Morgunblaðið - 10.01.1993, Page 12

Morgunblaðið - 10.01.1993, Page 12
12 B MORGUNBLAÐIÐ MENNINGARSTRAUMAR SUNNUDAGUR 10. JANÚAR 1993 KVIKMYNDI /Hvernig var í btó 1992f Hlaupiðá því helsta Árið í fyrra byijaði með hvelli þegar nýjasta mynd Olivers Stone var frumsýnd. JFK var rökkuð niður fyrir það sama og opinberar stofnanir í Bandaríkjunum komust upp með; að leika sér að sannleikanum í kring- um morðið á John F. Kennedy. Það var búið að snúa útúr sannleikanum í tæp 30 ár en um leið og kvikmynda- gerðarmaður á borð við Stone leyfði sér að snerta á honum varð allt vitlaust. Og hver þekkir svosem sann- leikann? Útgáfa Stone af honum var sannarlega spenn- andi og Stone festi sig í sessi sem áróðursmeistari af guðs náð en það besta var að þriggja klukkutíma löng myndin fékk fólk til að hugsa, nokkuð sem Hollywood- mynd hefur ekki tekist í áraraðir. aðsókn, hvorki hér heima né erlendis, sem menn höfðu spáð. Enginn vissi fyrir hvaða aldurshóp viðbjóðsleg mörgæsin góflaði í sig hráum fisk og drungalegt útlitið, illkvittnisleg per- sónugerðin og ruglingslegur söguþráðurinn fældi frá. IBIO en átti kannski að heita Ógnareðlun. Þar fæddist ný kynbomba, Sharon Stone, sem skildi karlhetjuna (Mich- ael Douglas) eftir með buxurnar á hæiunum í keppninni um Kvikmyndaárið hér heima 1992 hvað varðar úr- val erlendra mynda var með mjög hefðbundnum hætti. Kvikmyndahúsin buðu uppá þetta venjulega léttmeti frá MSýningum á teikni- myndinni Nemo litla, sem átti að vera jólamynd Lauga- rásbíós, var frestað af tæknilegum ástæðum að sögn Grétars Hjartarsonar bíóstjóra. Var hún ekki frumsýnd fyrr en í gær. Myndin er með íslenskri tal- setningu. MNýjasta mynd harðhauss- ins belgíska Jean-CIaude Van Damme heitir „Now- here to Run“ og verður frumsýnd í Bandarílcjunum í janúar. Handritið gerir Joe Eszterhas, sem skrifaði Ógnareðli og fékk ógnarf- úlgu fyrir, en mótleikari vöðvabúntsins er Rosanna Arquette. Van Damme leik- ur flóttamann sem aðstoðar einstæða móður í baráttu við verktakafyrirtæki. MÞað er langt síðan Faye Dunaway fór með aðalhlut- verkið í bíómjmd en bráðlega verður frumsýnd mynd með henni sem heitir „The Temp“ og er með Timothy Hutton og Lara Flynn Bo- yle í öðrum hlutverkum. Leikstjóri er Tom Holland. Dunaway leikur ráðríkan framkvæmdastjóra svosem eins og í einni frægustu mynd sinni, „Network“. MLeikarinn Morgan Free- man er sestur í leikstjóra- stólinn suður í Zimbabwe í Afríku að leikstýra sinni fyrstu bíómynd. Hún heitir „Bopha“. Með aðalhlutverk- in fara Danny Glover og AJfre Woodard. ■ Sá sérstæði leikstjóri og Ameríkudýrkandi Percy Adlon vinnur nú við mynd- ina „Younger & Younger" í Bandaríkjunum. Hún er með Donald Sutherland og Lolitu Davidovich í að- alhlutverkum og segir frá manni sem geymir draug látinnar konu sinnar í geymslu sem hann tekur á leigu. Hann var aldrei neitt sérstaklega hrifinn af henni í lifanda lífi en nú þegar hún er orðinn andi verður hann ástfanginn upp fyrir haus. Bandaríkjunum og þar inn- anum voru ansi góðar mynd- ir. Eins og venjulega var líka reynt að bjóða uppá evr- ópska menningu með ein- stökum myndum en aðallega í gegnum nokkrar kvik- myndahátíðir. Minnisstæð- ust