Morgunblaðið - 10.01.1993, Síða 9

Morgunblaðið - 10.01.1993, Síða 9
800 MORGUNBLAÐIB; S.GNNU.ÐAGUR iWJ.;.mNÚAR .1993 9 Buster, sem er staddur á þessum slóðum, verður vitni að þessu ófremdarástandi, skellir krossfíski á bringuna og tekur að sér að stjóma umferð og reglu á hafsbotninum. Þegar atriðið var sýnt eitt og sér í auglýsingaskyni skemmtu áhorfend- ur sér konunglega, en á frumsýningu myndarinnar í heild hló ekki nokkur maður að þessu atriði. Buster var steini lostinn yfir þessum misjöfnu viðbrögðum, taldi ástæðuna vera að atriðið virkaði eitt og sér, en þegar það var notað sem hliðarspor frá hinni eiginlegu atburðarás myndar- innar (sem var í stórum dráttum björgunarleiðangur Busters á kven- manni í sjávarháska) þá sló út í fyr- ir áhorfendum. Þannig gekk Buster oft fram af (eða fram úr) áhorfendum sínum. Aðrar ástæður lágu þó til þess að hann fékk slæm viðbrögð við uppá- halds mynd sinni, „The General", sem í dag er frægasta Buster Kea- ton-myndin. Myndin, sem „féll“ á sínum tíma, vakti hneykslan þegar Buster þótti smekklaus í umgengni sinni við lík látinna hermanna í bandarísku borgarastyijöldinni. Hérna lýsir Buster stríðinu á raunsæjan hátt og teymir áhorfand- ann inn á miðjan vígvöll þar sem hláturinn kafnar þegar áhorfandinn veitir því skyndilega eftirtekt að hann er að hlæja að líkum, og líklega er það vegna þess meðal annars að myndin lifir vel í dag, en margar aðra^ þöglar myndir byggjast á ein- feldnislegu skopskyni og þykja gam- aldags og hlegið að þeim frekar en að þær beinlínis veki hlátur. Arið 1919 flutti Buster Keaton til Hollywood og hóf framleiðslu á eigin stuttmyndum og 1923 gerir hann sínar fyrstu myndir í fullri lengd: náð útbreiðslu hjá hinum almenna borgara og myndaðist jafnvægi á milli „mekanisma“ og mannfólksins. En tæknin var ennþá á því einfalda stigi að „mekanismi" eimreiðar og gufuskips var hveijum leikmanni skiljanlegur. Hátíðlegt viðhorf til tækninnar var horfið og það sýndi sig í samtíðarlistinni, þegar franski listamaðurinn Marcel Duchamp og Dadaistamir færðu hluti úr sínu upp- runalega umhverfi og breyttu þeim í vél og leystu þannig upp hinn upp- runalega tilgang hlutarins. Allir sem fjölluðu eitthvað um samspil vélar og manns gátu búist við áhugasöm- um áhorfendum, enda eru þær marg- ar kvikmyndmyndimar frá þessum ámm sem lýsa viðureign við lest eða annað farartæki og það gerði Buster Keaton á sinn sérstæða hátt þegar hann beinlínis gekk í lið með vélinni. Eftir meistaraverk á borð við „The Navigator", „Sherlock Junior", „Go West“, „The General“, „Steamboat Bill Jr.“ og eftir misheppnað hjóna- band gerir Buster samning við kvik- myndaframleiðendann MGM (Metro- Goldwyn-Mayer) árið 1928, og af- leiðingin varð sú að smám saman missti hann stjóm á eigin myndum og gamla tökuliðið dreifðist í önnur verkefni, en þessir nánu samstarfs- menn Busters voru mjög mikilvægir fyrir hann. Þannig var það þegar Buster fékk hugmyndina að „The Cameraman", sem var fyrsta MGM- myndin hans. Þá settust tuttugu og tveir skríbentar niður og skrifuðu handrit á átta mánuðum og tökuplan fyrir leikstjórann Edward Sedgwick sem hafði aldrei notast við neitt slíkt. Keaton og Sedgwick tóku handritið með sér til .New York, þar sem upp- tökur áttu sér stað, en þessi frum- raun Busters til að vinna eftir hand- Buster Keaton gerði sínar