Morgunblaðið - 10.01.1993, Qupperneq 18
18 B
MORGUNBLAÐIÐ FOLK I FRETTUM SUNNUDAGUR 10. JANÚAR 1993
Wyman
mundar
bassann
árið 1965.
Bill Wyman í
fylgld fagurra
fljóða fyrir
skemmstu. Sú sem
nær honum situr
er Debbie Moore.
TÍMAMÓT
Wymansegir
skilið við
Rolling Stones
^^jtla mætti að nokkuð hafí dregið af
bassaleikaranum Bill Wyman eftir að
hann lauk loks málaferlunum gegn fyrrum
eiginkonu sinni Mandy Smith. Smith hafði
lítið upp úr krafsinu miðað við ætlanir sínar,
en Wyman tilkynnti fyrir skemmstu að hann
væri sestur í helgan stein. Hann er nú 56 ára
gamall. Mandy nældi sér í rúmlega hálfa
milljón punda af þeim fimm milljónum sem
hún krafðist. Hún hefur átt við erfíð og dular-
full veikindi að stríða um langt skeið og leit
illa út í réttinum. Hún mun þó vera að rétta
úr kútnum.
Wyman hafur sjálfur ekkert viljað segja
um hvers vegna hann kýs nú að segja skilið
við félaga sína í Rolling Stones og rokkið.
Þess í stað hefur hann tekið til við samkvæm-
islífið sem hann hefur löngum verið hrifínn
af. Hefur hann tíðum sést í fylgd gamallar
vinkonu sinnar, Debbie Moore sem er 44 ára
gömul og vellauðugur heilsuræktareigandi.
Mick Jagger, höfuðpaur Rolling Stones
sagði í viðtali í síðasta mánuði að Wyman
hefði engar skýringar gefíð félögum sínum
fremur en fjölmiðlum, ástæðurnar væru því
persónulegar. Persónulega teldi hann að Wy-
man væri hreinlega orðinn lúinn og kysi að
hafa það náðugt þessi síðustu ár uns ellin
rennur í hlað. „Við erum þó ekki hættir og
erum að leita að nýjum bassaleikara," segir
Jagger.
ͩG GOTT
Frália»i*ii* kvmiarar
með mikla i*ovnslii:
p lífsstllt
LIK AMSRÆKT OG UOS
BÆJARHRAUNI4/VIÐ KEFLAVÍKURVEGINN/ SÍMI 65 22 12
egar Bill Clinton var spurður
í viðtali við tímaritið Time
hvem hann vildi hafa hjá sér þeg-
ar hann tæki mikilvægar ákvarð-
anir eftir að hann sver embætti-
seið Bandaríkjaforseta svaraði
hann án umhugsunar: Hillary.
Bestu vinir hjónanna segja að þau
séu ákaflega samrýnd og milli
þeirra sé fullkomið traust. Þau
bæti hvort annað upp og afar ólík-
legt sé að Clinton hefði komist í
Hvíta húsið án þess að Hillary
hefði stutt við bakið á honum.
Bill og Hillary Clinton kynntust
þegar þau námu lögfræði við Yale-
háskóla. Hún tók fyrst eftir honum
í setustofu fyrir námsmenn laga-
deildarinnar þar sem hann stærði
sig af því að rækta „stærstu vatns-
melónur heims“ í heimaríki sínu,
Arkansas. Á námsárunum var hún
forseti stúdentaráðs Wellesley
College, varð fyrsti námsmaðurinn
sem fékk að flytja ávarp við brott-
skráningu í skólanum og gat sér
frægð sem margfaldur sigurvegari
í spumingaþætti í sjónvarpi.
Hillary er sögð hafa verið
óhemju samviskusöm og „félags-
lega meðvituð" allt frá barnæsku
og móðir hennar segir að hún
hafi náð að skipuleggja „ólympíu-
leika“ í hverfínu sínu, stofna
bamaheimili fyrir farandverka-
menn og koma á kjörskráningar-
söfnun áður en hún varð sextán
ára.
Bill Clinton var kærulausari á
námsámnum og samdráttur
þeirra í Yale kom nokkuð á óvart,
enda þóttu þau ólík á margan
hátt. „Við réðum bara ekki við
okkur,“ segir Clinton. Þegar móð-
ir hans og bróðir heimsóttu hann
til að hitta unnustuna ráðlögðu
þau honum að velja frekar stúlku
sem líktist meira stúlkunum í Ark-
ansas. Clinton mun þá hafa sagt
við móður sína að hann myndi
aldrei „kvænast fegurðardrottn-
ingu“.
Leiðin til Fayetteville
Hillaiy fluttist til Fayetteville í
Arkansas árið 1974 til að geta
verið með Bill eftir að þau luku
námi. Hún varð strax eftirsóttur
lögfræðingur og aðstoðarríkissak-
sóknari Bandaríkjanna fékk hana
til að starfa tímabundið fyrir
dómsmálanefnd fulltrúadeildar
Bandaríkjaþings vegna Water-
gate-hneykslisins og Iagði fast að
henni að vera áfram í Washing-
ton. Lögmannastofur í New York
og Chicago sóttust einnig eftir
starfskröftum hennar.
Hillary var hins vegar staðráðin
í að snúa aftur til unnusta síns í
Arkansas, sem var harla ömurlegt
ríki í augum vina hennar. Vinkona
hennar, Sara Ehrmann, ók henni
frá Washington til Arkansas og
reyndi í 30 klukkustundir að fá
hana af „þessari vitleysu". „Þú
sem getur sigrað heiminn," sagði
Ehrmann. „Hvers vegna kastarðu
lífí þínu frá þér fyrir þennan
mann?“
Þegar Hillary kom aftur til Fay-
etteville leigði hún þar íbúð,
kenndi lögfræði og rak lögfræði-
lega ráðgjafarskrifstofu. Aður en
hún tók lokaákvörðun um að vera
áfram í Arkansas heimsótti hún
vini sína, sem fengið höfðu góðar
stöður í Washington, New York
og Chicago, til að athuga hvort
hún færi á mis við eitthvað. Hún
komst að þeirri niðurstöðu að svo
væri ekki og giftist Bill Clinton
árið 1975.
Fullkomin blanda
Vinir Clinton-hjónanna segja að
þau bæti hvort annað fullkomlega
upp. Bill er sagður snjallari í að
finna nýjar hugmyndir og koma
þeim á framfæri; hún er aftur
sögð betri í að skilja góðu hug-
myndimar frá þeim slæmu og
bæta röksemdarfærsluna fyrir
þeim. Hún er agaði og skyldu-
rækni meþódistinn, sem hefur
ávallt nýja testamentið til reiðu í
skjalatöskunni og gerir miklar sið-
ferðilegar kröfur til sjálfs sín og
annarra; hann er tilfínningaríki
babtistinn, sem syngur í kirkju-
kórnum og tárast af gleði þegar
hann getur gert gömlum vinum
sínum greiða, til að mynda með
því að ráða þá í Hvíta húsið.
Saman virðast þau ósigrandi og
haldi Hillary áfram að styrkja
mann sinn í Washington, eins og
hún gerði í Arkansas, geta Banda-
ríkjamenn prísað sig sæla að hún
skyldi hafa kosið að aka til Fay-
etteville í stað þess að sækjast
eftir frama sem lögfræðingur í
New York eða Chicago.
Bill og Hillary Clinton.
CLINTON
Samlynd hjón á
leið í Hvíta húsið