Morgunblaðið - 10.01.1993, Síða 26

Morgunblaðið - 10.01.1993, Síða 26
26 B MORGUNBLAÐIÐ SAMSAFNIÐ SUNNUDAGUR 10. JANÚAR 1993 ÆSKUMYNDIN... ER AF SKAPMIKL U D ÝRISEM HEITIR KRÍA Gerði vart annað en (MJ ShJdtj dfföLl undir steini — Þerna, síðar nefnd Kría á tveimur þroskastignm. Æskumyndin að þessu sinni er af Þernu. Hún skreið úr eggi á köld- um júnídegi fyrir mörgum árum. (Það var annað egg í hreiðrinu en það skreið aldrei neitt úr því. Þetta var heldur ömurlegt vor og sumar og Þerna mundi varla eftir að hafa gert annað en að norpa skjálfandi utan í steini og bíða eftir því að foreldrar færðu henni eitthvert æti. Aðeins fyrstu dag- ana færðu þau henni bæði mat. Ekki leið á löngu uns faðir henn- ar hætti að sjást. Hún vissi aldrei hver afdrif hans urðu. Raunar þekkti hún foreldra sína lítið. Þeir hétu ekkert, voru bara fugl- ar á stöðugum þönum eftir æti. Hún sá af og til aðra svipaða fugla á flugi, gargandi, með síli í nefj- um, en aðra unga hitti hún ekki. Það var svo tekið að líða á sumar- ið er móðir Þernu hætti einnig að koma. Aldrei vissi hún heldur hver afdrif hennar urðu. að kólnaði með degi hverjum, Þerna hafði fundið fyrir vexti sínum, skoðaði oft vængi sína og veifaði þeim til og frá. Hugmyndir hennar um notkunargildi þeirra voru heldur óljósar, þ.e.a.s. hún hafði séð aðra fugla fljúga en hafði ekki hug- mynd um hvemig hún átti sjálf að bera sig að. Dag einn vaknaði hún i norpandi og svöng við steininn sinn. Undarleg var þögnin í loftinu þennan dag og það tók Þemu drjúgan tíma að átta sig á því hvemig á því stóð. Svifléttu fuglamir með svörtu hett- umar og rauðu nefin voru horfnir. Þema fann til torskýrðs söknuðar. Ósköp var þetta allt ömurlegt. Þrek- ið þvarr og það varð kaldara með hverjum deginum sem leið. Þema leið út af einn morguninn. En hún vaknaði aftur og varð heldur en ekki undrandi. Gamall ein- setukarl, fiskimaður við fjörðinn hafði fundið hana nær dauða en lífí og stungið henni í vettling og haldið til kofans. Ekki vissi hún hvaða vera þetta var, hafði aldrei litið annað eins. En ótta bar hún engan í bijósti, því olli ef til vill þrekleysið. Ekki óttaðist hún dauðann, enda þekkti hún hann ekki. Hún hírðist í kofanum hjá karlinum allan veturinn. Hann átti lítið til hnífs og skeiðar, en gætti þess alltaf að hún fengi bitann sinn. Áður en hún vissi var hún farin að flögra um kofann. Það var nú gam- an! Henni hafði vaxið bæði styrkur og skilningur og það var eins og hún skynjaði að eitthvað mikilvægt væri í aðsigi í sömu mund og ísa tók að leysa hjá þeim norður við Dumbshaf. Dag einn fór karlinn á sjó á skektu sinni. Þerna var farin að skilja hann nokkuð. Það var bjart yfír honum og hann var fullur bjartsýni. Hún vissi það reyndar ekki, en hann hafði dreymt vel. Til hans hafði komið kona, blá/hvítklædd með svarta húfu og í rauðum skóm. Hún hafði sagt við hann að hann skyldi halda til fí- skjar næsta dag og hlusta eftir því er hún kæmi til hans og kallaði nafn- ið sitt. Úti á fírði gerðist það svo, að hópur svifléttra fugla kom fljúg- andi og stungu þeir sér niður að haffletinum. Karlinn glápti á þetta eins og naut á nývirki. Fuglarnir görguðu einhver reiðinnar ósköp og