Morgunblaðið - 16.03.1993, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR ÞRIÐJUDAGUR 16. MARZ 1993
B 3
HANDKNATTLEIKUR / HM I SVIÞJOÐ
Draumurinn sem hvarf
*
Islendingar eiga litla möguleika á góðu sæti eftir sjö marka tap gegn Þjóðverjum
ÞAÐ er sem betur fer ekki á
hverjum degi sem maður
skammast sín fyrir að vera ís-
lendingurá handknattleiksleik.
Því miður var sú raunin í gær-
kveldi þegar við lékum við Þjóð-
verja, sem flestir töldu að við
ættum að sigra vegna þess að
þeir væru með ungt og óreynt
lið. Mikið rétt þeir eru með unga
stráka sem þeir ætla að hafa á
toppnum á Olympíuleikunum í
Atlanta 1996. í gær léku þeir sér
að íslenska liðinu, sem lék af-
skaplega illa og hefði átti í
strögli með flest lið hér f keppn-
inni með sifkum leik, líka þau
sem leika í Eskilstuna um 13. -
16. sætið. Lokatölur urðu 16:27
eftir að staðan fleikhléi hafði
verið 5:10!
Það byrjaði ekki gáfulega hjá lið-
unum og greinilegt að menn
voru taugatrekktir. Þjóðverjar voru
fyrr f gang og kom-
Skúli Unnar ust í 6:0 og það var
Sveinsson ekki fyrr en eftir tíu
skrifarfrá mínútur og 22 sek-
Stokkhólmi úndur að Júlíus tók
af skarið og gerði fyrsta mark Is-
lands. Hann hélt síðan uppteknum
hætti og gerði næstu þijú mörk okk-
ar en Þjóðveijarnir gerðu jafnmörg
mörk á sama tíma.
Áhugaleysi
Ekki kann ég skýringu á því
áhugaleysi og þeirri ringulreið sem
einkenndi lið íslands í fyrri hálfleik.
Það var eins og bannað væri að koma
við Þjóðveijana í upphafi. Varnar-
menn okkar horfðu bara á þegar
þeir skutu og reyndu varla að koma
í veg fyrir það.' Tólf sinnum lá knött-
urinn í íslenska markinu eftir lang-
skot og í flestum tilvikum voru varn-
armenn okkar ekkert að hafa fyrir
því að trufla skyttur Þjóðveija. Vörn-
in lagaðist reyndar heldur þegar
skipt var úr 6-0 yfir í 3-2-1, en ekki
nóg.
Þegar vörnin er slök fylgir oftast
að markvarslan er slök og þannig
var það einnig í gær. Guðmundur
byijaði í markinu og kom ekki við
boltann, nema til að taka hann úr
netinu, fyrstu 19 mínútumar en þá
fór Bergsveinn í markið. Hann náði
sér á strik í smá stund en síðan ekki
söguna meir.
Áhorfendur glotta
Sóknarleikurinn var ekki heldur
Sigurður BJarnason í harðri baráttu við tvo Þjóðveija.
uppá marga fiska og þetta er fyrsti
landsleikurinn sem ég sé með íslend-
ingum þar sem áhorfendur glotta,
brosa eða jafnvel hlæja að leik ís-
lenska liðsins. Vonandi kemur það
ekki fyrir aftur. Það eina sem var
jákvætt við sóknarleikinn var að tvö
hefðbundin mörk komu úr vinstra
hominu og hægri hornamennimir
fengu tvö dauðafæri, sem misfómst
reyndar. Þetta hefur ekki sést hingað
til á mótinu.
Möguleikamir minnka
Þegar íslendingar vom að komast
inní leikinn og munurinn var aðeins
tvö mörk, 10:12, komu tvær heldur
hæpnar brottvísanir hjá slökum dóm-
urum leiksins. Við þetta dró úr liðinu
enda hafði baráttan verið mikil til
að reyna að vinna upp hinn mikla
mun. íslendingar gerðu ekki mark
fyrstu 10 mínúturnar. Undir lok
leiksins brotnaði íslenska liðið síðan
alveg og niðurstaðan varð sjö marka
tap og nú em litlir möguleikar á að
Morgunblaðið/RAX
liðið nái að leika um 5. sætið því
markamunurinn er mjög óhagstæð-
ur.
■ ■ ■
Ekkert kom á óvart, en
Það er f rauninni ekkert í leik íjóðveija sem kemur á óvart. Við vissum
að þeir mættu mjög ákveðnir til leiks og vissum hvað þeir vom að
spila og allt það. Þeir vom einfaldlega miklu miklu grimmari og höfðu
miklu meiri áhuga á því sem þeir vom að gera,“ sagði Þorbergur Aðal-
steinsson, landsliðsþjálfari.
„Ég hef enga útskýringu á hvemig þetta gerðist. Við lendum 6:0 undir
og síðan er alltaf á brattann að sækja hjá okkur. Ég get ekki útskýrt hvað
veldur því að menn koma svona daprir til leiks. Undirbúningurinn er alveg
eins hjá okkur. Allur aðdragandi er sá sami, skoða mótheijana, aðdragand-
inn að leiknum, maturinn og allt eins og venjulega.
