Morgunblaðið - 16.03.1993, Síða 4

Morgunblaðið - 16.03.1993, Síða 4
4 B MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR ÞRIÐJUDAGUR 16. MARZ 1993 KORFUKNATTLEIKUR Brotið blað í sögu Skallagríms Skallagrímur sigraði Val að Hlíðarenda í lokaumferðinni í úrvalsdeildinni og tryggði liðið sér þar með rétt til að leika mmmmmm í úrslitakeppninni í PéturH. fyrsta sinn í sögu skrífarSS°n félagsins. Leikurinn var æsispennandi og réðust úrslitin ekki fyrr en á lokasekúndunum er Henning Henningsson tryggði liði sínu sig- urinn með því að skora úr tveimur bónusvítaskotum er 12 sekúndur voru eftir af leiknum. „Ég verð að viðurkenna að mér leið illa á vít- alínunni. Ég hef verið frekar kald- ur á vítalínunni í undanförnum tveimur leikjum, en reyndi svo að einbeita mér að skotunum og það tókst,“ sagði Henning Hennings- son eftir leikinn. Borgnesingar byrjuðu leikinn betur og höfðu frumkvæðið framan af fyrri hálfleik, ákaft studdir af fjölmörgum áhorfendum sem höfðu fylgt liðinu í leikinn. Bæði lið léku maður á mann vörn í byij- un og var leikurinn mjög hraður. Valsmenn jöfnuðu leikinn um miðj- an fyrri hálfleik, en eftir það var allt í jámum-. í hálfleik leiddu Vals- menn með tveimur stigum, 45:43. Borgnesingar byijuðu seinni hálfleikinn af krafti og náðu fjög- urra stiga forystu. Eftir það skipt- ust liðin á forystunni og var munurinn aldrei meiri en 4 stig. Lokamínútur leiksins voru æsi- spennandi. Er tvær mínútur voru eftir höfðu Borgnesingar sjö stiga forystu og sigurinn virtist í sjón- máli. En Valsmenn gáfu ekkert eftir og með þremur þriggja stiga körfum tókst þeim að jafna leikinn 82:82. Á síðustu mínútunni gerði Elvar Þórólfsson þriggja stiga körfu fyrir Skallagrím, Brynjar Harðarson svaraði fyrir Valsmenn með tveim stigum og tuttugu sek- úndur eftir. Borgnesingar náðu að láta knöttinn ganga á milli manna þar til Valsmönnum tókst að bijóta á Henning Henningssyni. Hann skoraði úr bónus vítaskotunum sín- um eins og áður segir. Undir lok leiksins reyndi Taft þriggja stiga skot til að jafna leikinn en knöttur- inn dansaði á hringnum en vildi ekki ofaní. Gífurleg fagnaðarlæti brutust út á meðal leikmanna og fjölmargra áhangenda Skallagríms og mátti halda að titillinn væri í höfn. Borgnesingar voru drifnir áfram af stórleik Ermolinski sem skoraði grimmt, ásamt því að eiga stórleik í vörninni. Meðal annars blokkaði hann 5 skot Valsmanna í leiknum. Valsmönnum gekk mjög illa að fást við Ermolinski og söknuðu greinilega Magnúsar Matthíasson- ar, en hann gat ekki leikið með vegna meiðsla. Henning Hennings- son átti einnig frábæran leik. Hann gætti Tafts mjög vel í vörninni og hvatti sína menn áfram. Enn frem- ur skoraði hann mikilvæg stig fyr- ir liðið. Hjá Val var John Taft best- ur. Matthías Matthíasson byijaði vel en lenti fjótlega í villuvandræð- um. Blikasigur í Ljónagiyfjunni Það má segja að þessi úrslit lýsi best gengi okkar í vetur. Við vorum alltof kærulausir í lok leiks- mmmmmmm ins og þeir voru Björn fljótir að refsa okkur B!or,dal,. fyrir,“ sagði Teitur Njarövk Örlygsson þjálfari og leikmaður Njarð- víkinga eftir að lið hans hafði borið lægri hlut fyrir Breiðabliksmönnum 100:99 í Ljónagryfjunni í Njarðvík á sunnudaginn í leik þar sem heima- menn virtust vera með sigur innan seilingar. Þegar um 2 mínútur voru til leiksloka voru Njarðvíkingar með 10 stiga forystu 98:88, sem þeim tókst á óskiljanlegan hátt að glopra niður og það voru Blikar sem fögn- uðu sigri í leikslok. Blikarnir féllu í 1. deild, þeir náðu aðeins að sigra í 3 leikjum í vetur og þar af voru tveir gegn Njarðvíkingum sem í vetur áttu sitt slakasta tímabil í mörg ár. „Þessi sigur kemur of seint og það má segja að menn hafi viljað falla með sæmd með því að sigra Njarðvík- inga í síðasta leiknum. Þeir voru full kærulausir í lokin og lítið gekk upp hjá þeim, en á sama tíma gekk næstum allt upp sem við reyndum," sagði