loks fauk í einn þeirra og hann stakk sér á hausinn á karlinum og hjó í hann rauðu nefínu. Hann hrökk við, renndi færi sínu og rokveiddi bæði þorsk og ýsu. Næsta dag fór karlinn með Þernu út úr kofanum í fyrsta sinn á vor- inu. Skjótt kom hópur fugla fljúg- andi og görguðu þeir í sífellu. Þá skildi Þema loks gargið frá sumrinu áður. Fuglamir görguðu í sífellu „Kría, Kría“ og þá skyldist henni að þeir kölluðu nafnið sitt. Þeir hétu Kría og hún héti þá líka Kría. Aldir hafa runnið í tímans haf síð- an að þessir atburðir gengu eftir. Allar götur síðan hafa þemumar borið nafnið Kría. ÚR MYNDASAFNINU ÓLAFUR K. MAGNÚSSON Álfadansá þrettándanum Um áramót vaknar þjóðtrúin til lífsins enda hafa menn fyrir satt að einmitt þá verði menn eink- um varir við álfa og huldufólk. íslendingar hafa löng- um haldið í þessa trú og víða eru enn haldnar álfabrennur á þrettánd- anum, en þann dag hverfur síðasti jóla- sveinninn úr byggð til fjalla samkvæmt þjóð- trúnni. Þrettándinn var einmitt síðastliðinn miðvikudag og því er tilvalið að dusta rykið af gömlum myndum sem teknar voru á gamla Melavellinum hér í eina tíð, þegar reykvískir skátar stóðu fyrir álfadansi og brennu á þrett- ándanum. Á einni myndinni má sjá blysför skátanna og í farar- broddi eru þau Unnur Arngríms- dóttir og Hermann Ragnar Stef- ánsson, sem um árabil hafa kennt Islendingum að dansa, en þetta var áður en þau fóru út í dans- kennsluna að sögn Hermanns Ragnars. Hann sagði að myndin hefði verið tekin um 1950, en þau Unnur höfðu þá æft Vikivakadansa og stjórnuðu þau því álfa- dansinum. Hermann Ragnar sagði að álfa- dansinn og brennan á Melavellinum hefði ver- ið mikill viðburður í þá daga enda flykktust Reykvíkingar þúsundum saman á völlinn til að taka þátt í gleðinni, eins og reyndar má sjá á nokkrum myndanna. Einnig má þar þekkja álfakónginn, .Ólaf Magnússon frá Mosfelli, og álfadrottninguna, Ingigerði Gísladóttur kvenskáta- foringja. Um leið og við óskum landsmönnum árs og friðar birtum við þessar myndir, sem svo sannar- Iega eiga vel við einmitt nú í byrj- un árs. ÉC HEITI__ Vaka Siguijónsdóttir. Morgunblaðið/Sverrir VAKA SIGURJÓNSDÓTTIR „Ég á orðið heilmargar nöfnur en ég er elsta og fyrsta Vak- an, eftir því sem best er vitað,“ segir Vaka Siguijónsdóttir. Hún á nú 31 nöfnu, samkvæmt þjóðskrá, auk þess sem fleiri heita Vaka að síðara nafm. INöfnum Islendinga segir að Vaka sé líklegast tengt nafn- orðinu vaka; í merkinunni bænda- hald, varðtími og sögninni að vaka; vera vakandi. „Mér skilst að foreldarar mínir hafi valið Vökunafnið vegna þess að ég hafí haldið vöku fyrir þeim,“ seg- ir Vaka. Hún er yngst fimm systk- ina, en bræður hennar bera ekki síður sérkennileg nöfn; Sindri, Fjalar, Frosti og Máni. „Heyri fólk minnst á eitthvert okkar kannast það við systkinahópinn með sérkennilegu nöfnunum. Ég veit ekki til þess að bræðrum mínum hafí verið strítt á sínum nöfnum frekar en mér þar sem við erum alin upp, á Kirkjubæ í Hróarstungu. Þegar ég kom til Akureyrar á unglingsárum fékk ég hins vegar að heyra það óspart, ég var kölluð Andvaka og sungið „Viltu með mér vaka“. Eg var á viðkvæmum aldri óg sámaði þetta skiljanlega. Nú er mér hins vegar alveg sama.