri. Þessi bókmenntagrein er af mörgum litin homauga. Einn morguninn hlustaði ég á mjög hneykslaða konu flytja pistil í útvarpið, þar sem hún fór hinum hæðilegustu orðum um æfí- sögur. M.a. talaði hún í heldur niðr- andi tón um rithöfunda sem lengi hefðu gamnað sér við skáldagyðjuna □ eftir Guðrúnu Guðlaugsdóttur en væm nú komnir í æfísögubrans- ann. Orð hennar flugu út í loftið þar til hið síðasta dó út, en enduróm- ur af þeim sat eftir í huga mér. „Hvað er svona ómerkilegt við æfí- sögur?“ Hugsaði ég aftur og aftur. Eftir nákvæma íhugun kom svarið til mín. - Það er ekkert ómerkilegt við æfísögur. Einu sinni þóttu bækur Guðrúnar frá Lundi ómerkileg lesning, það þótti hálf fyrirlitlegt að leggja sig niður við lestur slíkra sveitarómana. Langt er síðan Guðrún fékk upp- reisn sinnar bókmenntalegu æm. Nú viðurkenna menn að hún hafi sem rithöfundur kunnað margt fyrir sér. Hún skrifaði bara um efni sem íslendingum hugnaðist ekki þá. Það var einfaldlega of stutt síðan þeir skriðu út úr moldarkofunum og þeir vildu ekki vera minntir á fortíð sína. Æfiminningar nútímans tengjast þessu á einhvem hátt. Eitthvað í þeim fer í taugamar á „betri“ helm- ingi þjóðarsálarinnar. Hvað það er veit ég ekki, kannski þarf að kom- ast einhver fjarlægð á þær til þess að það skýrist. En þegar þetta er skoðað vakna spurningar eins og: Em sögur verri af því þær eiga að vera sannar? Nei, það getur ekki verið. Gæði sagna ráðast af þeim tökum sem efnið er tekið, en ekki hvort efniviðurinn á sér augljósar rætur eða ekki. Ef út í þetta er farið eiga allar sögur sér æfisögu- legar fyrinnyndir. Ekkert verður til úr engu. Ég er líka á því að engar sögur séu eins miklar skáldsögur og æfisögur. í þeim er alltaf hálf sagan sögð og kannski enn minna. Komi fólk fram undir nafni fer það ósjálfrátt að skapa af sér þá mynd sem því geðjast í einhveiju tilliti að. Sannleikurinn er afstæður, æfísögur em líka afstæðar. Sú persóna sem þær segja frá er ekki hin raunvem- lega persóna, heldur sú persóna sem viðkomandi vildi vera. Noti fólk hins vegar þætti úr æfísögu sinni inn í „skáldverk“ þá er oft um að ræða mun naktari og nánari frásagnir en maður getur fundið í nokkmm „æfí- sögurn". En það er ekki á vísan að róa þegar svo er um hnútana búið, lesandinn getur aldrei vitað fyrir víst hvaða atriði er beint frá lífs- reynslu höfundar sjálfs komið og hvað ekki. Hins vegar getur lesandi æfísagna haft þá þumalputtareglu við lesturinn að aldrei sé nema hálf sagan sögð og óhætt sé að treysta að þær ástæður sem sögumaður gefur upp fyrir breytni sinni séu rækilega fegraðar og jafnvel stað- færðar. Oft er þetta ekki gert með- vitað. Þá vill fólk að hlutimir séu á einhvem veg og leitast við að hafa þá þannig ómeðvitað. Hinn stóri lesendahópur æfísagna bendir til að þær slái á strengi innra með þessari þjóð sem henni líkar að hlusta á óminn af. Þess vegna ættum við ekki að vera með þessi ólíkindalæti, sala og Iestur æfísagna sýnir svo ekki verður um villst að okkur þykir vænt um slíkar sögur, þær passa fyrir okkur. í stað þess að eyða kröftunum í fuss og svei væri skynsamlegra að reyna að stuðla að því að æfísögur væm sem best úr garði gerðar. Það er yfír- leitt affarasælast í lífinu að gangast heiðarlega við tilfínningum sínum, horfa beint framan í þær og játa tilvist þeirra. Það er eina leiðin til þess að verða frjáls af þeim. ADnm #- Laugavegi 47

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.