Morgunblaðið - 26.02.1993, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 26.02.1993, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. FEBRÚAR 1993 C 7 UTIVIST SKÓLAGANGAN 5., áfangi sunnud. 28. febrúar. í þessum áfanga verður rifjuð upp saga gömlu barnaskólanna og sögu- fróðir fylgdarmenn með í för. Þátttakendur fá sér- stimplað göngukort. Kl. 10.30 er skíða- ganga á Hengils- svæðinu og má reikna með 4-5 klst. Minnt er á skjólgóðan fatnað og nesti. Brottför frá bensínsölu BSÍ í báðar ferðirnar. Helgarferðir 5.-7. mars. Þá eru tvær ferðir, annars vegar í Tindfjöll og vetrarferð í Bása við Þórsmörk. Brottför kl. 20 5. mars. Ferðin í Tindfjöll er ætluð nokkuð vel þjálfuðu fólki og ættu þátttakendur að vera á göngu- eða Qallaskíðum. I Básum á Goða- landi verður gist í góð- um skála Útivistar og ættu flestir að finna göngu- ferðir við sitt hæfi, bæði fót- gangandi og á skíðum. ■ Eitu á leiO til Hafuai? Norræna býöur upp á ýmis sérfamiöld í sumar hefiutrin/unginn! NORRÆNA ferðaskrifstofan, sem annast ferðir ferjunnar Norröna milli íslands, Færeyja, Noregs og Aberdeen, sendir senn frá sér verðskrá um ferð- irnar í sumar en Norröna kemur til Seyðisfjarðar í fyrstu ferð þann 3. júní. Dæmi um verð fyrir 4ra manna fjölskyldu (í 4ra manna klefa til Danmerk- ur og heim frá Bergen) er frá kr. 65 þúsund kr. í sumar verður nú siglt til Esbjerg í Danmörku en þaðan er stutt að keyra til Þýskalands. Norröna kemur einu sinni í viku til Seyðisfjarðar, alla fimmtudaga til 2. sept- ember. Ýmis konar sér- verð er auk þess sem nefnt var, s.s. fyrir skóla, unglinga og íþróttahópa til Færeyja og Noregs ef menn kjósa að dvelja þar á meðan feijan fer sinn hring. ■ FOR I HNATTREISU fyrir eina HAPPAÞRENNU FYRIR þá sem vilja lyfta sér upp í andanum í heimsókn til Kaupmannahafnar er ýmis- legt í boði um þessar mundir. Ballett, leikhús, bíó og sýn- ingar svo eitthvað sé nefnt. I Konunglega leikhúsinu við Kóngsins nýja torg eru leikrit, óperur og ballettar. Af óperum er sem stendur verið að sýna Ariad- ene á Naxos eftir Strauss í gullfal- legri uppsetningu sænska leikstjór- ans Folke Abeniuss með góðum söngvurum. Óperan er sýnd öðru hveiju út mars. í mars verða nokkr- ar sýningar á Brúðkaupi Fígarós eftir Mozart. Ef þekktir gesta- söngvarar koma fram er yfírleitt hærra verð, en óperumiðar kosta frá um 1.000 og upp í rúmlega 2.000 ísl. kr. Ef ekki er uppselt má fá miða á hálfvirði eftir kl. 17 á sýningar samdægurs. Ballett Konunglega leikhússins hefur borið hróður hússins víða um heim. Á næstunni er verið að sýna tvo balletta Bo- urnonvilles sem var ballettmeist- ari á síðustu öld. Bournonville- hefðin er sérgrein hússins. Napoli er fjörlegur ball- ett um lífið í Na- polí á Suður-ítal- íu. Folkesagn eða Þjóðsaga er um samskipti manna og álfa. - spennandi Margrét Dana- drottning hannaði leikmynd og búninga í sýninguna, en hún er mikill áhugamaður um ballett og dansar reyndar sjálf. Nokkrir ballettar bandaríska meistarans Balanchines eru á dag- skrá núna. í lok mars verður bal- lettinn Rómeó og Júlía frumsýnd- ur í uppsetningu höfundarins, Bandaríkjamannsins John Neumei- ers, en hann er einnig þekktur fyr- ir að vanda mjög val dansara og leggja ekki síður áherslu á sálar- legu en tæknilegu hliðina. Mörg áhugaverð verk í leikhúsunum ballettsýningar. Kaupmaðurinn í Feneyjum eftir Shakespeare og Uppistand í Chiozza eftir gamanleikjahöfund- inn Goldoni eru á sviði Konunglega leikhússins og á Hippodromen er snilldarleg uppsetning Sveins Ein- arssonar á Afturgöngum Ibsens á sviði en það er erfítt að fá miða með engum fyrirvara. Söngleikurinn Vesalingarnir, byggður á sögu Victors Hugos, gengur fyrir fullu húsi. Verkið er sýnt í Eystri gasstöðinni úti á Aust- urbrú, örskotsbílferð frá miðbæn- um. Og vilji einhver sjá danska klassík er verið að sýna Ævintýri á gönguferð í ABC-leikhúsinu á Friðriksbergi, sömuleiðis aðeins spottakom frá miðbænum. Á nýuppgerðu og glæsilegu Þjóðminjasafni stendur yfír stór og mikil vikingasýning, farandsýning