Morgunblaðið - 16.03.1993, Síða 7

Morgunblaðið - 16.03.1993, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR ÞRIÐJUDAGUR 16. MARZ 1993 B 7 INíunda og síðasta mark Sigurðar Sveins- sonar gegn Bandaríkjamönnum á laugar- dag var 600. mark hans með landsliðinu nu fram í Svíþjóð ríflokki ti sterku er langt frá því sem þeir bjuggust við og vonuðust eftir. Leikurinn þótti slakur enda mikið í húfi fyrir bæði lið. Þjóðirnar sem urðu í 3., 4. og 5. sæti í B-keppninni í Austurríki, Islendingar, Svisslendingar og Danir komust hins vegar áfram í milliriðla. Annað sem vek- ur mikla athygli er að Egyptar komust áfram. Egyptar leika ekki ósvipaðan handknattleik og fyrrum A-Þjóðveijar gerðu enda var Paul Tiedeman þjálfari hjá þeim um þriggja ára skeið, en hann var lengi landsliðsþjálfari A-Þjóðverja. Spennan í A og B-riðli var mikil og þurfti að grípa til hinnar „frægu“ 25% reglu til að fá úr því skorið hvort Sviss eða Frakkland yrði í fyrsta sæti riðils- ins. Þar hafði Sviss betur og er því i öðru sæti milliriðilsins með tvö stig. 1 fyrsta sæti eru Spánveijar með 3 stig en ' Sviss, Rúmenía, Frakkland og Egyptaland eru öll með 2 stig og samein- að lið Tékka og Slóvena er með 1 stig. SIGURÐUR Sveisson náði þeim áfanga, þegarhann skoraði níunda mark sitt gegn Banda- ríkjamönnum - eftir gegnum- brot, að skora sitt 600. lands- liðsmark frá því að hann skor- aði sitt fyrsta mark í landsleik; gegn Bandaríkjamönnum í Reykjavík 1979. Sigurður er kominn í annað sætið yfir þá leikmenn sem hafa skorað flest mörk. Kristján Arason á marka- metið -1.090 mörk. Þeir félagar hafa leikið i hlut- verki vinstrihandarskyttu í landsliðinuN síðustu ár. Bogdan Kowalczyk, fyrrum landsliðsþjálfari íslands, hélt Sigurði lengi úti í kuld- anum og þá var Sigurður einnig að beijast um sæti við Kristján Arason, sem var skytta númer eitt á hægri vængnum. Sigurður er nú sá leikmaður sem landsliðið byggist á og má segja að týndi sonurinn sé kominn heim. Sigurður átti stór- an þátt í því að landsliðið komst til Svíþjóðar, þar sem hann fór á kost- um í B-keppninni í Austurríki, þar sem landsliðið tryggði sér farseðil- inn í HM með því að hafna í þriðja sæti. Með erlendum liðum Þeir vinstrihandarmenn sem hafa leikið stór hlutverk í landsliðinu í gegnum árin, eiga það allir sameig- inlegt að hafa leikið með erlendum félagsliðum; Ágúst Svavarsson lék með félögum í Svíþjóð og Þýska- landi, Viggó Sigurðsson á Spáni og Þýskalandi, Kristján Arason í Þýskalandi og Spáni, Sigurður Sveinsson í Svíþjóð, Þýskalandi og Spáni og Gunnar Einarsson, sem lék nokkra landsleiki, í Þýskalandi. Sex leikmenn hafa náð því að skora yfir 500 mörk í landsleik. Geir Hallsteinsson varð fyrstur til að ná þeim áfanga. Yfirburðir Islenska liðið hafði mikla yfir- burði gegn því bandarsíska þeg- ar liðin léku síðasta leikinn í C- riðli. ísland vann 34:19 eftir að hafa haft 14:7 yfir í leikhléi. Þor- bergur notaði tækifærið og breytti um lið þannig að nú hafa allir fengið að reyna sig á HM. Eins og í öðrum leikjum Bandaríkjamanna mátti sjá að þar fóru miklir áhuga- menn