Morgunblaðið - 10.01.1993, Side 16
16 3
•.----a-
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. JANÚAR 1,993
AF SPJÖLDUM GLÆPASÖGUNNAR/Abraham Ruef var meistari baktjaldamakks-
— —— — ——— . —————
ins. I kosningunum 1901 kom hann Eugene Schmitz í embætti borgarstjóra. Schmitz hafði
enga þekkingu á stjómmálum og strax eftir embættistökuna hóf hann að beina bitlingum
og illa fengnu fé til Ruefs og skósveina hans
MEISTARIBAK-
TJALDAMAKKS
UM ALDAMÓTIN síðustu réði
ríkjum í San Francisco klíka
spilltra og mútugjarnra póli-
tískra framagosa sem voru í
nánu sambandi við glæpasam-
tökin í Barbary Coast-hverfinu,
sem var alræmt fyrir spilavíti,
vændi og villt næturlíf. Höfuð-
paur þessarar spillingarklíku
var Abraham Ruef, sonur kaup-
manns af gyðingaættum og lög-
fræðingur frá Hastings College
í San Francisco. Þótt Ruef væri
að nafninu til repúblíkani, naut
hann einnig stuðnings flokks
óánægðra iðnaðarmanna, Uni-
on Labor Party, sem stofnaður
var sumaríð 1901.
Ref var meistari baktjalda-
makksins. í kosningunum
1901 kom hann Eugene
Schmitz fyrrum hljómsveit-
arstjóra Columbia-leikhússins í
embætti borgarstjóra. Schmitz
hafði enga þekkingu á stjómmál-
um, og enga löngun til að bjóða
sig fram. En með stuðningi og til-
sögn frá Ruef vann hann auðveldan
kosningasigur. Strax eftir emb-
ættistökuna hóf Schmitz borgar-
stjóri að beina bitlingom og illa
fengnu fé til Ruefs og skósveina
hans.
Pólitísk spilling í San Francisco
varð yfirþyrmandi. Hæstu mútu-
greiðslumar komu frá United Rail-
road, félaginu sem annaðist rekstur
sporvagna borgarinnar. Patrick
Calhoun stjómaði þessu félagi, og
sagt var að hann hefði látið Tirey
F. Ford afhenda Ruef 200.000 doll-
ara í mútur. Aðferðin við mútu-
greiðslumar var afar einföld. Ruef
„leigði sig“ hvequm þeim einstakl-
ingi eða fyrirtæki sem hafði mútu-
greiðslur að bjóða. Oft var þetta
illa fengna fé falið undir heitinu
„lögfræðikostnaður". Abe Ruef átti
marga skjólstæðinga þau þijú Iqor-
tímabil sem Schmitz var í embætti.
Spillingin í borgarsijóm Schmitz
hefði verið látin viðgangast
ámælislítið ef ekki hefði til komið
linnulaus barátta Fremonts Olders
hjá dagblaðinu San Francisco Bul-
letin. Frá því hann hóf störf sem
ritstjóri hjá blaðinu árið 1895 barð-
ist Older gegn spillingu í opinberum
rekstri á sfðum blaðsins. Það þurfti
dirfsku til, því Ruef naut vinsælda
Abe Reuf, meistarí baktjalda-
í San Francisco.
Eugene Edwards Schmitz,
handbendi Reufs í
borgarstjórn.
í Barbary Coast-
hverfinu. Kvöldið
sem Schmitz var
fyrst endurkjörinn
borgarsljóri safn-
aðist hópur drukk-
inna óeirðaseggja
saman fyrir fram-
an stöðvar blaðs-
ins. Þeir bmtu gluggarúður með
gijótkasti og hrópuðu ókvæðisorð
að Older og konu hans er þau fóm
heim. Leiddi þetta svo óhjákvæmi-
lega til þess að lífi Olders var ógn-
að. Til dæmis gerðist það árið 1907
að fjórir menn, sem vom með hand-
tökuskipun undirritaða af dómara
S Los Angeles, komu akandi og
tóku Older. Sumir mannanna vom
reyndar starfsmenn United Railro-
ad, og var ætlunin að fara með
Older í jámbrautalest til fjallahér-
aðs sunnan við San Francisco og
skjóta hann þar. Þessi fyrirætlun
þeirra mistókst þegar farþegi í lest-
inni þekkti Older og hringdi í blað-
ið San Francisco Call frá næstu
stoppistöð. í Santa Barbara fór
hópur lögreglumanna um borð í
lestina til að „handtaka" Older.
Upp komst um fyrirætlanimar þeg-
ar einn samsærismannanna játaði.
Vom mennimir fjórir síðan hand-
teknir.
Árið 1905 tókst Older í fyrsta
sinn af mörgum er fylgdu í kjölfar-
ið að hnekkja á Ruef, Calhoun,
Schmitz og stuðningsmönnum
þeirra með því að afla stuðnings
við borgaralega rannsókn á spill-
ingunni í stjómkerfi borgarinnar.
Herferðin hófst svo vorið 1906, og
var kostuð með framlögum frá
kaupsýslumönnunum James D.
