Morgunblaðið - 10.01.1993, Page 27

Morgunblaðið - 10.01.1993, Page 27
 MORGUNBLAÐIÐ SAMSAFNIÐ ««AÍ> .. uv ..V1 ÍGUR 10. JANÚAR 1993 B 27 Álfakóngurinn, Ólafur Magnússon frá Mosfelli, og álfadrottningin, Ingigerð- ur Gísladóttir kvenskátaforingi, ásamt hirðmeyjum. Unnur Arngrímsdóttir og Hermann Ragnar Stefánsson í fararbroddi blysfarar, en þau stjórnuðu jafnframt álfadansinum. Reykvíkingar flykktust þús- undum saman á Melavöilinn til að taka þátt í þrettándagleð- inni. SÍMTALIÐ... ER VIÐ ÍNU GISSURARDÓTTUR DEILDARSTÝRU OfiirUtU spenna 26411 Happdrætti Háskólans. — Góðan dag, þetta er á Morg- unblaðinu, Kristín Maija Baldurs- dóttir, gæti ég fengið tala við þann sem hefur með happaþrennu að gera. Ég skal gefa þér sambandi við ínu Gissurardóttur, augnablik. Halló. — Komdu sæl ína, þá er komið að skuldadögunum. Nú,nú. — Þannig er, að ég kaupi eina happaþrennu vikulega, en fæ aldrei nokkurn einasta vinning. Komdu bara og kauptu hjá mér. — Já ég get það svosem, en nú er nýtt happdrættisár að hefjast, bíddu hvað er happaþrennan búin að vera lengi í gangi? Síðan 1987. — Allt í lagi, þegar þið byrjuðuð með happaþrennuna heyrði ég stöðugt rd fólki sem var að fá vinn- ing, nú heyri ég aldrei af neinum. Hvemig stendur á því? Fólk er bara hætt að segja frá því. Það keypti áður fleiri miða í einu, og fékk þá oftar minni vinn- inga. — Eru menn farnir að passa upp á aurana? Já það held ég. En það er alltaf jöfn sala. — Jæja, en þetta veldur mér áhyggjum. Hver em eigin- lega vinnigs- hlutföllin? Það kemur vinningur á sjötta hvern miða. Það eru 50% vinning- slíkur. — 50% vinn- ingslíkur! Og ég fæ aldrei neitt? Þú hlýtur bara að vera á röngum stöð- um. — Einmitt, nú fer þetta út í bunkum til söluaðila, getur verið að í sumum bunkum sé aldrei vinn- ingur? Nei, af og frá. Við vitum ekki hvar stóru vinningamir era, en það era staðlaðir vinningar í hveiju búnti. Við fáum miðana frá virtu fyrirtæki úti í Bretlandi sem fram- leiðir happdrættismiða fyrir ríkis- happdrætti út um allan heim. Þar fer allt fram eftir settum reglu. Annars sérðu vinningsmöguleikana á bakhlið miðanna. — Ég hélt kannski að vinnings- hlutföll hefðu breyst. Alls ekki, við höfum meira að segja aukið litlu vinningana. — Jú jú, allir 50 kallarnir, þið stórgræðið á þeim. Kannski, en það er þó vinning- ur. Það fylgir þessu nú ofurlítil spenna í grámyglu hversdagsleik- ans. — Rétt er það, en hvemig spilar þú?_ Kaupirðu happaþrennu? Ég kaupi hana aðallega til að gefa. Nota hana sem merkimiða á afmælisgjafír og á jólapakka. Ann- ars spila ég lítið sjálf. Ég á tvo einfalda miða í happdrættinu og er dálítið dijúg að vinna á þá. — Geturðu sagt konu sem fær aldrei neitt hvemig best er að haga sér í þeim efnum? Ég fékk þetta númer í fyrra sem ég er alltaf að vinna á. Þetta er sí- manúmerið sem var á æskuheimilinu mínu. — Nú já, svo það er galdur- inn. Ég ætla að athuga þetta betur og þakka þér fyrir spjall- ið. Morgunblaðið/Sverrir Elísabet Erlendsdóttir, 96 ára. Jenný Guðmundsdóttir, 93 ára. Tværaldnarí Hajharfirði Inýútkominni ljóðabók eftir Þor- geir Ibsen skólastjóra í Hafn- arfirði eru tvö ljóð um sæmdar- konur, sem allir fullorðnir Hafn- firðingar þekkja. Elísabet Er- lendsdóttir var í áratugi bæjar- og skólahjúkrunarkona í Bama- skóla Hafnarfjarðar er síðast varð Lækjarskóli og Jenný Guðmunds- dóttir var ljósakona í sama skóla. Allir krakkar sem uxu upp í Firð- inum þekktu því Elísabetu og Jenný. Við birtingu á afmælisljóð- unum til þeirra, vaknaði spurning- in: Hvar ætli þær séu nú? Við