Markvarsian kom aldrei inn hjá okkur en það er auðvitað hlutur sem
verður að vera í lagi. Þeir skora mikið fyrir utan án þess að við séum í
þeim. Allar aðgerðir þeirra vom mun markvissari og þeir vom ákveðnir".
23,8 % nýting fyrir hlé
Island - Þýskaland
16:23
Globen í Stokkhólmi, HM í handknatleik, milliríðlill, mánudaginn 15. mars 1993.
Gangur lciksins: 0:6, 2:6, 2:9, 5:9, 5:10, 7:10, 8:12, 10:12, 10:14, 12:15, 12:18, 14:20,
16:21, 16:23.
Mörk íslands: Júlíus Jónasson 5/2, Sigurður Sveinsson 4, Geir Sveinsson 2, Gunnar
Beinteinsson 2, Bjarki Sigurðsson 1, Gunnar Gunnarsson 1, Héðinn Gilsson 1.
Varin skot: Bergsveinn Bergsveinsson 8 (þaraf þrjú til mótherja), Guðmundur Hrafnkels-
son 2.
Utan vallar: 10 minútur.
■Auk þess léku Valdimar Grímsson, Sigurður Bjamason og Einar G. Sigurðsson, en
Sigmar Þ. Óskarsson, Patrekur Jóhannesson, Gústaf Bjamason og Konráð Olavson hvfldu.
Mörk Þýskalands: Bemd Roos 6/3, Volker Zerbe 5, Jean Barath 5, Jörg Kiinze 4,
Christian Schwarzer 1, Karsten Kohlhaas 1, Mike Fiihrig 1.
Varin skot: Andreas Thiel 12 (þaraf fjögur til mótheija).
Utan vallar: 14 mínútur og þ.a. tveir menn útilokaðir.
Dómarar: Jug og Jeglic frá Slóveníu. Áttu jafn slakan dag og islenska liðið.
Sóknamýting íslenska liðsins var að-
eins 23,8% í fyrri hálfleik gegn Þjóð-
veijum, en strákamir fengu 21 sókn og
skoraðu úr fimm þeirra. Þeir bættu sig
eftir hlé, gerðu þá 11 mörk úr 19 sóknum
og vora því með 40% sóknamýtingu í
leiknum. Strákarnir gerðu fjögur mörk
með langskotum, þijú komu eftir gegnum-
brot, þijú af línu, tvö eftir hraðaupp-
hlaup, tvö úr vinstra hominu og tvö úr
vítum.
•Júlíus Jónasson gerði 5/2 mörk úr 9/3
skotum, sem er 44,4% nýting. Hann tap-
aði boltanum tvisvar, en átti tvær stoð-
sendingar og fískaði eitt víti.
• Sigurður Sveinsson gerði 4 mörk úr 9
tilraunum — 44% liýting. Hann átti fjórar
stoðsendingar, en tapaði boltanum tvisvar.
•Geir Sveinsson var með tvö mörk úr
þremur tilraunum, 66,6% nýting, og
fískaði tvö víti.
•Gunnar Beinteinsson var með sömu
nýtingu og Geir, tvö mörk úr þremur
skotum, en tapaði boltanum einu sinni.
• Bjarki Sigurðsson skoraði úr eina skoti
sínu, 100% nýting, en tapaði boltanum
einu sinni.
•Gunnar Gunnarsön var með tvö skot
og eitt mark, en tapaði boltanum tvisvar.
• Héðinn Gilsson var með þijú skot og
eitt mark, 33,3% nýting, en tapaði boltan-
um tvisvar.
•Valdimar Grímsson lét veija eina skot
sitt og tapaði boltanum einu sinni.
• Sigurður Bjamason átti eina stoðsend-
ingu.
• Einar G. Sigurðsson tapaði boltanum
tvisvar.
Gríðariegir yfirburðir Rússa
Rússar höfðu gríðarlega mikla
yfirburði í fyrsta leik í milli-
riðlunum í gær þegar þeir mættu
Ungveijum. Rússar
hreinlega gerðu það
sem þá langaði til
og hafði maður það
á tilfinningunni að
sigur þeirra hefði getað orðið miklu
stærri, en leiknum lauk með 29:22
sigri Rússa. Allir leikmenn liðsins
tóku mjög virkan þátt í leiknum og
það var sama hver var, allir eru
frábærir handknattleiksmenn og
Skúli Unnar
Sveinsson
skrifar frá
Stokkhólmi
„minni spámennirnir" eru engir við-
vaningar.
Ungveijar voru ekki öfundsverðir
af hlutskipti sínu því Rússar voru
miklu betri á öllum sviðum. Lavrov
markvörður þeirra varði til dæmis
15 skot og skipti við varamarkvörð-
inn snemma í síðari hálfleik. Hrað-
aupphlaupin hjá þeim eru frábær
og miðað við þennan leik, og þá
leiki sem Svíar hafa leikið, þá er
ekki spurning um hvor þjóðin er
með betra lið. Það eru Rússar.
