Morgunblaðið - 26.02.1993, Side 10

Morgunblaðið - 26.02.1993, Side 10
10 c MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. FEBRÚAR 1993 Frá Tokyo Velgengni hjá Volvo í Japan VOLVO 850 er að gera það gott í Japan um þessar mundir því hann var nýlega valinn erlendi bíll ársins á árlegri ráðstefnu bílablaðamanna. Þeir stofnuðu árið 1991 með sér samtök sem einkum beina sjónum sínum að þvi sem merkilegt má telja og uppúr stendur á sviði bílatækni og hönnunar. í þeim starfa auk bQablaðamanna sérfræðingar á ýmsum sviðum bílaiðnaðar. Ástæðumar fyrir vali Volvo 850 sem bíls ársins meðal innfluttra bíla eru m.a. þær að Volvo fyrirtækið sænska þykir hafa með þessum bíl tekið af röggsemi á öryggis- og umhverfísmálum og raunar einkenni það ekki aðeins framleiðsluna sem slíka heldur þykir öll stefna og stjórnun fyrirtækisins hafa þessa málaflokka að leiðarljósi. Bíllinn þykir sérlega vel heppnaður á öllum sviðum og hafi framdrifið og vel heppnuð 5 strokka þverstæð vélin ekki átt minnstan þátt í vali sérfræð- inganna. Volvo hlaut 360 stig í þess- ari keppni, í næsta sæti var Golf með 283 stig og þriðji Opel Astra með 201 stig. Volvo þykir hafa náð góðri sölu á Japansmarkaði þar sem seljast um 100 þúsund innfluttir bílar á ári. Sala á Volvo 850 hófst á miðju síð- asta ári og seldust allt 2.200 bílar í fyrra. ■ Nýrri 323- línu frestad Langbakur MAZDA hefur ákveðið að fresta markaðssetningu nýrr- ar 323-linu, en áður hafði verið tilkynnt að framleiðslan hæfist í haust. Ætlunin var að hefja framleiðslu á nýju 323-línunni að lokinni frum- sýningu hennar á bílasýningunni í Tókýó í haust, en forráðamenn verk- smiðjunnar hafa tilkynnt að fram- leiðslan hefjist ekki fyrr en vorið 1994. ■ Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Fordinn sem er til sölu hjá Bílasölu Selfoss. Amerískur sýninga- og verólaunabíll til sölu ÓVENJULEGUR verðlaunabfll er tfl sölu á Bílasölu Sel- foss. Um er að ræða Ford 50 pallbfl árgerð 1978, með sturtu. Eigandi bílsins, Ingimar Baldvinsson leigubílstjóri og bflaá- hugamaður, flutti hann nýlega inn frá Bandaríkjunum. Bíllinn hefur verið sýndur á bfla- sýningum í Bandaríkjunum og fengið þar viðurkenningar. Þær eru skráðar á lítil skilti sem límd eru á mælaborðið inni í bflnum. Það fer ekki hjá því að þeirri hugsun skjóti upp að hægt sé að komast langt á þessum bíl og taka þar með þeirri ögrun sem stendur á gijóthlífinni að framan: „Take it to the limit.“ Verulegt króm ein- kennir bílinn, á stuðara, undir- vagni, ýmsum stífum og drif- skafti. Þá er hann skreyttur með myndum sem málaðar eru á grind- ina og palllokið. Sig. Jóns. ■ Af bílorium i Það var snjallræði í upphafi bílaaldar á íslandi þegar myndað var stutt og laggott nýyrði af endingu erlenda heitisins automobile: Bíll og bílar hafa það heitið síðan, nema hjá „hinu opinbera" og í hátíðlegu máU er talað um bifreiðar. Það er út af fyrir sig prýðilegt orð, en styttra orðið, bfll, hefur vinninginn í daglegu, mæltu máli. Upphaf- lega var reynt að þýða automobile eftir orðsins hljóðan með sjálfrennireið, sem fékk engan hljómgrunn, enda hefði það orðið afar klúðurslegt í samsetningum. Einn höfuðkostur heitisins bíll er hve vel það fer í samsettum orðum, svo sem bílstjóri, Bílval, Bílgreinasamband. Við sem haft höfum með hönd- um að reynsluaka og lýsa nýjum bflum, höfum rekið okkur á að það hefur vantað nothæf heiti á þær §órar megingerðir, sem völ er á í fólksbílum. (Á ensku: Sed- an, station car, hatchback og coupé.) Bæði í rituðu máli og talmáli er enn