Morgunblaðið - 10.01.1993, Síða 8

Morgunblaðið - 10.01.1993, Síða 8
8 B MORUUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. JANÚAR 1993 EATON Sá þöglasti í þöglu myndunum eflir Öldu Lóu Leifsdóttur FYRSTA talmyndin sem fékk eðlilegan hljómgrunn hjá kvikmyndaáhorfendum var Don Juan gerð árið 1926, en það var eftir áratuga tilraunir með samsetningu hljóðs og myndar. Hljóðsettar kvikmyndir áttu erfitt uppdráttar hjá áhorfendum sem voru ennþá agndofa yfir hreyfingunni á tjaldinu og sættu sig ekki við að dregið væri ór hraða atburðarásarinnar vegna hljóðsins, sem var óumflýjanlegt, þegar stilla þurfti vélina á talandi andlit leikarans. Áhorfendur voru vanir því að söguþræð- inum væri fylgt eftir með hreyfingunni á tjaldinu og brugðust því illa við þegar leikararnir slepptu sér á vald orðsins og samtöl og samræður einkenndu myndimar í stað „hoppa og detta“. Hið myndræna mál vó ekki eins þungt þegar hægt var að útskýra söguna með orðum. Þessum fyrstu kvikmyndaáhorfendum fannst hljóðsetn- ing vera afturför eða afturhvarf til kyrrstöðu ljósmyndarinnar og hungraðir eftir hreyfingu horfðu þeir dáleiddir á Buster Keaton leika ótrúlegar listir sínar á tjald- inu við píanóundirspil. Þann 4. október 1895, í Pickway í Kansas, ólu hjónakomin og farand- listamennimir Myra og Joe Keaton frumburð sinn Buster. Hann fæddist inn í skemmtanaiðnað sem tíðkaðist um síðustu aldamót, þegar töframenn, trúðar, fimleika- menn og aðrir listamenn flökkuðu með uppákomur sínar í farteskinu og sviðsettu í bandarískum Vaude- ville-leikhúsum. Aðeins fjögurra ára gegnir Buster veigamiklu hlutverki í fjölskylduleikhópnum „The Three Keatons", ásamt Mym og Joe Kea- ton. í þá daga vom fjölskylduleikhóp- ar algengir þar sem drengirnir voru klæddir einsog litlir greifar og stúlk- umar sveifluðu slöngulokkunum í söng- og steppatriðum. Öðm máli gegndi um Keaton-hópinn, sem fékk snemma það orð á sig innan skemmt- anaiðnaðarins að flytja groddaleg atriði sem féllu bamaverndaryfir- völdum misjafnlega vel í geð, og var blátt bann lagt á Keatonhópinn í nokkmm ríkjum Bandaríkjanna. Buster var þungamiðja leikatrið- anna og lék vanalega sóp, bauna- poka, viskustykki eða fótbolta sem Joe athafnaði sig með og Myra lék undir á saxófón. Eitt atriðið byijaði þannig að Joe dröslar Buster á eftir sér inn eftir sviðinu, sópar þannig gólfið með honum og fleygir honum síðan í hljómsveitargryfjuna þar sem Buster lendír á bassatrommunni með tilheyrandi hávaða. Þegar Buster sýndi svipbrigði sem gáfu í skyn að honum væri sjálfum skemmt í leikn- um og viðureign sinni við Joe þá virt- ist áhorfendum síður skemmt, skrifar Buster í endurminningum sínum, og af því hafi hann snemma dregið þá ályktun að áhorfendur ætluðust ekki til þess að viskustykki og baunapok- ar væru gleiðbrosandi, enda fékk hann það hressilega endurgoldið af Joe í næstu byltu ef hann sýndi ein- hverja kátínu. „Þess vegna urðu brátt ósjálfráð viðbrögð hjá mér að brosa aldrei á sviði eða fyrir framan myndavél," skrifar hann. Spænski kvikmyndaleikstjórinn Luis Bunuel lýsir andliti og vöru- merki Busters sem „stóísku eins og flösku" en bætir því við „að flaska, rétt eins og andlit Busters, hafi ótelj- .andi tjáningarmöguleika. Hann reyn- ir þó aldrei að græta okkur, né koma okkur til að hlæja að einhveijum fífl- alátum, áhorfandinn hlær að sjálfum sér andspænis ólympísku þreki og styrk þessa litla manns, sem var 1,60 m á hæð.