Morgunblaðið - 26.02.1993, Side 6

Morgunblaðið - 26.02.1993, Side 6
6 C MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. FEBRÚAR 1993 ÞEKKTU sjálfan þig betur en sá sem um þig talar. WOLOF HVERNIG VAR FLUGIÐ í Atrfkuferð með Air Malawi og Air Namibia ÓHÆTT er að fullyrða að starfsmenn Kamazu alþjóða flugvallar- ins í Lilongwe, höfuðborgar Afrikurikisins Malawi, eiga ekki við sama stressvandamál að etja og við íslendingar ef marka má afköst gluggaþvottamanna og annarra ræstitækna vallarins. Þrátt fyrir neyðartilvik eftir matarsýkingu í ráðherraveislu, flýtti maðurinn, sem átti að sjá um klósettpappírsbirgðamar, sér hægt. Eg náði þó brottfararspjaldinu án nokkurra vandkvæða og glaðir tóku þeir Malawar við 20 dollurunum sem þeir rukka útlendinga um þegar farið er úr landi. En þegar komið var að því að fá staðfest flug, sem ég síðar þurfti að fara í, var svarið þetta: „Því miður, tölvukerfið virkar ekki sem stendur." Og þegar ég því næst reyndi að fá bjórsopa á flugvallarbaraum svaraði barþjónninn: „Því miður. Núna er ég að fara í morgun- mat.“ Ég sat hin rólegasta og spjall- aði við einkennisklædda malaw- íska blómarós með hríðskota- byssu um öxl. Eftir drykklanga stund vatt sér að mér starfsmað- ur og spurði hvort ég hefði ekki hugsað mér að fara með Air Malawi til Jó- hannesarborg- ar. „Jú jú, ég er á þeirri leið,“ stundi ég hugs- andi um morgunmat Darþjónsins. „Þá skaltu hraða þér í gegnum öryggiseftirlitið. Það tekur alltaf sinn tíma.“ Ég tók til fótanna. Konan með hríðskotabyssuna óskaði mér góðrar ferðar. Þótt Malawar hafi tekið tækn- ina, sem oftar en ekki virkar ekki, í sína þjónustu, virkaði hún í þetta sinn. Ég var send í gegn- um öryggishlið og handfarangur á færiband, en þar með var ör- yggiskröfum ekki fullnægt. Næst var ég leidd inn í lokaðan klefa ásamt „þuklara", sem í mínu til- viki var kona. Þegar þeirri athöfn var lokið vildi hún sjá hversu mikla peninga ég ætti og að lok- um var mér sagt að skrifa undir yfirlýsingu þess efnis að ég hafi ekki haft neinar kvartanir fram að færa varðandi öryggiseftirlit flugvallarins. Klukkan nákvæmlega 11 hóf Boing 737-300 þota Air Malawi sig á loft og tók þá við hin huggu- legasta þjónusta. Flugtimi til Jó- hannesarborgar var áætlaður tveir tímar og fimmtán mínútur og ætlunin var að fljúga í 35 þús. feta hæð. Rauðklæddar, elskulegar, malawískar flugfreyj- ur dekruðu við okkur farþegana og byrjuðu á því að bjóða drykki til sölu, t.d bjór á tvo kwacha sem er 30 ísl.kr. Þess má geta að Flug- leiðir selja bjórinn á 100 krónur um borð í sínum flugflota og má geta þess til gamans að af þeim sex flugfélögum, sem ég ferð- aðist með í þessari ferð, eiga Air Malawi og Flugleiðir það sam- merkt að rukka fyrir drykki sém veittir eru um borð. Drykkir voru fríir hjá SAS, KLM, Air Namibia og South African Airlines. í hádegisverð stóð val um nautagúllas eða chambo, sem er airmalawi Africa's friendly airline AirNamibia einn helsti nytjafiskur úr Malawi- vatni. Og þegar sessunautur minn sagðist eiginlega vilja smakka á hvoru tveggja brosti flugfreyjan breitt og kvað lítil vandkvæði á því. Suður-afríska rauðvínið Ned- erburg árgerð 1988 varð fyrir valinu sem borðvín. Á Jan Smuts flugvellinum í Jóhannesarborg var lent kl. 13.15. Þar sem ég hafði tékkað farangurinn alla leið til Windho- ek, höfuðborgar Namibíu sem var ákvörðunarstaður minn að þessu sinni, var ekkert annað að gera en reyna að þreyja þorrann og ramba um fríhafnarsvæðið því 4ra tíma bið var eftir næsta flugi. Þar mátti m.a. kaupa 250 g af skoskum reyktum laxi á 800 kr., Winston karton king size á 440 kr., 50 ml af Chanel nr. 5 ilm- vatni á 2.900 kr., 50 ml af Lac- oste rakspíra á 1.520 kr., 400 g Toblerone á 490 kr., 24 mynda Kodak Gold II 100 ASA á 200 kr, lítra af Smirinoff Vodka á 400 kr., Ballantines 12 ára whiský á 1.740 kr., og 700 ml af Remy Martin koníaki á 4.420 kr. Air Namibia stóð undir vonum og væntingum líkt og Air Malawi' nema hvað farþegar loshuðu við allt káf í öryggisgæslunni. Tækn- in var látin duga í