Phelan og Rudolph Spreckels. Old-
er fór til Washington þar sem hann
ræddi málið við Theodore Roose-
velt forseta. Forsetinn féllst á að
fela þekktum lögfræðingi stjómar-
innar, Francis J. Heney, að kanna
málið. Heney fékk sér til aðstoðar
einkalögreglumanninn William J.
Bums til að klekkja á Ruef og
þorpurum hans.
Fjöldi sönnunargagna sem Older
lagði fram leiddi til þess að dóm-
nefnd úrskurðaði að stefna bæri
Calhoun og Ruef. Meðan verið var
að velja dómendur í kviðdóm gerð-
ist það að einn þeirra, Morris Haas,
reyndi að myrða Heney saksókn-
ara. Haas kom í dómsalinn og
hleypti af skoti sem lenti í kjálka
Heneys. Skotsárið var sem betur
fer ekki banvænt. Haas framdi svo
Skopteikningar sem áttu að lýsa stjórnmálalegum áhrifum Abe
Reufs. Til vinstri heldur hann á lykli að fuglabúri sem í situr
Schmitz borgarsljóri. Á hinni heldur hann á bakka með höfðum
pólitískra andstæðinga sinna.
sjálfsmorð í fangaklefa sínum, og
var uppi orðrómur um að hann
hafi verið myrtur. Hiram Johnson
tók við af Heney sem saksóknari
og fékk því framgengt að Ruef var
sakfelldur eftir að hafa misst kjark-
inn og játað á sig íjölda ásakana
um mútugreiðslur og önnur afbrot
sem glæpafélagar hans höfðu
stundað. „Þeir voru svo gráðugir
að þeir hefðu getað hámað í sig
málninguna á veggjum ráðhúss-
ins!“ sagði Ruef. Og lengi á eftir
tíðkaðist það í San Francisco að
tala um mútuþega sem „málning-
arætur“. Ruef var síðar dæmdur
til 14 ára fangelsisvistar fyrir
mútustarfsemi.
Hann afplánaði aðeins fjögur ár
og sjö mánuði í fangelsi, en ferli
hans í stjómmálum var endanlega
lokið. Ruef var áhrifalaus í stjóm-
málum Kaliforníu eftir að hann var
látinn laus. Hann sneri sér að fast-
eignaviðskiptum og lét lítið á sér
bera. Það kaldhæðnislega var að
fyirum andstæðingur hans, Frem-
ont Older, sá aumur á honum. Old-
er hóf baráttu í blaði sínu fyrir því
að Abe Ruef yrði leystur úr haldi.
Sú umræða átti án efa þátt í því
að Ruef var Iátinn laus til reynslu.
Schmitz borgarstjóri var dæmd-
ur fyrir fjárkúgun og hrakinn úr
embætti. Hann neitaði algjörlega
að hafa dregið sér fé, og einnig svo
til öllum öðrum ákæmatriðum.
Hann hlaut einnig fangelsisdóm.
Hins vegar úrskurðaði héraðsdóm-
ur að hann skyldi látinn laus vegna
ótrúlegs formgalla á málinu. Dóm-
urinn úrskurðaði að hann væri ekki
sekur um fjárkúgun, þar sem
frönsku „veitingahúsin", sem hann
var sakaður um að hafa hótað lok-
un ef þau létu ekki fé af hendi
rakna til hans, hafi í raun verið
vændishús. Schmitz var því hreins-
aður af allri sök á þeirri forsendu
að það væri ekki fjárkúgun að hóta
að framfylgja lögum. Schmitz sneri
sér á ný að stjómmálum með góð-
um árangri og sat mörg kjörtíma-
bil í stjómamefnd San Francisco-
borgar. Hámarki náði niðurlæging-
in nokkrum mánuðum síðar þegar
Heney bauð sig fram í kosningum
til embættis umdæmissaksóknara.
Hann beið lægri hlut fyrir Charles
M. Fickert, sem hafði getið sér
gott orð í íþróttum hjá Stanford-
háskóla og átti vingott við félaga
í mútuklíkunni. Eftir að Fickert tók
við embætti felldi hann niður mál
á hendur þeirra sem sakaðir vom
um að hafa þegið mútur frá klík-
unni.
Ef tala má um einhvern sem sig-
urvegara í mútumálunum var það
Hiram Johnson saksóknari, sem
hélt áfram á stjómmálabraut sinni
og varð ríkisstjóri í Kalifomíu og
síðar þingmaður í öldungadeild
Bandaríkjaþings. Johnson var um-
bótasinnaður og stuðlaði að setn-
ingu nýrra laga sem bundu að
mestu enda á starfsemi fjárglæfra-
mannanna og lögðu grundvöll að
heiðarlegri stjóm héraðsmála í
Kalifomíu.
UTSALAN
hefst 12. janúar
B O G N E R
sérverslun v/Óöinstorg, sími 25177
V_______________________________________________________________________/
Vestfrost
ODYRAR FRYSTIKISTUR
KÆLI- OG FRYSTISKÁPAR