hittum þær báðar enn í Hafnarfírði, Elísabetu á Sólvangi og Jenný á DAS. Elísabet orðin HVAR ERU ÞAU NÚ? Elísabet Erlendsdóttir ogJenný Gudmundsdóttir 96 ára og Jenný 93. En hressar og viðræðugóðar. Báðar sögðu þær að alltaf væri að gefa sig fram við þær fólk, sem á sínum tíma var f skólanum hjá þeim. Andlitin séu kunnugleg en nöfnin oft horfín. Ekki að furða, því síð- ast meðan Bamaskólinn var bara einn, voru í honum um 1.000 böm. Elísabet var mjög virk í bæjar- lífinu frá 1940 og fram yfir 1970. Sem bæjarhjúkrunarkona sást hún stöðugt á ferðinni um bæinn í svörtu kápunni sinni að líkna og græða. Þegar sú bjánalega spuming var borin upp við hana hvernig vinnudagurinn hefði ver- ið, sagði hún einfaldlega: Maður vann alla daga, helgidaga og jafn- vel jóladaga. Maður þurfti ekki að eiga nein spariföt." Hún bætir við að fátæktin hafi verið alveg ömurleg. Hún man eftir heimili þar sem börnin þurftu að vera í bólinu meðan þvegið var af þeim.„Þegar þetta fólk fór að komast f álnir, þá gleymdi það þessu öllu og það var gott að svo var.“ En meðfram bæjarhjúkrun- inni var Elísabet í fullu starfi sem skólahjúkrunarkona. Ljósaböð og lýsisgjafir voru þáttur í starfinu til þess^ að forða bömunum frá kvefí. í tíð þeirra Elísabetar, Jennýar og Þorgeirs Ibsens hvarf hornösin, eins og Eiríkur Björns- son skólalæknir hafði orðað það. Elísabet segir mér að hún hafi fyrrum keypt Morgunblaðið og er nú aftur orðin áskrifandi og ies helstu fréttimar. Um hana segir m.a. í ljóðinu: Við heilsugæslu bæjarins bama buðust þér aldrei launin há. Þig einu gilti, en þaust um þama, er þörfin knúði og mikið lá á. Jenný Guðmundsdóttir var frá 1947 ljósakona í barnaskólanum eða ljósamamma eins og krakk- arnir kölluðu hana. EðS eins og haft var á orði um hana, að áreið- anlega hefði enginn Hafnfírðingur séð jafn marga bera bossa. „Ég var með börnin i ljósaböðum þar til þau voru orðin 10 ára og kom fyrir að komið var til okkar utan úr bæ með ung börn,“ segir hún. Og krakkamir hlökkuðu til að fara í böðin til ljósamömmu til að heyra sögur. „Eg lét þau aldrei fara út í frímínútur svo þeim kóln- aði ekki við að koma út úr hitan- um og þá þurfti að hafa ofan af fyrir þeim, láta þau syngja, fara í leiki eða hlusta á sögu,“ segir hún til skýringar. Oft las hún þá ljóð, því hún hefur alla ævi verið ljóðelsk. Kann mörg falleg ljóð og les enn upp á skemmtunum fyrir aldraða. „Ég er svo heppin að geta lesið með hægra auganu, þótt það vinstra hafi ekki komið að gagni í tvö ár. Svo mér er al- veg borgið," segir hún. Það var því ekki undarlegt þótt Jenný færi síðustu starfsárin sín til starfa í skólabókasafninu eftir að ljósaböðin voru lögð niður vegna þrengsla f skólahúsinu. Jenný lætur vel af dvölinni á Dvalarheimili aldraðra sjómanna, þar sé svo mikið öryggi og svo ! margt gert fyrir fólkið. Hún kveðst taka þátt í öllu sem er á boðstólum. Ekki er erfítt að sjá að börnunum hefur liðið vel í ná- vist þessarar hlýlegu konu, sem brosir svo glaðlega. „Já, ég er yfírleitt alltaf glöð. Það er mikil guðsgjöf að geta verið glaður," segir hún. Þó fór hún ekki var- hluta af áföllunum í lífinu, varð ung ekkja og missti einkasoninn, eins og kemur fram í ljóði Þor- geirs, sem segir m.a.: Oss gleður að sækja þinn fagna-fund og flytja þér afmælisbraginn, því enn ertu em og létt í lund, þótt liðið sé mjög á daginn. Þú þekkir vel skin og skúr í bland, þig skáru oft hjartasárin, en ekki þig bugaði bölið grand, þú brostir í gegnum tárin. I

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.