er kannski nýjasta Wim Wenders myndin, Til enda veraldar, sem féll ekki í kramið allstaðar en var n.k. alheimsvegamynd og skond- in framtíðarsýn. Undir lok ársins kom svo Hávarðsendi eftir James Ivory, bókmenn- taleg, bresk og býsna skond- in bíóútgáfa af sögu E.M. Forsters. Ekki fengum við Elskhugann eftir Annaud, hvað þá Alla morgna heims- ins eftir Alain Comeau. Framhaldsmyndin um Leðurblökumanninn var sumarmyndin sem helst var beðið eftir en fékk ekki þá Tvœr eftlrmlnnilegar; JFK og Ógnareðli. Samt hafði myndin eitthvað með sér úr hugarheimi leik- stjórans Tims Burtons sem bar vott um frumleika og listrænan metnað. Þriðja myndin í Alien-bálknum lýsti heilögum endalokum geimf- arans Ripleys, sem kannski frekar en nokkur annar var orðinn saddur lífdaga. Lítið séð mynd, Kolstakk- ur eða „Black Robe“, var á svipuðu róli og Dansar við úlfa, aðeins helmingi betri, og Síðasti móhíkaninn var ekta ævintýramynd, einnig af indjánaslóðum. Warren Beatty glansaði í hlutverki stórglæponsins Bugsy í sam- nefndri bíómynd en hefur örugglega viljað vera í ann- arri og sveittari mynd sem fékk þýðinguna Ógnareðli athygli. Myndin var svo ruglingsleg að hún gat aldr- ei orðið spennandi og margir höfðu sannarlega ama af endinum, sem gefur þó von um framhald á óskiljanleg- um spennumyndum. Martin Scorsese jók hrað- ann og spennuna í endurgerð sinni á Víghöfða, tæplega þrítugum J. Lee Thompson trylli. í gamla daga þurfti ekki fjórfaldan endi á spennumynd og gamla myndin gefur í raun þessari nýju ekkert eftir ef frá eru talin einstaka atriði eins og þetta með þumalputtanum! Robert Altman gaf Holly- wood líka puttann í frábærri ádeilu á heila Hollywood- kerfið og það glevmdist eig- inlega að flBL Lei- 10.500 séð Síð- asta móhíkanann Charlie sýnd í febrúar eða mars ALLS HÖFÐU 10.500 manns séð ævintýramyndina Síð- asta móhíkanann í Regnboganum eftir síðustu helgi að sögn Andra Þórs Guðmundssonar rekstrarstjóra bíósins. Hann sagði að 8.000 manns væru búnir að sjá gamanmyndina A réttri bylgjulengd, 6.500 Leik- manninn, 6.500 talsettu teiknimyndina um Tomma og Jenna, sem einnig hefur verið sýnd á Akureyri og í Keflavík, og 2.500 gaman- myndina Miðjarðarhafíð. Þá hafa um 38.500 séð Sódómu Reykjavík. Skosk kvikmyndahátíð verður haldin í Regnbogan- um dagana 16.-23. janúar og verða sýndar sex myndir á henni. Einnig verður kvik- myndahátíð í bíóinu um næstu mánaðamót. Þær myndir sem væntanlegar eru á almennar sýningar á fyrstu mánuðum ársins eru Chaplin eftir Richard Attenborough, „Mr. Saturday Night" og „Night and the City“. kmaðurinn var líka spenn- andi sakamálamynd. Með- leigjandi óskast lýsti sann- kölluðu ógnareðli og Roman Polanski gerði út á ansi gruggugan öfuguggahátt í sinni nýjustu mynd, Bitrum mána. En senuþjófur ársins var kúrekinn. Kannski var besta myndin sýnd í sjónvarpinu, vestrinn „Ix>nesome Dove“. En þá gleymir maður þeim sem kom skemmtilegast á óvart, sá og sigraði, Clint Eastwood og hans eðal- vestra. Hinir vægðarlausu var stórkostleg saga um gamlan og iðrunarfullan byssubófa sem óttaðist dauðann en snéri á hann eina ferðina enn. Það voru hreinir biótöfrar. X7ið misstum af