sem eiga langt í land til að ná þeim bestu í heiminum. Derrich Heath (nr. 11) var engu að síður vinsælasti leikmaðurinn í Gauta- borg enda hefur kappinn ótrúlegan stökkkraft sem hann nýtir sér vel. Allir íslensku leikmennirnir skoruðu í leiknum og enginn færri en tvö mörk. Patrekur varð þó að vera snöggur því dómurunum var eitthvað illa við hann og ráku hann útaf þriðja sinni í byijun síðari hálfleiks. Frammistaða leikmanna var góð því nafnarnir Sigurður Sveinsson og Bjamason voru báð- ir með 100% nýtingu í skotum sín- um eins og Gunnar og Geir, en aðrir 66% nema hvað Júlíus var „bara“ með 62% nýtingu. ísland - Bandaríkin 34:19 Scandinavium i Gautaborg, HM í handknattleik, laugardaginn 13. mars 1993. Gangur leiksins: 1:0, 2:2, 5:2, 6:5, 9:5,10:7,14:7,17:8, 20:10, 24:16, 27:18, 83:18,34:19. Mörk íslands: Sigurður Sveinsson 9/5, Gunnar Gunnarsson 5, Júlíus Jónasson 5, Geir Sveinsson 3, Patrekur Jóhannesson 2, Bjarki Sigurðsson 2, Valdimar Grímsson 2, Sigurð- ur Bjarnason 2, Gústaf Bjamason 2, Konráð Olavson 2. Varin skot: Bergsveinn Bergsveinsson 9/1. Utan vallar: 12 minútur. Mörk Bandaríkanna: Tom Fitzgerald 6/4, Matt Ryan 5, Darrick Heath 4, Luke Travins 2, Kevin Withrow 1, Brian Parath 1. Varin skot: Dan Hennessey 4. Utan vallar: 4 minútur. Áhorfendur: 12.418, nýtt sænskt met. Dómarar: Pólverjariiir Marek og Jacek og voru jafn hræðilega slakir og í ieiknum gegn Svíum. Fullt hús hjá Svíum Magnús Andersson, hinn smá- vaxni en knái leikmaður Svía, tryggði þeim sigur gegn Ung- veijum í C-riðli á laugardaginn. Anderson, sem gerði níu mörk gegn Islendingum, skoraði sigurmarkið þegar aðeins þijár sekúndur voru eftir af leiknum. Leikurinn var bæði vel leikinn og spennandi. Ungveijar byijuðu betur og komust í 4:1 en Svíar jöfn- uð 8:8 og höfðu 12:9 yfir í leik- hléi. „í leikhléi hélt ég að við mynd- um sigra með 5 til 7 mörkum,“ sagði Bengt Johanssen þjálfari Svía eftir leikinn. „Ungveijarnir börðust vel og sigurinn hefði getað lent hvorum megin sem var, en þetta var okkar dagur og ég er mjög ánægður," sagði hann. Ungveijar jöfnuðu 16:16 þegar 9 mínútur voru eftir og síðan var jafnt á öllum tölum þar til Anders- son gerði sigurmarkið við gríðarleg- an fögnuð áhorfenda. Svíar fóru því í milliriðilinn með fullt hús, 4 stig, Rússar með 3 stig, Þjóðveijar og Islendingar 2, Danir eitt og Ungveijar ekkert stig. Stetán og Rögnvald höfðu í nógu að snúast Stefán Arnaldsson og Rögnvald Erlingsson höfðu í nógu að snú- ast, þegar Austurríkismenn lögðu Egypta, 26:23. Austurríkis- menn voru utan vallar ,í átta mínútur og Egyptar í tíu mínútur þar af var einn, sem ekki hafði verið rekinn af velli áður, rekinn útaf fyrir brot þegar 12 mínútur voru eftir. Austurríki var yfír mest allan leik- inn, 14:9 í leikhléi en Egyptum tókst þó að jafna 15:15. „Þrátt fyrir tapið er ég ánægðasti maður í heimi,“ sagði Asem El-Sadany þjálfari Egypta enda nokkuð ljóst að þeir áttu möguleika á að komast áfram, sem og varð raunin. Þeir voru með einu marki minná í mínus en Austurríkismenn og komut því áfram. ■ SIGURÐUR Sveinsson var