Morgunblaðið - 26.02.1993, Side 9
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. FEBRÚAR 1993
C 9
Sjominjasafnið opið
lengur næsta sumar
Á SJÓMINJASAFNI íslands
í Hafnarfirði hefur verið •
ákveðið að breyta sýning-
artíma nk. sumar eftir
ábendingum frá ýmsum í
ferðaþjónustunni. Verður
safnið opið alla daga frá
kl. 13-17 frá 1. júní tU
30. sept og er
gangseyrir fyrir full
orðna 200 kr. en 100
er fleiri en 10
manna hópar koma
samtímis.
Sjóminjasafnið er
til húsa í 130 ára
gömlu
pakkhúsi
og er verið
að vinna að Staflíkneski
því að setja af barkskip-
upp nýja inu Eos.
fastasýningu sem verður til-
búin í vor. í fréttatilkynn-
ingu segir að hún muni
gefa góða og heillega yfir-
litsmynd af siglinum og
sjósókn íslendinga frá
landnámi til okkar daga.
Sýningarskrá verður á
ýmsum tungumálum
og panta má leið-
sögn um safnið og
þar verða minja-
gripir til sölu.
Til greina kem-
ur að gestir geti
bragðað á harð-
fiski, sölum og öðr-
um sjávarafurðum.
Þá verður öðru hverju
bryddað upp á sérsýn-
ingum og uppákomum
þegar tilefni gefast. ■
Frá afhendingu verðlauna, t.f.v. Arbe Bang Mikkelsen, forsljóri
Bella Center, Fleming Rosen, stöðvarstjóri Flugleiða í Kaupmanna-
höfn með verðlaunaspjaldið, Derya Sahar frá tyrkneska sendiráð-
inu, en það spjald varð númer 2, og Roy Odd Schöyen frá norsku
ferðamálaskrifstofunni sem varð í 3. sæti.
Verðtaun fyrir veggspjald
FLUGLEIÐIR fengu verðlaun fyrir besta veggspjaldið á árlegri
ferðaskaupstefnu, Ferie 93, sem var í Bella Center i Danmörku nú
í febrúar.
í veggspjaldasamkeppnina voru ur öðrum fyrir tveimur árum.
send inn 28 veggspjöld. Flugleiðir Ferðakaupstefnuna sóttu um 40
létu gera veggspjaldið ásamt þrem- þúsund gestir. ■
Krðnprins sýnir
vatnslitamyndir
í mánaðarlegu fréttabréfi
Breska ferðamálaráðsins segir
að Karl krónprins Breta ætli að
opna málverkasýningu í London
í vor. Þar sýnir hann 35 vatnslita-
myndir og eru þær ekki aðeins
frá Englandi, heldur einnig
myndir málaðar á Ítalíu, í Sviss,
á Spáni, í Egyptalandi, Óman,
Botswana og Hong Kong. Mynd-
irnar verða fyrst til sýnis í Holy-
roodhouse í Edinborg til mars-
loka en formleg opnun er svo í
London 5. apríl.
Gestir eiga kost
á að kaupa bók
hans þar sem hann
skrifar um þetta
áhugaefni sitt og
hvað varð til að
hann fór að mála
fyrir 25 árum. í
bókinni eru litó-
grafíur af mynd-
um frá Windsor- og Balmore-köst-
ulum. Allur ágóði rennur í sér-
stakan sjóð sem prinsinn stofnaði
fyrir allmörgum árum og er veitt
fé úr honum til aðskiljanlegra líkn-
ar- og menningarmála. ■
Hvað búa margir
borgunum? Hlutfall
Land íbúa
Kúba 75%
Frakkland 74%
írak 71%
Ítalía 69%
Grikkland 63%
Tyrkland 61%
Finnland 60%
Sviss 60%
íriand 57%
Ekvador 56%
Túnis 54%
Mongólía 52%
Costa Rica 47%
Gabon 46%
Kamerún 41%
Guatemala 39%
Albanía 35%
Portúgal 34%
Pakistan 32%
Jemen 29%
Namibía 28%
Indland 27%
Frá kvennaathvarfi í Manila á Filippseyjum. í greininni er sagt frá viðbrögðum lögregluyfirvalda
þar við kærum kvenna um ofbeldi.
Konur era líka lamdar
oi kúgaðarí Asíi
í ASÍU á sér nú stað vakning vegna heimilisofbeldis og
hafa kvennaathvörf verið opnuð í stærstu borgum nokk-
urra Asíulanda. Umræðan sem þar er núna er ekki ólík
þeirri umræðu sem hófst fyrir tíu árum hér á landi og
enn fyrr í sumum nágrannalöndum okkar.
„Ofbeldismenn eru ekki endi-
lega fátækir, alkóhólistar eða
eiturlyljaneytendur. Þeir eru í
öllum stéttum þjóðfélagsins,"
segir í viðamikilli grein um efnið
í tímaritinu Asiaweek. Þetta voru
einmitt sumir af áhersluþáttum
Samtaka um kvennaathvarf, er
þau voru stofnuð hér á landi fyr-
ir tíu árum. Haft er eftir Teresu
Azuino Oreta að umræða af
þessu tagi eigi erfítt uppdráttar
í mörgum Asíulöndum, því ekki
sé hefð fyrir því að utanaðkom-
andi skipti sér af heimilislífí eða
mislyndi hjóna innan veggja
heimilisins. Þá sé algengt að litið
sé svo á að ef eiginmaður lemji
konu sína hljóti hún að hafa til
þess unnið.