tæki- * færinu til að sjá Borgara Kane í kvik- myndahúsi þegar myndin varð hálfrar aldar gömul árið 1991. Hún var sett í dreifíngu í Bandaríkjunum í tilefni afmælisins en náði ekki í bíóin hér. Önnur og jafnvel enn frægari mynd varð fimm- tug á síðasta ári og hana fáum við á hvíta tjaldið. Þetta er Casablanca með Humphrey Bogart og Ingrid Bergman undir leikstjóm Michaels Curtiz, en Sambíóin hyggjast sýna hana í lok janúar. Er víst að unnendur mynd- arinnar, sem ábyggilega eru fjölmargir, munu nýta þetta einstaka tækifæri til að sjá myndina, sem hreppti þijá óskara á sfn- um tíma, blásna út á kvik- myndatjaldi. Hún hefur verið sýnd f sjónvarpi og fæst á myndbandi, en eins og sagt er jafnast ekkert á við að f ara í bíó. Sérstak- iega ekki þegar Dooley Wilson syngur „As Time Gœs By“, Bogart og Bergman mætast og Paul Henreid, Claude Raines og Peter Lorre fara með aukahlutverkin. Það eru margir sem vilja meina að Casablanca sé besta Hollywoodmynd sem gerð hafi verið og það er ekki ónýtt að fá hana á tjaldið þar sem hún á heima. INGALO FÆR GÓDA DÓMA ÍSLENSKA bíómyndin Ingaló eftir Ásdísi Thoroddsen hefur víða farið á sýningar í Evrópu og hlotið lofsamlega dóma. Hún var sýnd í þýsku sjónvarpsstöðinni ZDF 8. desember og hrósuðu þýsk blöð Inguló m.a. sem fallegri og mannlegri mynd sem snerti tilfinningar áhorfandans. Einnig var hún sýnd í Frakklandi og sagði í kvikmyndatímaritinu Charlle; sýnd í febrúar eða mars. Bridges í mynd Peters Weirs Ástralski leikstjórinn Peter Weir, sem gert hefur marg- ar góðar myndir í seinni tíð eins og Vitnið og Bekkjar- félagið, er tekinn til við að leikstýra mynd sem heitir „Fearless" eða Óttalaus og er með Jeff Bridges í aðal- hlutverki. Með önnur hlutverk fara Isabella Rossellini, John Turturro, Tom Hulce og Rosie Perez. Bridges leik- ur mann sem lifir af flugslys og á erfítt með að fóta sig í lífínu eftir þá reynslu. Eina fólkið sem hann nær sam- bandi við eru aðrir sem lifðu slysið af, m.a. verkakona sem missti dóttur sína og er leikin af Perez. Weir er einn af frum- kvöðlum áströlsku nýbylgj- unnar sem tók að blómstra um miðjan áttunda áratug- inn. Tvær þekktustu myndir hans frá því tímabili eru „Picknic at Hanging Rock“, sem Hreyfimyndafélagið sýndi nýlega, og „The Last Wave“. Eftir það gerði hann Sólveig Amardóttir stríðsmyndina „Galli- poli“ með Mel Gibson og hafa báðir átt miklum vin- sældum að fagna í Holly- wood, þangað sem þeir fluttu þegar þeir voru orðnir stórstjömur í ástr- alska kvikmyndaheim- inum. „Positif" að helsti kostur Ás- dísar sem leikstjóra væri að tala beint frá hjart- anu um land sem hún elskar, þrátt fyrir harðneskju þess og ýmsa vankosti. Þá hefur hið áhrifamikla bandaríska kvikmyndablað- „Variety“ kallað Inguló „eftirminnilegt byijenda- verk“ og sagt hana fínlega en þó áhrifamikla. Nú þegar hefur Ingaló verið sýnd á átta kvik- myndahátíðum, þ. á m. í Cannes og í Montreal. Búið er að bjóða myndinni á átta hátíðir í viðbót og hún verð- ur m.a. sýnd í kvikmynda- húsum í Finnlandi. Eftlrmðli flugslyss; Rosie Perez fer með eitt aðalhlut- verkið í nýjustu mynd Peters Weirs.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.