verið að klæmast á að segja sedan-bíll, eða sagt sem svo: Sedaninn afþessari gerð kostar..." Station car hefur fram- undir þetta verið nefndur steisjón, eða steisjóngerðin. Reynt var að bæta úr þessum málsóðaskap með nýyrðinu skutbíil, en bíla- blaðamenn eru a.m.k. flestir sam- mála um að það sé ótækt. Hér er vísað til báts og allir bátar hafa skut, hvemig sem þeir eru í laginu. Ef afturendi á bíl getur kallast skutur, sem er vafasöm útvíkkun á hugtakinu, eru allir bflar skutbflar. Það hefur orðið ofaná í bflaum- íjöllun Morgunblaðsins og raunar í DV einnig að taka þýzku heitin til fyrirmyndar, þar sem lagið á þaki bílsins er lagt til grundvall- ar. (Á þýzku: stufenheck, lang- heck og schliechheck.) í samræmi við þetta höfum við nefnt gerðim- ar stallbak, langbak og hlað- bak. Stallbakur- inn er a1- gengasta gerðin (með skotti) og nú er skorað á aila að láta orð- ómynd eins og sedan aldrei heyr- ast né sjást, nema þegar rætt eða skrifað á ensku. Langbak nefnum við þá bfla, sem eru með aftur- byggðu húsi (station car) og hlað- bak nefnum við þá, sem em með mikið hallandi dymm á afturenda og hurð sem opnast upp. Lengi hefur þvælst fyrir okkur að fínna nafn á coupé, sportgerð með hal- landi en dyralausan afturenda Þessir bílar em fleygmyndaðir og fleygbakur væri rökrétt heiti í framhaldi af hinum. Annað sem er á reiki í bílaum- fjöllun em skilgreiningar á dyr- um/hurðum. í daglegu, mæltu máli er vart talað um annað en tveggja dyra, eða fjögra dyra bfla. Það er að því leyti rangt, að dyr em fleirtöluorð og samkvæmt því á að segja tvennra dyra og femra dyra. Reynt hefur verið að kom- ast framhjá þessu með því að tala í staðinn um tveggja hurða eða fjögra hurða bfla. __ Bæði hjá Orðabók Háskólans og íslenzkri HluAbakur málstöð vora menn sammála um, að eðlilegra væri að miða við dyr í þessu sambandi. Dyr em gmnd- vallarhugtak; þar sem era dyr er nokkumveginn sjálfgefið að einn- ig er hurð. Að minnsta kosti þarf það helst að vera svo á bfl. Við spyrjum um dyr á húsi; hvar dym- ar séu til að komast inn, ekki hvar hurðin sé. Þessvegna mun- um við í bílaumfjöllun Morgun- blaðsins halda okkur við dyr og tala áfram eins og hingað til um tvennra, femra eða fímm dyra bfla. Bflar geta nú á dögum verið með drifi að framan, að aftan, eða á öllum hjólum. Drif á öllum hjólum höfum við um allnokkurt skeið nefnt aldrif. Á sumum bílum er það sett á eftir vali; aðrir era með sítengt aldrif. Þetta hefur stundum klúðrast þannig að talað er um bfla með sídrifi. Að sjálf- sögðu em allir bílar með sídrifi einhverssstaðar. Að segja að bfll sé með sídrifi er skilgreining út í bláinn. Vitaskuld getur gengið að tala um íjórhjóladrif, en það er mun lengra og stirðara en aI- drif og hefur enga kosti framyfir. Bflaumijöllun í dagblöðum get- ur haft veraleg áhrif á málið, sem talað er innan bflgreinarinnar og orðið til að festa heiti og skil- greiningar í sessi. Þar munar langsamlega mest um fasta, viku- lega þætti í Morgunblaðinu og DV og eftir því sem ég veit bezt, hafa umsjónarmenn þessara þátta mikinn málfarsslegan metnað og við reynum að gæta samræmis. Nýyrði geta átt erfítt uppdráttar, en má að bjöm- sé unninn þegar farið er að nota þau í auglýsing- um. Nokkr- um bílaum- boðum ber irstaklega að þakka fyrir undir- tektir og málfarsleg- an metnað í kynningarbækl- ingum og auglýsingum. Hygg ég að ekki sé á neinn hallað, þó Heklu h/f sé hrósað sérstak- lega fýrir viðleitni í þessa vem. Gísli Sigurðsson. ■

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.