fyrstu stutt- myndir með Arbuckle Roscoe (Fatty) í New York 1917. The Tree Ages (Þijár aldir) og Our Hospitality (Gestrisni okkar). Allar myndir sem Buster framleiddi sjálfur vann hann í hópvinnu með samstarfs- mönnum sínum og vandamál mynd- arinnar voru rædd á daglegum fund- um með tökumanni, leikmyndahönn- uði og „gagmönnum". „Gagmenn" voru undanfari handritshöfunda sem var ennþá óþekkt atvinnugrein, og þeir höfðu það starf að hugsa upp „gag“, eða sprellatriði eins og til dæmis eftirfarandi: Kona fleygir frá sér bananahýði, maður kemur gang- andi og í stað þess að renna á hýð- inu tekur hann það upp og fleygir því í ruslakörfu. (Buster Keaton vann síðan sjálfur sem „gag-maður“ í Hollywood, meðal annars hjá Marx- bræðrum.) Hjá Buster var aldrei unnið eftir handriti. Hann sagði að hvorki hann né „gagmennirnir" væru rithöfundar í bókmenntalegum skilningi. „Það eina sem við þurftum að skrifa var titill og millifyrirsagnir, og því færri millifyrirsagnir þeim mun betra.“ Endirinn var mikilvægur, og þegar hann var kominn var hægt að hefja tökur. Byijunin var leikur einn og miðjan kom af sjálfu sér. Söguþráð- urinn var síðan byggður í kringum hann, stúlku og ógnvald í líki karl- manns (bijálaðs föður, bróður, af- brýðisams meðbiðils) eða vélar (skips, lestar, loftbelgs) sem Buster lendir óhjákvæmilega í átökum við. Þar hefur hann í fullu tré við karl- mennina en þeir eru illa innrættir ruddar, en snýr sér síðan að vélinni, sem hann skilur og meðhöndlar eins og framlengingu á sjálfum sér. •' Á millistríðsárunum var véívæð- ingin orðin það mikil að hún hafði riti misheppnaðist gjörsamlega á fyrsta degi. Um kvöldið tók Sedgwick inn róandi lyf og lagðist fyrir með íspoka á enni. Á meðan hringdi Buster í MGM og fékk leyfi til að fleygja handritinu og halda áfram að vinna. MGM-mennirnir áttu ekki annarra kosta völ þar sem þeir voru í 10.000 kílómetra íjarlægð, fjarri góðu gamni. „The Camera- man“ sló öll aðsóknarmet. Þetta var líklega í fyrsta og síðasta skiptið sem Buster fékk áð notast við sín vinnu- brögð og sitt eigið fólk hjá MGM. Arið 1930 birtist myndin „Free and Easy“ þar sem Buster dansar og syngur með með bassarödd. Myndin fær slæma dóma og gagn- rýnendur telja að Buster fari betur að þegja. Myndin „What! No Beer?“ (Hvað! Enginn bjór?), er síðasta „Buster Keaton-myndin", en 1933 rifta MGM-menn samningnum við Buster, og uppgefín ástæða var áfengisneysla hans. Keaton-unnendur hafa alltaf viljað halda því fram að þessi þögli leikari hafi ekki getað fótað sig í talmyndun- um. Hann var samt alla ævi tengdur kvikmynda- og sjónvarpsgeiranum á einn eða annan hátt þótt að Keaton- myndimar yrðu ekki fleiri. Hann lék aukahlutverk hjá Chaplin í „Lime Light“ og aðalhlutverk í „Film“ eftir handriti Samuels Beckett undir leik- stjóm Alains Schneider árið 1965. Buster Keaton andaðist 1966. Stuðst við ævisögu Busters Keaton: My Wonderful World of Slapsticks og Buster Keaton eftir Wolfram Tichy. Höfundur stundar háskólanám í Berlín. UTSAION HífST lí MOftGUN 5T|LL BANKASTRÆTI 8 SÍMI 13069 Gleöilegt nýtt donsár 1993! Samkvæmisdansar Gömludansamir Tjútt Swing Barnadansar INNRITUN í SÍMUM 68S04S og 36645 BOLHOLTI 6 REYKJAVÍK Fax 91-683534 VISA OC EURO RAÐCREIÐSLUR Félag íslenskra danskennara - Dansráö Islands

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.