Morgunblaðið - 26.02.1993, Page 1

Morgunblaðið - 26.02.1993, Page 1
JWurigaiínMfiljifífr FÖSTUDAGUR 26. FEBRÚAR 1993 c Islendingar eyðslusamari en erlendir ferðamenn ÍSLENDINGAR á ferð um eigið land 1992 eyddu um 7 miHjörðum kr. og er það hærri upphæð en allir erlendir ferðamenn eyddu hér 1992, að farmiðakaupum undanskildum. Stærsti kostnaðarliðurinn er elds- neyti, 22,7%. Þetta sest í ným könnun, sem Ferðamálaráð lét gera. Um 80% ís- lendinga ferðuðust að meðaltali í um 15 daga sl. ár. Átt er við ferðir sem stóðu nótt og lengur. Skv. niðurstöðu eyddu 208 þús. íslendingar að meðal- tali 2.400 kr. á dag, heildareyðsla því um 7,5 milljarðar. Meðal þátta sem spurt var um var hvemig gistingu var hagað og flest- ir, rétt um 40% (átt er við fjölda gistinátta) voru í tjaldi/ með hjólhýsi á tjaldstæði, 23% í leigðu sumarhúsi og 22% hjá ættingjum/ vinum. At- hygli vekur lágt hlutfall í bændagist- ingu eða 12%, með í huga þá miklu íjárfestingu sem hefur orðið í ferða- þjónustu bænda. Sama prósenta gisti á Edduhótelum. Fram kom, að meðalaldur þeirra sem voru í fríi er 38 ár og kynjaskipt- ing var jöfn. Algengast var að fólk noti 3 til 4 daga til ferðar en 40% voru lengur en viku og um 13% í meira en 2 vikur. Níu af hverjum 10 nota eigið farartæki. Dreifing gistinátta eftir landshlutum var mis- jöfn, Eyjafjarðarsýsla hafði þær flestar, 13,5% og fæstar í Dölum og Snæfellsnesi, 3,8%. Ástæða ferðar var hjá 84% að njóta samvista við fjölskyldu/ njóta náttúru og landslags. Nokkru færri nefndu að slappa af og kynnast land- inu. Það sem fólki mislíkaði við ís- land sem ferðamannaland var ástand vega, veður og verðlagið á matvælum og gistingu. Markmiðið var að afla vitneskju um íslendinga á ferð um landið, hvaða farartæki þeir nota, hvem- ig/hvar þeir gista, með hveijum er ferðast og hvers vegna er ferðast um Island. Könnunin var gerð 8 daga í júní, júlí og ágúst sl. Dreift 2.650 spumingalistum, svör fengust við 2.130 og nothæf svör 2.067. Svörun var misjöfn eftir stöðum en algeng- ast að hún væri um 85%. ■ Morgunblaðið/Ámi Sæberg Farvís/Áfangar velur feröafrömuð ársins I GÆR útnefndi ferðatímaritið Farvís/Áfangar Tiyggva Ámason, fram- kvæmdastjóra Jöklaferða á Höfn í Homafirði, ferðafrömuð ársins. For- svarsmenn Jöklaferða eru taldir hafa sýnt frumkvæði og áræði og hefur tekist vel að markaðssetja jöklaferðir fyrir útlendinga sem íslendinga. Fjöldi farþega með þeim var um 7 þúsund sl. ár. Á myndinni eru Þór- unn Gestsdóttir ritstjóri og nývalinn ferðafrömuður 1993, Tryggvi Áma- son. ■ Leiguflug til Mexíkó hefst I vor FERÐASKRIFSTOFAN Heimsferðir hefur leiguflug til Mexikó 24. maí nk. og verður flogið með mexí- kanska leiguflugfélaginu Taesa til Cancun. Önnur ferðin er 10. júní og síðan verður flogið á tveggja vikna fresti til 19. ágúst. Sem dæmi um verð má nefna að ferð, miðað við tvo í stúdíóíbúð, er frá 69.900 kr. og sé t.d. fjögurra manna fjölskylda á ferð næst verð enn niður og er frá 59.900 kr. Grand Cherokee jeppi ársins Hinn nýi Grand Cherokee- jeppi frá Chrysler var nýverið kosinn fjórhjóladrifsbíll árs- ins í Bandaríkjunum af bandaríska bílablaðinu „Four Wheeler“. Keppti Grand Che- rokee við ýmsa jeppa sem eru þekktir