út- nefndur besti leikmaður Islands gegn Bandaríkjunum og er þetta í annað sinn sem hann fær þá út- nefningu. Línumaðurinn Rayan Matt var útnefndur bestur Banda- ríkjamanna. ■ RICHARD Jakombs fékk sér- staka viðurkenningu frá mótshöld- urum því hann er fyrsti heyrnar- lausi leikmaðurinn sem tekur þátt í HM. __ I GÚSTAF Bjarnason skoraði 750. mark ísiands í HM, er hann skoraði síðasta markið gegn Bandaríkjamönnum, 34:19. ■ AÐSOKNARMET var sett á handboltaleik í Svíþjóð á laugar- daginn. Þá mættu 12.418 áhorfend- ur í Scandinavium í Gautáborg, til að sjá leik Svía og Ungverja. I SÆNSKU varadómararnir Krister Broman og Kent Bla- demo dæma ekki meira á HM. Blademo snéri sig á fæti í leik Sviss og Rúmeníu og var þá skipt um dómarapar. Rússarnir Kiashko. og Kiselev munu taka stöðu þeirra sem varadómarar. ■ TALIÐ er að þetta hafi verið síðasta HM-mót þeirra sænsku því Blademo er 47 ára og Broman árinu yngri. H FARÞEGAR frá Samvinnu- ferðum-Landsýn lentu heldur bet- ur í hrakningum á leiðinni frá Gautaborg til Stokkhólms. Fari" var með rútu frá Grétari Hanssyni um hádegisbilið á sunnudag. ■ ÞEGAR ferðalangarnir áttu 160 kílómetra eftir, en þetta er 500 kílómetra leið, fór olíurör í sundur og olía lak yfir vélina með þeim afleiðingum að kviknaði í. ■ GRETAR brá skjótt við og slökkti eldinn en bíllinn var stopp og þegar farþegarnir loks komust á hótelið voru liðnar tólf klukku- stundir frá því ferðin hófst, en venjulega hefði ferðin tekið um sjö klukkustundir. ■ MARGIR hafa undrað sig á að leikur Svía gegn Rússum skuli leik- inn á miðvikudaginn - í stað þriðju- dagsins eins og aðrir leikir. Ástæð- an er að sjónvarpa á leiknum og þótti miðvikudagurinn hentugri. Gert var ráð fyrir þessu strax frá. upphafi og því er þetta ekki „bragð“ hjá Svíum eins og margir hafa haldið. ■ GEIR Sveinsson, fyrirliði landsliðsins og Vals, leikur hugsan- lega á ný á Spáni næsta vetur. ■ AVIDESA, sem Geir lék með á Spáni áður en hann snéri heim á ný í fyrra, hefur gert honum til- boð og líkur eru á því að Geir semji við félagið til tveggja ára. ■ SJÖTÍU manns fóru í síðari hópferðina á HM í Svíþjóð á vegum ferðaskrifstofunnar Urvals-Útsýn- ar. Nokkrir bættust við eftir sigur- inn gegn Bandaríkjamönnum á laugardag, en hópurinn hélt utan í gærmorgun og kemur heim á- sunnudaginn. ■ ÍSLENSKA landsliði náði fjórða besta árangrinum í riðla- keppninni - fékk fjögur stig. Svíar fengu sex stig, en Rússar og Spán- verjar fimm stig. ■ NORÐMENN höfnuðu í fjór- tánda sæti, með eitt stig, S-Kóreu- menn voru í fimmtánda sæti með eitt stig og Bandaríkjamenn ráku lestina, með ekkert stig. ■ ÁTTA efstu Evrópuþjóðirnar í HM i Svíþjóð tryggja sér farseðil- inn á HM 1995 á Islandi og níu^ efstu ef íslendingar verða í einu’ af átta sætunum. Tíunda sætið gæti einnig dugað, en þá verða Egyptar að vera í eins af átta efstu sætunum ásamt íslendingum. ■ 24 þjóðir taka þátt í HM á ís- landi 1995. Fimmtán Evrópuþjóðir -verða með á íslandi og fá sex til sjö þjóðir farseðilinn í Evrópukeppni landsliða.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.