“ Eins og flestir þeir sem heita sérkennilegum nöfnum hefur Vaka verið kölluð líkum nöfnum. Segist t.d. orðin vön því að fólk hvái, svo og að vera kölluð Vala. Þetta sé þó hægt og bítandi að breytast, enda fjölgi sérkennileg- um nöfnum svo að fólk verði oftar en áður að leggja við hlustir. ÞANNIG... VAR LITFILMAN FUNDIN UPP AUir regnbogans litir STÓRHÁTÍÐIR eru um garð gengnar og þá tilheyrir að fara með filmur í framköllun. Nú þyk- ir sjálfsagt að festa stóra og smáa viðburði á ljósmynd. Hin síðari ár hefur almenningi gefist kostur á að eignast myndbands- tökuvélar til að skrá með minnis- stæð atvik. Þá eru komnar á markað ljósmyndavélar sem geyma myndirnar með rafræn- um hætti. Það eru því ýmsar hættur sem ógna traustu veldi ljósmyndafilmunnar, en næsta víst að hún heldur velli enn um sinn. Fyrsta litmyndafilman fyrir al- menning til notkunar í venju- legri ljósmyndavél var Kodac- hrome-fílman sem Eastman Kodak- fyrirtækið setti á markað 1935. Þessi filma hefur reynst lífseig og verið í notkun fram á þennan dag, með tiltölulega litlum breytingum. Það hefur lítið farið fyrir uppfinn- ingamönnunum, Leopold Godowsky og Leopold Mannes, sem unnu þrot- laust í mörg ár að því að búa film- una til. Leopoldamir tveir kynntust í tón- listamámi við skóla í New York. Báðir stefndu þeir að einleikara- ferli og höfðu ljósmyndun fyrir áhugamál. Hjá þeim vaknaði löngun til að fínna aðferð til að taka ljós- myndir í lit og von bráðar vörðu Það tók Godowsky og Mannes 14 ára þrotlausa vinnu að full- komna litljósmyndafilmuna. Myndin er úr rannsóknastofu Kodak-fyrirtækisins. þeir öllum stundum í þetta hugðar- efni. Fyrst gerðu þeir tilraunir til að leggja saman þijár aðskildar myndir sem teknar voru í grunnlit- unum, rauðum, gulum og bláum, líkt og gert er í sjónvarpstækjum nútimans og við litprentun. Þessi leið reyndist ekki skila fullnægjandi árangri og árið 1921 ákváðu þeir að búa til efnafræðiferli sem gerði kleift að „nema alla regnbogans liti á eina fílmu“. Tilraunimar fjármögnuðu Leop- oldarnir með tónleikahaldi. Fjár- málafyrirtæki í Wall Street fékk áhuga á vinnu þeirra og lagði fram 20.000 dollara. Þetta vakti athygli dr. Mees, yfírmanns tilraunastofu Eastman Kodak-ljósmyndafyrir- tækisins, og bauðst hann til að út- vega öll kemísk efni sem þörf væri á, Leopoldunum að kostnaðarlausu. Þeir héldu vinnunni áfram og eftir 9 ára tilraunir í heimahúsi útvegaði dr. Mees þeim starfsaðstöðu í Kod- ak-tilraunastofunum í New York. Þar unnu félagarnir áfram og raul- uðu lagstúfa í réttum takti til að taka tímann við tilraunirnar. Vís- indamennirnir á tilraunastofunni kunnu ekki að meta þessa tónglöðu músíkanta, né heldur kammertón- listina sem þeir spiluðu á grammó- fón allan liðlangan daginn. Vom þeir Godowsky og Mannes yfirleitt kallaðir „rugludallarnir". Árið 1935 var lokst búið að fullkomna þriggja lita efnafræðilegt ferli sem Kodac- hrome-litfilman byggist á. Það er mjög flókið og aðeins örfáar fram- köllunarstofur í heiminum geta leyst það af hendi. Gæðin eru mik- il og margir ljósmyndarar halda enn tryggð við gömlu Kodachrome-litfíl- muna.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.