Þeir leika talsvert öðruvísi en
önnur lið, nokkuð kerfisbundinn
sóknarleik en þó ekki svo að leik-
menn bijóti kerfin ekki upp og geri
laglega hluti á eigin spýtur. Gegn
Ungveijum léku þeir 3-2-1 vörn
lengstum og voru mjög framarlega,
mun framar en önnur lið hafa verið
til þessa. Varnarmúrinn er hár,
mjög hár, og það virtist ekki skipta
þá nokkru máli þegar þeir voru ein-
um færri í vöminni. Leikmenn, sem
eru flestir mjög stórir og þungir,
voru samt ekki seinir að bruna fram
í hraðaupphlaup þegar færi gafst
og mörg þeirra vom geysilega vel
útfærð.
Íslenska liðsins bíður erfitt verk-
efni í dag, og ef Rússar leika eins
og þeir gerðu á móti Ungveijum í
gær er hætt við að mörkin verði
ekki mörg sem við gerum gegn
þeim. Það ber þó að hafa í huga
að við höfum oft leikið mjög vel
gegn Rússum og virðumst hafa eitt-
hvert tak á þeim. Vonandi dugar
það í dag.
Fj. leikja u j T Mörk Stig
SPÁNN 3 2 1 0 56: 49 5
FRAKKLAND 3 2 O 1 73: 66 A
SVISS 3 2 O 1 70: 66 4
RÚMENÍA 3 1 0 2 57: 61 2
EGYPTALAND 3 1 0 2 58: 63 2
TÉKKÓSL. 3 0 1 2 57: 66 1
SVÍUM getur mistekist þó flest
gangi snurðulaust hjá þeim. Þegar
þjóðsöngur Islands var leikinn var
klippt aftan af honum þannig að
hann hljómaði ekki nema rétt rúm-
lega hálfur.
GEIR Sveinsson var valinn
besti leikmaður íslands en Andre-
as Thiel hjá Þjóðverjum.
BERND Ross (nr. 10) hjá Þjóð-
veijum meiddist í leiknum gegn
íslendingum. Hann sneri sig á
ökkla og ekki er enn vitað hvort
hann getur verið með gegn Svíum
á fimmtudaginn.
ÞYSKIR blaðamenn spurðu
Þorberg Aðalsteinsson hvemig
honum hefði þótt lið Þjóðverja
leika miðað við hvernig það lék á
Ólympíuleikunum. Þorbergur
sagði liðið mun betra núna. Það
væru ungir og áhugasamir strákar
í því og þeir léku með hjartanu, en
væru ekki í fríi eins og „görnlu"
mennirnir sem voru í liðinu í Barc-
elona.
MILLIRIÐILL 1
SVISS- EGYPTALAND ......26:23
SPÁNN - RÚMENlA...-.....20:16
FRAKKLAND- TÉKKÓSL......26: 18
í DAG: Rúmenía - Egyptaland, Sviss -
Tékkóslóslóvakla, Frakkland - Spánn.
MILLIRIÐILL 2
ISLAND - ÞÝSKALAND......16:23
RÚSSLAND- UNGVERJAL.....29:22
SVlÞJÓÐ- DANMÖRK .......23:20
Fj. lelkja U J T Mörk Stig
SVÍÞJÓÐ 3 3 0 0 64: 55 6
RÚSSLAND 3 2 1 0 74: 59 5
ÞÝSKALAND 3 1 2 0 62: 55 4
ÍSLAND 3 1 0 2 57: 65 2
DANMÖRK 3 0 1 2 58: 69 1
UNGVERJAL. 3 0 O 3 62: 74 0
í DAG: Danmörk - Ungverjaland kl. 17 og
ísland - Rússland kl. 19. Svíþjóð - Þýska-
land leika á morgun.
Eskilstuna-ridill
Keppt er um 13. - 16. sætið:
Austurríki - Bandaríkin..31:19
Noregur - S-Kórea........30:28
Staðan
Austurríki......1 1 0 0 31:19 2
Noregur.........1 1 0 0 30:28 2
S-Kórea.........1 0 0 1 28:30 0
Bandar..........1 0 0 1 19:31 0
FRJALSIÞROTTIR
Þórdís ekki í úrslit
Þórdís Gísladóttir fór yfir 1,79 m
í hástökki á HM í frjálsíþróttum
innanhúss í Tórontó um helgina, en
komst ekki áfram í úrslit. Stefka
Kostadinova frá Búlgaríu sigraði,
stökk 2,02 m eins og þýska stútkan
Heike Henkel, sem varð í öðru sæti.
Inga Babakova frá Úkraínu fór tvo
metra slétta og fékk bronsverðlaunin.
Ikvöld
KÖRFUKNATTLEIKUR:
Fyrsti leikur lA og ÍR í úrslitum 1.
deildar karla verður kl. 20.30 i íþrótta-
húsinu við Vesturgötu. Forsala hefst
kl. 18.30.
Keflavík - KR leika fyrsta úrslita-
leikinn I 1. deild kvenna I Keflavlk kl.
20.30.
HANDKNATRTLEIKUR:
Valur og Fram leika fyrsta leik sinn I
8-liða úrslitum í 1. deild kvenna kl.
20 að Hliðarenda.