Sigurður Hjörleifsson þjálfari Breiðabliks. Bestir í liði UMFN voru Teitur, Rondey og Jóhannes, en hjá Blikum þeir Joe Wright sem skoraði 41 stig og þar af voru 9 3ja stiga körf- ur, David Grissom og Hjörleifur Sigurþórsson. Öruggt hjá IBK KR slapp fyrir hom Snæfell missti af sæti í úrslitakeppninni að vantaði alla baráttu hjá okkur í síðari hálfleik og það var eins og að menn væru með aðra hendi fyrir aftan bak. En leik- ■■■■■■■■ urinn skipti ekki máli og það kann skrifarlá að skýra hugarfar- Keflavík ið,“ sagði Ingvar Jónsson þjálfari Hauka eftir að lið hans hafði bor- ið lægri hlut fyrir ÍBK í Keflavík á sunnudagskvöldið. Lokatölur Ieiksins urðu 101:87 fyrir ÍBK sem nú mætir Borgnesingum í undan- úrlitakeppninni um Islandsmeist- aratitilinn en Haukar leika gegn Grindvíkingum. Keflvíkingar náðu fljótlega af- gerandi betri stöðu og virtust ætla að stinga af, en Haukamir börð- ust vel og náðu að halda í við heimamenn í fyrri hálfleik. Hauk- arnir áttu hins vegar ekkert svar við hröðum leik heimamanna í síð- ari hálfleik. Þeir voru ofurliði born- ir þegar í upphafi og átti sér aldr- ei viðreisnar von eftir það. „Þetta gekk ágætlega og þar sem úrslit leiksins skiptu ekki máli notuðum við tækifærið til að reyna ýmislegt nýtt sem á eftir að koma sér vel í úrslitakeppn- inni,“ sagði Jón Kr. Gíslason þjálf- ari ÍBK. Bestir í lið ÍBK voru Bow, Hjört- ur, Guðjón, Albert og Kristinn en hjá Haukum var John Rhodes yfir- burðarmaður. KR-INGAR sluppu við að leika aukaleiki um sæti í úrvalsdeild- inni þegar þeir sigruðu Snæ- feli i spennandi leik á Seltjarn- arnesi á sunnudagskvöidið, með 77 stigum gegn 66. Snæ- fellingar aftur á móti, sem hafa verið í efsta sæti B-riðils sfð- ustu mánuði, misstu með ósigrinum af sæti í úrslita- keppninni. Leikurinn var spennandi frá fyrstu mínútu og augljóst að bæði lið höfðu að einhveiju að mmmmmm keppa. KR-ingar Stefán náðu fimm stiga for- Eiriksson skoti eftir jafna sknfar byijun, en Snæfell- ingar gerðu þá 11 stig í röð og náðu forskoti sem þeir héldu út hálfleikinn. Staðan í hálfleik var 34:39. Það var gjörbreytt KR-lið sem mætti til leiks í síðari hálfleik. Með því að skora sex fyrstu stigin náðu þeir að komast yfir og ná forskoti sem þeir juku jafnt og þétt allt til leiksloka. Þeir þéttu vörnina og slíp- uðu sóknarleikinn, og meðan þeir héldu sama hraða döluðu Hólmar- ar. Leikinn unnu þeir síðan með 11 stigum, 77:66. „Það var vömin sem vann þetta,“ sagði Friðrik Rúnarsson þjálfari KR eftir leikinn. „Við vissum að þetta yrði barningur, að leikurinn yrði í járnum frá byrjun. En þegar vörnin small saman og við spiluðu upp á góð skot í sókninni gekk þetta upp.“ Keith Nelson átti sannkallaðan stjörnuleik í vörninni í síðari hálf- leik, eftir vægast sagt dapran fyrri hálfleik. í þeim síðari hirti hann hvað eftir annað háar sendingar inn í teiginn og tók fjöldan allan af fráköstum. Hermann Hauksson blómstraði einnig í síðari hálfleik, gerði fjórtján stig og alls nítján í leiknum og var stigahæstur KR- inga. Guðni Guðnason lék vel og Tómas Hermannsson og Óskar Kristjánsson vöktu athygli fyrir góða baráttu. Shawn Jamison var bestur í liði Snæfells, hélt Nelson vel niðri í fyrri hálfleik, en hafði lítið í hann að segja í þeim síðari. Bárður Ey- þórsson gerði 14 stig en hefur oft leikið betur. Snæfellingar voru aug- ljóslega þreyttir, þeir höfðu ekkert svar við öflugum leik KR-inga í síð- ari hálfleik og gáfust hreinlega upp undir lokin. Dapur endir hjá þeim á annars frábæru tímabili. Blrgir Mlkaelsson hefur gert góða hluti með Skallagrím, sem leikur í fyrsta sinn í úrslitakeppninni. ■ LEIKUR KR og Snæfells tafðist um tíu mínútur. Þegar liðin voru komin út á völlin kom í ljós að þau voru bæði í hvítum treyjum, og urðu því KR-ingar að kalla eftir nýjum búningum. ■ KEITH Nelson, Bandaríkjamað- urinn í liði KR, átti pantað far til Bandaríkjanna í gær, strax