sem kom hingað frá París. Úti í Louisiana-safninu er sýning á fraktalalist, eins konar tölvulist byggð á stærfræðiformúlum. Hin- um megin við sundið, í Málmey, er stór sýningi á gulli Inkanna. Flugbátamir í Nýhöfn selja bæði miða á sýninguna og yfír sundið. Á hveijum fímmtudegi eru sin- fóníuhljómleikar í útvarpshúsinu á Norðurbrú, skammt frá Ráðhús- torginu. í og nálægt miðbænum eru kvikmyndahús sem sýna bæði gamlar og nýjar myndir. Yfírleitt eru líka ágætis kaffihús þar. í Grand rétt við Strikið og Ráðhús- torgið eru oft góðar nýjar myndir. í Husets biograf rétt hjá og Vest- er Vov Vov á Vesturbrú ganga eldri myndir. Mánudagar eru ódýr- ir dagar í mörgum bíóum. ■ Sigrún Davíðsdóttir 1992 var metár í Singapúr í FRÉTTABRÉFI ríkisferðaskrifstofu Singapúr segir frá því að ekki hafi fleiri ferðamenn komið þangað en 1992 og voru þeir tæpar sex milljónir og er það aukning um 10,6% miðað við 1991. Flestir koma frá Bretlandi eða rúmlega 300 þúsund. Umtalsverð aukning er einnig frá írlandi, HoIIandi og Italíu. Úr reit Ferðafélags íslands í Heiðmörk. Skíðaganga í Heiðmðrk BORGARGANGA Ferðafélagsins er hafin. Hún er frá Ráðhúsinu og upp í Bláfjöll og til baka. Gengið verður m.a. um skógarlundinn í Öskjuhliðinni, um Elliðaárdalinn og um Heiðmörkina. Þótt gangan sé ekki auglýst sem skíðaferð er ástæða til að vekja sérstaka athygli á Heiðmörkinni sem skiðalandi. Heiðmörk, friðland Reykvíkinga, skartar nú vetrarskrúða. Greinar svigna undan snjónum og samspil hraunsins og barrtijánna skapa framandi veröld. Skógræktarfélag Reykjavíkur hefur á undanfömum sumrum unnið að stígagerð í Heið- mörk. Stígar hafa verið lagðir inn með Vífilsstaðahlíðinni og liggja þar m.a. um merkilegt safn tijáa. Marga stíga er og að finna Rauð- hóla megin í Heiðmörkinni. Þar er m.a. unnt að ganga samfelldan stíg 7 km langan. Vert er að vekja at- hygli á ágæti þessa stígs fyrir skíða- göngumenn. Snjórinn. sest á stíginn í skjóli tijánna og tré skýla göngu- manni fyrir næðingi. Lagning þessa stígs hófst í reit Ferðafélags íslands. Þar liggur hann milli stæðilegra tijáa að hraunröndinni og sveigir með henni að reit Félags Norðmanna á ís- landi. Skógræktarfélagið og þau félög sem ráða reitum sem stígurinn liggur um, þurfa að gróðursetja í nokkur bersvæði sem snjó vill blása af. Stendur það vafalaust allt til bóta. Kærkomið væri að fá snjó ruddan af neðsta bílastæðinu á Mörkinni. Vandalaust er þó að setja á sig skíðin við Elliðavatn þótt til nokkurra leiðinda sé að fylgja ak- veginum að göngustígnum. Góða ferð inn á skemmtilegt gönguskíða- land. ■ Höskuldur Jónsson Líbðnsk böm planta í isiael Finnar minnka drykkju FINNAR hafa minnkað áfengis- neyslu um 3,6 prósent árið 1992 miðað við árið á undan. Meðal- drykkja telst vera um 7,2 lítrar af hreinu alkóhóli á mann. í neyslukönnun um drykkjuvenj- ur Finna sést að nú orðið hafa menn tilhneigingu til að velja sér drykki með lægri áfengisprósentu. Neysla á borðvínum og léttbjór hef- ur ekki minnkað en neysla sterkra drykkja hefur dregist saman um 13% og á sterkum bjór um hvorki meira né minna en 36%. ■ SKÓLAKRAKKAR úr nokkrum bæjum á svokölluðu öryggis- svæði ísraela I S- Líbanon, fóru inn í ísrael um Gæðagerði á dög- unum til að taka þátt í sérstöku skógræktarverkefni og plöntuðu þau tijám ásamt ísraelskum jafn- öldrum við bæina Metulla og Ma' alot rétt við landamærin. ísraelsk blöð gerðu sér mat úr þessu og sögðu það bæri vott um friðarvilja og sáttfýsi og stuðning við stefnu þeirra. Líbanir annars staðar í landinu fordæmdu ísraela fyrir að blekkja saklaus og fáfróð börn og beittu þau hræðsluáróðri. Ferðamenn hafa haft mjög stutta viðdvöl í Singapúr, eða tvo daga, því flestir eru að koma úr ferðum í ná- grannalöndum eða Singapúr er áfangi á lengri leið. Formaður ferða- málaráðsins, Christopher Khoo, segir að markmiðið sér að fá ferðafrömuði sem koma með hópa til að vera leng- ur, eða a.m.k. 4-5 daga. ■ FERÐIR UM HELGINA FERÐAFEIAGSINS

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.