hér, Range Rover, Toyota Land Cruiser og Isuzu. Það var ódýrasta útgáfa Grand Cherokee sem keppti við hina jeppana þijá og hlaut 4.602 stig. Næstur var Land Cruiser með 4.504 stig, þá Range Rover með 4.402 og Isuzu með 3.774. Cherokee skákaði hinum á ýms- um sviðum, er ódýrari, hefur betra viðbragð og minni beygju- hring en hefur næst minnst far- angursrými. Grand Cherokee kostar í Bandaríkjunum 23 þús. dali eða 1,4 millj. kr. en Isuzu kostar 1,6 millj., Land Cruiser 2,5 og Range Rover 3,1. Hér er Cherokee á rúmlega milljón meira en Range Rover og Land Cruiser en nýi Isuzu-jeppinn er enn ekki fáanlegur. Eins og fram kom í síðasta bílablaði hefur Chrysler-umboð- ið Jöfur hafið sölu á Grand Che- rokee og verður hann á sér- stakri vetrarkynningu í Kringl- unni um helgina. ■ Andri Már Ingólfsson forstjóri Heimsferða sagði að þar með væri „eiginlega komið Spánarverð á þess- ar ferðir“. Hann sagðist hafa notið góðs stuðnings mexíkanskra ferða- málayfirvalda og þetta væri árangur fimm mánaða samningaviðræðna. Vegna stuðnings þarlendra væri lítil fjárhagsleg áhætta í þessu. Hann sagði að áhugi færi ekki á milli mála, bókanir væru þegar orðnar á fjórða hundrað. Taesa-flugfélagið er það stærsta í þessari grein í Mexíkó og það leigu- flugfélag sem, að sögn Andra Más, hefur vaxið hvað hraðast í heiminum sl. ár og ræður nú yfir um 80 Boeing- vélum. íslenskir fararstjórar verða í Cancun allan tímann. ■ BANDARIKIN Chihuahua { CopperCanyon i MEXÍKÓ Mexíkóflói rGuadalajara mexíkócity\ < .Cancún ManzanSo* ^ Cozumel Utapa-Zihuatanejo. fywm Acapulco rtía!u'co.J V— i / HONDURAS GUAIEMALA ..^J ELSALVADOR . f KYRRA- N.CARAGUAU fjAp costarica PANAMA Rannsóknir á erfðaþáttum brjóstakrabbameina nú hægt að gera á íslandi RANNSÓKNASTOFU Krabbameinsfélags íslands í sameinda- og frumu- líffræði barst nýlega tæki að gjöf frá kvennadeild Reykjavíkurdeildar Rauða krossins. Það verður einkum notað til rannsókna á erfðaþáttum bijóstakrabbameina. Dr. Jórunn Erla Eyfjörð sameinda- iíffræðingur hefur umsjón með rann- sóknum á erfðaþáttum bijósta- krabbameins. Samstarfsmenn henn- ar eru Steinunn Thorlacius og dr. Sólveig Grétarsdóttir. „Á síðasta ári höfum við aðallega rannsakað einn ákveðinn erfðaþátt í frumum úr krabbameinsæxli í bijósti og borið saman við efni úr heilbrigðum frum- um. Niðurstöður benda til tengsla milli stökkbreytinga á þessum erfða- þætti og batahorfum sjúklinga." Jórunn sagði að mikilll fengur væri að nýja tækinu því nú gæti allt rannsóknarferlið farið fram hér. Gott samstarf við rannsóknarstofu Há- meinsfélagsins auðveldaði starfið. Niðurstöður þessara rannsókna hafa vakið athygli erlendis, m.a. í Bandaríkjunum. „Sýni úr 110 konum voru rannsökuð, en nú verður tekið mun stærra úrtak og í ýmsum öðrum Evrópulöndum. Verði niðurstöður hinar sömu er ekki ólíklegt að tekið verði mið af þeim í læknismeðferð. Þeim mun meira sem við vitum um breytingar sem leiða til krabba- meins, þeim mun meiri líkur eru á hnitmiðaðri meðferð. Hins vegar líð- ur alltaf langur tími frá því niður- stöður liggja fyrir þar til hægt er að nýta þær sjúklingum til góða/ skólans og krabbameinsskrá Krabba-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.