daginn eftir leikinn við Snæfell. Hann lék ekki vel í fyrri hálfleik og var KR fjórum stigum undir í hálfleik. ■ í LEIKHLÉINU var honum vin- samlegast bent á að ef KR tapaði leiknum gæti hann fekki farið heim fyrr en í fyrsta lagi eftir viku, tíu daga, því þá þyrfti liðið að leika aukaleiki við lið úr 1. deild um sæti í úrvalsdeildinni. ■ ÞETTA hafði þau áhrif að Nel- son tók sig saman í andlitinu, og sýndi sannkallaðan stjörnuleik í síð- ari hálfleik og átti stóran þátt í ell- efu stiga sigri KR. NBA-DEILDIN Dumars yfir tíu þús. stiga múrinn JOE Dumars var í aðalhlut- verki, þegar Detroit tók á móti Chicago á sunnudag og vann 101:99. Dumars skoraði 27 stig og fór yfir 10.000 stiga múrinn, en Michael Jordan skoraði ekki fyrir gestina síðustu nfu mínút- urnar. Charlotte var einnig í sviðsljósinu, en liðið sigraði í fyrsta sinn í Boston. Terry Mills skoraði 23 stig fyrir Pistons og Isiah Thomas var með 21 stig og 10 stoðsendingar. Jordan gerði 28 stig Frá Gunnarí fyrir Chicago og B. Valgeirssyni J. Armstrong 22, í Bandarikjunum sem er persónulegt met á tímabilinu. Detroit er efst í austurdeild og Isiah Thomas var ánægður. „Við höfum leikið vel í vetur, þegar allir hafa verið ómeiddir. Ég held að ef við náum í úrslitakeppnina eigum við eftir að gera þar mikinn usla. Chicago er samt enn besta liðið í deildinni og gefst aldrei upp eins og sönnum sigurvegara sæmir." Alonzo Mourning skoraði 25 stig og tók 11 fráköst fyrir Charlotte, sem vann 96:93 í Boston. Larry Johnson skoraði 23 stig og tók 16 fráköst fyrir gestina. New York Knicks hélt áfram á sigurbraut og sigraði í 1. heima- leiknum í röð, vann Indiana auðveld- lega, 121:90. John Starks skoraði 31 stig og átti 10 stoðsendingar, en Patrick Ewing skoraði 29 stig fyrir heimamenn. Reggie Miller og Detlef Schrempf voru stigahæstir hjá gestunum með 19 stig hvor, en þetta var níundi tapleikur Indinana í röð á útivelli. Shaquille O’Neal skoraði 29 stig fyrir Orlando, en allt kom fyrri ekki og heimamenn töpuðu 105:97 fyrir Seattle, fimmta tap Orlando í síð- ustu sjö leikjum. Shawn Kemp skor- aði 27 stig fyrir Seattle og tók 12 fráköst. Phoenix er með besta árangurinn á heimavelli, en tapaði þar í þriðja sinn, 124:91 gegn New Jersey Nets. Drazen Petrovic skoraði 29 stig fyr- ir gestina, en Kevin Johnson var stigahæstur hjá Phoenix með 23 stig. Charles Barkley, sem byijaði leikinn sem fímmti stigahæsti mað- ur deildarinnar (25,6 stig að meðal- tali í leik) og fjórði í röðinni varð- andi fráköst (12,7 í ieik), skoraði aðeins 15 stig og tók fjögur frá- köst, en hann var lengst af á bekkn- um i seinni hálfleik. Houston, „heitasta“ liðið í deiid- inni, vann Utah 104:95,13. sigurinn í röð, en liðið hefur sigrað í 26 af síðasta 31 leik. Hakeem Olajuwon fór á kostum, skoraði 38 stig og tók 14 fráköst. Kenny Smith var með 21 stig og sjö stoðsendingar í þess- um 1.000. sigri Houston. Slæmt gengi Portland hefur vak- ið athygli, en liðið tapaði 108:99 í San Antonio. Antoine Carr skoraði 27 stig fyrir heimamenn, Sean Elli- ott 24 og David Robinson 23 stig, en hann tók líka 19 fráköst, átti fímm stoðsendingar og varði fjögur skot. Úrsfitakeppnin Lokaumferðin í úrvalsdeildinni fór fram um síðustu helgi og þá réð- ist það hvaða lið mætast í úrslitakeppninni. Fyrsti leikur urslita- keppninnar verður i Keflavík á laugardaginn og þá mætast ÍBK og Skallagrímur kl. 15.00. UMFG og Haukar leika ( Grindavík daginn eft- ir, 21. mars kl. 20.00. Skallagrímur og ÍBK leika í Borgarnesi 22. mars kl. 20 og síðan Haukar og UMFG f Hafnarfirði 23. mars kl. 20. Það lið sem fyrr vinnur tvo leiki leikur til úrslita um íslandsmeistaratitilinn. ÍBK og KR leika til úrslita um íslandsmeistaratitilinn í 1. deild kvenna og fer fyrsti leikurinn fram í Keflavík í kvöld kl. 20.30. Það lið sem fyrr vinnur þrjá leiki hlýtur titilinn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.