það skiptið. Flugfreyjur namibíska flugfé- lagsins buðu upp á lambakjöt eða grænmetisfæði í kvöldverð og eftir eins og hálfs kiukkustundar þægilegt flug yfir Kalahari eyði- mörkina var ég lent á namibískri grund. ■ Jóhanna Ingvarsdóttir Frá ísafirði Til ísafjarðar á skíði ÍSAFJÖRÐUR er í margra hugum skíðabær og má með sanni segja að hann standi undir því nafni. Skíðasvæðið á Seljalandsdal bregst varla vegna siyóleysis og gönguskíðaferðir um heiðarnar í kringum bæinn eru vinsælar fram á vor. í vetur voru lyftur settar af stað í nóvember og nú er góður snjór á svæðinu. Lyftur eru 4 og ein bamalyfta. Sú efsta og brattasta er í 630 m hæð. Þá eiga ísfirðing- ar tvo snjótroðara sem eru í stöðugri notkun og allar skíðabrekkur eru flóðlýstar. Skíðasvæðið á Seljalandsdal er opið alla daga, á mánud. miðvikud. og föstud. frá kl. 13-18 en þriðjud og fimmtud. frá 10-22. Um helgar er opið frá 10-17 og þá er barna- gæsla í boði, þar sem minnstu krökkunum eru kennd undirstöðu- atriði í listinni. Samgöngur eru mílli svæðisins og bæjar oft á dag. Verð á lyftukortum fyrir fullorðna, hálfan dag er 650 og 300 fyrir börn, dagskort eru á 800 og 400, helgarkort á 1.400 og 600 og viku- Ferðakynning á Hótel Ork Á SUNNUDAGINN verður ferðakynning á Hótel Örk í Hveragerði milli kl. 14 og 17. Verða þar sýndir sumarbækl- ingar ferðaskrifstofanna og starfsfólk gefur upplýsingar um ferðir og verð og tekur við pöntunum. Auk þess að kynna bækling sinn Út í heim mun Flugleiðir segja frá nýja Atlaskreditkortinu. Ferða- málasamtök Suðurlands verða með sýningu á Ijósmyndum frá stöðum þar og kynna starfsemi sína. Ferðamálakynningin er öllum opin. ■ kort á 3.250 og 1.500 fyrir börn. Flugleiðir og Hótel ísafjörður hafa sérstakt til- boð sem kostar t.d. 13.600 fyrir 2 nætur í tvíbýli og er þá flug, akstur frá flugvelli, gist- ing og morgun- verðir, ferðir til og frá skíðasvæði og lyftukort inni- falið. Fleiri gisti- kostir eru fyrir hendi, t.d. Gisti- heimilið að Aust- urvegi 7 og. Gestahúsið í Bolungarvík og Fönd- urloftið við Mjallargötu 5. Þá eru nokkrir ágætir veitinga- staðir og pöbbinn Krúsin að ógleymdum Sjallanum á Ísafirði, félagsheimilinu í Hnífsdal og Vík- urbæ í Bolungarvík. Um páskana verður skíðalands- mótið haldið á ísafirði og segir frá því í Ferðablaði þegar nær dregur. Japanir og þjóðveijar neisneyddir rómantík? Á ÞESSUM síðustu tímum þegar aðkallandi virðist vera að gera könnun á öllu milli himins og jarðar hefur vitanlega verið gerð al- þjóðleg úttekt á því hvaða þjóðir séu rómantískastar /órómantískast- ar af Harlequin-fyrirtækinu í Tórontó. Þar kvarta japanskar konur sáran undan því hvað karlar þar séu gersneyddir rómantík. Hið sama er upp á teningum með afstöðu karla; þeir eru miður sín yfir því hvað japanskar konur séu órómantískar. Á hér vel við máltækið að þar hæfi kjafti skel. Þjóðverjar eru númer tvö yfír þær þjóðir sem hvað minnst sýna af rómantík og er sama gagnkvæma óánægjan þar. Pólveijar eru þriðju órómantískastir í heiminum. Aftur á móti eru grískir karlmenn taldir bera af, séu rómantískir, næmir á konur og svo framvegis. Grískar konur eru að mati grískra karla ekki nógu vel af guði gerðar að þessu leyti, hvernig sem það fer svo sem saman. Sem mælikvarði á hvort karlmað- ur er rómantískur eða ekki er hvort Grískir karl- menn eru tald- ir bera al, séu rómantískir, næmir á konur og svo fram- vegis. aðrar konur sem á orðið. hann segir öðru hveiju við konu sína „ég elska þig“. Af jap- önskum körl- um höfðu 34% aldrei nokkurn tíma stunið upp þessum orð- um hvorki við eiginkonu né vegi þeirra hafa Snjódýpt á skíðastöðum í Austurríki ídal á fjalli Badgastein/ Bad Hofgasten 10 200 Flachau/Wagrain 20 85 Ischgl / Galtur 0 130 Kitzbuhel/ Kirchberg 10 70 Lech/Zurs - - Saalbach/ Hinterglemm 15 90 Sölden/ Höchsölden - 70 St. Johann/ Oberndorf 15 50 Zell am See/ Kaprun 15 100 Þýskalandi Braunlage 25 25 Brocken - 60 Oberhof 0 18 Oberstdorf 16 189 Zugspitze 5 255 Tölur frá 19. og 20. febrúar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.