“ Eftir rúmlega tuttugu ára flökku- líf um þver og endilöng Bandaríkin flosnaði Keaton-fjölskyldan upp og þar með leikhópurinn. Árið 1917 Buster Keaton í einni fyrstu sjávarháskamyndinni, „The Navigator" (Siglingafræðingurinn) 1924. Buster Keaton í Hollywood 1930. Fjölskylduleikhópurinn „The Three Keatons" í bandaríska vaude- ville-leikhúsinu um 1903. Atriði úr myndinni „The Gener- al“ (Hershöfðinginn) 1926. yfirgaf Myra Joe, sem var illa farin af drykkju, og Buster hvarf til New York þar sem hann kynntist nýjum skemmtanaiðnaði; kvikmyndinni, og í slagtogi við Arbuchle Roscoe (Fatty) hóf Buster Keaton stutt- myndagerð. Roscoe þótti snillingur í réttri tímasetningu og uppbyggingu á brandaraatriðum, en annars giltu sömu vinnubrögð og í sviðsleikhús- inu, þannig að upptökustaður var fundinn, vélinni stillt upp og atriðin leikin innan rammans. Klipping var nær aðeins notuð á milli atriða eða í nærmyndaskot til áherslu einhvers atburðar. Á þessu frumstigi kvik- myndarinnar kom margra ára lík- amsþjálfun Busters sér vel, þar sem engar kvikmyndabrellur komu til hjálpar við áhættuatriðin, og hæfni leikarans metin eftir stökkum og kollhnísum, að minnsta kosti í grín- myndunum. Buster Keaton átti sinn þátt í því síðar að þróa notkun myndavélarinnar og klippinga til að byggja upp brandara og spennu. Frægt Buster-atriði frá þessu Arbuchle-tímabili er þegar hann stendur inni í húsi og ein húshliðin fellur inn og hann stendur nákvæm- lega á þeim punkti þar sem glugginn lendir, Buster fer í gegnum gluggann án þess að hár fari úr skorðum. Ein- kennandi fyrir Buster Keaton er þessi þegjandi afstaða hans til umheims- ins, þegar hann, eins og vera úr öðr- um heimi, sýnir engin svipbrigði þeg- ar slysin beinlínis spretta upp eins og gorkúlur hvert sem hann snýr sér. Hann beinlínis þekkir ekki hætt- una og spígsporar yfir hana til að stytta sér leið. Þannig „tekur hann þátt“ í leikmyndinni, þar sem hann er fremur hluti hennar en að hún sé byggð í kringum hann til að undir- strika söguna. Þannig er hann oft beinlínis súrrealískur, eins og þegar hann fléttar draumum inn í sögu- þráðinn (Sherlock Jr.), og oft eru dæmi þess í stuttmyndunum, svo sem í endinum á „Hard Luck“. Hér er Buster aðili að virðulegum sund- klúbbi, þar sem fagrar konur flat- maga allt í kringum litla sundlaug. Buster stígur á brettið og gerir sig líklegan til að stinga sér, athugar dýptina, spennir vöðvana og stekkur þetta laglega að hann lendir á bakk- ann hinum megin. Næsta klipp er stór hola ofan í malbikaðan bakkann og millifyrir- sögn: Mörgum árum síðar. í seinna atriðinu er sundklúbburinn eyðilegur og yfirgefinn. Buster kemur skríð- andi uppúr holunni klæddur eins og Kínveiji með fléttu, og hjálpar kín- verskri konu sinni og bömum upp, hann bendir þeim á holuna (sem út- skýrir allt) og þau hlæja öll kínversk- um hlátri. Slíkt atriði var erfiðara að nota í leiknar myndir í fullri lengd þar sem áhorfandinn krefst þess frekar að persónan sé trúverðug. Það er lærdómsríkt að lesa um vangavelt- ur Busters út af þessu nýja formi þegar hann sneri sér að því árið 1923 í myndunum „The Three Ages“ og „OurHospitality“. Til dæmis lagði hann tertuslagsmálin alveg á hilluna. Engin tertusleggja er í lengri mynd- um Keatons, og hann rak sig á áhugavert vandamál í myndinni „Na- vigator" (1924), þegar hann lét smíða 1.200 gúmmífiska fyrir eitt atriði og hengdi í nælonþræði á upp- tökustað neðansjávar, en fiska- mergðin veldur umferðarteppu þegar stór fiskur kemst ekki leiðar sinnar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.