Barsmíðar og kúgun
Enn eiga indverskar konur á
hættu að vera brenndar á báli.
Talið er að tæplega 1.200 konur
hafi látið Iífið á þennan hrotta-
lega hátt á fyrstu þremur mán-
uðum síðasta árs.
á þennan hátt á fyrstu þremur
mánuðum síðasta árs. Richa
Chauhan, sem rannsakað hefur
morð af þessu tagi, segist vita
dæmi um að eiginmenn hafí
myrt konur sínar fyrir það eitt
að fara út á vinnumarkaðinn og
taka þátt í fjáröflun heimilisins.
Þau læra það sem fyrir þelm
er haft
Phyllis Wong hefur skipulagt
kynningarstarf fyrir kvennaat-
hvarf í Hong Kong. Hún hefur
gefíð fólki einfaldar leiðbeining-
ar og upplýsingar, sem ættu að
gilda hvar sem er í heiminum,
a.m.k. þar sem til eru fórnarlömb
ofbeldisfullra manna. Hún legg-
ur áherslu á að áfengisvandamál
og ofbeldi séu aðskilin vandamál
og maður lemji konu sína ekki
vegna þess að hann sé drukkinn,
heldur séu önnur vandamál fyrir.
„Börn eru viðkvæm fyrir
spennuþrungnu og ofbeldisfullu
andrúmslofti á heimilum. Rann-
sóknir sýna að böm sem alast
upp við ofbeldi á heimili sínu eru
líklegri en önnur böm til að sýna
ofbeldi er þau vaxa úr grasi.
Þegar börn ná skólaaldri ættu
þau að vera nægilega þroskuð
til að hægt sé að tala opinskátt
við þau um ástandið á heimilinu
og það ættu foreldrar að gera.
Börnin átta sig yfirleitt á hve
illa foreldmnum líður,“ segir
Phyllis.
Hún bendir konum á að hika
ekki við að leita til fjölskyldu,
vina eða opinberra aðila og biðja
um hjálp. „Konur eiga ekki að
skammast sín fyrir að biðja um
fjárhagsaðstoð, því það er brot
á mannréttindum að búa við of-
beldi vegna Q'árhagslegs óörygg-
is.“ Phyllis bendir á að margar
konur gjaldi í sömu mynt þegar
þær eru beittar líkamlegu eða
andlegu ofbeldi, en mælir gegn
því, því slíkt sé eins og að hella
olíu á eld. Vinum þeirra sem búa
við ofbeldi á heimili ráðleggur
Phyllis að hlusta af einlægni á
það sem vinkonan segir. Eitt af
því versta sem hægt sé að gera
konu undir slíkum kringumstæð-
um sé að skamma hana eða nið-
urlægja. ■
Brynja Tomer
Asísku brautryðjendurnir
fjalla ekki eingöngu um líkam-
legt ofbeldi, heldur eru þeir einn-
ig að kynna hugtakið „andlegt
ofbeldi". Af greininni að dæma
er umræðunni fyrst og fremst
beint til kvenna og þær hvattar
til að láta ekki misbjóða sér.
Abdoul Aziz Abdoullah, yfir-
læknir geðspítalans í Kuala í
Malasíu, hefur lagt málstaðnum
lið. í viðtali við Asiaweek segir
hann að flestir hinna ofbeldis-
fullu eiginmanna sem hann hafí
kynnst eigi það sameiginlegt. að
vera tiltölulega ungir, undir fer-
tugu. „Þeir eru oft háðir eigin-
konum sinum, hafa lélega sjálfsí-
mynd og eru afbrýðisamir út í
atvinnu eiginkvenna sinna. Kon-
urnar verða taugaveiklaðar og
óöruggar, en halda í þá von að
einn góðan veðurdag muni allt
falla aftur í ljúfa löð.“
Elnkamál hjóna?
Lög og hefðir vinna oft með
ofbeldismönnum og á móti fórn-
arlömbum þeirra, segir Raquel
Tiglao, forstöðukona kvennaat-
hvarfs í Manila. Hún segir að
lögregluyfirvöld á Filippseyjum
láti kvartanir og kærur kvenna
um ofbeldi sem vind um eyru
þjóta. „Þeir líta á barsmíðar sem
einkamál hverrar fjölskyldu,"
segir hún. Hún bendir á að til
að kæra sé tekin alvarlega þurfí
konur að sýna læknisvottorð sem
sanni alvarlega líkamsáverka. í
greininni segir að vænta megi
nýrra lagaákvæða á Filippseyj-
um, sem ættu að auðvelda gang
mála af þessu tagi. Verði frum-
varp þess efnis samþykkt, er
gert ráð fyrir að fleiri athvörf
rísi og umræða um heimilisof-
beldi nái til fleiri en nú.
Brúðlr á báll
Á Indlandi kemur enn fyrir
að brúðir eru brenndar á báli,
þó landslög banni slíkt. Sam-
kvæmt Asiaweek var ákveðin
hefð fyrir því að eiginmaður
myrti brúði sína, brenndi hana
stundum á báli, ef fjölskylda
hennar neitaði að láta heiman-
mund fylgja. Yamin Hazarika,
lögreglufulltrúi í Delhi, segir að
á fyrstu sex mánuðum sl. árs
hafí deild hennar fengið 81 slíkt
mál í hendur. Blaðið telur ástæðu
til að ætla að alls hafi tæplega
1.200 indverskar konur látið lífið